Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hreindýrakjötið komið frá Grænlandi Tæpt tonn selt fyrirfram HÁLFT annað tonn af hrein- dýrakjöti kora með leignflugi frá Grænlandi í fyrrakvöld og hefst sala þess í Kjötbúri Pét- urs í dag. Pétur K. Pétursson kaupmaður segir á fjórða hundrað pantanir þegar hafa borist fyrir alls um 900 kíló. Pétur keypti alls 2 tonn af kjöti frá Stefáni Magnússyni hreindýrabónda á Grænlandi og kveðst eiga von á því hálfa tonni sem vantar innan skamms. Hann hafi ekki fengið skýr svör frá Grænlandsflugi sem fengið var til að flytja kjöt- ið um komutíma þess, og því ákveðið að senda leiguflug eftir því. Hann voni þó að afgangur- inn komi fyrir áramót. Kílóiðá 1.790 til 1.990 krónur Dýrunum er slátrað í septem- ber og október, og er eingöngu um kvígur og kálfa að ræða. Kílóverðið á læri í heilu er 1.790 krónur og kílóaverðið á hálfum lærum eða í bitum, er 1.990 krónur. Lærin eru flest á bilinu 6-8 kíló. Pétur segir að hver pöntun sé fyrir 3 kíló að meðal- tali. Hann segir þetta verð 400-500 ódýrara en á íslensku hreindýrakjöti miðað við kílóa- verð í bitum. Verðið á græn- lenska kjötinu gæti þó verið mun lægra, enda séu álögur íslenska ríksins um 500 krónur á kíló. Að því viðbættu komi óþarflega hár flutningskostn- aður, vegna þess hversu seint tókst að afla leyfa fyrir inn- flutningnum. „Frá því að ég hóf að selja hreindýrakjöt, man ég ekki eft- ir svo mikilli eftirspurn eftir því. Skýringin kann að vera sú að þetta grænlenska kjöt fær talsvert aðra meðferð heldur en íslenska hreindýrakjötið. Morgunblaðið/Árni Sæberg- PÉTUR K. Pétursson var kampakátur þegar hann fékk hrein- dýrakjötið í hendur í fyrrakvöld, enda að baki löng glíma til að fá leyfi fyrir innflutningi. Hér eru dýrin skotin upp á fjöll- um og hrúgað á jeppakerrur eða dregin til byggða á ein- hvern hátt, en á Grænlandi er dýrunum smalað á svipaðan hátt og gert er með lömbin á haustin og rekin til slátrunar. í sláturhúsi fær kjötið að sjálfsögðu bestu hugsanlegu meðferð hvað varðar verkun og geymslu," segir Pétur og fullyrðir að bragð kjötsins sé ekki alls ekki síðra en bragðið af íslensku hreindýrakjöti. Ríkið greiðir bætur til afbrotaþola frá miðju næsta ári Fallið frá áformum um að greiða helming bóta Ný gjaldskrá fyrir hundahald í Reykjavík Almennt eftir- litsgjald lækkar SAMKVÆMT drögum að nýrri gjaldskrá fyrir hundahald í Reykja- vík, er gert ráð fyrir að almennt árlegt eftirlitsgjald lækki úr 8.500 krónur í 7.400 krónur. Borgarráð vísaði tillögu heilbrigðiseftirlitsíns til afgreiðslu borgarstjórnar. Umbuna þeim sem standa sig vel í erindi Heilbrigðiseftirlitsins segir að gjaldskráin sé tilraun til að um- buna þeim hundaeigendum sem standa sig, fara eftir reglum um hundahald og greiða þau gjöld sem þeim ber. Ennfremur sé verið að gera tilraun með hvort gjaldskráin geti ekki stuðlað að bættri hunda- menningu í Reykjavík en heimilt er að lækka gjöldin hafi leyfíshafí lokið grunnnámskeiði í hundauppeldi, sem viðurkennt er af Heilbrigðiseftirlit- inu. Bent er á að gjaldskráin hvetji hundaeigendur til að skrá hunda sína strax en gert er ráð fyrir 8.400 króna skráningargjaldi, sem hækkar um 50% ef skráning dregst fram yfir leyfíleg tímamörk. Standa undir kostnaði Gjaldskránni er ætlað að standa undir kostnaði við framkvæmd heil- brigðissamþykktar um hundahald. Við leyfísveitingu skal innheimta 8.400 krónur eins og fyrr segir en 12.600 krónur þegar frestur er út- runninn. Fyrir bráðabirgðaleyfí er greitt 2.100 krónur. Fyrir hvem hund skal innheimta árlega 7.400 krónur eins og fyrr segir. Við fyrstu afhendingu handsam- aðs hunds ber að innheimta 12.000 krónur, en 6.000 krónur við fyrstu afhendingu hunds með leyfí, ef eft- irlitsgjald og vottorð er í skilum við handsömun. Við aðra og þriðju eða fleiri afhendingar greiðast 18.000 krónur í hvert sinn. Að auki skal greiða þann kostnað sem leggst á vegna dvalar eða geymslu viðkom- andi hunds. Árlegur gjalddagi er 1. febrúar og eindagi 1. apríl. Við afskráningu hunds ber að endurgreiða árlega gjaldið í réttu hlutfalli við þá mánuði sem eftir eru af árinu. Gert er ráð fyrir að Heilbrigðisnefnd sé heimilt að fella niður gjöid af leiðsöguhund- um blindra og leitar- eða björgunar- hundum, Sækja skal sérstaklega um slíka lækkun eða niðurfellingu. