Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSIMS Kirkja í kreppu Frá Kristjáni J. Gunnarssyni: STÖKU sinnum fer ég í kirkju. Ekki af því að ég sé sérstaklega trúaður. Því miður. Eiginlega öfunda ég þá sem eru trúaðir og sigrast hafa á efanum. Og þó. Baráttan við efann er þjálfunarglíma hugsunarinnar. Tvískinnungur minn í trúarefnum stafar af því að okkur Jahve gamla- testamentisins hefur aldrei komið nægilega vel saman. Þáð getur svo- sem verið að þessi einkaguð Israels- manna hafí verið almáttugur en al- góður var hann ekki ef marka má sumt það sem gyðingamir sjálfir hafa frá honum sagt og hrósvert talið. Hvers vegna er ég þá að fara í kirkju? Af því að mér líður vel á helgi- stund. Sérstaklega þegar ég er í sam- félagi við hógværan prest og leitandi söfnuð. Eg hef verið svo lánsamur að vera alltaf í þannig kirkjusóknum hingað til og vona að endist héreftir. Meðan ég var eitthvað að vasast í menntamálum hafði ég þá bjarg- föstu sannfæringu að skólinn væri fyrst og fremst til vegna barnanna, nemendanna, hagsmunir starfs- manna skólans eins og kennaranna yrðu, ef í odda skærist, að víkja og vera skör neðar. Sama máli finnst mér gegna um kirkjuna. Kirkjan er fyrst og fremst til vegna sóknarbarnanna og ef að prestur og söfnuður ná ekki saman er það vegna þess að presturinn hef- ur ekki lent í réttri sókn eða sóknin ekki á réttum presti. Þar sem kirkjan er sjálfstæð og óháð ríkisvaldi eru slík mistök fljótlega leiðrétt með sambúðarslitum og báðir aðilar leita sér nýrrar lausnar og meir við hæfi. Að vera umboðsmaður guðs á jarð- ríki krefst mikils og stöðugs lítillæt- is. Það fengu ýmsir fornir keisarar og faraóar að reyna sem í fyrstu voru þjónar guða sinna en enduðu svo með því að hafa gert sjálfa sig að guðum. Guði sé lof að slíkt og þvílíkt getur aldrei hent okkar lúth- ersku presta. Þaðan af síður organ- ista. Hinsvegar er það ekkert tiltöku- mál, og ekki til að falla í stafi af undrun yfír, þó að t.d. presti og org- anista falli það illa hvorum við annan að þeir geti ekki unnið saman. Það gerist alltaf af og til í mannlegum samskiptum að fólk á ekki saman og getur þár af leiðandi ekki unnið saman, og það að ætla að þvinga það til að halda samstarfi áfram er forkastanlegt, og getur aldrei leitt til annars en að bitna á þeirri stofn- un og þeim málum sem þjóna skal. Hafi allar sáttaumleitanir verið reyndar, e.t.v. gerðar en ekki borið árangur í bráð né lengd, er ekkert annað fyrir hendi en að höggva á hnútinn. Spurningin sem aftur á móti virðist stundum vefjast fyrir mönnum er hver höggva skal. Komi vandamál, sem hér hefur ver- ið um rætt, upp innan safnaðar í ís- lensku þjóðkirkjunni, en auðvitað geta þau komið upp innan hvaða stofnunar sem er, þá er það ekki dómprófastur- inn eða kirkjumálaráðherrann, ekki einu sinni biskupinn sjálfur, sem setj- ast skal í dómarasætið. Það er aðeins á valdi eins aðila: safnaðarins. Aftur á móti eiga kirkjuyfirvöld að veita söfnuðinum hlutlausar og málefnalegar upplýsingar þar sem deiluaðilum gefst færi á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og samskiptasaga, sættir og sáttarof rakin á hlutlægan hátt. A grundvelli þeirra upplýsinga á söfnuðurinn síðan í almennri, leyni- legri kosningu að kjósa um hvort hann vill láta prestinn fara, organist- ann fara, eða að báðir fari ef sú af- staða kynni að koma upp. Og sá dóm- ur á að standa. Sársaukafull málalok að vísu fyrir einhveija, en þau einu sem eru lýðræðisleg og þau einu sem bjargað geta því sem bjargað verður til að koma í veg fyrir að söfnuður og safnaðarstarf leysist upp. Þó að tilefni þessara skrifa sé nýlegar og yfirstandandi fréttir af deilumálum innan Langholtskirkju, vita allir, jafnvel þeir sem aðeins fylgjast með kirkjumálum gegnum almennar fréttir, að þær eru því miður ekki einsdæmi. Ef íslenska kirkjan reynist þess ekki megnug að setja svona deilur niður á lýðræðislegan hátt, helst eft- ir fyrirfram ákveðnum reglum og með sem kyrrlátustum hætti, er óhjá- kvæmilegt að íslenskir skattborgarar fari að líta á þjóðkirkju sem tíma- skekkju. KRISTJÁN J. GUNNARSSON, fv. fræðslustjóri. Um aðför að mannorði Frá Önnu Maríu Pálsdóttur: ÞAÐ blæs ekki byrlega fyrir kristni í landinu um þessar mundir, og ég, sem er áhorfandi úr fjarlægð, er þess fullviss, að yfirvöld eða yfir- menn kirkjunnar hafa gleymt ein- hvetju af því, sem Frelsarinn kenndi. Eða var ekki í boðun Frelsarans að vera réttlátir meðbræðrum sínum? Mál það, sem ég er með í huga, er mál prests