Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ________________________________________________________LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 35 AÐSENDAR GREINAR Regluleg líkamsþjálfun er eldra fólki nauðsyn. Amdís Bjamadóttir, Helgi A. Erlendsson og Lárus Jón Guðmundsson úr faghópi um sjúkra- þjálfun aldraðra skrífa um líkamsþjálfun eldri borgara. árangri AHRIF og nauðsyn líkamsþjálfunar fyrir aldraða hafa ekki verið mikið í sviðsljósinu, en samt er þetta hópur sem nær mjög góð- um árangri með reglubundinni líkamsþjálf- um í þessari grein fjöllum við um þjálfun aldraðra. Hver eru áhrifin, og hvaða að- ferðir eru heppilegastar? Þetta er víðtækt efni og því einungis stiklað á stóru, en til- ganginum er náð ef við kveikjum áhuga eldra fólks á því að fara út að ganga, synda, dansa, fara í leikfimi eða taka þátt í þjálf- un sem víða stendur til boða. Áhrif þjálfunar Rannsóknir hafa sýnt, að áhrif líkams- þjálfunar á eldra fólk eru mjög svipuð áhrifum þjálfunar hjá yngra fólki. Þar má nefna bætta starfsemi hjarta og lungna sem leiðir til aukins úthalds, lækkaðan blóðþrýsting, aukinn vöðvastyrk og að liða- mót liðkast. Gott líkamsástand getur kom- ið í veg fyrir byltur sem geta haft alvarleg- Helgi A. Arndís Lárus Jón Erlendsson Bjarnadóttir Guðmundsson ar afleiðingar fyrir aldraða. Regluleg lík- amsþjálfun hjálpar einnig til að hægja á beinþynningu og bætir andlega og líkam- lega líðan. Þegar við hreyfum okkur vinna meltingarfærin betur sem minnkar líkurn- ar á hægðatregðu, það verða einnig minni líkur á offitu, bætt blóðstreymi verður í fótum og ekki má gleyma hvernig hæfíleg líkamleg áreynsla tryggir góðan nætur- svefn. Árangur þjálfunar hjá þessum aldurs- hópi kemur gjarnan best fram, ef horft er á athafnir daglegs lífs þ.e. hinn aldraði getur haldið líkamlegri færni, stundað áhugamál sín og verið sjálfbjarga með flesta hluti fram eftir háum aldri. Sjúkra- þjálfarinn segir .. Líkams- þjálfun aldraðra skilar Hvernig á ég að þjálfa? Til að fá fram raunveruleg þjálfunar- áhrif er talið heppilegast fyrir eldra fólk að þjálfa 3-5 sinnum í viku og þá í 20 til 60 mínútur í senn. Ef einhveijum vex þetta í augum þá ber að leggja áherglu á, að öll hreyfing er betri en engin. Nauðsynlegt er að byija hægt og rólega. Gott æfíngaprógramm felur í sér upphit- un, léttar teygjuæfíngar fýrir og eftir æf- ingar, þol- og styrktarþjálfun, jafnvægis- og samhæfíngaræfingar. Við val á æfíngum eða íþróttagreinum er mikilvægt að þær henti og veiti viðkomandi sem mesta ánægju. Þá eru meiri líkur á að hinn aldr- aði stundi æfíngamar af staðfestu. Fyrir þá, sem byija seint á ævinni í þjálfun, er almennt talið að ganga, sund, dans og leik- fími séu heppilegustu greinar líkamsþjálf- unar. Þessar greinar ná að þjálfa alla þá þætti sem taldir vom upp hér að ofan. Lík- amsþjálfun er fyrir ALLA, en eldra fólki, sem þjáist af ákveðnum sjúkdómum, er bent á að gott er að tala áður við heimil- islækninn til að fá úr því skorið hvort eitt- hvað hindri þá í fullri þátttöku. Einnig má benda á að sjúkraþjálfarar geta gefíð nán- ari upplýsingar um æfíngaval. Ekki er hægt að yfirgefa umræður um líkamsþjálf- un án þess að minnast á mikilvægi þess að þjálfa jafnframt grindarbotnsvöðvana til að fyrirbyggja þvagleka. Um þjálfun grind- arbotnsvöðva og þvagleka verður svo fjallað sérstaklega í annarri grein síðar í vetur. Hreyfing er öldruðum lífsnauðsyn Að framangreindu er ljóst, að gildi reglulegi'ar líkamsþjálfunar er margvísleg og hún er eldra fólki nauðsyn. Hún dregur úr hrörnunareinkennum, er vörn við sjúk- dómum og hjálpar viðkomandi einstaklingi að viðhalda og efla sjálfsstæði sitt og dreg- ur þannig úr þörfinni á læknisþjónustu og umönnun. Margir taka því sem sjálfgefnu að sjúkdómar og krankleikar hijái okkur á efri árum. Sem betur fer þarf þetta ekki að vera svo, en forsendan fyrir góðri heilsu er sú að við „fjárfestum" í henni snemma á ævinni, stundum heilbrigt lífemi, reglu- bundna hreyfingu í góðum félagsskap, fáum hollt matarræði, og nóg af frísku lofti og birtu. Fyrir andlega vellíðan og eðlilega starfsemi heilans er einnig nauð- synlegt að gera ráð fyrir hvíldartímum með ró og slökun og það er nokkuð víst, að þessi fjárfesting mun skila arði á seinni hluta ævinnar. Greinarhöfundar eru sjúkraþjálfarar: Arndís Bjarnadóttir, Dvalarheimiii aldr- aðra sjómanna, Hrafnista, Rvk., Helgi A. Erlendsson, Reykjalundi, Mosfellsbæ, Lárus Jón Guðmundsson, hjúkrunarheim- ilinu Eir, Grafarvogi, Rvk. mÍIIj onir óskiptar z. ianuar tír REYKJAVIK OG NAGRENNI einn mi« uiiir mioar vintia Einstakir aukavinningar: Handrit íslenskra rithöfunda Hœstu vinningarnir ganga örugglega út - oft upphœkkaðir Aðalumboð Suðurgötu 10, sími 552-3130 Verslunin Grettisgötu 26 sími 551-3665 Blómabúðin Iðna Lísa Hverafold 1-3, Grafarvogi, sími 567-6320 Breiðholtskjör Arnarbakka 4-6, sími 557-4700 Griffill sf. Síðumúla 35, sími 533-1010 Bókabúð Árbœjar sími 587-3355 Bókabúð Fossvogs Grímsbæ, sími 568-6145 Happahúsið Kringlunni, sími 568-9780 Verslunin Straumnes Vesturbergi 76, sími 557-2800 Neskjör Ægissíðu 123, sími 551-9292 Úlfarsfell Hagamel 67, sími 552-4960 Verslunin Snotra Álfheimum 4 sími 553-5920 Teigakjör Laugateigi 24, sími 553-9840 Kópavogur: Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími 554-2630 Videómarkaðurinn, Hamraborg 20A, sími 554-6777 Garðabœr: Bókabúðin Gríma, Garðatorgi 3, sími 565-6020 SÍBS-deildin, Vífilsstöðum, sími 560-2800 Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Vilborg Sigurjónsdóttir, sími 555-0045 Mosfellsbœr: Bókabúðin Ásfell, Háholti 14, sími 566-6620 SIBS-deildin, Reykjalundi, sírni 566-6200 VISA HAPPDRÆTTI ^ Óhreytt miðaverð: 600 kr Mestu vinningslíkur í íslensku stórhappdrætti -fyrir lífið sjálft HÉR*NÚ AliOLl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.