Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hljóðlát bylting í samgöngumálum Á ÞESSU ári hafa staðið yfír margvíslegar framkvæmdir í Reykjavík sem hafa í för með sér miídar breytingar á aðstæðum gangandi, hjólandi og fatlaðra veg- farenda í borginni. Þessar fram- kvæmdir láta ekki mikið yfir sér og á mælikvarða stórframkvæmda eins og mislægra gatnamóta við Höfðabakka, svo ekki sé minnst á Hvalfjarðargöng, þá kann ýmsum að fínnast þær heldur smágerðar. Þær boða engu að síður mikla sam- göngubót og göngu- og hjólreiða- brúin yfír Kringlumýrarbraut er nýr og merkur áfangi í sögu sam- göngumála landsins. í fyrsta sinn, en áreiðanlega ekki það síðasta, hafa umferð- arstórfljót höfuðborg- arinnar verið brúuð í þágu þeirra vegfar- enda sem ganga fyrir eigin afli og mega sín lítils gagnvart umferð- arstraumi stofnbraut- anna. Nýir möguleikar til útivistar Brúin yfír Kringlu- mýrarbraut var lang- þráð og með henni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir opnast borgarbúum leið vestan af Seltjam- arnesi og upp í Víðidal í gegnum okkar bestu útivistarsvæði þar sem þeir þurfa hvergi að fara yfir umferðar- götu. Ibúar í Fossvogi sem hafa búið í næsta nágrenni við Naut- hólsvíkina og Öskju- hlíðina, án þess að fá notið þess, fá nú bein- an og greiðan aðgang að þessum svæðum og íbúar vestan Kringlu- mýrarbrautar komast Koníaks- Grand Marnier- og hunangsgraflax reykhús, Garðabæ Fæst í: HAGKAUP Fjarðarkaupum Seltjarnarnesi - Kringlunni - Hólagarði - Garðabæ og Skeifunni. Þín verslun og í betri verslunum um land allt Þegar ríkisstjórnin bregst, verða handhafar löggj afarvaldsins að taka við sér, segir Ingi- björg Sólrún Gísla- dóttir. Þingmenn Reykjavíkur og Reykja- ness verða að láta þessi mál til sín taka. nú loksins fótgangandi inn í Foss- vogsdal. Breiðhyltingar fá örugga hjólabraut alla leið vestur í Há- skóla og þeim fjölda fatlaðra og aldraðra, sem býr í næsta ná- grenni Kringlumýrarbrautar, opn- ast nýir möguleikar til útivistar. Spá mín er sú að útivist og hjól- reiðar í borginni muni aukast til muna með þessu eina mannvirki og það mun þannig hafa veruleg áhrif á lífsstíl margra borgarbúa. Samstarf við fatlaða Brúin yfir Kringlumýrarbraut er liður í þeirri stefnumörkun nú- verandi borgaryfírvalda að bæta aðstæður hinna s.k. „mjúku“ veg- farenda í borginni. Á síðasta ári var markvisst hafíst handa við að hrinda þessari stefnu í framkvæmd í samvinnu við félög fatlaðra og hjólreiðamenn í borginni. Á vordögum 1994 réðst Sjálfs- björg, félag fatlaðra i Reykjavík og nágrenni, í það verk að gera úttekt á aðgengi .að gangstéttum og stígum í borginni með tilliti til þeirra sem ferðast um á hjólastól- um. Atvinnumálanefnd borgarinn- ar styrkti þessa úttekt og voru ráðnir einstaklingar af atvinnu- leysisskrá til að aðstoða við verkið. Um haustið lá niðurstaðan fyrir. Sjálfsbjörg taldi að lagfæra þyrfti um 2000 gangstéttabrúnir í borg- inni! Ferlinefnd borgarinnar, sem sett var á laggirnar sumarið 1994, tók málið upp á sína arma og á fjár- hagsáætlun þessa árs var í fyrsta sinn sérstök fjárveiting, 10 m.kr., eyrnamerkt til að bæta aðgengi fatlaðra í borginni. Einnig var veitt fé tii endurbóta á helstu hjólaleið- um. í ljós kom að