Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Borgarstjóri telur að bregðast verði við kröfum um aukna samkeppni í orkuvinnslu
Nesj avallavir kj un afar
hagstæður virkjunarkostur
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í
Reykjavík, lagði fram í borgarráði í gær tillögu
um að borgin óskaði eftir formlegum viðræðum
við aðra eignaraðila að Landsvirkjun um framtíð-
arskipulag, rekstrarform og eignaraðild að fyrir-
tækinu. Afgreiðslu tillögunnar var frestað til
næsta fundar. Borgarstjóri sagði í samtali við
Morgunblaðið að vel kæmi til greina að Lands-
virkjun yrði skipt upp og samkeppni í orku-
vinnslu yrði aukin.
„Það er ljóst að það er verið að endurskoða
orkumálin í löndunum í kringum okkur og það
er ekki nema eðlilegt að við tökum þetta til skoð-
unar hér á landi. Landsvirkjun er 30 ára gamalt
fyrirtæki og það hefur margt breyst bæði í at-
vinnumálum og markaðsmálum síðan það var
stofnað. Meðal þess sem ræða þarf eru kröfur
um aukna samkeppni í orkumálum,“ sagði borgar-
stjóri.
Ingibjörg Sólrún sagði að stjórnendur Reykja-
víkurborgar hefðu ekki markað stefnu varðandi
hvaða breytingar þeir vildu að gerðar yrðu á
Landsvirkjun. „Það eru ýmsar leiðir færar. Það
kemur til greina að borgin selji sinn hlut. Það
kemur einnig til greina að borgin leysi til sín sinn
hlut. Það þarf hins vegar að ná víðtækri sátt um
allar breytingar. Ég geri mér alveg grein fyrir
að Landsvirkjun þjónar landsmönnum öllum.
Nesjavallavirkjun borgar sig upp á 9 árum
Ef samkomulag næst um að eignaraðilar
Landsvirkjunar leysi til sín eignarhluta sína þá
gætum við verið komin með einhvem vísi að sam-
keppni í orkuvinnslu. Það liggur fyrir að Reykja-
víkurborg á mjög vænlegan virkjunarkost, sem
er Nesjavellir. Ef miðað er við að rafmagn yrði
selt frá Nesjavöllum á lágmarkstaxta Landsvirkj-
unar gæti fjárfesting í Nesjavallavirkjun borgað
sig upp á níu árum. Þetta er því mjög hagstæður
virkjunarkostur fyrir Reykvíkinga. Það er ekkert
sem segir að ef hér verður komið upp vísi að
samkeppni að bara þurfi að selja orkuna til
Reykjavíkur. Fleiri gætu tengst henni."
Ingibjörg Sólrún tók fram að gæta yrði þess
vandlega í þeim viðræðum sem framundan væru
áð Landsvirkjun yrði ekki fyrir skaða. Málin yrðu
skoðuð frá öllum hliðum með hagsmuni Lands-
virkjunar í huga.
„Mér fínnst borgin vera með of mikið fé bundið
í Landsvirkjun án þess að hún njóti þess í nokkru
umfram það sem landsmenn allir njóta af tilvist
Landsvirkjunar. Ég kem ekki auga á þá sértæku
hagsmuni sem við höfum af þessu,“ sagði borgar-
stjóri.
í grein sem Gunnar Jóhann Birgisson borgar-
fulltrúi skrifar í Morgunblaðið í dag segir að at-
huganir bendi til þess að Nesjavallavirkjun gæti
lækkað raforkukostnað Reykvíkinga um 700 til
1.000 milljónir á ári. Gunnar Jóhann bendir á að
hætti Reykjavíkurborg að kaupa orku af Lands-
virkjun gæti það Ieitt til hækkunar á raforku til
annarra landsmanna. Við það fengi umræða um
orkujöfnunargjald eða sérstakan orkuskatt byr
undir báða vængi. Fara þurfí með gát í málinu
og miklu skipti fyrir Reykvíkinga að bregðast
rétt við.
■ Ódýr raforka/26
Beiðni um
munnlegan
málflutning
hafnað
JÓNI Steinari Gunnlaugssyni
hæstaréttarlögmanni hefur verið
synjað um munnlegan málflutning
fyrir hæstarétti í máli Agnesar
Bragadóttur blaðamanns.
Rannsóknarlögregla ríkisins fór
fram á að Agnesi yrði gert fyrir
dómi að bera vitni og upplýsa
hvaða skriflegar heimildir og
hveijir heimildarmenn hennar
væru fyrir greinum sem hún skrif-
aði í Morgunblaðið sl. vor og voru
söguleg úttekt á uppgjöri viðskipta
Sambands íslenskra samvinnufé-
laga og Landsbanka íslands.
