Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ________________________________________________________LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 35
AÐSENDAR GREINAR
Regluleg líkamsþjálfun er eldra fólki nauðsyn. Amdís Bjamadóttir,
Helgi A. Erlendsson og Lárus Jón Guðmundsson úr faghópi um sjúkra-
þjálfun aldraðra skrífa um líkamsþjálfun eldri borgara.
árangri
AHRIF og nauðsyn líkamsþjálfunar
fyrir aldraða hafa ekki verið
mikið í sviðsljósinu, en samt er
þetta hópur sem nær mjög góð-
um árangri með reglubundinni líkamsþjálf-
um
í þessari grein fjöllum við um þjálfun
aldraðra. Hver eru áhrifin, og hvaða að-
ferðir eru heppilegastar? Þetta er víðtækt
efni og því einungis stiklað á stóru, en til-
ganginum er náð ef við kveikjum áhuga
eldra fólks á því að fara út að ganga, synda,
dansa, fara í leikfimi eða taka þátt í þjálf-
un sem víða stendur til boða.
Áhrif þjálfunar
Rannsóknir hafa sýnt, að áhrif líkams-
þjálfunar á eldra fólk eru mjög svipuð
áhrifum þjálfunar hjá yngra fólki. Þar má
nefna bætta starfsemi hjarta og lungna
sem leiðir til aukins úthalds, lækkaðan
blóðþrýsting, aukinn vöðvastyrk og að liða-
mót liðkast. Gott líkamsástand getur kom-
ið í veg fyrir byltur sem geta haft alvarleg-
Helgi A. Arndís Lárus Jón
Erlendsson Bjarnadóttir Guðmundsson
ar afleiðingar fyrir aldraða. Regluleg lík-
amsþjálfun hjálpar einnig til að hægja á
beinþynningu og bætir andlega og líkam-
lega líðan. Þegar við hreyfum okkur vinna
meltingarfærin betur sem minnkar líkurn-
ar á hægðatregðu, það verða einnig minni
líkur á offitu, bætt blóðstreymi verður í
fótum og ekki má gleyma hvernig hæfíleg
líkamleg áreynsla tryggir góðan nætur-
svefn.
Árangur þjálfunar hjá þessum aldurs-
hópi kemur gjarnan best fram, ef horft er
á athafnir daglegs lífs þ.e. hinn aldraði
getur haldið líkamlegri færni, stundað
áhugamál sín og verið sjálfbjarga með
flesta hluti fram eftir háum aldri.
Sjúkra-
þjálfarinn
segir ..
Líkams-
þjálfun
aldraðra
skilar
Hvernig á ég að þjálfa?
Til að fá fram raunveruleg þjálfunar-
áhrif er talið heppilegast fyrir eldra fólk
að þjálfa 3-5 sinnum í viku og þá í 20 til
60 mínútur í senn. Ef einhveijum vex þetta
í augum þá ber að leggja áherglu á, að
öll hreyfing er betri en engin. Nauðsynlegt
er að byija hægt og rólega.
Gott æfíngaprógramm felur í sér upphit-
un, léttar teygjuæfíngar fýrir og eftir æf-
ingar, þol- og styrktarþjálfun, jafnvægis-
og samhæfíngaræfingar. Við val á æfíngum
eða íþróttagreinum er mikilvægt að þær
henti og veiti viðkomandi sem mesta
ánægju. Þá eru meiri líkur á að hinn aldr-
aði stundi æfíngamar af staðfestu. Fyrir
þá, sem byija seint á ævinni í þjálfun, er
almennt talið að ganga, sund, dans og leik-
fími séu heppilegustu greinar líkamsþjálf-
unar. Þessar greinar ná að þjálfa alla þá
þætti sem taldir vom upp hér að ofan. Lík-
amsþjálfun er fyrir ALLA, en eldra fólki,
sem þjáist af ákveðnum sjúkdómum, er
bent á að gott er að tala áður við heimil-
islækninn til að fá úr því skorið hvort eitt-
hvað hindri þá í fullri þátttöku. Einnig má
benda á að sjúkraþjálfarar geta gefíð nán-
ari upplýsingar um æfíngaval. Ekki er
hægt að yfirgefa umræður um líkamsþjálf-
un án þess að minnast á mikilvægi þess
að þjálfa jafnframt grindarbotnsvöðvana til
að fyrirbyggja þvagleka. Um þjálfun grind-
arbotnsvöðva og þvagleka verður svo fjallað
sérstaklega í annarri grein síðar í vetur.
