Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ
46 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995
s-
\
i'
‘Danskjuíegudstjeneste
I samarbejde med inspektionsskibet
VÆDDEREN afholdes dansk julegudstjeneste
i Domkirken sondag den 24.12. kl. 15.30.
Pastor María Ágústsdóttir.
Kgl. Dansk Ambassade
DönskJóCaguðsþjónusta
verður haldin í Dómkirkjunni í samvinnu við
danska varðskipið VÆDDEREN
sunnudaginn 24. desember kl. 15.30.
Danska sendiráðið
I DAG
Með morgunkaffinu
t
5
Ást er ...
ÞÚ ert sá fyrsti sem
ég sé með fótasveppi
á tungunni.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Þakkir
Mig langar til að þakka
Apóteki Vesturbæjar
fyrir góða þjónustu.
Vesturbæirigur
Tapað/fundið
Úr fannst
ÚR FANNST á Lauga-
veginum mánudags-
kvöldið 18. desember sl.
Upplýsingar í síma
552-1587.
alþjóðameistarinn Ni-
kolaj Borge (2.425) var
með svart og átti leik.
Stuttu áður í skákinni
hafði Magnús átt svo
gott sem unnið tafl, en
víxlaði leikjum með
hrikalegum afleiðing-
um:
24. - Dxe3! 25. fxe3
- Hf8+ 26. Kel - Rf5
27. Hd3 (Eftir 27. Re2
- Hg5 er hvíta drottn-
ingin lokuð inni og fell-
ur) 27. - Hg5 28. De2
- Rg3 (28. - Hgl+
29. Kd2 - Hxal var
önnur vinningsleið.)
29. h4 - Rxe2 30. hxg5
- Rg3 31. Kd2 - Hf2+
og svartur vann enda-
taflið örugglega.
Síðasta umferð Guð-
mundar Arasonar
mótsins hefst í dag kl.
15 í íþróttahúsinu við
Strandgötu í Hafnarfirði.
Hver sigrar
hvað?
Sagnorðin sigra og vinna eru skyldrar merkingar en ekki má
nota þau hvort í annars stað umhugsunarlaust.
Hægt er að sigra í keppni eða sigra á móti og einnig er hægt
að vinna keppni eða andstæðing.
Hins vegar tölum við ekki um að „sigra keppnina"
eða „sigra mótið". Menn sigra andstæðinginn en
ekkimótið! v»er„it
MJÓLKURSAMSALAN
íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar,
íslenskrar málnej'ndar og Málrœktarsjóðs.
HEFUR þú aldrei séð elskendur borða spagetti?
utíann fatr fiórar cíósiraf hxttamat
°9 n&.jokkxi-fiðt."
Víkverji skrifar...
GSM-símaæðið virðist í al-
gleymingi. Er þess skemmst
að minnast að nokkrir ungir menn
lögðu það á sig að standa berstríp-
aðir i verzlunarmiðstöð til þess að
fá slíka síma ókeypis. Svo kann
að fara að mennirnir hafi keypt
köttinn i sekknum því hugsanlega
verða þeir sektaðir fyrir að vera
naktir á almannafæri. En það er
önnur saga.
Víkverja hefur sýnst að ekki
kunni allir landar vorir að fara með
hin nýju tæki. Sjálfsagt er að fólk
fari afsíðis þegar það talar i símann
en sé ekki að gjamma i fjölmenni
nærstöddum til ama. Kunningi Vík-
verja fór út á Keflavíkurflugvöll í
vikUnni til að sækja son sinn sem
var að koma frá Ameríku. Eins og
venja er var nokkur þvaga fyrir
framan tollhliðin af fólki sem beið
eftir ástvinum sínum. í þeim hópi
var kona nokkur sem talaði látlaust
í GSM sima meðan hún olnbogaði
sig í gegnum þvöguna öllum til leið-
inda.
Vikveiji hefur sjálfur upplifað
það á veitingahúsi að varla heyrð-
ist mannsins mál fyrir manni
nokkrum sem talaði svo hátt í
GSM-símann sinn að við lá að sím-
inn væri óþarfur. í útlöndum, þar
sem fólk er langt á undan okkur
Islendingum í notkun á slíkum sím-
um, hefur það tamið sér vissar
reglur til að firra samborgarana
ónæði vegna símtala. Að þessu
þarf að huga.
FYRIR nokkru birtist hér í blað-
inu athyglisverð grein um
gjaldþrot eftir Tryggva Agnarsson
lögmann. Taldi hann að alltof
margar gjaldþrotabeiðnir bærust
frá opinberum aðilum. Víkveiji les
Lögbirtingablaðið að staðaldri og
hefur tekið eftir mikilli fjölgun
gjaldþrotaskipta. Einnig virðist
þeim tilfellum fjölga að svo lágum
kröfum er lýst í búið að þær eru
afturkallaðar og viðkomandi af-
hent búið aftur til frjálsra umráða.
Til hvers er þá' verið að óska eftir
gjaldþroti og láta lýsa eftir kröfum
með ærnum kostnaði?
Þá virðist þeim tilfellum fjölga að
félög, s.s. íþróttafélög, eru lýst gjald-
þrota. Um daginn var t.a.m. lýst
gjaldþroti Foreldrafélags Skólalúð-
rasveitar Árbæjar- og Breiðholts.
Hvernig ætli standi á því?
HELDUR vorum við óheppnir
íslendingar á dögunum með
dráttinn í riðla Heimsmeistara-
keppninnar í knattspyrnu. Auðvit-
að vonumst við eftir að draga
sterka mótherja og helst þjóðir sem
gefa mikið í aðra hönd varðandi
sjónvarpsútsendingar. En í þetta
sinn duttum við ekki í lukkupottinn
en á móti kemur að möguleikar
eru á góðum árangri í riðlinum.
Þetta kemur sér illa fyrir Knatt-
spyrnusamband íslands, sem
stendur fyrir umfangsmikilli og
öflugri starfsemi. Eiga formaður:
inn Eggert Magnússon, stjórn KSÍ
og starfsmenn heiður skilinn fyrir
frábær störf á undanförnum árum.