Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Verð aðeins frá kr. 7.990,- til kr. 13.990,- (sjá mynd). /FOrax HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 „Stalín er ekki hér“ Óréttlátar og löngu úr- eltar kosningareglur gilda í Dagsbrún, segir Gunnar Guðmunds- son, sem hér skrifar um nýtt framboð í félaginu. gilda um kosningar innan félagisns og settar voru fyrir áratugum síðan þegar Stalín var og hét. Mönnum er gert ókleift að bjóða fram til stjómar nema að bjóða einnig fram 120 manns í trúnaðarmannaráð félagsins. Það getur ekki verið önnur tilætlan með slíkum reglum en að viðhalda þeirri valdaklíku sem hreiðrað hefur um sig í Dagsbrún. Það vekur óneitanlega athygli að árásir núverandi stjómar Dagsbrúnar á nýtt framboð til stjóm- ar félagsins hafa ekki snúist um málefni svo sem mismunandi áherslur í kjarabaráttu eða deilur um lýðræði innan félagsins heldur hefur statt og stöðugt verið hamrað á því að núver- andi valdahópur muni halda velli. Hvers vegna sú niðurstaða væri væn- leg fyrir félagið fer hins vegar færri sögum af. Það verður oft svo að þeim sem hafa völd og áhrif er sárt um að láta þau af hendi og á það við jafnt í verkalýðsfélögum sam annars staðar. Völdin og bitlingar sem þeim fylgja verða takmark í sjálfu sér og hinn eiginlegi tilgangur sem valdið á að þjóna verður í öðm sæti eða aftar. Málflutningur þeirra sem nú ráða Iög- um og lofum í Dagsbrún verður því miður ekki skilinn á annan veg en þann að svona sé komið fyrir valdhöf- unum þar. Þeir geta ekki þolað að nýir vindar blási í forystu félagsins, þeir eiga félagið og aðrir en fulltrúar þeirra valdahóps eiga ekkert erindi í stjóm Dagsbrúnar. Ég tók þá ákvörðun að styðja nýtt framboð til stjómar Dagsbrúnar þar sem ég hef verið ósáttur við árangur síðustu kjarasamninga og fínnst vera kominn tími til að nýir menn fái að spreyta sig og sýna hvað í þeim býr. Sú tilraun gæti að mínu mati aldrei orðið annað en til góðs því ekki er úr háum söðli að falla í þeim efnum. Ég hvet alla Dagsbrúnarfélaga til þess að styðja okkur við næsta stjóm- arkjör í félaginu. Það er engu að tapa en allt að vinna. Losum okkur við eilífðarstjóm stöðnunar og afturhalds. Höfundur er verkamaður. EINI DJÚPSTEIKINGARPOTTURINN MEÐ HALLANDI SNÚNINGSKÖRFU: * Olíunotkun aðeins 1,2 Itr. í stað 2,5 Itr. í venjul. pottum. * Styttri steikingartími, jafnari steiking og 50% orkusparnaður. * Einangrað ytrabyrði og sjálfhreinsihúðað innrabyrði. * Gluggi á loki og 20 mín. tímarofi með hringingu. FALLEGUR FYRIRFERÐARLÍTILL FLJÓTUR. Barátta fyrir bættum skóla Svar við opnu bréfi til foreldra Gunnar Guðmundsson Dóra Hansen EINS og fram hefur komið í fréttum fjöl- miðla undanfama daga hyggur hópur félags- manna í Dagsbrún á framboð til stjómar og trúnaðarmannaráðs fé- lagsins í janúar nk. Mörgum félagsmönnum í Dagsbrún hefur þótt starfshættir innan fé- lagsins ólýðræðislegir og innviðir allir stirðnað- ir. Sama hirðin hefur verið við völd innan fé- lagsins síðastliðinn ára- tug og hefur mörgum þótt baráttan fyrir bætt- um kjömm láglauna- fólks fara fyrir lítið þann tíma sem þessi hirð hefur staðið við stjómvöl- inn. Ekki hefur vantað yfirlýsingamar og gífuryrðin um bætta stöðu þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu við hveija samningsgerð á fætur ann- arri á vinnumarkaðnum. En stað- reyndin er nú sú að kjör hins al- menna verkamanns eru á þann veg að þeir era vart lengur matvinnungar og hvað þá þess umkomnir að fram- fleyta fjölskyldu. Sífellt fleiri launamenn standa frammi fyrir þeirri lítilllækkun að þurfa að afloknum fullum starfsdegi að leita ásjár félagsmálastofnunana eða frjálsra góðgerðasamtaka til þess að hafa ofan í sig og á. Það gleymist oft í umræðunni um kjaramál að viss hópur í þjóðfélagi okkar hefur einung- is