Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
^ Morgunblaðið/Benedikl Jóhannsson
A MYNDINNI eru Anna Óðinsdóttir, Hafsteinn Hinriksson,
Marín, Jón Guðbergsson og sonurinn Fannar.
Gáfu peningagjöf
Eskifirði - Hafsteini Hinrikssyni
og Önnu Óðinsdóttur barst óvænt
höfðingleg gjöf frá stúkunni Vík-
ingi í Reykjavík þegar einn með-
lima hennar bankaði óvænt upp á
hjá þeim og færði þeim peningag-
jöf til styrktar dóttur þeirra, Mar-
ín, í veikindum hennar, en hún
þarf að fara aftur til Bandaríkj-
anna í uppskurð.
Stúkan Víkingur var stofnuð
1. desember 1904 og var gjöfin
úr sjúkrasjóði stúkufólks, en það
var Jón Guðbergsson sem færði
þeim gjöfina og vildi Jón koma á
framfæri þakklæti til Flugleiða því
hann þurfti ekki að borga flugið.
Anna og Hafsteinn vildu koma á
framfæri þakklæti til stúkufólks
fyrir þessa höfðinglegu gjöf.
kraftmikið
og gott |
bragð!
Morgunblaðið/Bónedikt Jóhannsson
^ íslandsflug með sjúkraflug frá ísafirði
H0nse
beuillon
Fiske
bouillon
ÁKVEðlÐ hefur verið að ganga
til samninga við íslandflug um að
það verði með sjúkraflug frá
Isafírði. Enn er ósamið um póst-
samgöngur innan fjórðungsins, en
að sögn Halldórs Blöndals sam-
gönguráðherra voru Flugleiðir
með lægra tilboð en íslandsflug í
þann þátt flugsins.
Halldór Blöndal tilkynnti um
sjúkraflugið í ræðu sinni á mið-
vikudag við opnum Vestfjarðg,-
ganga. Gert er ráð fyrir að flugið
hefjist 1. janúar og hefur Hálfdán
Ingólfsson, flugmaður á ísafirði,
verið ráðinn til starfa, en hann
hefur langa reynslu af sjúkraflugi
hjá flugfélaginu Ernir.
íslandsflug verður með níu sæta
flugvél staðsetta á ísafirði að nótt-
inni, en hér er stórt flugskýli í
eigu Flugmálastjórnar, sem flug-
félagið mun væntanlega fá afnot
af með líkum hætti og flugfélagið
Ernir hafði. Enn er ósamið um
póstflugið, sem legið hefur niðri
frá því Ernir hætti störfum. ís-
landsflug flýgur að jafnaði dág-
lega milli Bíldudals og Holts í
Önundarfirði og er með akstur til
Patreksfjarðar og Tálknafjarðar á
suðursvæðinu og til Isafjarðar,
Flateyrar og Þingeyrar á norður-
svæðinu og hefur það að einhveiju
leyti leyst vanda fólks sem þurft
hefur að ferðast á milli þessara
svæða, en vegum er ekki haldið
opnum þarna á milli að vetrinum.
En þessa viku og fram yfir ára-
mót flýgur íslandsflug beint úr
Reykjavík í Holt eða Bíldudal og
hafa því mikil vandræði skapast
hjá fólki sem þarf á þessari þjón-
ustu að halda.
Flugleiðir fljúga einu sinni í viku
frá Patreksfirði til Þingeyrar og
annan dag til baka.
Svine
5 kedkraft
0kse
kodkraft
sovs
Alt-i-én teming
-med smag, kulor og jævning
Kveikt á
jólatrénu á
Blönduósi
Blönduósi - Kveikt var á jólatré
Blöndósinga sl. fimmtudag. Tréð
sem er gjöf frá bænum Moss í
Noregi, vinabæ Blönduóss, stend-
ur við nýju kirkjuna. Það var Böðv-
ar Örn Siguijónsson formaður
Norræna félagsins í Austur-Húna-
vatnssýslu sem afhenti tréð fyrir
hönd gefenda og Skúli Þórðarson
bæjarstjóri veitti trénu viðtöku.
Skólalúðrasveit Blönduóss lék
nokkur jólalög og jólasveinar
komu í heimsókn.
Gronsags
bonillon
Lamb
STOCK CUBES
Klar boiiillon
Sveppa-
kraftur
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Morgunblaðið/Árni Helgason
MÖMMURNAR í mönunuklúbbnum í Stykkishólmi þökkuðu Elínu
Sigurðardóttur farsælt 45 ára Ijósmóðurstarf.
Hefur tekið á móti
yfir 800 bömum
Stykkishólmi - Elín Sigurðar-
dóttir í Stykkishólmi lét af
störfum sem ljósmóðir í Stykk-
ishólmi fyrir skömmu, en hún
hefur starfað sem ljósmóðir frá
árinu 1950.
Fyrstu 5 árin starfaði hún í
sveitarhreppunum á sunnan-
verðu Snæfellsnesi. Þegar hún
flutti í Stykkishólm árið 1955
hóf hún ljósmóðurstörf. Þá þótti
sjálfsagt að konur fæddu börnin
heima og var það þannig allt
til ársins 1964. Eftir það hefur
Elín starfað sem ljósmóðir á
sjúkrahúsinu í Stykkishólmi.
Hún hefur tekið á móti yfir 800
börnum á þessum tíma og hefur
sængurkonum þótt gott að hafa
Elínu nálægt sér á þessum
stundum.
í Stykkishólmi er starfandi
mömmuklúbbur sem hefur
starfað fráþví 1984. Nýbakaðar
mömmur hittast hálfsmánaðar-
lega og ræða sameiginleg
áhugamál og fá stuðning hver
af annarri. Mömmurnar í
mömmuklúbbnum kölluðu á El-
ínu ljósmóður nú á dögunum
og færðu henni fallegar gjafir
í tilefni þess að hún er að hætta
sem ljósmóðir og vildu á þann
hátt þakka henni áralangt far-
sælt starf í Hólminum.
Handverksfólk á Eski-
Alltaf uppi á firði opnar verslun
teningnum!
Eskifirði - Handverksfólk á Eski-
firði er með opna verslun núna fyr-
ir jólin og selur þar muni sína. Þau
eru búin að starfa saman í um 1
ár en í sumar opnuðu þau verslun
á Strandgötu 37a og tókst það
mjög vel þannig að þau ákváðu að
opna aftur fyrir jólin. Á myndinni
eru Jórunn Bragadóttir og Bjamey
Hallgrímsdóttir í versluninni.