Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 60
MOFiGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSiCENTRVM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Utvarpsstjóri Islenska útvarpsfélagsins hf. lætur af störfum
Stj órnar for maðurinn
boðar áherslubreytingar
Akureyr-
in fékk á
sig brotsjó
AKUREYRIN EA-110, togari
Samheija hf. á Akureyri, fékk
á sig brotsjó í gærmorgun.
Engin slys urðu á mönnum en
vegna skemmda þurfti skipið
að leita til hafnar og er það á
leið til Reykjavíkur. Gluggi í
brú skipsins brotnaði og flæddi
sjór inn í brúna.
Arni Bjarnason, skipstjóri á
Akureyrinni, sagði að togarinn
þyrfti enga aðstoð á leið til
lands, enda virkuðu öll helstu
stjómtæki skipsins eins og þau
ættu að gera.
Togarinn var við veiðar
djúpt vestur af Víkurálnum
þegar óhappið varð. „Það reif
sig upp upp hnútur framan við
stefnið og öflugur brotsjór reið
yfir skipið en þetta stakk í
stúf við allt sem var í kringum
mann,“ sagði Árni.
JAFET Ólafsson, útvarpsstjóri ís-
lenska útvarpsfélagsins hf., sem
rekur Stöð tvö og Bylgjuna, lét
af störfum í gær. Jafnframt tók
Jón Ólafsson við stjórnarfor-
mennsku í félaginu, en hann mun
einnig fara með ábyrgð útvarps-
stjóra gagnvart útvarpslögurn. Jón
segir að áherslubreytingar verði
hjá félaginu með þessum manna-.
skiptum.
„Það verða örugglega einhveij-
ar áherslubreytingar eins ojg geng-
ur og gerist,“ sagði Jón Olafsson
þegar hann var spurður hvort
þessar mannabreytingar myndu
leiða til stefnubreytingar hjá fé-
laginu. \
Jafet Ólafsson hefur verið út-
varpsstjóri íslenska útvarpsfélags-
ins hf. í tæplega eitt og hálft ár.
Óskaði eftir
að láta af störfum
Jafet segist hafa óskað eftir að
láta af störfum og fullkomin sátt
ríki um það milli hans og stjórnar
félagsins. Búið sé að setja niður
deilur innan félagsins og end-
urfjármagna öll lán þess. „Mér
fannst því ástæða tii þess að
stokka spilin upp og snúa mér að
öðrum hlutum sem ég mun gera
á næstu vikum,“ segir Jafet um
brottför sína frá félaginu.
Á stjórnarfundi í Islenska út-
varpsfélaginu hf. í gær hætti Sig-
urður G. Guðjónsson sem formað-
ur stjórnar og Jón Ólafsson tók
við. Sigurður verður hins vegar
varaformaður ásamt Bandaríkja-
manninum Nathan W. Pearson.
Stjórnin samþykkti einnig að
setja á fót fjögurra manna fram-
kvæmdastjórn, sem fara mun með
daglegan rekstur félagsins ásamt
stjórnarformanni. Hana skipa
Bjarni Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri rekstrar- og fram-
leiðslusviðs, Hreggviður Jónsson,
framkvæmdastjóri þróunarsviðs,
Magnús E. Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri markaðssviðs, og
Páll Baldvin Baldvinsson, fram-
kvæmdastjóri dagskrársviðs.
■ Stjórnarformaður/16
Malbikað
íjanúar
ÞAÐ ER ekki oft að rjúkandi
malbik er lagt í janúar, en í
Kópavogi í gær gat að líta þá
óveiyulegu sjón að verið var
að malbika plan við bensínstöð
Esso við Engihjalla.
„Þetta er mjög sjaldgæft,"
sagði Guðmundur Ottósson,
eigandi Bergsteins hf., sem sá
um framkvæmdirnar. „Oft
stöðvast malbikunarvinna í lok
október og hefst ekki að nýju
fyrr en í apríl. Nú var hins
vegar hægt að malbika fram
undir jól, en enginn reiknaði
með að það yrði hægt fram í
janúar.“
Loftorka hf. vann einnig að
malbikunarframkvæmdum í
Sundahöfn í gær. Sigurður Sig-
urðsson forstjóri sagði að það
hefði ekki gerst svo árum skipti
að fyrirtækið ynni að slíkum
framkvæmdum í janúar.
Bréf forráðamanna Þjóðleikhússins
Vilja ekki um-
fjöllun Dagsljóss
STEFÁN Baldursson Þjóðleikhús-
stjóri og Þuríður Pálsdóttir, formað-
ur Þjóðleikhúsráðs, hafa skrifað rit-
stjóra Dagsljóss Ríkissjónvarpsins
bréf í umboði Þjóðleikhúsráðs þar
sem þess er farið á leit að gagnrýn-
andi þáttarins, Jón Viðar Jónsson,
fjalli ekki oftar um sýningar leik-
hússins. Jón Viðar segir ekkert í
bréfinu þurfa svars við.
