Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ólafur Þórðar- son fæddist í Reykjavík 30. jan- úar 1911. Hann lést á sjúkrahúsi Vest- mannaeyja að kvöldi nýársdags. Foreldrar hans voru hjónin Þórður Sigfús Vigfússon sjómaður, f. í Hamrakoti í Asum 14.6. 1881, d. 28.10. 1924, og Þuríður Ólafsdóttir, f. í Gerðabæ á Eyrar- bakka 13.3. 1886, d. 5.5. 1962. Systkini Ólafs voru: Ástvaldur, f. 19.11. 1906, d. 25.5. 1984; Vigfús, f. 23.6. 1913, d. 17.4. 1968; Ingibjörg, f. 7.7. 1915, d. 12.7. 1993; Skúli, f. 11.9. 1917, d. 3.12. 1983; Hjörtur, f. 2.4. 1920, og Þórð- ur, f. 19.3. 1925, d. 24.9. 1994. Ólafur kvæntist Jónu Páls- dóttur 17.6. 1933. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: 1) Þuríður Ólafsdóttir, f. í Reykja- vík í október 1933, d. mars 1934; 2) Þuríður Ólafsdóttir, f. í Reykjavík 19,2. 1935. Maki Jón Svan Sigurðsson. Dóttir þeirra er Svala Hrönn, f. 16.1. 1959. 3) Ásta Ólafsdóttir, f. í Reykjavík 16.7.1936. Maki Eyj- AÐ kvöldi nýársdags kvaddi tengdafaðir minn, Ólafur Þórðar- son frá Suðurgarði í Vestmanna- eyjum, þetta líf. Langri vegferð, sem spannaði nær 85 ár, er lokið. Foreldrar Ólafs voru Þórður S. Vigfússon sjómaður og kona hans Þuríður Ólafsdóttir sem bjuggu á Njálsgötu 37 í Reykjavík. Ölafur var næstelstur sjö systkina. Þegar hann var 13 ára gamall drukknaði faðir hans. Þuríður gekk þá með sjöunda bam þeirra hjóna. Það voru því erfiðir tímar fram undan hjá fjölskyldunni. En Þuríður lét ekki bugast. Með óhemjudugnaði og ómældri vinnu tókst henni að halda heimilinu saman. Kröpp kjör í æsku mótuðu alla tíð lífsviðhorf Ólafs. Hann tók ávallt málstað þeirra sem minna máttu sín í lífinu og skipaði sér í sveit þeirra sem helst börðust fyrir bættum hag hinna verst settu í þjóðfélaginu. Ungur að árum fór Ólafur að vinna utan heimilisins til að létta undir með móður sinni. Hann hóf snemma sjómennsku á. togurum og var m.a. í skiprúmi hjá frænda sínum, Guðmundi á Reykjum, sem var annálaður aflamaður. Sjó- mennskan átti síðar eftir að verða snar þáttur í lífi Ólafs. Rúmlega tvítugur að aldri lauk Ólafur námi í rafvirkjun hjá Jóni Sigurðssyni, rafvirkjameistara í Reykjavík. Að námi loknu hleypti hann heimdráganum og stundaði siglingar í nokkur ár, sigldi um flest heimsins höf og hafði frá ■jfciörgu að segja. Ekki voru síður athyglisverðar frásagnir hans frá þeim tíma er hann sigldi í síðari heimsstyijöldinni. Hér skal getið einnar; Siglt var í skipalest og lagt blátt bann við því að draga úr ferð eða stöðva skip þótt eitthvað óvænt henti. Þegar siglt var fram hjá fjölda þýskra sjómanna sem svöml- uðu ósjálfbjarga í sjónum hljóp Ólafur til og ætlaði að höggva á festingar eins björgunarbátsins. Kom þá aðvífandi stýrimaður skipsins, sló Ólaf bylmingshögg í höfuðið með sleggjuskafti og sagði: „Hvemig eigum við að bjargast ef skipi okkar verðnr sökkt?“ Við höggið kom stór dæld í höfuð Ól- afs sem hélst æ síðan og varð því meira áberandi eftir því sem hár hans þynntist. Ólafur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jóna Pálsdóttir frá 'Eyrarbakka. Bjuggu þau í Reýkja- ólfur Pálsson. Börn þeirra: Ingibjörg, f. 1.10. 1957; Páll, f. 27.3. 1966, og Stef- án Ólafur, f. 2.4. 1970. Seinni kona Ólafs var Anna Svala Johnsen, f. 19.10. 1917, d. 16.1. 1995. Börn þeirra eru: 1) Árni Óli, f. 24.3. 