á dagvinnulaun sín að treysta og hlýtur hveijum manni að vera það ljóst að heildarmánaðarlaun á bilinu 50-70 þúsund krónur duga hvergi nærri til framfærslu einstaklings eða íjölskyldu. Þrællinn fyrr á öldum stóð þó að þvl leyti betur að vigi að hann fékk fæði, klæði og húsaskjól frá þrælahaldara sínum fyrir þrældóm sinn en sú stefna hefur orðið ofan á hér á landi að laun duga aðeins fyrir hluta brýnustu nauðsynja en það sem á vantar til þess að vinnudýrin skrimti er sótt í sameiginlega sjóði landsmanna sem innheimtir era með sköttum og þá að stærstum hluta af launamönnum sjálfum. Með öðrum orðum hafa kjarasamningar fyrst og fremst snúist um niður- greiðslu ríkisins á laun- um þeirra sem minnst hafa og í því skjóli hafa atvinnurekendur á hin- um almenna vinnumark- aði geta boðið launakjör sem ekki era samboðin þjóð sem gjaman vill bera sig saman við aðrar sæmilega siðaðar þjóðir. Taxtalaun almenns verkafólks hér á landi eru langt að' baki því sem ger- ist og gengur í nágrannalöndum okk- ar og þótt víðar væri leitað þrátt fyr- ir það að verð á ýmsum algengum matvöram hérlendis sé eitt hið hæsta sem um getur. Þessar staðreyndir um lífsafkomu verkamanna verða því óskiljanlegri þegar það er haft í huga að verðmætasköpun á hvert manns- bam í landinu hefur verið með því hæsta sem gerist í veröldinni a.m.k. síðustu tvo áratugi. Þegar menn líta yfír farinn veg og hafa þetta fyrir augunum er ekki að furða þótt ýmsum komi í hug hvar verkalýðsforystan hefur eiginlega verið og þá ekki síst forysta Dags- brúnar sem gjaman er litið til sem framvarðarsveitar í verkalýðsbaráttu. Það hvarflar óneitanlega að manni sú hugsun hvort þessi hirð geri sér í rauninni grein fyrir lífskjöram þeirra sem þeir telja sig vera að beijast fyr- ir. Þessar hugrenningar verða áleitn- ari þegar málin era skoðuð nánar. Formaður og varaformaður félags- ins hafa ekki stundað verkamanna- vinnu svo vitað sé undanfarin 40 ár og era í launakjörum langt fyrir ofan þá skjólstæðinga sem þeir era í for- ystu fyrir. Varla getur maður ályktað svo að stjóm félagsins hafi haldið velli svo langan tíma sem- raun ber vitni vegna afreka sinna í kjarabar- áttu fyrir þá sem Iakast eru settir eins og staðan er í dag. í raun er ekki fjarri lagi að ætla að stjómin hangi einfaldlega í skjóli óréttlátra og löngu úreltra kosningareglna sem SÆLL Gísli og þakka þér fyrir bréfið til okkar foreldra. Ég stóðst ekki freisting- una að svara þér því ég hef nefnilega miklar áhyggur af skólamál- um og þau hafa valdið mér andvökunóttum. Agaleysi er eitt af því sem mikið er talað um núna og vandi kennara við að halda aga í bekk virðist vera meiri núna en oft áður. Sumir hafa gengið svo langt að segja að það þurfi karl- menn til að hræða krakkaskammirnar. Ég ætla ekki að taka þátt í um- ræðunni á þeim nótum. Ég hef lært að hlusta á mitt barn, eins og þú bendir okkur réttilega á að gera. Það bætir hins vegar ekki úrræða- leysi skólanna. Segjum sem svo að barnið mitt sé í bekk með frábærum kennara eins og þú segir, Ijúfum, notalegum, fullum af vilja til að láta öllum líða vel og leyfa öllum að njóta sín til fulls. Samsetning bekkjarins er hins vegar þannig að allur tími kennarans fer í að sussa á óþægu börnin og sinna námsörðugleikum einstakra barna. Það er rétt hjá þér, Gísli, að við foreldrar þurfum að taka okkur á og ala börnin okkar betur upp. En skólakerfið er meingallað. Eins og fram kemur í þinni grein fá börn með námsörðugleika oftast sér- kennslu en það er hins vegar ekki algilt eins og þú veist. Mergur máls- ins er nefnilega sá að grunnskólinn hefur ekki verið á forgangslista hjá stjórnvöldum. Þrátt fyrir að stjórn- völd séu alltaf að setja ný grunn- skólalög eru þau bara orðin tóm ef ekki er sett aukið fjármagn í grunn- skólann. Sérkennsluþörfinni