Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Maturog matgerð
Vatnogbrauð
Líklega eru flestir búnir að fá sig fullsadda
af þungum mat og sætindum og vilja fá
eitthvað léttara í maga, segir Krístín Gests-
dóttir, sem gefur okkur uppskrift að léttum
kjúkiingapottrétti og grilluðum pörtum.
ALLTAF hafa íslendingar gert
vel við sig í mat og drykk um
jólin, jafnvel í örbirgð og fá-
tækt var vel skammtað. A ný-
ársdag bauð ég allri fjölskyld-
unni í léttan hádegisverð -upp
úr hádegi, sem var kjúklinga-
grænmetisréttur með hrís-
gijónum og grilluðum pörtum.
Að máltíð lokinni fóru flestir
út í nýársblíðuna og bjuggu til
nokkrar snjókerlingar með
börnunum. Þetta var góð hreyf-
ing eftir hóglífi síðustu daga.
En þótt hádegisverðurinn væri
léttur var það sem á eftir fylgdi
ekki eins mikið léttmeti. Ég lét
allt jólasælgæti og kökur sem
eftir voru á borðið ásamt þeim
ís sem til var og gosdrykkjum
og bað viðstadda að klára
nammið, það yrði ekki boðið
upp á slíkt á næstunni. Átta
ára dóttursonur minn kom fram
í eldhús til mín og bað um brauð
og ost og fjögurra ára systir
hans bað um vatn úr krananum
og lýsti því yfir að það væri
miklu hetra en gosið. Minnug
þess ætla ég að drekka mikið
vatn á árinu, það er nú einu
sinni hollasti og ódýrasti svala-
drykkurinn og eins og sú stutta
sagði - sá langbesti.
setjið í pott. Bætið olíu á pönn-
una og steikið saxaðan lauk í
henni. Bætið í pottinn. Setjið öll
bein og haminn út í.
3. Setjið tómatana og safann
úr dósinni út í ásamt hvítlauks-
geiranum í sneiðum, gulrót og
sellerí í sneiðum.
4. Takið steina úr papriku,
skerið í litla bita og setjið saman
við. Bætið tómatmauki út í.
Sjóðið við hægan hita í 50 mínút-
ur.
5. Takið haminn úr soðinu og
fleygið, takið síðan allt kjöt af
beinunum. Setjið aftur í pottinn,
hrærið ijómaost út í. Setjið pa-
prikuduft og meira salt út í ef
með þarf. Látið sjóða upp og
berið á borð.
Meðlæti: Soðin hrígsgijón og
partar eða annað brauð.
Þessir partar voru settir á
gasgrillið sem stóð fyrir utan
eldhúsdymar, en hægt er að
baka þá á þurri pönnu eða í
bakaraofni. I bakaraofni er það
bakað við 200° C, í 10 mínútur,
en á pönnu er hafður mesti
straumur og bakað á hvorri hlið
í 4-5 mínútur. Á pönnu er best
að fletja út kringlótta köku á
stærð við pönnuna og skera í
geira.
Kjúklingapottréttur Partar
1 (3) kjúklingur 2 dl rúgmjöl
2 +1 (6+2) msk. matarolía 3 dl heilhveiti
'/2(1 ’/2) tsk. salt 5 dl hveiti
nýmalaður pipar ’Atsk. salt
1 (3) hálfdós niðursoðnirtómatar 'Amsk. púðursykur
1 (3)frekarstór laukur 1 msk. þurrger
1 (3 hvítlauksgeiri (má sleppa) 1 msk. matarolía
1 (3) sellerístöngull (má sleppa) 3 dl volgt maltöl (nota má vatn)
1 (3) frekar lítil paprika 1. Setjið rúgmjöl, heilhveiti, hveiti, salt, púðursykur og þurr- ger í skál. 2. Hitið maltölið svo að það
1 (3) stórgulrót
1 (3) msk. tómatmauk
'Atsk. papríkuduft
1 (3) msk. hreinn rjómaostur verði fíngurvolgt (alls ekki heit- ara), setjið út í ásamt matarolíu. Hnoðið saman. 3. Fletjið deigið út um ‘A sm þykkt. Skerið í bita með kleinu- hjóli eða hnífí, 10 x 10 sm á kant. 4. Hitið grillið, hafíð mesta hita, setjið beint á grindina og bakið í 2 - 3 mínútur á hvorri hlið.