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt dauð og ómerk ummæli sem Baldur Hermannsson eðlis- fræðingur lét falla í grein í DV 15. febrúar 1994 um Arthur Björgvin Bollason heimspeking. Dómurinn hafnaði kröfu Arthurs Björgvins um miskabætur, en dæmdi Baldur til að greiða 41.650 krónur í máls- kostnað. í dómsorði segir að í um- mælum Baldurs hafi falist slík gif- uryrði og stórkostlega óviðeigandi og meiðandi aðdróttanir að rétt sé og skylt að ómerkja þau. Mál þetta á sér þann aðdragenda að Arthur Björgvin, sem var á þeim tíma fuiltrúi útvarpsstjóra, ritaði Hauki Halldórssyni, þáverandi for- manni Stéttarsambands bænda, bréf þar sem gagnrýnd er þáttagerð Baldurs Hermannssonar „Þjóð í hlekkjum hugarfarsins", en þætt- VIÐ afgreiðslu frumvarps um ráð- stafanir í ríkisfjármálum á Alþingi í gær var fallið frá áformum um að ríkissjóður greiði aðeins helming af dæmdum eða ákvörðuðum bótum til þolenda afbrota upp að ákveðnu marki. Það þak verður hins vegar lægra en upphaflega var ákveðið með lögum. Alþingi samþykkti í vor lög um að ríkissjóður greiði bætur til þol- enda afbrota og áttu lögin að taka gildi nú um áramótin. í fjárlaga- frumvarpinu var hins vegar lýst áformum um að fresta gildistökunni um eitt ár en í frumvarpi um ráð- stafanir í ríkisíjármálum, bandorm- inum svonefnda, komu fram tiliögur að fresta gildistökunni um hálft ár en skerða verulega upphæðir þeirra bóta sem ríkið bæri ábyrgð á. Þessi skerðing gekk að talsverðu leyti til baka áður en frumvarpið var endan- imir voru sýndir í sjónvarpinu þá um veturinn. Bréfið, sem var einka- bréf og ritað á bréfsefni Ríkisút- varpsins, komst til fjölmiðla og var m.a. birt í Morgunblaðinu 4. febr- úar 1994. Fór offari í skrifum sínum Baldur skrifaði grein í DV 15. febrúar undir fyrirsögninni „Arthúr sleikir bændurna". Arthur gerði kröfu um að fyrirsögnin og sjö til- tekin ummæli í greininni yrðu dæmd dauð og ómerk og féllst dóm- urinn á það. Ummælin eru: „Arthúr á að vísu feril í sjónvarpi, en sá ferill er með eindæmum slæmur.“ „Hann gerði um árabil þætti sem áttu ekki sinn líka í sögu Sjónvarps- ins hvað varðar sýndarmennsku og sjálfsdýrkun ...“ . svo fráhrind- lega afgreitt í gær, m.a. vegna mikillar andstöðu stjórnarandstæð- inga. 100 þúsund króna þröskuldur í upphaflegu lögunum er kveðið á um að ríkið greiði bætur vegna einstaks verknaðar ef fjárhæð bót- anna er hærri en 10 þúsund krón- ur. Samkvæmt bandorminum hækkar þessi þröskuldur í 100 þús- und krónur. Þá er í lögunum gert ráð fyrir að hámarksbætur vegna tjóns á munum verði 500.000 krónur en samkvæmt bandorminum verður þetta þak 250 þúsund. í lögunum eru hámarksbætur vegna líkams- tjóns 5 milljónir króna en þetta þak verður 2,5 milljónir samkvæmt bandorminum. Þá gera lögin ráð fyrir að ríkið andi var þessi yfirborðslegi maður að fólk fór í stórum hópum að leggja fæð á efnið sem hann þóttist vera að fjalla um ...“ „Arthúr gerði heimildarmynd sem ég hef oftsinnis tekið sem dæmi um þá endemis yfírborðsmennsku, loðmullu og þurrkuntuskap ...“ „Þessi þáttur var svo ómerkilegur og innihaldslít- ill, ekkert í hann borið af neinu því sem kalla mætti innsýn og tilfinn- ingu ...