Héraðsdómur úrskurðaði að
Agnesi bæri að bera vitni og var
sá úrskurður kærður til hæstarétt-
ar. Jón Steinar Gunnlaugsson, sem
ritstjórn Morgunblaðsins hefur fal-
ið að gæta hagsmuna sinna í
málinu, fór fram á að flytja jnálið
munnlega fyrir hæstarétti. í gær
barst honum svar um að ósk hans
væri synjað.
Sýningu Nínu Gautadóttur í Gerðarsafni aflýst
Málverkin
týndust á
leiðtil
landsins
UM 25 málverk Nínu Gautadóttur
listmálara týndust í síðustu viku
þegar hún var á leið með flugi
til íslands frá
París þar sem
hún býr. Mál-
verkin ætlaði
Nína að sýna á
sýningu í Gerð-
arsafni i Kópa-
vogi sem opna
átti í dag, en
sýningunni hef-
ur verið aflýst.
Mikil en árang-
urslaus leit hef-
ur farið fram að málverkunum á
flugvellinum í París og á Heat-
hrow flugvelli í London þar sem
flugvélin sem Nína kom með milli-
Nína
Gautadóttir
lenti.
Nína sagði í samtali við Morg-
unblaðið að málverkin væru af-
rakstur vinnu hennar síðastliðið
ár og væru þau ótryggð. Málverk-
in væru öll stór og því hefði hún
ekki haft þau með sér í handfar-
angri utan eitt þeirra. í handfar-
angrinum hafði hún hins vegar
minni myndir sem verða á sýn-
ingu sem opnuð verður í Stöðla-
koti í dag kl. 17. Málverkin sem
FYRIR tilviljun hafði Nína eina af stóru myndunum
með í handfarangri sínum.
týndust voru upprúlluð í stranga,
innpökkuð og vandlega merkt.
Nína sagði að um tilfinnanlegt
1jón væri að ræða fyrir sig. Hún
hefur salinn í Gerðarsafni á Ieigu
út þennan mánuð og sagði hún
því allar líkur á að hann myndi
standa tómur þennan tíma. Hún
sagði allar líkur á að málverkin
hefðu aldrei farið frá París.
Hélt að bíllinn
myndi aldrei
stoppa
SJÚKRABÍLL, sem flutti sjúkling
frá Vik til Reykjavíkur, valt eftir
árekstur við fólksbifreið á gatna-
mótum Miklubrautar og Grensás-
vegar seint í fyrrakvöld. Læknir,
bílstjóri og sjúklingur sluppu með
skrámur.
Læknir í bílnum var Sigurgeir
Jensson, heilsugæslulæknir í Vík.
Hann sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að honum hefði fund-
ist sem bíllinn ætlaði aldrei að
stoppa eftir að áreksturinn varð.
„Þetta var annar sjúkraflutning-
ur okkar þennan dag til Reykjavík-
ur. í fyrri flutningum vorum við í
Reykjavík í hádeginu og þá lentum
við í miklu meiri umferð. Þetta var
miklu rólegra þama um kvöldið.
Ég sá aldrei neitt þar sem ég sat
aftur í bílnum og vissi ekki fyrr
en hann hentist á hliðina. Maður
er algjörlega bjargarlaus þegar
svona gerist. Ég gat ekki haldið
mér í neitt og beið bara eftir því
sem verða vildi en bíllinn virtist
aldrei ætla að stoppa. Mér fannst
þetta vera heil eilífð,“ sagði Sigur-
geir.
Hann sagðist hafa talið að bíllinn
hefði henst mörg hundruð metra
en svo hefði honum verið sagt að
hann hefði stöðvast aðeins 30
metra frá gatnamótunum.
Sigurgeir var um það bil eina_
mínútu að losa sig úr brakinu og
gat þá hugað að sjúklingnum sem
var bundinn á sjúkrabörur. Þær
losnuðu af undirstöðunum og voru
komnar hálfa leið út úr bílnum
þegar bíllinn stöðvaðist. „Sjúkling-
urinn var alltaf á réttum kili og
það hefur örugglega hlíft honurn,"
sagði hann.