1. Sundurhlutið kjúklinginn, takið haminn af bringu og lær- um. Skerið bringur og læri af beinum. 2. Hitið 2 msk. af matarolíu. Steikið kjúklingabitana örlítið, stráið salti og pipar yfir þá og
I DAG
Með morgunkaffinu
COSPER
HÖGNIHREKKVÍSI
j,Sn 'cgLoka aíUafá pessum drstimai "
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Tapað/fundið
Gleraugu
töpuðust
GRÁ göngugleraugu af
gerðinni Olivers People
töpuðust í miðbæ
Reykjavíkur á gamlárs-
kvöld. Finnandi er beðinn
að hringja í síma
562-4579 eða símboða
846-4260. Fundarlaun.
Bíllykill
tapaðist
STAKUR bíllykill merkt-
ur Renault tapaðist, lík-
lega á Laugaveginum, á
Þorláksmessu. Finnandi
vinsamlega hringi í síma
553-0447.
Úr töpuðust
TVÖ ÚR töpuðust. Ann-
að var gyllt og tapaðist
það fyrir jól. Hitt var
með brúnni leðuról og
tapaðist eftir jól. Finn-
endur eru vinsamlega
beðnir að hringja í síma
566-6492.
Úr fannst
ÚR FANNST á Lauga-
vegi að kvöldi 18. desem-
ber 1995. Upplýsingar í
síma 552-1587.
Barnaskór
töpuðust
BLÁIR sérsmíðaðir
bamaskór töpuðust í
blysför Ferðafélagsins í
Elliðaárdal 30. desember
sl. Finnandi vinsamlega
hringi í síma 564-2574.
Úr fannst
LÍTIÐ dömuúr með
gylltu armbándi fannst
við Seljabraut 2. janúar
sl. Upplýsingar í síma
553-5473.
Gleraugu töpuðust
GLERAUGU töpuðust
fyrir utan Homið í
Hafnarstræti eða í fyrir
utan Hagaskóla 13. des-
ember sl. Þau voru í
svörtu hulstri sem er
merkt með nafni eiganda
innan í loki. Hafi einhver
fundið gleraugun er hann
vinsamlega beðinn að
hringja í síma 561-6888.
SKÁK
Um.sjón Margelr
Pctursson
SVARTUR á leik
Staðan kom upp á stór-
mótinu í Groningen í Hol-
landi sem lauk rétt fyrir ára-
mótin. Teflendur eru þeir
tveir skákmenn sem á næsta
ári eiga að heyja einvígi um
heimsmeistaratitil Alþjóða-
skáksambandsins FIDE.
Gata Kamsky (2.735) var
með hvítt, en Anatólí
Karpov (2.775) hafði svart
og átti leikinn.
45. — Rxa5! 46. bxa5 —
Hc5 (Svartur vinnur nú
manninn til baka og stendur
uppi með unnið tafl. 47. Db3
dugar ekki vegna 47. — Dc6)
47. Dd4 — Dxd4 48. Hxd4
- Hxc3 49. Re3 - Kf8 og
venjulega hefði um-
frampeðið þýtt ör-
uggan sigur fyrir
Karpov. En Kamsky
varðist af harð-
fylgni auk þess sem
það hjálpaði honum
að Karpov var
naumur á tíma og
ljúka þurfti skák-
inni án þess að hlé
yrði gert. Kamsky
hékk um síðir á
jafntefli eftir 94
leiki. Þrátt fyrir
þetta klúður sigraði
Karpov mjög ör-
ugglega á mótinu.