hagsmunir þess- ara hópa fóru að mestu leyti sam- an og var fjárhæðunum því slegið saman og verkið boðið út. Hönnun og staðsetning endurbóta var valin í samráði við hreyfihamlaða, blinda og hjólreiðamenn og var reynt að standa þannig að málum að allir gætu vel við unað. Áfram verður haldið Nú þegar framkvæmdum er lok- ið liggur fyrir að unnið hefur verið að endurbótum á 50 stöðum í borg- inni og 300 gangstéttabrúnir og kantar hafa verið lagfærð. Alls kosta þessar framkvæmdir tæp- lega 20 m.kr. Að auki var gert átak í að „bekkjavæða“ helstu gönguleiðir þannig að aldraðir og aðrir sem eiga erfítt um gang geti sest niður og hvílt sig með reglu- legu millibili. Þessar endurbætur skipta fatl- aða verulegu máli og þeir sýndu þakklæti sitt í verki með því að veita Reykjavíkurborg viðurkenn- ingu fyrir myndarlegt átak í ferli- málum á árinu 1995. Á næsta ári verður haldið áfram á þessari braut og gert ráð fyrir fjárframlagi á fjárhagsáætlun til að kosta frekari framkvæmdir. Þá er fyrirhugað að gefa út kort sem sýnir þær leiðir sem tryggt er að fatlaðir og hjólandi geti ferðast um óhindraðir. Kortið verður síðan endurskoðað reglulega eftir því sem framkvæmdum miðar áfram á komandi árum. Vegagerð ríkisins og Alþingi hafa fallist á þann skilning að göngubrýr yfír og undirgöng undir stofnbrautir eigi rétt á framlögum af vegaáætlun ríkisins rétt eins og önnur mikilvæg samgöngumann- virki. Brúin yfir Kringlumýrar- braut er fyrsta brúin sem byggð er eftir að sá skilningur fékkst staðfestur. Fleiri slík mannvirki hljóta og verða að koma í kjölfarið. Inn á samþykktri vegaáætlun er gert ráð fyrir að á næsta ári verði gerð göngubrú yfír Miklubraut á móts við Rauðagerði og gerður hefur verið þríhliða samningur milli borgarinnar, Vegagerðar ríkisins og Eimskipafélagsins um að Eim- skipafélagið fjármagni gerð göngubrúar yfir Kringlumýrar- braut á móts við Kirkjutúnssvæðið árið 1997 en að hún verði í fyll- ingu tímans fjármögnuð af vega- áætlun. Niðurskurður ríkisins Því er þó ekki að leyna að það eru blikur á lofti vegna þess niður- skurðar á almennu framkvæmdafé til vegamála sem boðaður er í fjár- lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Ef sá niðurskurður verður að veru- leika mun hann bitna verulega á því átaki sem samið var um í fyrra að gert yrði í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu og sem fjár- magnað er með sérstöku bensín- gjaldi. Það skýtur óneitanlega skökku við að nú, aðeins ári eftir að víðtæk sátt náðist um þetta átak, skuli ríkisstjómin ætla að skera það nið- ur um 35% eða úr rúmum milljarði í 650 milljónir króna. Ef ekki verð- ur viðhorfsbreyting hjá ríkinu gagnvart þeim anda sem við er að etja í samgöngumálum á höfuð- borgarsvæðinu stefnir í algert óefni fyrir gangandi sem akandi vegfarendur. Þegar ríkisstjórnin bregst verða handhafar löggjafarvaldsins að taka við sér. Þingmenn Reykjavík- ur og Reykjaness verða að láta þessi mál til sín taka og sýna og sanna að þeir gæti hagsmuna þeirra sem í þessum kjördæmum búa. Höfundur er borgarstjóri. Bílheimar meö opnunartilboð ? % -Kt, V \ 1 .• MÞA'V'-Þt 'f// ‘ 1 i tilefni opnunar glœsilegs sýningarsals ab Sœvarhöfba 2a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.