Sluppu tiltölulega vel
Aðspurður um líðan sína, sjúkl-
ings og bílstjóra sagði Sigurgeir
að þeir hefðu fengið góða aðhlynn-
ingu á Borgarspítala og allir slopp-
ið tiltölulega vel. „Ég vaknaði þó
með marbletti í morgun sem ég
vissi ekki af í nótt. Við fengum
kúlur á hausinn en það er allt í
lagi með okkur. Við sluppum með
skrekkinn," sagði hann.
Sigurgeir sagði að sjúkrabílstjór-
inn hefði séð hvað verða vildi en
hefði ákveðið að bremsa ekki til
að lenda ekki inni í miðri hlið fólks-
bílsins. Hann reyndi að forða
árekstri og tókst það næstum því
en lenti á afturhlið hins bílsins.
Sjúkrabíllinn snerist og þegar hann
stöðvaðist hafði hann rekist utan
í umferðarljós og afturendinn sneri
upp í brekkuna fyrir vestan Grens-
ásveginn um 30 metrum frá gatna-
mótunum. Sjúkrabíllinn er ónýtur.
Okumaður hins bílsins var einnig
fluttur á slysadeild en meiðsl hans
voru ekki talin alvarleg.
Segnlómsjárdeilu
vísað til gerðardóms
SAMNINGANEFND Trygginga-
-stofnunar mun leita úrskurðar gerð-
ardóms um túlkun á samningi stofn-
unarinnar við Læknisfræðilega
myndgreiningu hf. en ágreiningur
er um hvort Tryggingastofnun eigi
að greiða reikninga vegna læknis-
meðferðar í nýrri segulómsjá sem
LM hefur fest kaup á.
í samningi Tryggingastofnunar
og LM er ákvæði um að vísa ágrein-
ingi um samningstúlkun til þriggja
manna gerðardöms sem skipaður er
af Tryggingastofnun, Læknafélagi
Reykjavíkur og Héraðsdómi Reykja-
víkur.
Með samningi Tryggingastofnun-
ar og LM fylgir verðskrá yfir læknis-
verk sem stofnunin greiðir fyrir og
þar á meðal eru ómsjárrannsóknir.
Þorkell Bjarnason, læknir hjá LM,
segir því ótvírætt að samningurinn
við Tryggingastofnun feli það í sér
að stofnunirini beri að greiða fyrir
segulómrannsóknir og fyrirtækið
hefði aldrei farið út í kaup á um-
ræddu tæki nema á þeim forsendum.
Tryggingastofnun vísar hins veg-
ar í almennan sérfræðiþjónustu-
samning Tryggingastofnunar og
Læknafélags Reykjavíkur um að
hann nái ekki til nýrrar starfsemi
lækna sem hafí hærri stofnkostnað
en nemi venjulegum stofnkostnaði
lækningaþjónustu nema Trygginga-
stofnun samþykki.
„Við erum fyrst og fremst að
sinna sjúklingum. Við hefðum getað
keypt ódýrara tæki og fengið það
sama út úr Tryggingastofnun en við
höfum faglegan metnað og því vild-
um við kaupa góð tæki,“ sagði Þor-
kell.
„Aukning á tækjum kostar meira
fjármagn og það er einfaldlega ekki
til,“ sagði Karl Steinar Guðnason,
forstjóri Tryggingastofnunar.
Tryggingastofnun hefur nú sagt
upp samningnum við LM og tekur
uppsögnin gildi um næstu áramót.
Karl Steinar sagði að ástæðan væri
m.a. óánægja samninganefndar
stofnunarinnar með túlkun ,LM á
samningnum.
I samningnum er kveðið á um að
þegar heildargreiðslur Trygginga-
stofnunar til LM innan árs nái 132
milljónum króna fái Tryggingastofn-
un 45% afslátt af taxta. Þessi af-
sláttur byijaði að virka í september
á síðasta ári en heildargreiðslur til
LM eru áætlaðar 150 milljónir á síð-
asta ári.
Samkvæmt verðskrá LM er taxti |
fyrir segulómrannsóknir 39.693
krónur. LM telur að vegna aukins
umfangs myndi afslátturinn byija
að virka mun fyrr, og allar segulóm-
rannsóknir lenda í raun í umræddum
45% afslætti og því kosta 21.831
krónur. Sjúklingar greiða hins vegar
900 krónur fyrir hveija rannsókn.
Til að segulómsjáin standi undir
kostnaði þarf um 3.000 rannsóknir
á ári eða um 65 milljóna króna veltu.
Verð tækisins er um 93 milljónir og
sérhannað húsnæði, sem byggt hef-
ur verið í Domus Medica í Reykja-
vík, kostar um 30 milljónir að auki.