Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Agnes frumsýnd AGNES, nýja íslenska kvikmyndin og jafnframt eina ís- lenska jólamyndin, verður frumsýnd í dag, föstudag, í Laugarásbíói. Almennar sýningar verða í Laugarásbíói og í Stjörnubíói. Ástríður, svik og blóðug hefnd eru í brennidepli í Agn- esi, en myndin styðst við atburði frá fyrri hluta 19. aldar og fjallar um þá atburðarás sem leiddi til síðustu aftökunn- ar á ísiandi árið 1830, þegar Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson voru tekin af lífi fyrir morð á Natani Ketilssyni. í aðalhlutverkum eru María Ellingsen, sem leikur Agn- esi, Baltasar Kormákur fer með hlutverk Natans og Eg- ill Olafsson leikur sýslumann. í öðrum helstu hlutverkum eru Hilmir Snær Guðnason, Magnús Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Guðný Guðlaugsdóttir, Gottskálk Dag- ur Sigurðarson og Árni Pétur Guðjónsson. Leikstjóri er Egill Eðvarðsson, kvikmyndataka var í höndum Snorra Þórissonar, hljóðvinnslu annaðist Þor- björn Erlingsson, leikmynd Þór Vigfússon, búninga hann- aði Helga I. Stefánsdóttir, Ragna Fossberg sá uin förðun, klippingu Steingrímur Karlsson og tónlist samdi Gunnar Þórðarson. Framkvæmdastjóri var Sigrún Ósk Sigurðar- dóttir. Agnes er framleidd af Pegasus hf. i samvinnu við Jour- nal Film í Berlín og Zentropa Entertainments í Dan- mörku og naut gerð hennar styrlga úr Kvikmyndasjóði Islands, Berlin Brandenburg-sjóðnum, kvikmyndasjóði Evlrópuráðsins Eurimages og Norræna sjónvarps- og kvikmyndasjóðnum. AGNES, nýja íslenska kvikmyndin og jafn- framt eina íslenska jólamyndin, verður frumsýnd í dag, föstudag, í Laugarásbíói. hádegísleikhúsi Ljóð af lands- byggðinni Kósý í Á ÞORLÁKSMESSU mun unglinga- hljómsveitin Kósý koma fram í há- degisleikhúsi Leikfélags Reykjavík- ur. Hljómsveitin mun leika jólalög, stuðlög og bannlög af nýútkomnum geisladiski sínum, Kósý-jól. Aðgang- ur er ókeýpis og veitingar seldar gegn vægu verði, segir í kynningu. Ennfremur segir: „Hljómsveitin Kósý er rúmlega eins árs gömul en tónlistarflutningur Kósý einkennist öðru fremur af huggulegheitum og „kósý“ stemmningu. Nú fyrir jólin kom út geisladiskurinn Kósý-jól. Á plötunni eru jólalög í bland við dæg- urflugur og frumsamið efni. Hljóm- sveitin var í sviðsljósinu nýverið vegna skiptra skoðana um nýja út- setningu á laginu Ég veit þú kemur.“ Unglingahljómsveitin Kósý er skipuð fjórum ungum piltum, þeim Magnúsi Ragnarssyni, Markúsi Þór Andréssyni, Ragnari Kjartanssyni og Úlfi Eldjárn. Hádegisleikhúsið er opið frá kl. 11.30 til 13.30 en dagskráin sjálf hefst upp úr kl. 12. BOKMENNTIR Ljóö og smásaga FJÖLLIN SÁL OG ÁSÝND EIGA Kristján Árnason frá Kistufelli: Gefið út af höfundi, 1994,121 bls. HÖFUNDUR þessara ijóða er orðinn roskinn maður og hefur ekki áður látið ljóðabók frá sér fara. Hann er fæddur og uppalinn í Borgarfirði, en á seirini árum hefur hann verið búsettur austan- vert í Skagafirði, út að austan, og aðallega fengist við smíðar. Á bókarkápu segir ennfremur að hann hafi fengist við að yrkja frá barnæsku. Hann á því eflaust sitt- hvað meira í fórum sínum. Ljóð þessi eru öll ort í hefð- bundnum stíl með stuðlum og höf- uðstöfum. Persónulega skiptir það mig engu máli hvort ljóð eru ort með þeim hætti eða hvort þau eru rímlaus. Gildi skáldskapar fer ekki eftir því. Báðar tegundir hafa auk þess að minni hyggju sínar frum- reglur sem ekki er farsælt að víkja mikið frá. Að öðrum kosti er illa kveðið. Kristján Árnason kann vel með að fara þær skáldskaparreglur sem heyra til hefðbundnum skáld- skap. Hann er vel skáldmæltur, eins og eitt sinn hefði verið sagt. Talsvert oft er það að honum tekst að hefja sig yfir haglega smíð og ná ljóðrænni lyftingu. Allmörg eru þau kvæði í þessari bók þar sem skáldskaparneistinn kviknar. Eg nefni Föðurminningu, Flugið mikla, Á Stálpastöðum, Hálfdan í Felli, Ferðavés, Gamla bæjarhell- an, Jón Ósmann og svo síðasta kvæði bókarinnar, Pegasus, sem hér má gjarnan koma sem sýnis- horn: Skáldfákur vildi skeiða skriður og brattar hlíðar. Upp undir Ólympstindinn ætlaði ég að ríða. Fjöllunum fagurbláu færið þið mína kveðju. Klárinn minn festi fætur í flatneskju, aur og leðju. Þetta er víst tilfinning sem mörg hinna svonefndu alþýðuskálda okk- ar hafa og hafa oft látið í ljós með ýmsum hætti. En líkt og mörg þeirra þarf Kristján Árnason á enga lund að fyrirverða sig fyrir ferðalag sitt inn í ijalllendi ljóðlistarinnar. Þeim sem á annað borð kunna að meta þann skáldskap sem íslend- ingar hafa lengstum iðkað hefur hann talsvert að gefa. Smekkleg og rétt ort ljóð eru þetta, sem oftar en hitt búa yfir ljóðrænni fegurð. Sigurjón Björnsson Gefðu elskunni þinni filýja gjöf Jersey kjólar með 1.000 kr. k afslætti fiátícíœrsfzapi meá fatÍfíg qtemucfu frá o/tfzm GLERAUGNASALAN • LAUGAVEGI 65 • SÍMI 551 8780 Kórar y jc;JarJ í kyftJd fll k Sr/i@ssu im
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.