Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Guðrún Jónas- dóttir fæddist í Reykjavík 22. apríl 1908. Hún lést í Reykjavík 13. deseraber síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Jónas Helga- son, verslunarmaður í Brautarholti í Reykjavík, f. 25.4. 1872, d. 6.2. 1948, og kona hans Sigríður Oddsdóttir hús- freyja, f. 14.8. 1883, d. 11.8. 1962. Systk- ini hennar voru Odd- ur, Ingibjörg og Sigríður, öll látin, en eftirlifandi er Gyða. Eftirlifandi eiginmaður Guð- MAMMA mín er dáin. Hvernig á ég að skrifa minningargrein um hana? Mamma litla, eins og við systumar sögðum svo oft. Ég veit vel að mamma var orðin 87 ára, en hún var einhvern veginn aldrei gömul kona í mínum augum. Ég var farin að hlakka til að hitta hana um jólin. Þegar ég hugsa til baka, sé ég fyrir mér fallega konu sem alltaf var brosandi, góð og umhyggjusöm. Mér fannst alltaf hún vera besta mamma í heimi. Hún og pabbi voru klettarnir, sem alltaf stóðu saman. Ég hef búið sl. 17 ár í Noregi. Mamma og pabbi komu oft í heimsókn til okk- ar. Ég minnist tilhlökkunar á heim- ili okkar, ég, Arni, Þórður og Guð- rún Ásta að laga til og hafa allt fínt, amma og afí voru að koma. Amma á Hóló eða amma Guðrún, eins og bömin kölluðu mömmu, var innilega velkomin amma til okkar í Noregi. Mamma sá sinn metnað í að skapa fallegt heimili fyrir sig, pabba og okkur systurnar. Hún var fagur- keri og elskaði allt sem fallegt var. Mamma var mjög félagslynd kona og henni líkaði að hafa sína í kring- um sig. Margir eru kaffíbollamir sem drukknir voru á Hólavallagötu 13. Börnin okkar Árna elskuðu ömmu Guðrúnu meira en orð fá lýst. Núna getur Guðrún Ásta fylgt ömmu til hvfldar en Þórður biður fyrir kveðju til þín, mamma mín. Árið 1995 hefur ekki verið neitt gott ár fyrir okkur Árna og börn. Fyrst í janúar misstum við Einaf afa, svo í sumar ömmu Ástu og nú hana mömmu. Aldrei hefur neitt verið eins sárt og að missa þessar þtjár manneskjur. Esku mamma mín, mig skortir orð, friður sé með þér. Mamma mín ég þakka þér þúsund góðar stundir Góða ferð er ósk frá mér til móts við grænar grundir. Þín dóttir, Guðrún S. Tryggvadóttir. í minningu ömmu okkar Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert sorgmæddur og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) rúnar er Tryggvi Pétursson, f. 25.11. 1909 á Eyrarbakka, nú vistmaður á Hvítabandinu. Börn þeirra eru: 1) Sig- ríður Elísabet, hús- móðir, f. 30.11. 1933. 2) Ólafía Kol- brún, húsmóðir, f., 13.8. 1935. 3) Ásta, húsmóðir, f. 30.9. 1939. 4) Guðrún Steinunn, deildar- stjóri, búsett í Nor- egi, f. 10.9. 1948. Utför Guðrúnar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Barnabörn. Guðrún Jónasdóttir, sem við kveðjum í dag, var mér og minni fjölskyldu afskaplega góð, svo og maður hennar, Tryggvi Pétursson, fyrrverandi bankastjóri Búnaðar- bankans í Hveragerði. Þessi heið- urshjón voru tíðir gestir á heimili okkar hjóna, en Guðrún var móður- systir mannsins míns, Jónasar Guð- mundssonar heitins, og Tryggvi föðurbróðir og var mikil vinátta þeirra í milli. Tryggvi liggur nú á Hvítabandinu og sér á bak sinni heittelskuðu. Ekki var sá afmælisdagur hald- inn á mínu heimili