Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framkvæmdir hafnar við náttúrufræðihús BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra tók í gær fyrstu skóflustungu að náttúru- fræðihúsi í Vatnsmýrinni í Reykjavík. f húsinu munu fara fram rannsóknir og kennsla í líffræði, jarðvísindum og landa- fræði. Auk starfsmanna Háskóla Islands í þessum greinum mun Norræna eldfjalla- stöðin verða þar til húsa. Gólfflötur nátt- úrufræðihússins verður um 7.900 fermetrar og heildarkostnaður við byggingu þess ásamt frágangi á Ióð og búnaði er áætlaður um 900 milljónir. Myndlyklum Stöðvar 3 verður dreift í lok mánaðarins Bilun í sendum orsök tafa enda. í sendunum var truflun sem varð til þess að merkið sem fer frá sendunum inn á hugbúnaðinn sem ruglar það og sendir áfram til af- ruglarans, var ekki hreint og þar af leiðandi skildi afruglarinn ekki merkið.“ Fínstilling innan fárra daga Hann segir forráðamenn stöðvar- innar hafa jafnvel haldið í fyrstu að afruglarinn væri í ólagi eða þau tæki sem komu hingað, og því ver- ið varkárir í orðum, en annað kom- ið í Ijós þegar tæknimennirnir héldu heim og reyndu afruglarann þar. Ytra var allt eins og best verður á kosið. „Þeir höfðu þá samband við framleiðendur sendanna til að fá tilteknar upplýsingar en fengu þær treglega, þar sem um samkeppnis- fyrirtæki er að ræða. En þegar það gekk loks eftir kom þetta í ljós. Samtímis fengum við sérfræðing frá Pósti og síma til að yfirfara allt kerfið. Þeirri vinnu lauk fyrir þremur dögum og hann fann bilan- ir í tveimur sendum af fjórum, sem leiddu til þess að sendistyrkur okk- ar var t.d. veikari en sendistyrkur Fjölvarpsins. Nú er búið að gera það sem þarf til að lagfæra þessa agnúa og í dag kemur maður frá Bandatíkjunum sem lýkur prófun- um sínum og fínstillingu kerfísins. Þegar fínstillingu lýkur sendum við framleiðanda afruglaranna þær upplýsingar sem hann notar til að færa öll tækin í sama horf og send- ir þau síðan hingað. Þá getum við dreift myndlyklunum og læst út- sendingu.“ Úlfar segir tjónið vegna bilunar í sendunum ekki þess eðlis að fyrir- tækið eigi fjárhagskröfu á hendur framleiðanda þeirra, en verksmiðj- an lagfæri þá hins vegar Stöð 3 að kostnaðarlausu. Einnig hafi framleiðandi myndlyklanna staðið við afhendingartíma, þó svo að ein- hvetja seinkun megi rekja til þess að þúnaðurinn sé hugsaður fyrir bandarískt sjónvarpskerfi og þurfti af þeim sökum að breyta honum fyrir evrópskt sjónvarp. Gjöld reiknuð til inneignar „í desemberbyrjun biðu ytra 500- 1.000 afruglarar eftir því að fá nið- urstöður áðurnefndra prófana, auk nokkurra sem voru þegar komnir til íslands. Við vildum hafa okkar mál á hreinu og þegar við vorum spurðir hvort afruglarar væru komnir, sögðum við réttilega að svo væri, auk þess sem við getum feng- ið öll þau tæki sem búið er að fram- leiða með dagsfyrirvara eða svo. Þau 500-1.000 tæki sem við höfðum til ráðstöfunar voru hins vegar of fá. Við hefðum því aldrei dreift lykl- unum í byijun desember, þó svo að sendarnir hefðu ekki brugðist okk- ur, þar sem þá hefðum við ekki getað opnað dagskrána hjá öllum þeim sem voru orðnir áskrifendur. Allan tímann höfum við ekki viljað segja annað en við getum staðið við. Við vildum ekki vera með yfir- lýsingar um dagsetningar eða ann- að slíkt, því slíkt hefði einfaldlega komið í bakið á okkur,“ segir hann. Úlfar segir taka um vikutíma að stilla alla afruglarana þegar búið er að fínstilla kerfið, þannig að verið getur að við fáum 1.000 stykki til að byija með. Síðan þarf að tengja afruglarana og áskriftar- kerfið saman þannig að hugbúnað- urinn viti númerið hjá viðkomandi áskrifanda og geti ruglað eða af- ruglað sendingar þangað, eftir því hvort búið sé að greiða áskrift eða ekki. Þessu verður lokið í lok jan- úar og þá getum við farið að rugla sendingar okkar með fyrirhuguðum hætti. Áskrifendur fá til inneignar þann hluta af greiddu áskriftar- gjaldi sem nemur tímabilinu frá 5. janúar til þess dags sem dag- skránni verður læst.