Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIVIDAR GREINAR
Handhafar sannleikans
EINTJ sinni þegar
kvikmyndagagnrýn-
andi The New York
Times, Vincent Canby,
hafði rakkað niður eitt-
hvert meistaraverk
kvikmyndanna að
flestra annarra dómi
fékk hann á baukinn
hjá þeim sem vissu allt
miklu betur. Canby,
sem áratugum saman
var helsti gagnrýnandi
blaðsins, var öllu vanur
'á þeim vettvangi og
svaraði eitthvað á
þessa lund: Ég fæ
borgað fyrir að segja
Arnaldur
Indriðason
mína skoðun á bíómyndum. Ef ég
svikist um það ætti ég ekkert er-
indi í þessa vinnu.
Nú hafa tveir handhafar sann-
leikans, Ásgrímur Sverrisson og
Gísli Snær Erlingsson, séð mjög
ástæðu til að hæðast að mér fyrir
tvo
skoðun á frönsku
myndinni Kalið
hjarta. Skoðun mín
er ekki viðurkennd í
kvikmyndaheimin-
um. Þeir telja upp
hvern erlendan gagn-
rýnandann á fætur
öðrum sem lýst hafa
yfir ágæti myndar-
innar. Fyrst allir sem
þeir nefna segja að
myndin sé góð hlýtur
hún að vera það um
aldur og ævi og aðrar
skoðanir eru aðeins
gott efni í húmoríska
ádrepu fyrir a.m.k.
fyndna kvikmyndagerðar-
menn. Eg vissi vel að myndinni
hafði verið vel tekið fyrir nokkrum
árum. En myndir hafa elst illa á
skemmri tíma en það og hún var
því miður ekki sýnd fyrr en í lok
síðasta árs á íslandi, svo spenning-
urinn í kringum hana var löngu
horfinn þótt ég hlakkaði til að sjá
listaverkið góða. Ekki hafði ég
tíma til að kynna mér álit Dereks
Malcolms og Alexanders Walkers
né annarra á myndinni áður en
ég sá hana. Það hefði auðvitað
verið góð lausn. Þá hefði ég auð-
veldlega getað tekið þátt í allri
hrifningunni og verið glaður og
ánægður að komast í hóp ívit-
naðra gáfumanna, sem, ólíkt mér,
hafa skoðanir hafnar yfir efasemd-
ir. Nýlega valdi ég tíu bestu mynd-
ir síðasta árs. Ekki grunaði mig
að ég þyrfti að fletta upp á Derek
Malcolm áður en ég gerði þann
lista.
Ég hef sagt mitt álit á mynd-
inni Kalið hjarta eins og ljóst má
vera, en gallinn er sá að það er
miklu öðruvísi en þær skoðanir
sem Ásgrímur og Gísli Snær
þekkja og sjálfir hafa. Og til að
sýna fram á hversu vonda skoðun
ISLENSKT MAL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
830. þáttur
ÞÓRÐUR Örn Sigurðsson skrif-
ar mér enn svo kröftugt og
kjarnmikið bréf, að ég leyfi mér
að birta það allt með bestu þökk-
um og athugasemdalaust:
„Kæri Gísli. Stundum þegar
yfir mig gengur hugsa ég með
mér að réttast sé nú að skrifa
þér og brýna þig til að „slá Fil-
isteana". En svo líður þetta frá
og ég gleymi tilefninu. í þetta
skipti hefur þó svo margt svipað
borið að hér um bil í sömu and-
ránni að ég hef ekki við að
gleyma og verð bara að íþyngja
þér með nokkru af því til þess
að halda sönsum sjálfur.
Fyrir nokkrum dögum var
maður að barma sér yfír því að
reksturinn hefði gengið illa og
hefði orðið „neikvæð eigna-
myndun“ í fyrirtækinu. Líklega
átti hann við að tap hefði orðið
og eignir rýrnað. Þetta var nú
svo sem allt í lagi og ekki nema
til þess að hlæja að því. í gær-
morgun tók þó steininn úr. Sagt
var frá því í fréttum í sjálfu
Ríkisútvarpinu að þurft hefði
„að aftengja“ viðvörunarflautu
almannavarna sem hefði hafið
upp raust sína óbeðin og vakið
heilt hverfi. í stuttri fréttaklausu
um atburð þenna var þetta ótrú-
lega sagnorð notað þrisvar að
minnsta kosti. Ertu ekki sam-
mála mér um að þetta orð sé
svo vitlaust að „neikvæð eigna-
myndun“ verði eiginlega að full-
gildu gullaldarmáli hjá því?