að þeirra hjóna væri ekki beðið með mikilli eftir- væntingu. Guðrún laðaði alla til sín Og átti ungviðið hauk í horni þar sem hún var, því hún hafði alltaf eitthvað fallegt að segja. Tryggvi hafði sína aðferð við strákana, sagði prakkarasögur af sér og sínum bræðrum af Bakkanum, en þangað leitaði hugurinn oft. Guðrún var falleg kona og maður hennar ákaf- lega hrifínn af sinni og sagði oft sögur af henni, m.a. þegar hún vann í fegurðarsamkeppni fyrir ömmúr úti á Spáni. „Ömmufegurð- arsamkeppni og mín vann,“ sagði Tryggvi hreykinn, en hann var alla tíð stoltur af að eiga Guðrúnu sína. Guðrún var mikil bjartsýnis- manneskja, jákvæð og naut lífsins. Hún hafði orðið „dýrðlegt" oft á vörum sér, var þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert og sagði þá gjaman: „Þetta er alveg dýrðlegt," ef hún var spurð um þetta eða hitt og hló dátt. Hún var mikil jólamanneskja og var fegurð jólanna í samræmi við hennar persónuleika. Rauði liturinn var henni einkar kær og allt sem glitraði á gladdi augu hennar, en Guðrún var mikill fagurkeri. Guðrún hefur nú kvatt okkur að sinni. Við þökkum henni dýrðlegar stundir. Jónína H. Jónsdóttir. Þegar Guðrún Jónasdóttir er kvödd kemur í hugann minning frá bemskuári í Reykjavík. Ungur og úppburðarlítill smásveinn kveður dyra í lágreistum bæ vestur á Bráð- ræðisholti. Dyrnar opnast og bros- hýr unglingsstúlka spyr glaðlega um erindi. Hvað vilt þú vinur? Hvem ætlar þú að fínna? Erindið var að fá lánaðan handvagn til þess að aka útsæðiskartöflum í kálgarð, sem móðir mín og okkar systkinánna hafði tekið á leigu til afnota fyrir fjölskyldu okkar, sem nýlega var flutt til bæjarins og hafði fengið íbúð í Úlfaldanum, steinhúsaþyrp- ingu er svo var nefnd á Bráðræðis- holti. Kálgarðurinn, sem var áfangastaður í fyrirhuguðum leið- angri var á Melunum, skammt frá Loftskeytastöðinni. Þaðan blöstu við fannhvítar hallir Sturlubræðra, fésælla athafnamanna. Móðir mín taldi til skyldleika við þá bræður. „Langamma mín var Vilborg, dóttir Halldórs Brynjólfssonar Hólabisk- ups,“ sagði hún og brá fyrir ættar- stolti í rómnum. Svo rakti hún ætt- ir Sturlubræðra og sínar saman með nafnarunu. Allt fór það i flækju í huga smádrengs, sem táldi að hér væri um Sturlunga að ræða, Snorra Sturluson og það lið. Nöfn þeirra vom líka skráð á annað hvítt hús við Hverfisgötu, Safnahúsið, svo það kom allt heim og saman. En stúlkan, sem stóð í lágreistum dyrum Litla-Brautarholts var svo undurgóð í viðmóti að feimnin, sem fylgdi erindinu um handvagnslánið, hvarf og innan stundar virtist ekk- ert sjálfsagðara en að burt væri ekið traustum og velsmíðuðum handvagni sem rann greiðlega eftir götutroðningi meðfram fískverkun- arhúsum Dvergs, þar sem þeir fé- lagar Jón Magnússon í Lindar- brekku og Ingimundur Jónsson ráku umfangsmikla fískverkunar- stöð, svo ilmurinn af sólþurrkuðum saltfíski lá í loftinu og barst með norðanblænum, eins og skógarilm- urinn í gegnum svefninn hjá gömlu hjónunum og Ljósvíkingnum. Það gnast í mölinni undan vagn- hjólunum er haldið var heimleiðis framhjá Bráðræði og beygt inní portið að húsabaki, heima á hlaði. Hingað var þá vagninn kominn. Traust smíði Jónasar