“ Úlfar Steindórsson STÖÐ 3 mun dreifa fjölrása myndlyklum og rugla útsendingu sína í lok þessa mán- aðar eða um mánaða- mótin, að sögn Úlfars Steindórssonar, fram- kvæmdastjóra fyrir- tækisins. Hann vísar á bug öllum sögusögn- um um að myndlykl- amir hafí ekki staðið sig sem skyldi og segir fjaðrafok vegna tafa á að læsa dagskránni vekja furðu. „Eingöngu eigend- ur félagsins verða fyrir tjóni vegna þeirra tafa sem hafa orðið á þvi að rugla út- sendingar, því að fyrirtækið verður af áskriftartekjum. Áskrifendur fá hins vegar sendingamar ókeypis og njóta þess vel,“ segir Úlfar. Getgátur hafa verið uppi um að fjölrása myndlykill Stöðvar 3 hafi ekki starfað eins og til var ætlast og þannig birtist í Dag- blaðinu-Vísi frétt í des- ember þess efnis að sjónvarpsstöð í Pennsylvaniu í Banda- ríkjunum hefði slæma reynslu af sömu mynd- lyklurn og Stöð 3 er að kaupa. Úlfar segir for- ráðamenn Stöðvar 3 hafa haft vitnesku um þennan aðila og eftir- grennslan hafi leitt í ljós að fréttin væri ekki á rökum reist. Sendar reyndust í ólagi „Við höfum talað við hann og erum með undir höndum símbréf frá honum þar sem fram kemur staðfesting á að hann hafi fengið búnaðinn og hann virki.“ Þegar er búið, að sögn Úlfars, að setja upp hugbúnað fyrir mynd- lyklana sem eru fjölrása eins og áður sagði, en það er nýjung á þessu sviði. Orsök tafa á dreifingu sjálfra lyklanna er hins vegar bilun í send- um stöðvarinnar, sem hefur áhrif á lyklana. Hann bendir í því sam- bandi á að áhorfendur hafi eflaust tekið eftir þessum vandræðum að einhveiju leyti, svo sém þegar út- sendingar Discovery og MTV hafa fallið niður stundarkorn. „í byijun desember kom hingað maður með afruglara til að reyna kerfið. Fyrstu prófanir leiddu hins vegar í ljós að sendar okkar í Húsi verslunarinnar eru ekki í lagi. Fyrir vikið náði afruglarinn ekki að virka, því að senditíðnir sjónvarpssenda og móttökutíðnir myndlykla þurfa að vera mjög vel samstilltar til að einstakar rásir skili sér til áskrif- Prestaköll auglýst laus BISKUP íslands hefur auglýst sjö embætti laus til umsóknar. Þau eru: Skeggjastaða- prestakall í Múlaprófastsdæmi þar sem ekki hefur setið prest- ur síðan sr. Gunnar Siguijóns- son var kjörinn til Digranes- prestakalls í Kópavogi, Tálkna- fjarðarprestakall í Barða- strandarprófastsdæmi en sr. Karl Matthíasson, sem þar var prestur, var kjörinn prestur í Setbergsprestakalli á Snæfells- nesi. Raufarhafnarprestakall í Þingeyjarprófastsdæmi en sr. Ágúst Einarsson sem þar þjón- aði síðast hefur verið ráðinn aðstoðarprestur í Seljapresta- kalli í Reykjavík og Skinna- staðaprestakall, einnig í Þing- eyjarprófastsdæmi, en sr. Ei- ríkur Jóhannsson sem þar sat var kjörinn til Hrunaprestakalls fyrir skömmu. Þá eru auglýstar fjórar stöð- ur aðstoðarprests í Hafnar- fjarðarprestakalli og ísafjarð- arprestakalli og staða héraðs- prests í Eyjafjarðar- og Þing- eyjarprófastsdæmum þar sem sr. Svavar A. Jónsson, sem þeirri stöðu gegndi áður var ráðinn aðstoðarprestur á Akur- eyri. Umsóknarfrestur um allar þessar stöður er til 3. febrúar nk. Helgar- póstur í nýárshvíld HELGARPÓSTURINN kom ekki út á fimmtudaginn og seg- ir Þorbjörn Tjörvi Stefánsson framkvæmdastjóri blaðsins það hafa verið ákveðið með tals- verðum fyrirvara. Þorbjörn segir að mönnum hafi bæði þótt vinnudagar strax eftir áramót of fáir miðað við fáliðaða ritstjórn og ástæða til að veita mönnum nokkra hvíld eftir eril jólamánaðar. Hann segir blaðið koma út næsta fimmtudag og þá muni að minnsta kosti tveir nýir blaðamenn hafa tekið til starfa, en hugsanlega verði fleiri ráðn- ir. Við ritstjóraskipti sem urðu fyrir um mánuði hættu nokkrir blaðamenn og dálkahöfundar störfum. Þorbjöm Tjörvi segir að síðar í þessum mánuði verði kynntar breytingar á Helgar- póstinum og hafi hvort tveggjá verið rætt um endurskoðun á útliti og stefnu hans. Óvíst sé þó að slíkar breytingar verði gerðar fyrir næsta tölublað. CCO 11ÍÍ1 ÍÍ9 197ÍI LARUS Þ VALDIMARSS0N, framkva,moastjori UUL I 1(111 UUL lu/U KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, iöggiliur fasieignasau Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Úrvalsíbúð - Eskihlíð - útsýni Á 4. hæð 102,5 fm. Gólfefni, eldh., bað og skápar allt nýtt. í risi fylg- ir rúmgott herb. Snyrting í risinu. Ágæt sameign. Tilboð óskast. Einbýlishús - úrvalseign - mikið útsýni Steinhús ein hæð 153 fm auk bílsk. rúmir 40 fm á einum vinsælasta stað í norðurbænum í Hafnarfirði, rétt við hraunið. Tilboð óskast. í gamla góða austurbænum Nýlega endurbyggt járnklætt timburh. með 3ja-4ra herb. íb. á hæð og í risi. Nánari uppl. aðeins á skrifstofunni. Lítil - ódýr - allt sér 3ja herb. lítil efri hæð í steinh. í gamla góða vesturbænum um 60 fm. Mikið útsýni. Vinsæll staður. Tilboð óskast. Opið í dag kl. 10-14. ALMENNA Vlðskiptunum fylgir ráðgjöf og traustar _______________________ uPP'ýsingar. UI1BÍVE6118 S. 552 1151-552 137» FASTEIGNASALAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.