Ekki ætla ég mér að þykjast
ekki hafa heyrt þetta áður, en
nokkuð var um liðið síðan síðast
og ég farinn að vona að orðið
hefði andast úr skömm. Þess var
getið í fréttinni þeirri arna að
viðvörunarflautan væri knúin
þrýstilofti. Hefur „aftengingin"
því Iíklega verið fólgin í að loka
fyrir loftið. Tæki má taka úr
sambandi, og tundurdufl og önn-
ur slík tól eru gerð óvirk ef vel
tekst til.
Hugsunin, ef einhver er, í „að
aftengja" er sú sama og í amer-
íska orðskrípinu to disassemble
um að taka í sundur, rífa (á
ensku: to dismantle, take apart).
Nafnorðið disassembly: „nei-
kvæð samsetning" er tilvalið
handa manninum með neikvæðu
eignamyndunina.
Úr því að ég er farinn að
skrifa þér get ég svo sem lagt
fyrir þig dálitla hugleiðingu um
málfræði, de concordantia nánar
tiltekið. I hádegisfréttum í gær
var sagt frá fíkniefnaneyslu
Norðmanna, sem vex óðum. Til
marks um það var að í ár hafa
á annað hundrað Norðmenn far-
ist af of stórum skammti, en í
fyrra „fórust aðeins 21“. Nú
„leiðrétti" þulur (þula) concord-
antiam og sagði aftur þetta síð-
asta svo: „fórst aðeins tuttugu
og einn“. Aldrei hef ég verið
sammála kennurum sem segja
börnunum að hafa ævinlega ein-
tölu sagnar með töluorðum sem
enda á „einn“ hvort sem sögnin
fer á undan eða eftir. Það er
álappalegt (og reyndar rangt,
að mínu viti) að segja eins og
ég minnist að hafa heyrt í út-
varpinu frétt um slys í útlöndum:
„Lést 31“. Auðvitað létust þrjá-
tíu... og einn. Ef þú ert mér
ósammála um þetta, hvað fínnst
þér þá um eftirfarandi orðalag:
„Fundist hefur látinn 31“? Öðru
máli gegnir þegar sögnin fer á
eftir: „Þijátíu og einn lést.“
Hvort sem þetta á nú erindi í
þáttinn þinn eður ei, Gísli, þætti
mér vænt um að heyra frá þér
um það.
Bestu kveðjur."
★
Ósköp var notalegt að heyra
vestfirskan mann segja í útvarp-
inu (vegna Norðureyrar í Súg-
andafirði) „hvar sem þeir kóm-
ust niður“. Þetta er góð mál-
verndun.
Nú skal enn segja nokkuð af
skyldleika orða. Er fyrst rifjað
upp að grísk-latnesku hörðu lok-
hljóðin p, t, k (c) breyttust fyrir
ófa löngu í germönsku önghljóð-
in f, þ, h. Sum þessara hljóða
tóku frekari breytingum. Eitt-
hvert skýrasta dæmi fyrir okkur
af þessu tagi er lat. caput (gen.
capitis) sem merkir sama og
samsvarar ísl. höfuð. Um þetta
allt er enn og aftur fjallað í afar
góðri (stórmerkri) bandarískri
bók, A. B. C. et eetera eftir
bræðurna Alexander og Nichol-
as Humez (eru víst af grískum
ættum).
Berum nú saman caput og
höfuð. Þetta er allt eftir regl-
unni, en íslenskan hefur breyst
frekar frá fomu *hafuþ (eða
nokkurn veginn svo): Hljóðið þ
í enda orðsins raddast, og er þá
skrifað ð. Þarna erum við svo
rausnarleg að hafa tvo stafi
fyrir eitt hljóð (raddað eða
óraddað). Oft látum við okkur
einn staf nægja. Stafurinn 1 er
ýmist hafður fyrir raddað eða
óraddað hljóð, sbr. t.d. vel og
hins vegar velta. Við heyrum
muninn, og þetta er aðgreint í
hljóðritun.