Hreyfing er öldruðum lífsnauðsyn
Að framangreindu er ljóst, að gildi
reglulegi'ar líkamsþjálfunar er margvísleg
og hún er eldra fólki nauðsyn. Hún dregur
úr hrörnunareinkennum, er vörn við sjúk-
dómum og hjálpar viðkomandi einstaklingi
að viðhalda og efla sjálfsstæði sitt og dreg-
ur þannig úr þörfinni á læknisþjónustu og
umönnun. Margir taka því sem sjálfgefnu
að sjúkdómar og krankleikar hijái okkur
á efri árum. Sem betur fer þarf þetta ekki
að vera svo, en forsendan fyrir góðri heilsu
er sú að við „fjárfestum" í henni snemma
á ævinni, stundum heilbrigt lífemi, reglu-
bundna hreyfingu í góðum félagsskap,
fáum hollt matarræði, og nóg af frísku
lofti og birtu. Fyrir andlega vellíðan og
eðlilega starfsemi heilans er einnig nauð-
synlegt að gera ráð fyrir hvíldartímum
með ró og slökun og það er nokkuð víst,
að þessi fjárfesting mun skila arði á seinni
hluta ævinnar.
Greinarhöfundar eru sjúkraþjálfarar:
Arndís Bjarnadóttir, Dvalarheimiii aldr-
aðra sjómanna, Hrafnista, Rvk., Helgi A.
Erlendsson, Reykjalundi, Mosfellsbæ,
Lárus Jón Guðmundsson, hjúkrunarheim-
ilinu Eir, Grafarvogi, Rvk.
mÍIIj onir óskiptar
z. ianuar
tír
REYKJAVIK OG NAGRENNI
einn mi«
uiiir mioar vintia
Einstakir aukavinningar:
Handrit íslenskra rithöfunda
Hœstu vinningarnir ganga örugglega út - oft upphœkkaðir
Aðalumboð
Suðurgötu 10,
sími 552-3130
Verslunin
Grettisgötu 26
sími 551-3665
Blómabúðin Iðna Lísa
Hverafold 1-3,
Grafarvogi,
sími 567-6320
Breiðholtskjör
Arnarbakka 4-6,
sími 557-4700
Griffill sf.
Síðumúla 35,
sími 533-1010
Bókabúð Árbœjar
sími 587-3355
Bókabúð Fossvogs
Grímsbæ,
sími 568-6145
Happahúsið
Kringlunni,
sími 568-9780
Verslunin
Straumnes
Vesturbergi 76,
sími 557-2800
Neskjör
Ægissíðu 123,
sími 551-9292
Úlfarsfell
Hagamel 67,
sími 552-4960
Verslunin Snotra
Álfheimum 4
sími 553-5920
Teigakjör
Laugateigi 24,
sími 553-9840
Kópavogur:
Borgarbúðin,
Hófgerði 30, sími 554-2630
Videómarkaðurinn,
Hamraborg 20A, sími 554-6777
Garðabœr:
Bókabúðin Gríma,
Garðatorgi 3, sími 565-6020
SÍBS-deildin, Vífilsstöðum,
sími 560-2800
Hafnarfjörður:
Bókabúð Olivers Steins,
Vilborg Sigurjónsdóttir,
sími 555-0045
Mosfellsbœr:
Bókabúðin Ásfell,
Háholti 14, sími 566-6620
SIBS-deildin, Reykjalundi,
sírni 566-6200
VISA
HAPPDRÆTTI ^
Óhreytt miðaverð: 600 kr
Mestu vinningslíkur í íslensku stórhappdrætti
-fyrir lífið sjálft
HÉR*NÚ AliOLl