Helgasonar í Brautarholti. Hver kunni svo sem betur til verka en hann, sjálfur ökumaður um áraskeið hjá sjálfum Ditlev Thomsen konsúl, eiganda Thomsensmagasíns. Á ljósmyndum sem teknar voru af mannþyrpingu í Hafnarstræti, fjölda ferðamanna erlendra og innlendra, þar sést Jón- as sitja keikur í ökumannssæti og heldur traustum höndum um taum- inn. Mér virðist sem faðir minn, Pétur Guðmundsson, sé einnig á myndinni. Hann mun þá hafa verið ferðamannatúlkur og fylgdarmaður hjá Ditlev Thomsen. Hvorugan þeirra Jónasar eða Péturs mun hafa grunað að leiðir niðja þeirra tengd- ust sem varð. Jónas var Húnvetningur. Frá Litlu-Giljá í Húnaþingi. Áður höfðu forfeður hans búið um langt skeið á Sauðanesi. Traustir húnvetnskir stofnar. Glaðlyndi einkenndi suma frændur Jónasar, en iðjusemi og skyldurækni voru jafnan í fyrir- rúmi. Að hætti ungra manna sótti Jón- as suður yfír heiðar, í verið, eins og sagt var. Hann réð sig til sjó- róðra í Reykjavík. Jónas er skráður á manntali árið 1900. Þá býr hann í Brautarholti. Brautarholtsbæinn (Litla-Brautarholt) reisti Oddur Jónsson formaður árið 1885. Oddur var harðduglegur sjómaður. Hann sótti sjóinn af kappi. Náði ekki fímmtugsaldri. Drukknaði í físki- róðri vestur á Sviði 1902 þá tæp- lega 45 ára gamall. Oddur útvegsbóndi í Brautarholti var faðir Sigríðar Oddsdóttur, móð- ur Guðrúnar, sem hér segir frá. Kona Odds var Guðrún Árnadóttir, sem fædd var í Guðriabæ í Selvogi. Faðir hennar var Árni Guðnason, sonur Guðna þess er byggði Guðnabæ. Náinn skyldleiki var með okkur systkinum og Guðrúnu eldri í Brautarholti. Amma okkar, Petr- únella Guðnadóttir, var föðursystir Guðrúnar. í Litla-Brautarholti var því vinum og ættingjum að mæta. Þeim Brautarholtshjónum varð margra barna auðið. Sigríður, móð- ir Guðrúnar, var fædd í Pálshúsum í Reykjavík árið 1883. Síðan fædd- ust börnin hvert af öðru í Brautar- holti. Mér barst nýlega í hendur ljósmynd af Guðrúnu Árnadóttur og börnum hennar. Það er mann- vænlegur hópur. Það vekur furðu nútímans þegar þess er gætt hve atgervi þessa fólks er einstakt og stirnir á hreinlæti og myndarskap, en vistarverur knappar og þröngar. Samt var hver krókur og kimi hvít- skúraður og tandurhreinn. Á ljps- myndinni, sem frá er sagt, er sem hefðarmeyjar sitji í gestaboði, vel- temprað skap, festa og stilling lýsir úr svip, en synirnir bera með sér einbeitni og karlmannshug. Segja má að börn Sigríðar í Brautarholti og Jónasar Helgasonar hafí tekið í arf atgervi og dugnað. Ljósmynd af þeim Brautarholts- hjónum hinum yngri sýnir geðþekk- ar og fallegar dætur og soninn Odd, svipmikinn. Hann varð þjóð- kunnur vegna athafna sinna. Oddur í Glæsi var hvarvetna rómaður fyr- ir dugnað sinn og framtakssemi. Á yngri árum var hann háseti á togur- um. Hann var afburða þrekmenni og víkingur til vinnu og afkasta. Síðar setti hann á stofn efnalaug og fatahreinsun en hvarf svo að húsasmíð. Þá kom í ljós að Oddur, sem alinn var upp í litla ævintýra- bænum, með lága risinu, reisti hvað hæstar glæsihallir. Aðrar eins vistarverur þekktust naumast í Vesturbænum, enda nefndi alþýða húsin á Melunum „Kanslarahallir". En Sigríður, móð- ir systkinanna í Brautarholti, bar