í bréfinu segir að þetta sé gert
af marggefnu tilefni „Við teljum það
ekki aðeins virðingarleysi við ís-
lenskt leikhúsfólk hvernig fjallað er
um leiksýningar í umræddum þætti,
heldur fyrir neðan virðingu íslenska
sjónvarpsins að bjóða áhorfendum
og væntanlegum leikhúsgestum upp
á jafn ófullburða, órökstudda og
öfgakennda framsetningu og verið
hefur,“ skrifa Stefán og Þuríður í
bréfinu.
Sigurður Valgeirsson segir frá-
leitt að hætt verði umfjöllun um leik-
sýningar Þjóðleikhússins enda sé það
ekki í verkahring leikhússins að
ákveða hvort einstakir fjölmiðlar eða
gagnrýnendur fjalli um sýningar
þess. Hann kveðst hins vegar fús til
að ræða við forráðamenn Þjóðleik-
hússins um gagnrýnina í Dagsljósi,
en hún verði þá að vera rökstudd.
Jón Viðar Jónsson segist ekki'
hafa fengið neina rökstudda gagn-
rýni á málflutning sinn í Dagsljósi
sem hann þurfi að svara. Hann seg-
ist í raun ekki vita um hvað sé ver-
ið að tala.
■ Frábiðja sér/11
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Kostnaður vegna útsendinga frá Ólympíuleikunum 45 millj
Fé fært frá öllum
deíldum Sjónvarps
Ortröð í
fiskversl-
unum
FISKNEYSLA færist allajafna í
aukana eftir lyötveislur jóla og
áramóta og engin undantekning
virðist ætla að verða á því í ár,
því örtröð hefur verið í fisk-
verslunum.
„Fólk er orðið leitt á kjötát-
inu,“ sagði Hreinn Nielsen, fisk-
sali í fiskbúð Hafliða. „Fólk
kemur hingað og kaupir mikið
í einu, allt að fjögur, fimm flök.“
Bjarni Knútsson í Fiskbúðinni
Vör kvaðst hafa unnið á nýárs-
dag til að undirbúa sig fyrir
þriðjudaginn og viðskiptin
hefðu verið mikil og haldist út
vikuna.
Jón Björnsson í Stjörnufisk-
búðinni sagði að mikið hefði
verið að gera hjá sér og fólk
væri hungrað í fisk.
Eftirspurnarinnar hefur einn-
ig orðið vart í stórmörkuðum.
„Það hefur verið góð fisksala,"
sagði Árni Ingvarsson, inn-
kaupastjóri hjá Hagkaupum.
„Það er alltaf mjög mikil fisk-
sala eftir áramót og páska þegar
fólk hefur verið að borða þenn-
an þunga saltaða og reykta
mat.“
ÁÆTLAÐUR heildarkostnaður
Ríkisútvarpsins vegna beinna út-
sendinga frá Ólympíuleikunum sem
haldnir verða í Átlanta í Bandaríkj-
unum í júlí næsta sumar verður um
45 milljónir króna.
Að sögn Harðar Vilhjálmssonar,
fjármálastjóra RÚV, nema greiðsl-
ur fyrir útsendingarrétt 33 milljón-
um króna, en áætlaður kostnaður
vegna gervihnattaflutnings og úr-
vinnslu efnis er 12 milljónir. Reikn-
að er með að á móti fáist kostun
sem nemi allt að 10% heildarkostn-
aðar og eins fáist verulegar auglýs-
ingatekjur.
Hörður sagði að til að mæta þess-
um kostnaði yrði að færa til fé frá
öllum deildum, en engar nánari
ákvarðanir hefðu verið teknar um
það. Dagskrárdeildir Sjónvarps
hefðu 680 milljónir til ráðstöfunar,
en síðan kæmu stoðdeildir eins og
tæknideild og leikmyndadeild sem
styrktu beint dagskrárgerð. Hann
sagðist gera ráð fyrir að reynt yrði
að dreifa kostnaðinum vegna út-
sendinganna frá óympíuleikunum á
allar þessar deildir. „Það voru
ákveðnir fjárhagsrammar fyrir ára-
mótin og síðan er verið að raða inn
í þessa ramma fyrir útvarp og sjón-
varp. Þetta er auðvitað stórt mál
sem verður að taka tillit til í þeim
uppskiptum.“
Bogi Ágústsson, fréttastjóri
Sjónvarps, sagði ekki ljóst hver
áhrif kostnaður vegna útsendinga
frá Ólympíuleikunum hefði á frétta-
deildina, en það myndi væntanlega
skýrast eftir fund framkvæmda-
stjórnar RÚV sem haldinn verður
næstkomandi fimmtudag.
11 fréttir lagðar niður?
Hann sagði að ef sú niðurstaða
yrði að dreifa jafnt á allar deildir
þeirri upphæð sem veija á til dag-
skrárgerðar á árinu væri ljóst að
til harkalegs niðurskurðar þyrfti að
koma. Nefndi hann í því sambandi
að fella niður 11 fréttirnar og upp-
sagnir starfsfólks.