1945. Maki Hanna Birna Jó- hannsdóttir. _ Börn þeirra eru: Ólafur, f. 18.10. 1966; Jó- hann Ingi, f. 30.9. 1969, og Anna Svala, f. 19.4. 1971. 2) Jóna, f. 31.12. 1946. Maki Már Jónsson. Böm þeirra eru: Dröfn Ólöf, f. 5.1. 1970, og Markús Orri, f. 9.1. 1976. 3) Margrét Marta, f. 9.11. 1960. Maki Paul Hyatt. Bamabama- börn Ólafs em orðin átta að tölu. Ólafur lærði rafvirkjun og var vélstjóramenntaður. Hann fluttist til Vestmannaeyja er hann kvæntist seinni konu sinni og bjó þar æ síðan og starfaði þar sem rafvirki og vélstjóri bæði á sjó og landi. Utför Ólafs verður gerð frá Landakirkju í Vestamannaeyj- um í dag og hefst athöfnin klukkan 11. vík og eignuðust þijú börn, hið elsta lést í frumbernsku. Þau Ólaf- ur og Jóna slitu samvistir. Síðari kona Ólafs var Anna Svala Johnsen frá Vestmannaeyj- um. Hún lést í ársbyrjun 1995. Þeim varð þriggja bama auðið, auk þess ólst upp hjá þeim eldri dóttir Ólafs frá fyrra hjónabandi. Ólafur fluttist til Vestmannaeyja upp úr 1940 og skömmu síðar stofnar hann heimili með Svölu. Þau bjuggu í Ólafsvík árin 1944 og 1945 þar sem Ólafur vann við end- urnýjun rafmagns í öllum bænum. Frá Ölafsvík lá leiðin aftur til Eyja. í fyrstu bjuggu þau að Hásteins- vegi 41, en fluttust síðar á ættaróð- al Svölu, Suðurgarð. Enn um sinn stundar Ólafur iðn sína. En sjó- mannsblóðið ólgar í æðum hans og fyrr en varir er hann kominn til sjós á ný. Hann reri fjölda vert- íða frá Eyjum, ýmist sem háseti eða vélstjóri, eftir að hann hlaut vélstjóraréttindi. Um tíma gerði hann út vélbát við annan mann og var um skeið skipstjóri á bátn- um. Á sunnanverðri Heimaey voru áður nokkur bændabýli. Svæði þetta nefnist á máli Vestmanney- inga fyrir ofan Hraun. Meðal býla þar er Suðurgarður. Þar bjuggu móðurforeldrar Svölu og síðar for- eldrar. Ólafur og Svala tóku við búsforráðum af þeim. Það var því löngum hlutskipti Ólafs að stunda sjósókn á vetrum en búskap á sumrin. Snar þáttur í búskapnum var lundaveiði og var Ólafur sann- arlega vel liðtækur veiðimaður þótt hann hefði ekki alist upp við lundaveiði, enda var hann vel að manni. Mér fannst sem lífið í Suð- urgarði ætti vel við Ólaf. Hann var að vissu leyti sjálfs sín herra og hafði daglega fyrir augum ein- hveijar stórbrotnústu og fegurstu náttúruperlur Eyjanna. Eftir að Ólafur hætti til sjós vann hann mörg ár hjá Fiskimjöls- verksmiðjunni í Vestmannaeyjum. Þar undi hann hag sínum vel og bar lof á bæði vinnufélaga sína og vínnuveitendur. Ólafur hafði yndi af lestri Ijóða, enda kunni hann þau mörg. Sér- stakan sess skipuðu ljóð Einars Benediktssonar. Þau fór hann oftar með en ljóð annarra skálda. Ólafur var í mörg ár virkur fé- lagi í Vestmannaeyjadeild Gideon- félagsins. Ekki verður undan því vikist, þegar fjallað er um lífshlaup Ólafs Þórðarsonar, að nefna þátt Bakkusar í lífi hans. Frá ungum aldri hafði samneyti þeirra verið meira en góðu hófi gegndi. En um það leyti sem Ólafur er hálfsextug- ur verða mikil og ánægjuleg þátta- skil í lífi hans. Hann gerist einn af stofnendum og forgöngumönn- um AA-samtakanna í Vestmanna- eyjum, dyggilega studdur af eigin- konu sinni. Þeir eru ófáir sem telja sig eiga Ólafi mikið að þakka í baráttu sinni við áfengisvanda. Menn hringdu til hans hvort sem var á nóttu eða degi og ieituðu ásjár hans. Heimili hans var þessu fólki ávallt opið. Ég tel að fátt hafi veitt Ólafi