Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 51 . Qní&Kr v jwnvmmf . k mt)mf v W««f , > fefcr&to v (CW<8W í>0CflH0nTA5 POCflHOMTf# pOCAHOIITfÚ pOCflROflTA^ i>0CfltíönTfl5 j>OCflHönTA$ (CWÍJkiíE^ (cW$)iW^ Ungmennasónata Stolt stúlka Morgunblaðið/Reuter AKIALMA, sýningarstúlka hjá Stardust-spilavítinu og -hótelinu, stendur á væng Boeing 737-flug- vélar á McCarran flugvellinum í Las Vegas. Eins og sjá má prýð- ir málverk af henni stél flugvél- arinnar, en Western Pacific flug- félagið hefur tekið upp þá ný- breytni að selja auglýsingar á flugvélar sínar. TÓNLIST Gcisladiskur HUGARFLUGUR Fyrsti geisladiskur h\jómsveitarinn- ar Sónötu. Sónötu skipa Anna S. Þorvaldsdóttir söngkona, Einar Öm Jónsson píanó- og bassaleikari og söngvari, Gunnar Benediktsson óbó- leikari og söngvari, Jón Jósep Snæ- þjömsson söngvari og Theodóra Lind Þorvaldsdóttir söngkona. Ýmsir leggja sveitinni lið í hljóðfæraleik. Lög og textar eftir Einar Öm, utan einn texti sem er ljóð eftir Davíð Stefánsson og eitt Iag sem er eftir Þorstein Einarsson og Einar Öm. Utsetningar önnuðust Einar Öm og Gunnar Benediktsson, en Birgir J. Birgisson stýrði upptökum. Tvær gylltar gefa út. 37,38 min., 1.999 kr. ÞAÐ VERÐUR sífellt ödýrara að gefa út og fyrir vikið fjölgar mjög plötum á markaði fyrir jól. Kostur við það er að fleiri láta í sér heyra, margir sem annars hefðu ekki kom- >st á plast, að minnsta kosti ekki eins snemma. Það á ekki síst við um þessa plötu Sónötu, því líklega hefði ráðsett útgáfa ekki tekið þá áhættu að gefa út plötu ungra óreyndra tón- 'istarmanna, ekki síst í ljósi þess að á plötunni er safn frumsaminna laga eftir lagasmið sem ekkert hefur áður til heyrst opinberlega. Sónata er skipuð ungu tónlistar- Morgunblaðið/Árni Sæberg HLJÓMSVEITIN Sónata. fólki sem ekki hefur áður iátið á sér kræla og þar fremstur meðal jafn- ingja er Einar Öm Jónsson sem sem- ur nánast öll lög sveitarinnar. Einar er lunkinn lagasmiður og margt á plötunni er vel samið, til að mynda upphafslagið, Ekki ennþá, sem er einskonar hugleiðing, Mammon og Augnablik. Einari eru þó mislagðar hendur þegar textar eru annars veg- ar og þannig er textinn Svefnljóð óþægilega væminn á meðan Mamm- onstextinn er prýðilegur. Það er ekki vert að dæma of hart þegar ungt fólk er að fóta sig á tón- listarsviðinu og þessi plata er um margt vel frambærileg. Söngurinn er helsti galli hennar, því víðast ráða þeir sem syngja ekki við það sem af þeim er krafist og oft sker í eyru þegar farið er út af sporinu, álpast á milli tóntegunda eða rödd brestur í uppsveiflu. Hljóðfæraleikur er öllu betur heppnaður, þó ekki sé hann átakamikill, og óbó og strengir gefa víða skemmtilegan blæ. Þó halda megi því fram að Sónata fari full greitt af stað, er Ijóst að leið- togi sveitarinnar, Einar Örn Jónsson, á eftir að láta frekar að sér kveða í íslenskum dægurtónlistarheimi. Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.