Skákmót í félagsheimil-
inu Úlfaldanum, Ármúla
17A, fer fram í dag og hefst
kl. 14. Mótið er öllum opið.
Góð verðlaun. Tefldar verða
9 umferðir, umhugsunar-
tíminn er 10 minútur á skák-
ina.
Skákþing Reykjavíkur
1996 hefst á morgun. Loka-
skráning í dag í símum Tafl-
félags Reykjavíkur frá kl.
14-20.
Víkveiji skrifar...
GUNNAR Birgisson, formaður
stjórnar Lánasjóðs íslenzkra
námsmanna, hefur sent Víkveija
eftirfarandi í tilefni skrifa hans 30.
desember: „í pistli Víkveija í Morg-
unblaðinu 30. desember sl. er vikið
að því að reglur Lánasjóðs ís-
lenzkra námsmanna geri mönnum
erfitt fyrir að sækja nám til út-
landa. í því sambandi segir orð-
rétt: „... vegna þess að Lánasjóður-
inn lánar eingöngu til þess náms,
sem ekki er hægt að stunda við
HÍ.“ Þetta er ekki rétt. LÍN lánar
mönnum framfærslulán vegna há-
skólanáms erlendis án tillits til
þess hvort hliðstætt nám er í boði
við Háskóla íslands. Ef um skóla-
gjöld er að ræða í grunnháskóla-
námi geta menn fengið lán innan
vissra marka til 10 ára, sem bera
venjulega vexti, til þess að greiða
þau og heildarlán sem samsvarar
allt að 31.000 dollurum á venjuleg-
um námslánakjörum (nú 1% vextir)
til þess að standa straum af skóla-
gjöldum í framhaldsnámi („gradu-
ate“ námi). Reglur LÍN um aðstoð
vegna náms erlendis eru í raun
mun rýmri en flestra lánasjóða í
nágrannalöndum. í pistli Víkveija
er því um algjöran misskilning að
ræða á reglum LÍN.“
xxx
VÍKVERJI viðurkennir að óná-
kvæmni gætti í pistli hans,
sem Gunnar Birgisson vitnar til.
Hins vegar er málið ekki alveg
jafneinfalt og stjórnarformaðurinn
vill halda fram. Lán á markaðskjör-
um - þ.e. sambærileg við bankalán
- eru vissulega veitt til stúdenta
í grunnnámi, en í úthlutunarregl-
um LÍN segir: „Lán þessi er heim-
ilt að veita vegna skólagjalda í
grunnháskólanámi og sérnámi er-
lendis, sem ekki verður stundað á
Islandi." Þar stendur auðvitað hníf-
urinn í kúnni, en Víkveiji hefði þó
betur orðað þetta svo að eingöngu
væri lánað fyrir skólagjöldum í
námi, sem ekki er hægt að stunda
við HÍ.
xxx
FYRST Lánasjóðurinn er til um-
ræðu má Víkveiji til með að
minnast á það, sem kunningi hans,
sem hefur lengi verið í námi erlend-
is, vakti athygli hans á. Það er sú
staðreynd, að fyrir sérhvert ár eru
gefnar út nýjar úthlutunarreglur
LIN. Námsmaðurinn sagði að hið
eilífa krukk í úthlutunarreglurnar,
hvort sem það væri meiri- eða minni-
háttar, ylli því að námsmenn í löngu
námi væru aldrei öruggir um hag
sinn og mættu æ ofan í æ eiga von
á að grundvellinum væri kippt undan
áætlunum þeirra. Fjárhagsaðstoðin
frá Lánasjóðnum er auðvitað einn
stærsti þátturinn, sem menn þurfa
að hafa til hliðsjónar þegar þeir
ákveða að fara í nám. Þess vegna
er varla nema sanngjarnt að reynt
sé að viðhalda ákveðinni festu í út-
hlutunarreglunum.