meiri fullnægju í lífinu en starf hans innan AA-sam- takanna. Þar fann hann sér vett- vang til að hjálpa þeim sem voru hjálpar þurfi. Sem fyrr segir lést Svala, eigin- kona Ólafs, fyrir tæplega einu ári. Þá var sem strengur væri slitinn úr hjarta hans. Upp frá því virtist lífslöngun hans síþverrandi, allt þar til yfir lauk. Ég á Ólafi margt gott að þakka sem geymist í sjóði minninganna. Milli okkar ríkti alltaf trúnaður, traust og vinátta sem aldrei féll skuggi á þá áratugi sem við áttum samleið. Blessuð sé minning Ólafs Þórðarsonar. Eyjólfur Pálsson. Ólafur Þórðarson í Suðurgarði í Vestmannaeyjum lifði mörg höf og margar breiddargráður. Þegar hann var ungur hrifsaði hafið föð- ur hans, en síðar lærði hann margt á ferðum sínum um höfin. Það var bæði skemmtilegur tími og harð- snúinn, skemmtilegur þegar lífið lék á als oddi, harðsnúinn þegar lífið átti engra kosta völ, til að mynda í siglingum á stríðsárunum. Oft minntist Oli í Suðurgarði á þá lífsreynslu þegar skip hans varð að sigla á fullri ferð í gegnum hóp af drukknandi og hrópandi sjó- mönnum af öðru skipi. Skipun skipstjórans var full ferð burt. Það þoldi ekki Óli í Suðurgarði, hjó niður björgunarfleka sem átti að vera þeim sjálfum til bjargar, en var barinn niður í þessu ógnar- augnabliki stríðsins, maður sem lét aldrei beija sig niður og þoldi ekki skipanir. Stýrimaðurinn kvaðst hafa átt að skjóta hann, en lét rothögg duga. Að upplagi var Óli í Suðurgarði nefnilega uppreisnar- sinni og byltingarmaður, róttækur talsmaður þeirra sem minna máttu sín. Það var ekki rökrétt afsökun að hans mati að óvinakafbáturinn var á næstu grösum, nær voru menn sem hugsanlega mátti bjarga. Óli í Suðurgarði var stórbrotinn persónuleiki, farmaður, rafvirki, sjómaður, bóndi, bjargveiðimaður, vélstjóri, bridsspilari, driffjöður um árabil á efri árum í AA samtökun- um og svo var hann maðurinn hennar Svölu í Suðurgarði, en með þeim var mikið jafnræði í öflugum persónuleikum þótt um margt væru þau ágætu hjón ólík. Af heimshofunum sigldi Óli í heimahöfn í Suðurgarði, sveitabýl- inu fyrir ofan Hraun í Vestmanna- eyjum. Óli hafði eignast þijár dæt- ur með fyrri konu sinni, Jónu Páls- dóttur frá Eyrarbakka, en þau slitu samvistir eftir nokkur ár. Elstu dótturina misstu þau kornunga, en eftirlifandi dætur þeirra eru Þuríð- ur og Ásta. Með Önnu Svölu Árna- dóttur Johnsen eignaðist Óli Árna Óla, Jónu og Margréti. Þegar Jóna Pálsdóttir féll frá langt fyrir aldur fram undir þrítugu bað hún Svölu fyrir Þuríði, en Ásta fór í fóstur austur á Eyrarbakka og ólst þar upp. Það fór ekkert á milli mála að Svala leit á þær sem dætur sín- ar. Suðurgarðsheimilið hefur alltaf verið um margt sérstakt og fólk hefur laðast þangað því þangað er gott að koma. Eilífðarsinfónían í Sólóeldavélinni, góður andi húss- ins og hversdagslegt viðmót og hlýtt. Það var þó síður en svo allt- af logn í eldhúsinu, því Óla í Suður- garði líkaði að láta hitna í kolunum þar sem hann sat á gamla eldhúsdí- vaninum hans langafa og rökræddi við gesti og gangandi. Þá var nú fjör í hosiló, en sumir voru á nál- um. Að vera alinn upp við þessar lotur hefur valdið því að mér hefur alltaf þótt lítið til útvarpsleikrita koma og flatlendislegra funda- halda. Stundum var skellt hurðum í Suðurgarði í hita umræðnanna, en þeir sem skelltu opnuðu þær alltaf