Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 29 Róttækar breytingar / • meo ny]um monnum VERULEGAR breytingar verða á stjórn Dagsbrúnar nái A-listi, - listi uppstill- ingarnefndar kjöri. Gangi þetta eftir munu koma fimm nýir menn inn í stjórn og vara- stjórn félagsins, raun- ar öllu heldur sex, sé Ágúst Þorláksson með- talinn, en hann kom inn í stjórn félagsins sl. sumar eftir að hafa verið kjörinn aðaltrún- aðarmaður hafnar- verkamanna hjá Eim- skip og sigraði þar Sig- urð Rúnar Magnússon, einn forsprakka mótframboðsins með fáheyrðum yfirburðum. Breytinga er þörf Ég tel að allir geti verið sam- mála um að róttækra breytinga á stjórn félagsins sé full þörf og ég hef ekki farið í launkofa með þá skoðun mína. Með tillögu uppstill- ingarnefndar nú tel ég að einstakt tækifæri hafi skapast til þess að ná þessu markmiði fram, þ.e. stefnubreytingu í kjaramálum, Arni H. Kristjánsson breytingar á kosninga- fyrirkomulagi og deildaskiptingu félags- ins, sameiningarmál- um, endurskipulagn- ingu skrifstofunnar og starfmenntunarmál- um. Þá hafa verið van- höld á því að starfs- menn félagsins fari út á meðal félagsmanna á vinnustöðum þeirra. Því verður breytt. Kjaramál Náum við kjöri ætl- um við að beita okkur af alefli fyrir því að ná fram grunnkaups- hækkunum í staðinn fyrir sífelldar eingreiðslur, sporslur, bitlinga og ölmusur sem atvinnurekendur geta vafstrað með og hártogað út og suður að vild sinni. Við munum beita okkur fyrir því að grunn- kaupstaxtar nálgist raunverulegar launagreiðslur. Nú er ísland orðið hluti af hinu samevrópska atvinnu- svæði og ég tel hiklaust að við eig- um að bera okkur saman við Norð- urlöndin varðandi launakjör en eins og allir vita erum við ekki hálf- Endurskoðun kosninga- fyrirkomulags, segir Árni H. Kristjánsson, er þegar hafin. drættingar á við þau í launakjörum. Markmið Dagsbrúnar er að jafna þennan gríðarlega mun. Dagsbrúnarmenn hljóta að velta því fyrir sér hvort ekki sé komið aftur að upphafinu og að félagið þurfi að heyja sína baráttu eitt og óstutt. Þetta verður umræðuefnið á næstunni og verði þetta niðurstan mun reyna á hvort félagsmenn eru reiðubúnir til þess að fylkja sér að baki eindreginna krafna í kjaramál- um. Þá mun og reyna mjög á innri styrk Dagsbrúnar. Starfsmenntunarmál Dagsbrún er eitt fárra stéttarfé- laga sem ekkert hefúr sinnt starfs- menntunarmálum félagsmanna. Þessu ætlum við að breyta enda er það vís leið til að bæta kjör félags- manna. Kosningar í Dagsbrún DAGANA 19.-20. janúar fara fram kosn- ingar til stjórnar og trúnaðarráðs Dags- brúnar. Talið er fullvíst að fram komi mótfram- boð og tel ég það af hinu góða. Það sýnir að líf-sé í félagiriu en ekki sá doði sem ein- kennir mörg verkalýðs-. félög. Við sem kosin vorum til að stilla upp lista fyrir sitjandi stjórn og trúnaðarráð settum okkur strax það markmið að þörf væri Ölafur mikillar endurnýjunar Ólafsson án þess að eyðileggja þá reynslu sem fyrir er. Fimm ung- ir menn, sem kosnir hafa verið trúnaðarmenn á sínum vinnustöð- um auk eins sem inn í stjórnina kom í maí síðastliðnum, eru á listanum. Það segir sig sjálft að koma sex ungra manna eða meirihluta stjórn- ar hljóti að kalla á verulegar breyt- ingar og nýjar áherslur á starfi stjórnar. Þessum mönnum líkir mótfram- boðið nú við ,jámenn“ og „snata“. Þeir hafa raunar líkt sitjandi stjórn við flest dýr jarðarinnar nema mannskepnuna og virðist sem þeir sem ganga til liðs við okkur lendi í augum mótframboðsmanna í sömu dýrategundaflokkum. Það hefur læðst að mér sá grunur að þetta sé almennt álit mótframboðsmanna á þeim félagsmönnum Dagsbrúnar sem hafa aðrar skoðanir, skoðanir sem ekki falla að málflutningi