Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 21 Velkomin að matarborði spaghettífjölskyldunnar. Njóttu þess að borða með henni, en passaðu þig á bjöllunum. Nýtt frábært fjölskylduspil. Fyrir 2-4 leikmenn 5-99 ára. Dreifing: Sími 565 4444 ERLENT Rannsókn á byltingunni í Rúmeníu Siðferðisleg ábyrgð forsetans - handmálaður safngripur kr. 1.980 <§> SILFURBÚÐIN Kring;lunni 8-12 - Sími 568-9066 -Þar fœrðu pjöfina - VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi lslands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910. Iliescu neitar ásökunum um valdarán Búkarest. Reuter. ION Iliescu, forseti- Rúmeníu, vísaði á þriðjudag til föður- húsanna ásökunum um að hann hefði nýtt sér ástandið í landinu fyrir sex árum og rænt völdum ásamt hópi annarra fyrrum embættismanna kommúnistaflokksins. Í yfirlýsingu frá forsetanum sagði að hann hafnaði með öllu „þessari tiiraun til að ófrægja byltinguna í Rúmeníu og ásökun- Iliescu um þeim og rangfærslum" sem henni fylgdu. Allt frá því að Nicolae Ceau- sescu, einræðisherra í Rúmeníu, var steypt af stóli í blóðugri bylt- ingu um jólin 1989 hafa reglulega komið fram fullyrðingar í þá veru að Iliescu og menn hans hafi í raun rænt völdum í landinu. Ili- escu, sem gegnt hefur embætti forseta frá því í byltingunni, var forðum náinn aðstoðarmaður ein- ræðisherrans, sem tekinn var af lífí eftir skyndiréttarhöld ásamt eiginkonu sinni, Elenu, á jóladag 1989. Nýtur vinsælda Iliescu, sem fallið hafði í ónáð hjá Ceau- sescu, kom fram á sjónarsviðið á ný í des- ember 1989 og gerðist þá leiðtogi Endur- reisnarráðsins sem síð- ar tók á sig mynd stjórnmálaflokks og nefnist nú Jafnaðar- mannaflokkurinn. Flokkurinn hefur tví- vegis sigrað í lýðræðis- legum kosningum í Rúmeníu og þrátt fyrir framkomnar ásakanir um valdarán og einræðislega stjórnartilburði sýna kannanir að Iliescu nýtur verulegra persónuvinsælda. - kjarni málsins! Valentin Gabrielscu, þingmaður Smábændaflokksins, sem er í stjórnarandstöðu, hefur á undan- förnum mánuðum stýrt rannsókn þingnefndar á þeim sögulegu at- burðum sem urðu í Rúmeníu í jóla- mánuðinum 1989. Gabrielscu kvaddi sér hljóðs á þingi í fyrri viku og lýsti þá skoðunum sínum á því hvað raunverulega hefði gerst. Sagðist hann óttast að skýrslu þingnefndarinnar yrði stungið undir stól en áformað er að leggja hana fram í febrúarmán- uði. „Skoðun mín er sú að almenn- ingur í Rúmeníu hafi risið upp og að Iliescu og undirsátar hans hafi rænt völdum með aðstoð hersins," sagði Gabrielescu. Hann kvað for- setann bera siðferðislega ábyrgð á dauða fjölda fólks og sagði hann hafa dreift með skipulögðum hætti sögusögnum um að ótilteknir „hermdarverkamenn" væru að freista þess að btjóta byltinguna á bak aftur. Talið er að um 1.200 manns hafi fallið í uppreisninni í Rúmeníu en aldrei hefur fengist skýrt til fullnustu hvers vegna hún kostaði svo mörg mannslíf. STJÓRNENÐUR FYRIRTÆKJA OG SJÁLFSTÆÐIR ATVINNUREKENDUR: Lækkið skattana með því að greiða í ALVÍB fyrir áramót í desember eru síðustu forvöð til að ganga frá lífeyrismálum fyrir áramót. Það er mikilvægt vegna þess að framlög launa- greiðanda í lífeyrissjóð má draga frá skattskyldum tekjum. Athugið að sjálf- stæðir atvinnurekendur mega einnig draga framlög launagreiðanda frá skattskyldum tekjum samkvæmt dómi frá Héraðsdómi Reykjavíkur í október 1995. ALVIB er séreignarsjóður með tryggingum að eigin vali. Iðgjöld hvers sjóðfélaga eru algjönegá hans eign og eru færð á reikn- ing sjóðfélagans auk vaxta og verðbóta hverj T: tra Sjóðfélagar geta keypt tryggingar trá Sameinaða líftryggingar- félaginu og þannig tengt saman ertir- launasparnað og persónutryggingar t.d. líftryggingu og sjúkra- og síysatryggingu. Við viljum vekja athygli á því að iðgjöld trygginga sem tengdar eru viðurkenndum ísíenskum lífeyrissjóði eins og ALVÍB teljast hluti lífeyrisiðgjalda og njóta því jafnframt þess skattalega hagræðis sem því fylgir. Hafðu samband við ráðgjafa okkar og fáðu nánari upplýsingar. Eini séreignarsjóðurinn sem tryggir lífeyri til æviloka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.