aftur fyrr eða síðar. Suður- garðsheimilið var í raun eins og alhliða sjávar- og sveitaheimili þótt stundum minnti það á umferðarm- iðstöð. Þar var búsmali, kýr, kind- ur, hestar, hænsni, gróðurhús, veiddur og verkaður fugl, distiler- aður fiskur, skorið af netum, saum- aðar lundafiðursængur og þannig mætti lengi telja. Oli var alla tíð mjög bókelskur þótt lítið færi að vísu fyrir bankabókunum í Suður- garði, en hann var vel lesinn og margfróður, skemmtilegur sögu- maður og lumaði á hárbeittum eggjum ef svo bar undir. Um ára- bil var Bakkus umsvifamikill í lífs- hlaupi Óla, en hann hrinti þeim félagsskap af sér með glæsibrag og var boðinn og búinn að hjálpa mörgum þeim sem bjó við sömu raun. Óli í Suðurgarði var í gletti- lega góðu formi alveg fram á síð- asta árið. Hann gat brugðið sér á eldhúsgólfið og.tekið 20-30 arm- lyftur eins og ekkert væri, en við fráfall Svölu í ársbyijun 1995 varð hann fyrir miklu áfalli, það vant- aði svo mikið inn í munstrið. Hann var þó allhress lengst af eftir það ‘ og börnin hans önnuðust hann og litu vel til með honum. Það gladdi hann mikið þegar Árni Oli og Hanna Birna settust að í Suður- garði og lífið hélt áfram sinn gang. Óli, sem var fæddur í hjarta Reeykjavíkur, Skuggahverfinu, naut sín vel í Suðurgarði. Þar bjó hann við það sjálfstæði sem honum var eiginlegt og það var oft skemmtileg flétta á sumrin þegar hann stundaði allt í senn, sjóinn, heyskapinn, lundaveiði, eggjatöku, og sótti fýlsunga og súluunga. Hann var snjall bjargveiðimaður og það var full nýting, því Svala og Nýja sem átti ævina í Suður- garði reyttu lundann ásamt krökk- unum og fiðrið fór í hinar rómuðu Suðurgarðssængur. Óli var ein- staklega barngóður og hafði því mikil áhrif á okkur krakknna sem svo gott sem ólumst upp í Suður- garði og urðum hluti af lífríki Of- anbyggjaranna. Hann átti auðvelt með að fá fólk til þess að bijóta hugann, leita fleiri sjónarhorna en hins sjálfskipaða sannleika. í hon- um byltust stundum bræði andófs- mannsins og bróðurkærleikur þess sem ann lítilmagnanum, en hann vann skemmtilega úr því og þess vegna vildu menn ekki missa af félagsskap við hann. Óli í Suður- garði lá aldrei á skoðunum sínum og hans breiða brjóstvit vó þungt. Það eru margar frægar sögur af honum í slagtogi með Bakkusi, því einnig þar gerði hann hlutina öðru- vísi, til að mynda þegar hann ákvað eitt sinn í þeim félagsskap að skreppa til Reykjavíkur, en kom of seint upp á flugvöll, vélin farin í flugtaksstöðu á brautarenda. En Óli gerði sér lítið fyrir og labbaði flugbrautina á móti Douglasinum og það endað með því að dyrnar voru opnaðar og Óli komst það sem hann ætlaði sér. En það leyndi sér hins vegar engan veginn hve miklu hamingjusamari hann var þegar hann var laus við Bakkus, þá blómstraði hann og allt varð bjart- ara, hlýrra og rýmra._ Það er mik- ill sjónarsviptir að Óla í Suður- garði, enda var hann í hópi þeirra samtíðarmanna sem settu svip á mannlífið, hann var traustur, hann tók af skarið og hann skildi svo vel að mannlífið þarf að titra svo það njóti sín. Megi góður Guð gefa honum frið og frelsi í fylgd ástvina á eilífðarbrautinni, megi minningin um hann gefa þeim sem eftir lifa ÓLAFUR ÞÓRÐARSON styrk og baráttuhug inn í framtíð- ina mót hækkandi sól í sjálfum sér. Árni Johnsen. Mig langar í nokkrum línum að minnast hans