þeirra sjálfra. En Dagsbrúnarmenn hljóta að gera þá kröfu til þeirra manna sem bjóða sig fram til trún- aðarstarfa fyrir félagið eða gegna slíkum störfum, að þeir sýni hveijir öðrum, sem og hinum almenna fé- lagsmanni, fulla virðingu. Á að deildaskipta félaginu? Mótframboðið hefur átalið að ekki skuli búið að deildaskipta fé- laginu eins og heimilt er í lögum félagsins. Við verðum að átta okkur á því að þessar breytingar krefjast mikils undirbúnings. Vill mótframboðið t.d. skipta vinnustöðum milli deilda, sem myndi þýða að hafnarvinna, störf hjá oliufélögun- um, Mjólkursamsöl- unni, Reykjavíkurborg og ýmsum fleiri vinnu- stöðum myndi meira og minna skiptast milli deilda, t.d. bílstjóra- deildar, tækjamanna- deildar og margra fleiri deilda? Hvað eru mótfram- boðsmenn hér að tala um? Vita þeir það sjálfir? Sömu laun og á Norðurlöndum Varðandi launamál þá hlýtur þaf að verða stefna að taka til hend- inni. Menn verða að átta sig á þv að við erum þegar tengd Evrópu- sambandinu hvort sem okkur líkai betur eða verr. Frá Brussel fáuir við ótal reglugerðir, þar á meða) reglugerð um hvíldartíma bílstjóra en einmitt hún þýðir stórlækkaðar tekjur þessara manna. Vegna þessa verðum við í næstu kröfugerð að taka mið af launum í nágrannalönd- um okkar. Vinnuveitendur verða að skilja að sameinaður vinnumark- aður ES þýðir að sömu laun hljóta að verða greidd verkafólki hvort sem það býr í Danmörku eða á Is- landi. Láglaunafólk er búið að ná niður verðbólgu á þessu landi og nú er sannarlega tími til kominn að það fái sinn hlut réttan. Batinn á ekki eingöngu að skila sér í vasa hálaunamanna. Að lokum Dagsbrúnarmenn! Lista stjórnar Dagsbrúnar skipa að meirihluta ungir og hressir menn með ákveðnar skoðanir. Þeir hafa allir verið í framvarðarsveit hver á Ungir og hressir menn skipa lista stjórnar Dagsbrúnar, segir Ólaf- * ur Olafsson, og þeir eru í framvarðasveit hver á sínum vinnustað. sínum vinnustað í mörg ár. Samt sem áður á ekki að klippa á þá reynslu sem fyrir var. Samsetning stjórnarlistans er þannig að það hefur ómótmælanlegan kost fram yfir mótframboðið. Því hvet ég Dagsbrúnarmenn til að styðja lista uppstillingarnefndar og trúnaðar- mannaráðs. Með því styður þú, Dagsbrúnarmaður, áframhaldandi festu í takti við róttækar breyting- ar. Höfundur er formaður uppstill- ingamefndar Dagsbrúnar og á A-Iista til stjórnarkjörs Kosningafyrirkomulag Mótframboðsmenn hafa hart deilt á kosningafyrirkomulag fé- lagsins og er fuil ástæða til að taka undir með þeim í því efni. Núver- andi kosningafyrirkomulag er ólýð- ræðislegt. og því höfum við, fram- bjóðendur A-lista, ákveðið að breyta því og er endurskoðun kosningafyr- irkomulagsins með það fyrir augum þegar hafin. Núverandi kosninga- löggjöf er mjög þung í vöfum. Boða þarf til tveggja félagsfunda og síð- an að fara í allsherjaratkvæða- greiðslu. Þessu þarf að breyta í það horf að annaðhvort verði hægt að breyta lögum með % meirihluta á aðalfundi eða einföldum meirihluta á aðalfundi og allsheijaratkvæða- greiðslu í kjölfarið Við ætlum okkur að vera búnir að skila róttækum tillögum um þetta efni fyrir trúnað- arráðsfund í haust. Sameiningarmál og deildaskipting. Við munum beita okkur fyrir því að Dagsbrún og Framsókn samein- ist. Núverandi kynjaskipting verka- fólks er algjör tímaskekkja og til þess eins fallin að viðhalda kynja- bundnu launamisrétti. Sameining þessara félaga er vísasta leiðin til að efla félagsanda verkafólks, bæta kjörin, sérstaklega þó kvenna. Mót- framboðsmenn hafa mjög haldið á lofti nauðsyn deildaskiptingar Dagsbrúnar eftir starfsgreinum. Deildaskipting getur hentað þar sem fólk greinist í skýrt afmarkað- ar