Lítum aftur á höfuð. Stofn-
sérhljóðið a hefur hjá okkur
breyst í ö (o), orðið kringt, og
af hveiju? Vegna þess að u er
kringt, og hvað elskar sér líkt.
Breytinguna a>ö fy) kalla lærð-
ir menn u-hljóðvarp. Hljóðvarp
heitir á þýsku Umlaut.
Nú er skylt að geta þess, að
mörg tökuorð (tökuyrði) úr lat-
ínu eru í germönskum málum.
í þeim er hljóðfærsluleiðin ekki
farin, og þessa þarf að gæta,
þegar við lítum á (ekki: kíkjum
á) orð skyld höfuð/caput í öðr-
um tungum
Enska orðið capital hefur
ekki farið hljóðfærsluleiðina,
hins vegar head í þeirri tungu,
og hefur þá margt gerst umfram
það sem varð hjá okkur. Aftur
á móti er hattur/höttur, á
ensku hat, af öðmm uppruna.
Vel þekkjum við orðið kapteinn
(capitan), og það höfum við
þýtt með höfuðsmaður. í ensku
er höfuðborg tíðum nefnd cap-
ital, og þyngsta refsing (dauða-
sök) er gjarna capital punish-
ment.
Látum þetta nægja í dag um
samanburðarmálfræði.
Hann kann að leika á hom,
heldur á eitt en á tvö.
Þarna fór hann upp á þ,
þaðan á tvístrikað ö;
hækkar sig, hækkar sig enn,
hækkar sig örlítið kom.
Þama komst hann upp á q,
það kemst enginn lengra með hom.
(Guttormur J. Guttormsson; með fyrirvara
um mismunandi textagerðir).
★
P.s. í síðasta þætti urðu um-
sjónarmanni á _þau mistök að
nefna tímaritið Islenzka tungu.
Þá var komið í staðinn íslenskt
mál. Beðið er velvirðingar á
þessu.
Myndir eldast misi'afn-
lega, segir Arnaldur
Indriðason, sem hér
svarar athugasemdum
við gagnrýni hans á
myndina Kalið hjarta,
ég hef fara þeir undarlegar króka-
leiðir. Slæm orð hafði ég um leik-
arann Daniel Auteuil. En „nú ber
svo við að“ í Frakklandi er hann
stórstjarna. Hann hefur leikið í svo
mörgum ágætum myndum (þær
eru flestar taldar upp af þeim fé-
lögum) og er svo mikilsvirtur leik-
ari - svona á borð við Gérard (kall-
aður Gerald af félögunum fyndnu)
Depardieu - að hann getur ekki
hafa verið eins og „steindrumbur
og þverhaus sem leiti eftir samúð
áhorfenda en fái enga“, eins og
þeir hafa eftir mér. Ég meina,
hann„sló í gegn“ í „Jean De Flo-
rette“ og „treysti stöðu sína“ í
„Romuald et Juliette". Treysti
stöðu sína! Jæja. Ekki hallmælti
ég eiginkonu hans, Emmanuelle
Béart, fyrir leik hennar en hafði
um hann fá orð. Kannski var það
ekki nógu gott. Hún var eftir alltí
„Manon des sources“, „þá aðeins
rúmlega tvítug“. Ekki veit ég
hvernig allt þetta tengist myndinni
Kalið hjarta, en það er gaman að
þessu samt. Með sömu rökum má
segja að vegna þess að Jack Nic-
holson lék svo frábærlega vel í
Gaukshreiðrinu hafí hann verið
jafngóður ef ekki betri í „Man
Trouble", sem er kannski alversta
mynd leikarans hvað svosem Alex-
ander Walker hefur sagt um hana.
Mikils misskilnings gætti í
gagnrýni minni á myndina þegar
ég talaði um tónlistina. Það voru
mistök þegar ég sagði að engin
tónlist væri í myndinni. Það sem
ég meinti var að það væri engin
eiginleg kvikmyndatónlist líkri
þeirri sem Ólafur Gaukur samdi
svo listilega fyrir kvikmyndina
Benjamín dúfu eftir Gísla Snæ
Erlingsson og „gefur kvikmynd-
inni sál, eitthvað ósnertanlegt,“
eins og Gísli Snær sagði í samtali
við Morgunblaðið um tónlistina í
Benjamín dúfu á sínum tíma. Fljót-
færnisvillan um tónlistina er vond
og biðst ég afsökunar á henni en
ég er viss um að kvikmyndatónlist
hefði bætt Kalið hjarta eins og hún
bætti Benjamín dúfu.