og organista í Langholts- kirkju. Mér þykir það mjög undar- legt, að hægt sé að ásaka prestinn fyrir að vilja einhveiju ráða um sín störf og þjónustu í kirkjuhúsinu, en ekki láta organista og hans áhang- endum (kór og konu) eftir öll ráð. Og að hann þurfi að vera eins og þægur krakki undir ráðríkri hendi organista. Ekki efa ég, að þessi kór, er alls góðs verður, en þegar það er farið að ganga á þennan veg, að kjörinn prestur er hafður hornreka í eigin kirkju, held ég að nær væri prestum og biskupum að standa við hlið prests, í stað þess að níða hann niður. Og mér fannst fjarskalega sorglegt að lesa greinarkorn síra Sigurðar Hauks, og ég velti því lengi fyrir mér, hvar hann væri staddur í trúarlegum hugleiðingum sínum, þessi prestur, sem eitt sinn boðaði orð Guðs. Eg, sem þessar línur skrifa, átt þess kost að sækja þijár messur í þremur kirkjum, þar sem þijú barnabörn mín voru fermd vorið 1994. Þessar messur voru allar hátíð- legar, sem vera ber. Ein var samt minnisstæðust vegna þess, að það sem presturinn talaði til barnanna var, fannst mér, með þeim ágætum, a'ð seint gleymist. Þessi messa var í Langholtskirkju og síra Flóki prest- urinn. Ég veit, að fjölskyldu og barni líkaði mjög vel við prestinn. Svo heyr- ir maður fólk segja sem svo: „Hann, presturinn, hlýtur að vera ómöguleg- ur, það segja það allir." En þetta sama fólk veit ekkert, það þekkir ekki prestinn, hefur ekki haft við hann nein samskipti, jafnvel aldrei sótt til hans guðsþjónustur. En þetta; að láta áróðurinn, svo ógeðfelldur sem hann er, ráða, án þess að gera minnstu tilraun til að meta hlutina, eða kynnast málavöxtum frá báðum aðilum, er látið ráða ferðinni. Ég vil hvetja fólk til að hugsa, áður en það fer að kasta grjóti, gera sér grein fyrir hvað það er að gera. Það hefur aldrei verið neinum til góðs að gleyma eða nenna ekki að hugsa, og með því móti kannski eyðileggja fólk og gera lítið úr sjálfum sér. ANNA MARÍA PÁLSDÓTTIR, Hofi, Vopnafirði. Til að fyrirbyggja misskilning Frá Ómari Óskarssyni: TIL AÐ fyrirbyggja leiðindamisskiln- ing sem grein mín, „Hverra er himna- ríki“, er birtist í Bréf til blaðsins sl. fimmtudag, gæti valdið, þá skal það tekið fram að umrætt atvik átti sér ekki stað í Fella- og Hólakirkju, eins og sumir gætu ætlað vegna heimilis- fangs míns. ÓMAR ÓSKARSSON, Möðrufelli 7, Reykjavík. LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 49 í Skátabúðinni við Snorrabraut Okkar flugeldar bjarga mannslífum' f-j Hjálparsveit skáta í Reykjavík LANDSBJORG Latidssamband bjorgunarsveita Kvennakór - Kórskóli Léttsveit - Vox feminae - Senjórítur Söngstarf kórsins á nýju starfsári hefst nú senn: Vetrarstarf hefst með námskeiði hjá hinni þekktu Sibyl Urbancic. Hún verður með námskeið í Feldenkrais tækni. Einstak- lingstímar og hóptímar. • Kvennakórinn Kórfélagar mæti 10. jan. kl. 20:30. Kórinn er nú fullskipaður. Stjórnandi er sem fyrr Margrét J. Pálmadóttir og píanóleikari Svana Víkingsdóttir. • Vox Feminae Hópurinn mun starfa áfram og er einnig fullskipaður. • Kórskólinn verður starfræktur áfram og er ætlaður konum með litla eða enga reynslu af söngstarfi. Kennd verður raddbeiting, tónfræði og samsöngur. Verið velkomnar, kennsla hefst 15. jan kl. 18:30. Kennari verður Harpa Harðardóttir. • Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur Þessi glæsilegi sönghópur 80 kvenna hefur starfað síðan í haust. Nýir meðlimir velkomnir. Inntökupróf verður laugar- daginn 13. jan. kl. 11 -13. Hópurinn er undir stjórn Jóhönnu V. Þórhallsdóttur og Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Æfingar verða einu sinni í viku auk raddæfinga. Þær hefjast þriðjudaginn 9. janúar kl. 20. • Senjórítukórinn Nýr sönghópur fyrir síungar eldri konur var stofnaður s.l. haust undir stjórn Rutar Magnússon. Æfingar verða á mánu- dögum kl. 16 og hefjast 15. jan. Nýjar konur velkomnar. • Nýi söngskólinn - Hjartans mál býður upp á einsöngsdeild og undirbúningsdeild. Hin velheppnuðu Fimmtudagskvöld Kvennakórsins verða áfram í vetur. Allir eru hjartanlega velkomnir. 15. feb. verður söngkvöld með Sibyl Urbancic. 21. mars verður "Vorkvöld í Reykjavík" og 25. aprfl verður "Söngveisla á sumardeginum fyrsta" með Diddú. Þessi fimmtudags- kvöld verða auglýst síðar. Allar æfingar verða í húsnæði Kvennakórs Reykjavíkur að Ægisgötu 7. Innritun og frekari upplýsingar eru veittar í síma 562 6460 dagana 8. - 12. jan. kl. 10 - 12 og 18 - 20. KVENNAKÓR REYKJAVÍKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.