er ekki full- nægt. Börn með minniháttar eða tímabundna örðugleika fá oft enga eða litla aðstoð, þ.e. forvarnarstarf er lítið og sálfræðiþjónusta er ófull- nægjandi. Stuðningur við kennara vegna agavandamála er lítll eða enginn. Starf kennarans er hreint ekki öfundsvert og honum er ætlað ansi stórt hlutverk þrátt fyrir lág laun. Öll börn eiga að fá kennslu við hæfi en oft er agavandinn það mik- ill að allur tími kennarans fer í að slást við örfáa nemendur og reyna að skapa vinnufrið fyrir hin börnin. Því miður líður börnunum okkar ekki alltaf vel í skólanum. Forsenda þess að börn sýni náms- árangur er að þau finni til öryggis, líði vel og umfram allt að námið sé skemmtilegt og áhugavert. Ég held, Gísli, að það sé kominn tími til að foreldrar og kennarar beijist saman fyrir bættum skóla. Kennarar verða að komast út úr varnarstöðunni og beijast með okkur foreldrum. Þið kennarar sem hafið sinnt ykkar starfi af samviskusemi og dugnaði eigið því að geta tekið umræðu um grunnskólann á faglegum nótum en ekki persónulegum. Samstarf heimila og skóla er mik- ilvægt að mínu mati. Þar á ég jafnt við ýmiss konar samvinnu og skemmtun, sem börn og foreldrar standa að, en einnig frumkvæði skól- búið hafa erlendis, segir Dóra Hansen, eru virk- ir í foreldrafélögum. þeir erlendu en starfsumhverfi þeirra er hins vegar ekki eins gott. Við eigum heldur ekki nógu marga metnaðarfulla skóla með skýra skólastefnu og kröfur skólastjórn- enda til kennara eru oft óljósar. Það eru auðvitað ekki allir kenn- arar jafn hæfir til starfsins og menn leggja mismikið á sig við vinnu eins og gerist í öllum starfsgreinum. Vandinn er að það fylgir því mun meiri áhætta ef kennari er óhæfur eða á ekki erindi með börnum. Mál af því tagi mega ekki vera varin af starfsfélögum og skólastjórar verða að þora að taka til í sínum skólum. Að smíðakennari noti sandpappír til að pússa handarbakið á börnunum finnst sumum kennurum e.t.v. fynd- ið en okkur foreldrum finnst það óveijandi. I skóla barnanna minna fór for- eldrafélagið fram á námskynningu fyrir foreldra, svarið var nei frá kennurum ákveðins aldurshóps vegna þess að kennurunum þótti þeim vera stillt upp fyrir framan foreldrana. Veistu Gísli, að stundum veit ég ekki hvort ég á að hlæja eða gráta. Finnst þér ekki skrítið ef tíu ára barn sem alltaf hefur verið í sér- kennslu í lestri og íslensku fær nýjan kennara að það gleymist að segja kennaranum að nemandinn er að sitja í sínum fyrstu íslenskutímum með bekknum? Mér finnst þetta óstjórn sem ekki á að eiga sér stað. Höfundur er innanhússarkitekt og þriggja barna móðir. ans til að kynna starfið, veita okkur nauðsynleg- ar upplýsingar og gefa okkur þannig kost á að vera þátttakendur í námi barnanna að ein- hveiju leyti. Gísli, þú talar um sjálfskipaðar málpípur foreldra og átt þar eflaust við samtökin Heimili og skóla. Það eru samtök með 10.000 foreldrum sem era þar af fúsum og frjálsum vilja og borga árgjald. Hvernig þú færð þá hugmynd að einhver sé sjálfskipaður veit ég ekki en mér finnst þú frekar dónalegur með þeim ummæl- um. Ég sem foreldri er mjög ánægð með samtökin en að sama skapi ekki mjög áriægð með íslenskan grunnskóla. Ég tel það ekki vera neina tilviljun að margir þeir foreldr- ar sem eru virkir í foreldrasamstarfi hafa búið erlendis og verið með börn sín í skóla þar. Ég get trúað þér fyrir því, Gísli, að það var mikið áfall fyrir mín börn að koma í íslenskan grunn- skóla eftir að hafa búið erlendis í fimm ár. Mér hefur aldrei dottið í hug að það væri vegna þess að ís- lenskir kennarar væru lélegri en Margir foreldrar, sem KAFFI MARINO góða kaffið í rauðu dósunum frá MEXICO £ Skútuvogi 10a - Sími 568 6700 Blab allra landsmanna! - kjarni máisins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.