“ „Arthúr Björgvin er gott dæmi um mann sem er gersneyddur lágmarkshæfileikum til að semja nokkurn skapaðan hlut og það kem- ur til af því að hann sér ekkert annað í veröldinni en sitt ómerki- lega, stóra og leiðinlega „ÉG“.“ „Þetta verk er eins og Arthúr Björg- vin sjálfur; ekkert nema tilgerðin og sýndarmennskan." í niðurstöðu héraðsdóms segir: greiði miskabætur upp að 1 milljón króna. Upphaflega var gert ráð fyrir því að lækka þetta þak í 400 þúsund krónur en það endaði í 600 þúsundum. Loks gera lögin ráð fyrir að há- marksbætur sem ríkið greiði vegna missis framfæranda séu 3 milljónir. Upphaflega átti að lækka þetta þak í 700 þúsund krónur en það var síðan hækkað aftur í 2,5 milljónir króna. Upphaflega var áætlað að kostn- aður ríkisins vegna laganna um bætur til afbrotaþola væri 60-80 milljónir á næsta ári. Sámkvæmt upphaflegu bandormstillögunum var kostnaður ríkisins áætlaður 20 milljónir á næsta ári en í endanleg- um fjárlagatillögum er gert ráð fyrir 45 milljónum króna til þessara mála á næsta ári. „Það er álit dómsins, að stefndi hafi gerst offari í skrifum sínum um stefnanda langt umfram það, sem sæmandi getur talist, jafnvel þó að stefnandi hafi gefíð stefnda tilefni til harðra viðbragða. í um- mælum þeim, sem stefnandi gerir kröfu til að ómerkt verði, felast slík gífuryrði og stórkostlega óviðeig- andi aðdróttanir að rétt er og skylt að ómerkja þau með vísan til 241. gr. almennra hegningarlaga." í dómnum segir að í bréfí Arth- urs Björgvins til formanns Stéttar- sambands bænda og í viðtali í sjón- varpsþættinum Dagsljósi hafi Arth- ur Björgvin sett fram meiðandi ávirðingar gagnvart persónu Bald- urs Hermannssonar og starfsheiðri hans og því sé rétt hafna kröfu hans um 800.000 krónur í miska- bætur. Stjórn starfsmanna- ráðs ríkisspítala Umræða þingmanna lituð van- þekkingu STJÓRN starfsmannaráðs ríkisspít- alanna hefur sent frá sér yfírlýsingu þar sem harmað er hve oft umræða alþingismanna um fjármál heilbrigði- skerfísins einkennist af vanþekkingu og skorti á metnaði. Skorar stjórnin á þingismenn að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni og tryggja ríkisspítulun- um raunhæfan rekstrargrundvöll. Stjórnin telur að meðal landsmanna ríki í raun þjóðarsátt um starfhæfa heilbrigðisþjónustu. Þann vilja verði alþingismenn að virða. í yfirlýsingunni segir að alþingis- mönnum eigi að vera fullkunnugt að undanfarin ár hafi sífellt verið leitað hagkvæmustu leiða í rekstri ríkis- spítalanna, jafnframt því að reynt hafí verið að veita sjúklingum bestu þjónustu sem völ er á. Ollum sem til þekkja sé ljóst að frekari skerðing muni leiða til þess að þjónustuþættir hverfí, biðlistar lengist, umönnun sjúkra hraki, og sjúklingar muni í enn ríkara mæli útskrifast fyrr en ástand þeirra leyfí. Byggðasj ónarmið Þá segir að umræður um fjármál heilbrigðiskerfísins á alþingi hafí því miður einkennst af byggðasjónar- miðum, sem opinberi alvarlega van- þekkingu á hlutverki ríkisspítalanna. Alþingismönnum eigi að vera ljóst að ríkisspítalarnir þjóni öllu landinu. íbúar höfuðborgarsvæðisins fái þar enga þjónustu umfram aðra lands- menn. Með því að styrkja ríkisspítal- ana séu talsmenn og fulltrúar lands- byggðarinnar að stuðla að bættri þjónustu fyrir umbjóðendur sína. „Ef alþingi með fjármálaráðherra í broddi fylkingar hyggst halda rekstri ríkisspítalanna á árinu 1996 alfarið innan ramma fjárlaga (eins og þau líta út við aðra umræðu) verða þau skilaboð að vera alveg skýr. Með þeim munu n'kisspítalarnir verða sviptir rekstrargrundvelli sín- um. Um leið hlýtur heilbrigðisstarfs- fólk að krefjast þess að verða leyst undan núgildandi lögum, því mögu- leikar til að virða þau verða ekki fyrir hendi," segir í yfírlýsingunni. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir í meiðyrðamáli Ummæli dæmd dauð og ómerk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.