sig af slíkri reisn að hver sem sá hana prúðbúna hefði einmitt talið að slík húsakynni hæfðu fasi henn- ar og framkomu. Hún hélt þó áfram að búa í lága litla bænum sínum, en þangað hafði hún flust tveggja ára með foreldrum sínum árið 1885. Litla-Brautarholt stóð allt til ársins 1988. Þau mæðginin, Sigríður og Odd- ur, höfðu alllöngu áður en þetta gerðist, að húsin á Melunum risu, unnið saman að annarri hallarsmíð. Guðmundur R. Oddsson, bróðir Sig- ríðar, var ákafur liðsmaður nývakn- aðrar verkalýðshreyfingar. Sam- tökin höfðu fest kaup á lóðarspildu við Hverfisgötu og Ingólfsstræti. Þar var fyrirhugað að risi hátim- bruð höll alþýðu. Þangað streymdu erfíðismenn að velta grjóti og höggva hnullunga í húsgrunni. Dagverkagjafír voru skráðar og birtar í Alþýðublaðinu. í allnokkrum tölublöðum bregður fyrir nöfnum þeirra systkina, Guðmundar og Sig- ríðar. Þar er einnig getið Odds Jón- assonar. Þau gefa dagsverk í hús- grunninum. Guðmundur gefur einn- ig verkfæri. Þannig lýsti Brautar- holtsfólkið fylgi sínu og fulltingi við sameiginlegt átak alþýðu. Oddur Olafsson, baðstofufélagi Þórbergs Þórðarsonar, stóð við þennan sama húsgrunn 1. maí 1923 og spurði Þórberg Þórðarson: „Hvar rís hús reykvískrar alþýðu?" „Hér á það að rísa,“ sagði Þórbergur. „Við stöndum við sjálfan húsgrunninn." Hún Sigríður í Brautarholti taldi ekki eftir sér sporin vestan af Bráð- ræðisholti í húsgrunninn við Hverf- isgötu. Yngsta dóttir þeirra hjóna, Gyða, fæðist um þessar mundir, árið 1923. Jónas Helgason réðst til starfa hjá verslun Jes Zimsen í Hafnar- stræti 23 þegar Thomsensverslun hætti. Þar vann hann við innheimtu- störf árum saman. Guðrún Jónas- dóttir og Tryggvi bróðir minn unn- ust vel og lengi. Með þeim tókust ástir þegar í æsku. Ég minnist þeirra á unglingsárum. Hann var þá klæddur einkennisbúningi varð- skipsmanna, léttmatrós á varðskip- inu Þór. Þangað heimsótti ég hann stundum um borð í það fræga skip í Reykjavíkurhöfn. En þótt ungum bróður væri vel fagnað urðu sam- verustundir Tryggva og Guðrúnar æ fleiri eftir því sem tíminn leið. Tryggvi settist í Menntaskólann í Reykjavík, en lauk stúdentsprófí frá t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSGRÍMUR SVEINSSON klæðskeri, Aðalgötu 3, Sauðárkróki, lést í Sjúkrahúsi Sauðárkróks 12. desemþer sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Bestu þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Sjúkrahúss Sauðárkróks og til þeirra, sem sýnt hafa samúð og hlýhug. Hólmfríður Jóhannesdóttir, Reynir Ásgrímsson, Birna Salómonsdóttir, Hulda Ásgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. GUÐRUN JÓNASDÓTTIR Menntaskólanum á Akureyri. Þau Guðrún gengu í hjónaband 4. nóv- ember 1933. Áður en Guðrún giftist hafði hún unnið við bókband hjá þjóðkunnum manni í stétt bókbindara, Guðmundi Gamalíelssyni bóksala og útgef- anda. Þar undi hún vistinni vel og minntist starfsfélaga sinna jafnan með ánægju og hlýhug. Þegar Guðrún og Tryggvi stofn- uðu til heimilis voru krepputímar og atvinnuleysis. Ég minnist þess að Tryggvi, sem var þá orðinn fyrir- vinna eiginkonu og dóttur, fékk í atvinnubótavinnu, sem svo var nefnd, aðeins eina viku af