Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 9 FRÉTTIR FOLK Sólveig Þorsteinsdóttir Lauk dokt- orsprófi í líffræði ÞANN 27. október 1995 lauk Sól- veig Þorsteinsdóttir líffræðingur doktorsprófi frá ríkisháskólanum í Utrecht í Hollandi. Sólveig Þorst'einsdóttir er fædd í Reykjavík 25. apríl 1962. Foreldrar hennar eru Sigríð- ur J. Hannesdóttir tæknifræðingur og kennari og Þor- steinn Svörfuður Stefánsson læknir. Sólveig lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1982 og hóf þá nám í líffræði við háskólann í Kansas, Lawrence, í Bandaríkjunum. Hún lauk þaðan prófi 1985. Á síðasta námsári sínu í Lawrence stundaði hún rannsóknir í þroskunarfræði froskdýra. Árið 1986 hóf hún rannsóknar- störf í þroskunarfræði spendýra við frumulíffræðideild Gulbenkian vís- indastofnunarinnar í Lissabon í Port- úgal og í desember 1989 hlaut hún aðstoðarkennarastöðu við líffræði- deild háskólans í Lissabon. Frá árinu 1991 hefur hún stundað hluta rann- sókna sinna og unnið að frekari und- irbúningi að doktorsritgerð sinni við Hubrecht rannsóknarstofnunina í Utrecht í Hollandi. Doktorsritgerð Sólveigar er 148 bls. og skiptist í 6 kafla. Fyrsti kaflinn er almennur inngangur að efni ritgerðarinnar, kaflar 2-5 eru visindagreinar með lýsingu á aðferð- um og niðurstöðum rannsókna henn- ar, en sjötti og síðasti kaflinn er umræða um niðurstöður rannsókn- anna. Ritgerðin fjallar um laminin, sem er mikilvægur hluti af grunnhimnu (basement membrane) þekju-, vöðva-, tauga- og fituvefja og integr- in, sem eru nemar á yfirborði frumna sem tengjast við laminin og aðra hluta grunnhimna. Þessar tengingar virðast vera mjög mikilvægar fyrir eðlilega þroskun margra vefjagerða og fjallar ritgerð Sólveigar m.a. um það, hvar tenging milli laminin og eins integrinsins (sk. alfa 6 beta 1 integrins) gæti átt sér stað og hvaða þýðingu sú tenging gæti haft í mynd- un og þroskun músafóstra. Niðurstöður Sólveigar benda til þess að rétt tenging milli integrina og grunnhimna sé mikilvæg fyrir eðlilega fósturþroskun. Sólveig Þorsteinsdóttir er gift Jorge Palmeirim líffræðingi og eiga þau tvö börn. Þau eru búsett í Lissa- bon. Kæra HM-nefndarinnar vegna miðasölu á heimsmeistaramótinu í handknattleik Akvörðunar ríkis- saksóknara að vænta á næstunni RÍKISSAKSÓKNARI hefur nú til meðferðar gögn Rannsóknarlög- reglu ríkisins vegna kæru HM- nefndarinnar á hendur Halldóri Jóhannssyni, sem sá um miðasölu á HM ’95 í handbolta. Þá eru meint umboðssvik fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Mý- vetninga einnig hjá ríkissaksókn- ara. Jón Erlendsson saksóknari sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hugsanlega ákæru, en málið yrði afgreitt af hálfu embættis ríkissaksóknara á næst- unni. Framkvæmdanefnd HM ’95 ósk- aði eftir að meintur fjárdráttur Halldórs yrði rannsakaður, þar sem hann hefði ekki staðið skil á 20 milljónum króna. Þá óskaði nefndin einnig eftir að viðskipti Sparisjóðsins og Halldórs yrðu könnuð, þar sem Halldór hefði lagt fram sparisjóðsbók með trygging- arfé, en féð ekki verið fyrir hendi þegar HM-nefndin ætlaði að ganga eftir því. Þegar kæran kom fram sagði Halldór Jóhannsson að það væri túlkunaratriði hver skuldaði hveij- um, en upphæðin sem tekist væri á um væri mun lægri en 20 milljón- ir króna. Rannsóknarlögregla ríkisins sendi málið til ríkissaksóknara í lok síðasta árs. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins snertir málið ekki eingöngu meint brot Halldórs, heldur einnig meint umboðssvik sparisjóðsstjórans fyrrverandi gagnvart stjórn Sparisjóðs Mý- vetninga, þar sem hann hafi geng- ist í ábyrgðir fyrir hönd Sparisjóðs- ins, án vitundar stjórnarinnar. Morgunblaðið/Ásdís Góður matur á borðum NEMENDUR sem iuku sveins- prófi í framreiðslu og matreiðslu frá Hótel- og veitingaskólanum um áramót sýndu verk sín í skól- anum í gær. Þar mátti líta girni- lega rétti og fagurlega skreytta. Áhugi á réttunum var mikill eins og sjá má á andlitum gestanna. Sjúkrahús Reykjavíkur Kosið í stjórn BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ráða Jóhannes Pálmason í stöðu forstjóra Sjúkrahúss Reykjavíkur. Jafnframt samþykkU borgarráð að kjósa Kristínu Á. Ólafsdóttur, Hjörleif B. Kvaran og Árna Sigfús- son í stjórn spítalans. Til vara voru kosin Bragi Guðbrandsson, Sig- mundur Stefánsson og Inga Jóna Þórðardóttir. Hætt við yf- irbyggða sundlaug í Grafarvogi Minnihlutinn vill að laugin verði byggð BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu borgarstjóra um að hætt verði við að byggja yfirbyggða sundlaug við íþróttamiðstöðina í Grafar- vogi. Þess í stað verði byggð al- mennings- og kennslulaug fyrir íbúa hverfisins en jafnframt verði undirbúin 50 metra yfirbyggð sundlaug í Laugardal. I tillögu borgarstjóra, sem lögð var fram á fundi borgarráðs 19. desember 1995, kemur fram að samþykkt hafi verið í október 1995 að undirbúa forsögn og kostnaðar- áætlun fyrir sundlaugina í Grafar- vogi. Ætlunin hafi verið að taka laugina í notkun fyrir Smáþjóða- leikana í maí 1997 en í ljós hafi komið að áætlaður kostnaður er 470 milljónir króna. Forgangsverkefni í bókun minnihluta Sjálfstæðis- flokks segir að sjálfstæðismenn telji það forgangsverkefni að hefja framkvæmdir við yfirbyggða sundlaug fyrir íbúa Grafarvogs og að hún nýttist einnig sem keppnis- laug fyrir Smáþjóðaleikana. R-listinn hafi horfið frá áform- um um samnýtingu án skýrs rök- stuðnings en lofi þess í stað tveim- ur sundlaugum sem auka mun framkvæmdakostnað um 200 milljónir. Ljóst sé að áform um byggingu sérstakrar keppnislaug- ar geri ekki ráð fyrir að laugin verði tilbúin fyrir Smáþjóðaleikana 1997. Því leggur minnihlutinn til að frestað verði ákvörðun um bygg- ingu keppnislaugar í Laugardal en haidið áfram að kanna og byggja yfirbyggða almennings- og skólasundlaug við íþróttamiðstöð- ina í Grafarvogi. ÚTSALAN ÍTSAIA — ÚT8ALA — ÍTSALA — (TSAIA — ÚTSALA — ÍTSAIA Útsalan byrjar í dag | Nú cr ekki lil setunnar boðið, kæru viðskiptavinir okkar, því í dag er 50% afsláttur fyrir ykkur. Opið til kl. 17.00. (Alh.: Strctsbuxurnar cru ckki á úlsölunni). Otsaia — (tsaia — (rrsAi.A — íjtsaia — (tsaia — ítsaia mi Eiðistorgi 13, 2. h»ð, yfir torginu, sími 552-3970. ULYCTFIWQg Stífar beltisbuxur í svörtu og livítu Verð kr. 1.950 & kr. 2.250 Laugavegi 4, sími 551 4473 er hafin !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.