afa míns, sem lést á nýársdag. Á stundu sem þessari renna hugsanir tengdar afa ótt og títt í gegnum hugann og margs er að minnast. Ólafur Þórðarson, eða Óli Þórðar eins og hann var jafnan kallaður, bjó mestan hluta ævinnar í Suðurgarði í Vestmanna- eyjum, þó svo hann væri fæddur og uppalinn í Reykjavík. Afi í Suðó, eins og við barnabörnin kölluðum hann alltaf, var hamingjusamur í sínu einkalífi. Hann var tvíkvænt- ur. Fyrri kona hans hét Jóna Páls- dóttir og með henni átti hann tvær dætur, Þuríði og Ástu. Sl. 50 ár var hann svo kvæntur henni ömmu Svölu eða allt þar til hún lést í janúar á síðasta ári. Þau eignuðust þijú börn, Árna Óla, Jónu og Mar- gréti Mörtu. Afi missti föður sinn mjög ungur eða aðeins 13 ára og fór þá á sjóinn því þau systkinin voru sjö og langamma orðin ein- stæð. Með sjómennskunni stundaði hann nám í rafvirkjun og lauk prófi árið 1930. Afi var á ýmsum erlendum skip- um og sigldi í stríðinu með kol milli Englands og Danmerkur. En þá var Norðursjórinn eitthvert hættulegasta hafsvæði í heimi vegna kafbátaárása Þjóðveija. Afi sagði okkur krökkunum margar sögur frá þessum tíma og hljómuðu þær flestar eins og bestu spennu- sögur. Eins og t.d. þegar sex skip- um af níu í lestinni var sökkt og þeir máttu ekki stöðva skipið til þess að bjarga mönnunum úr log- andi olíubrákinni því þá hefðu þeir orðið auðvelt skotmark fyrir Þjóð- veija. Afi sigldi víða um heim og ófáar hafnirnar sem hann hafði komið í. Hann vann þó alltaf í landi við rafvirkjun á milli. Seinna er hann fór að reskjast hætti hann á sjónum og fór að vinna í Gúanó- inu. Árin í Gúanóinu voru honum mjög góð, þar eignaðist hann marga góða félaga sem hann minntist með gáska og hélt tryggð við eftir að hann hætti störfum. Hann afi var stór og sterklega byggður maður og í sumar var ótrúlegt að fylgjast með honum 84 ára gömlum manninum gera 15-20 armlyftur á hveijum degi. Þetta hafði hann gert frá því ég man eftir mér. Hann hafði líka mjög gaman af að biðja okkur barnabörnin að leika þetta eftir því það var svona upp og ofan hvað við gátum margar. Við Anna Svala gátum t.d. aldrei eina ein- ustu og það fannst afa mjög fynd- ið. Afi og amma voru mjög góð saman. Hún stjórnaði og hann þóttist hlýða. Ánægjulegt er að minnast þeirra hjónanna sitjandi í eldhúsinu í Suðó, við Solo-vélina, afi á sófanum með pípuna að leggja kapal og amma á stólnum við hlið- ina að veita óumbeðna hjálp við kapalinn og ef kapallinn gekk upp hjá afa sagði amma að hann hefði svindlað, þ.e. ef hún hafði ekki hjálpað honum. Afi hafði líka lúmskt gaman af því jjð stríða ömmu og hneyksla. Urðu þá oft orðaskipti sem við barnabörnin hentum gaman að. Einnig má minnast á það að við vorum ekki margra mánaða gömul þegar afi var farinn að gefa okkur að smakka á dísætu kaffinu sínu með teskeið. Afi var mikill morgunmaður og var alltaf kominn á fætur og búinn að hella upp á könnuna kl. 6 á morgnana, en þá átti hann ekki von á ömmu niður fyrr en um tíu- leytið því hún vildi svolítið kúra. Þá notaði afí tímann vel á meðan og fór í morgunbíltúrana sína og kíkti á bryggjuna og fór í kaffi á hina ýmsu staði. Svona gæti ég haldið áfram að skrifa góðar minningar um hann afa minn en læt þetta duga að sinni. Um leið og ég kveð afa í hinsta sinn vil ég flytja honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.