hvetjum fjórum. Hrukku þau vikulaun skammt til framfærslu. Það varð þeim hjónum til happs að Tryggvi réðst til starfa hjá nýstofnuðuin Kreppulánasjóði. Var það fyrir at- beina Tryggva Þórhallssonar fyrr- um ráðherra, en hann var banka- stjóri Búnaðarbankans. Þeir nafnar könnuðust hvor við annan frá því er Tryggvi bróðir minn bar Tímann í Laufás. Þannig varð blaðburðurinn aðgöngumiði að ævistarfí í þjónustu Búnaðarbankans. Áður hafði Tryggvi stundað sjómennsku, verið háseti á togurum og síðar heimilis- kennari á Reykjum hjá Guðmundi skipstjóra Jónssyni og Bjarna þing- manni Ásgeirssyni. Þau Tryggvi og Guðrún fluttust milli bæjarhverfa svo sem altítt var. Heimili þeirra stóð lengi í Karfavogi. Þar sem annars staðar sameinuðust hjónin í því að prýða vistarverur eftir föng- um. Dæturnar fjórar færðu þeim gleði og hamingju. Sigríður Elísa- bet, Ólafía Kolþrún, Asta og Guð- rún Steinunn. Ég á í fórum mínum skírnarathöfn Guðrúnar Steinunn- ar. Hafði nýlega eignast stálþráðar- tæki og hljóðritaði söng og skírn séra Bjarna Jónssonar vígslubisk- ups. Það er gersemi að geyma. Hjónin reistu sér sumarbústað í landi Varmadals. Systrahvammur var heiti bústaðarins. Þar undi fjöl- skyldan á sælum sumardögum. Dagar þeirra Guðrúnar og Tryggva voru ekki allir sólskinsdag- ar. Sorgin kvaddi þar einnig dyra. Dóttursonur þeirra ungur og efni- legur, hvers manns hugljúfi, varð heltekinn banvænum sjúkdómi. Hann var augasteinn afa síns og ömmu. Mörg var andvökunóttin og sár var harmurinn við lát drengs- ins, sem þau unnu svo heitt. En tíminn líður og áfram heldur lífið í sínum margvíslegum myndum. Guðrún mágkona mín var kær- leiksrík móðir og góðviljuð. Viðmót hennar var einkarhlýtt í garð allra er hún átti samskipti við. Aldrei heyrðist hún mæla öfundarorð né styggðaryrði til nokkurs manns. Bjartir sólskinsdagar voru hennar dagar. „Ég er einnar konu maður," sagði Tryggvi bróðir minn eitt sinn er hann ræddi um hjónaband sitt. Þáttaskil urðu í lífí Guðrúnar og Tryggva er hann tók við starfí bankastjóra í Hveragerði. Þá flutt- ust þau hjónin þangað austur, en áttu sér þó athvarf og annað heim- ili á Hólavallagötu í Reykjavík. í Hveragerði tóku þau virkan þátt í félagslífí, einkum safnaðarstarfí og skóla. Þar sem annars staðar lagði Guðrún gott eitt til mála. Minnis- stætt verður atvik er gerðist í mannfagnaði þar eystra. Fjöldi fólks var samankominn að fagna afmæli aldraðs Árnesings. Guðrún og Tryggvi voru í hópi gesta. Guð- rún, þá komin á sjötugsaldur. Heimsborgari einn víðförull og list- fengur hnippti í sessunaut sinn og spurði: Hver er þessi fagra kona, sem situr þarna í sófanum? Guðrún Jónasdóttir mágkona mín bar sama svip í huga mínum alla tíð. Hún var stúlkan, sem brosti af góðvild og skilningi þegar kvatt var dyra á æskuheimili hennar og beðið bónar. Hún lauk upp dyrum með ljúfu geði. Þegar dymar lokast og hurð fellur að stöfum við brottför Guðrúnar lýs- ir minningin um bros hennar í dyrum litla hússins og lága vestur á Bráð- ræðisholti, sem tákn þeirrar góðvild- ar og viðmótshlýju, sem hvað ríkust þörf er fyrir í hörðum heimi. Pétur Pétursson þulur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.