Allt sem mér fannst langdregið,
tíðindalaust og fráhrindandi í
myndinni er saga sögð í smáatrið-
um, að mati félaganna, um mann
sem skyggnist inn í „hyldýpi eigin
sálar“ en framvindan birtist í
„augnatillitum og ósögðum orðum,
/ / /
GÆÐAFLBARAGOÐUVERÐI
- -1« íf
'É IIS
Stórhöfða 17, við Guliinbrú,
sími 567 4844
fíngerðum þráðum sem rakna upp
einn af öðrum“. Og seinna: „Við
stóðum jafnvel í þeirri trú að þetta
væri saga um djúpar tilfinningar,
ást og örvæntingu, hamingju og
einmanaleika. Að frásögnin ein-
kenndist ,af hæglátum krafti og
afar agaðri stjórn á miðlinum,
hvar áhorfandanum væri leyft að
skoða og skynja í stað þess að fá
framan í sig ódýrar lausnir." Þessi
tilgerð staðfestir enn skoðun mína
á myndinni og skiptir þá engu
máli hvort leikstjórinn, Claude
Sautet, hafi árið 1978 gert mynd-
ina „Un historie simple“ þar sem
Romy Schneider þykir fara á kost-
um „sem verkakona á fimmtugs-
aldri“.
Félagarnir fyndnu biðja mig að
finna einhveija sem fáanlegir eru
til að útskýra ást í smáatriðum
af því að mér fannst skorta á að
persóna hins mikla leikara Auteu-
il væri nægilega útskýrð. Ég gæti
alveg eins beðið þá um að útskýra
í smáatriðum hvað sé sannleikur-
inn þegar kemur að því að dæma
um listaverk. Að sjálfsögðu gefa
góðir dómar og verðlaun góða vís-
bendingu en varla er hægt að tala
um algildan sannleik þegar dæmt
er eftir persónulegum hughrifum.
Allir vita að skáldsaga getur feng-
ið misjafna dóma eins og nýlokin
jólabókavertíð sýnir. Ákveðið leik-
verk í Þjóðleikhúsinu hefur fengið
mjög ólíkar umsagnir á undan-
förnum dögum. Bíómyndir fá ein-
att ólíka dóma alveg eins og þær
fá í mörgum tilfellum mjög sam-
hljóma gagnrýni. Gagnrýni er að-
eins skoðun þess sem setur hana
fram. Á sama tíma og téður Alex-
ander Walker valdi mynd Stanleys
Kubricks, „2001: A Space Odyss-
ey“, bestu mynd ársins sagði
fremsti kvikmyndagagnrýnandi
Bandaríkjanna, 'Pauline Kael,
hana mesta amatörstykki sem
gert hefði verið. í gagnrýni getur
aldrei falist neinn algildur sann-
leikur. Því fjölbreyttari skoðanir
sem menn hafa því betra. Af
hveiju þarf að hafa eina skoðun
að háði og spotti frekar en aðra
þegar dæmd er bíómynd er mér
hulin ráðgáta, nema það er gaman
að taka þátt í leiknum.
Mjög er nú í tísku að senda
gagnrýnendum tóninn og er það
vel. Það fylgir starfinu. Það fylgir
líka starfinu að mynda sér eigin
skoðanir hvernig sem þær sam-
rýmast t.d. unnendum franskra
mynda frá upphafi áratugarins.
Kannski er mesti kosturinn við
starfið að þurfa ekki að hafa sömu
skoðanir og félagarnir fyndnu.
Höfundur er kvikmyndagagnrýn-
andi.
Hvað er
Reflectíx
ENDURGEISLANDI
EINANGRUN
Þ. ÞÖRGRÍMSSON &CO
ARMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVlK
SÍMI553 8640- 568 6100
leysir vandann
fíeflectix er 8 mm þykk endurgeislandi einangrun í rúllum.
7 lög en 2 ytri alúminíum-lög endurgeisla hitann.
Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m.
I háaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, á rör, á veggi,
tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl.
Skæri, heftibyssa og límband einu verkfærin.
BYQGINQAVÖRUVERSt-UN
P. ÞORGRIMSSON & CO
AHtaf tU á lag»r ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI553-8640