starfsgreinar á stóru félags- svæði. Það hefur hins vegar valdið erfiðleikum i Verkamannasam- bandinu að margir litlir vinnustaðir og minni starfsgreinar detta á milli stóla í deildaskiptingu VMSÍ, þar sem eru þijár deildir; fiskvinnsla, byggingavinna og störf fyrir hið opinbera. Aðrir sem koma inn á VMSI-þing og hafa annan starfa verða meira eða minna utangátta. Innan Dagsbrúnar eru nokkrir stór- ir og sterkir vinnustaðir og nokkrar afgerandi starfsgreinar. Hætt er við að stór hluti félagsmanna myndi lenda utan deilda og þeirra málefn- um yrði lítið eða ekkert sinnt í deildaskiptu félagi. Þetta á sérstak- lega við um minni vinnustaði. Þess vegna verður að huga vei að málurn áður en út í deildaskiptingu er far- ið og umræður um hana hljóta að tengjast stærri verkefnum. Um- ræða um deildaskiptingu er í raun vita gagnslaus þar til sameiningar- mál Dagsbrúnar og Framsóknar eru komin á hreint. Úrsögn Dagsbrúnar úr VMSI/ASÍ Nokkuð hefur verið til umræðu innan Dagsbrúnar hvort félagið ætti að ganga úr VMSÍ og þar með sjálfkrafa úr ASÍ. Þessi umræða á vissulega rétt á sér. Hins vegar er hér um slíkt stórmál að ræða að um það er ekki hægt að taka nokkra ákvörðun að viti fyrr en niðurstaða um sameiningarmál liggur fyrir. Yfirbygging og skrifstofuhald Hart hefur verið deilt á yfirbygg- ingu félagsins og skrifstofuhald. Ég tel þá gagnrýni fyllilega rétt- mæta og er sammála henni og stað- festi að róttækar breytingar verða gerðar á þessum málum. í fyrsta lagi mun varaformaður ekki starfa á skrifstofu félagsins heldur gegna sinni verkamannavinnu áfram. Við munum leggja til að ráðinn verði sérstakur skrifstofustjóri sem stjórni skrifstofunni með fastri hendi og skrifstofan skipulögð þannig að sérhver starfsmaður sinni ákveðnum verksviðum. Rík áhersla verður lögð á að hinn almenni fé- lagsmaður mæti notalegu viðmóti starfmanna og þjónustulipurð. A- eða B-listi? Ég átti þess kost að vera á báð- um þeim listum sem í framboði eru. Ég hafnaði strax sæti á lista mót- framboðsins nema að því tilskildu að verulegar breytingar yrðu gerðar á röðun í efstu sætin. Ég treysti alls ekki þeim mönnum sem þar sitja fyrir félaginu, hagsmunum þess og hagsmunum félagsmanna. Það hvarflaði heldur ekki að mér í fyrstu að vera á lista stjórnarinnar, en þegar mér voru kynntar þær róttæku breytingar sem ætlunin var að gera á uppstillingunni þá tel ég að ég muni fá nokkru áorkað og geti komið því í verk sem ég tel að ekki hefði verið hægt að öllu óbreyttu. Lokaorð Ég fullvissa félagsmenn Dags- brúnar um að ég mun vinna af full- um heilindum að hagsmunamálum þeirra hér eftir sem hingað til, veiti þeir A-Iistanum brautargengi. Ég fer ekki fram í þeim tilgangi að skara eld að eigin köku eða af metorðagirnd. Fram hefur komið hjá mótframboðinu ótrúleg forsjár- hyggja sem meðal annars sýnir sig í því hvernig þeir lita á trúnaðarráð félagsins sem samansafn lítilþægra jámanna og sauða sem kosnir eru væntanlega af enn lítilsigldari sauð- um í ráðið. Ég hef hins vegar meiri trú á Dagsbrúnarmönnum og treysti þeim fullkomlega til að meta hlutina af skynsemi og raunsæi og að þeir kjósi því A-listann. Höfundur er trúnaðarmaður Dagsbrúnarmanna hjá Stálsmiðj- unni, og er kosningastjóri A-lista, lista stjórnar Dagsbrúnar. ÚTSALA - ÚTSALA 20-70% AFSLÁTTUR Servíéttur Kertahringir jólavörur Kerti Kertastjakar Borðskreytingar Verðdænii: Servíéttur frá kr. 75 pakkinn • Kerti frá kr. 30 • 6 kerti í pakka frá kr. 140 • Kertastjakar frá kr. 50 • Jóiavörur með allt að 70% afslætti. Flóra í bláu húsunum viö Faxafen • Sími 588 5250 Opið mán. - fös. kl. 12-18, laugardaga kl. 10-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.