Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Þ»rbjörg Jón- ína Gestsdóttir fæddist á Völlum í Þistilfirði hinn 12. nóvember 1895. Hún lést á dvalar- heimilinu Nausti á Þórshöfn hinn 27. desember síðastlið- inn. Foreldrar Þor- bjargar voru hjónin Gestur Sigmunds- son bóndi í Garði í Þistilfirði, S-Þin- geyingur að ætt, og Rósa Lilja Eggerts- dóttir húsmóðir, ættuð úr Eyjafirði. Systkini Þorbjargar eru: 1) Sigríður (1893-1979), húsfreyja á Flögu í Þistilfirði. Hún var gift Jó- hannesi Guðmundssyni og eign- uðust þau sjö börn. 2) Björg Ólöf, f. 1897, en lést um tvítugs- aldur, ógift og barnlaus. 3) Sumarlín (1901-1986), húsmóð- ir í Báru á Raufarhöfn, gift Þorfinni Jónssyni sjómanni. Eignuðust þau fimm börn. 4) í DAG er til moldar borin móðursyst- ir mín, Þorbjörg Jónína Gestsdóttir - eða Tobba, eins og hún var löngum kölluð. Hún kveður þennan heim háöldruð eða á 101. aldursári sínu. Lífshlaup hennar var því orðið langt og margt hafði á daga hennar drifið sem vænta má. Árin í kringum aldamótin voru mörgum íslendingi örðug og ekki síst því fólki sem byggði nyrstu sveitir landsins. Þau afi minn og amma, foreldrar Tobbu, fluttust skömmu fyrir aldamót að Garði í Þistilfirði þar sem þau áttu bú sitt og ólu upp flest barna sinna. Tobba var vart tvítug þegar amma mín lést og var afi þá einn eftir með barnahópinn. Það varð því hlutskipti Tobbu næstu tíu árin að halda heim- ili fyrir föður sinn og má segja að það hafi orðið hlutskipti hennar að ganga yngstu systkinum sínum í móður stað. Þegar foreldrar mínir, Sumarlín Gestsdóttir og Þorfínnur Jónsson, hófu búskap á Raufarhöfn árið 1925 kom Tobba til Raufarhafnar með + Ósk Guðrún Aradóttir fæddist á Móbergi í Langa- dál 27. september 1909. Hún lést á Hraunbúðum í Vest- mannaeyjum 24. desember síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju 30. des- ember. ÞÓTT veraldartakturinn væri út og suður með óróa í öllum áttum, stríðs- fréttir úr útlöndum, flóð og fjara í veiðum og vinnslu á heimaslóð eins og gengur og veðrabrigðin í næsta nágrenni sífelld, þá haggaðist aldrei tilveran hjá Guðrúnu og Páli í Þor- laugargerði vestra í Vestmannaeyj- um. Þeirra taktur var vinnusemin, nægjusemin og tillitssemin, því þeirra lífsfylling byggðist á trú og kærleik og þakklæti til þess sem líf- ið gaf. -Páll féll frá fyrir fímm árum og blessunin hún Guðrún kvaddi hið jarðneska líf á aðfangadagskvöld síðastliðið í kyrrð og friði jólanætur- innar. Það fór ekki illa á því úr því að kallið var komið hjá konu sem ræktað hafði með sér hlédrægni kærleikans. Það þótti sérstakt á sínum tíma þegar þau Páll og Guðrún fluttu inn í veröld Ofanbyggjara í Vestmanna- eyjum árið 1951, búferlum úr Langadal af Norðurlandi. Það þótti sérstakt að bóndi af fastalandinu skyldi halda út í Eyjar til þess að yrkja jörðina. Við peyjarnir fyrir ofan Þorsteinn, dó í barnæsku. 5) Sig- mundur, fæddur 1906, verkamaður á Raufarhöfn og síðan á Þórshöfn, dvelur nú á hjúkr- unarheimilinu Nausti. Hann á eina dóttur. 6) Þor- steinn, f. 1909, verkamaður á Raufarhöfn, kvæntur Guðnýju Sigurðardóttur og eiga þau sjö börn. Fósturbörn Þor- bjargar eru: 1) Rósa Lilja Sig- mundsdóttir, búsett á Raufar- höfn, og er maður hennar Val- ur Guðmundsson. Þau eiga átta börn. 2) Þorfinnur Jóhannsson, sjómaður í Reykjavík, kvæntur Margréti Elíasdóttur og eiga þau þtjú börn. Útför Þorbjargar fer fram frá Svalbarðskirkju í ÞistUfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. mömmu og aðstoðaði hana við störf- in á heimilinu. Eftir um það bil tíu ára dvöl þar í þorpinu fluttist hún svo að nýju í Þistilfjörðinn og nú til Sigríðar systur sinnar í Flögu. Þar vann hún að búskap og heimilisstörf- um fram til ársins 1941 þegar hún fluttist til Þórshafnar þar sem hún bjó æ síðan. Þar hélt hún heimili ásamt Sigmundi bróður sínum og dóttur hans Rósu Lilju, sem þá var tveggja ára. Rósu Lilju gekk hún í móðurstað og síðar systursyni mín- um, Þorfinni, sem óhætt er að segja að verið hafi augasteinninn hennar. Gladdi það hana mikið þegar Þor- finnur nefndi dóttur sína, en hún fæddist rétt um það leyti sem Tobba varð hundrað ára, í höfuðið á henni. Segja má að það hafí orðið megin- verkefni hennar á sinni löngu ævi að vera fólkinu sínu stoð og stytta og oft fengu menn varla botnað í því hve mikið hún lagði á sig fyrir aðra og alltaf af jafnmikilli og ein- lægri ánægju. Tobbu leið alltaf best í Þistilfírði og það sagðist hún rekja til fyrstu Hraun eignuðumst strax hlýju hjá þeim Páli og Guðrúnu og aga sem veitti nú ekki af þótt mörg heimili reyndu að leggja lið í þeim efnum. Árni sonur þeirra var á okkar reki og ævintýraheimur barnanna fyrir ofan Hraun var samur við sig. Guð- rún og Páll voru einstaklega hjálpfús og höfðu þau þó ekki úr miklu að spila. Rík voru þau af andlegum verð- mætum þótt þau væru fátæk af pen- ingum og öðrum lífselexír bankakerf- isins. Það var sama hvort hjá þeim var gamalt fólk eða ungt til lengri eða skemmri tíma, öllum var sýnd einlæg ástúð og aðhlynning eins og best var á kosið. Þau voru trúuð hjón- in í Þorlaugargerði vestra og stund- um vorum við peyjamir að velta fyr- ir okkur alvörunni sem þau báru með sér þótt vissulega væru þau einnig gamansöm og nytu slíks á góðum stundum. Vinnudagurinn í Þorlaug- argerði var alla tíð langur og Páll var svo sannarlega iðinn við að rækja jörðina. Það var iærdómsríkt hvernig hann réðst á hraunflákana í suður- sléttunum, sléttaði og moldaði og sífellt stæl^kuðu grænu rindamir. Allt var þetta góður skóli. Það var ekki amamlegt að koma í eldhúsið til hennar Guðrúnar, sífelld veisla með kleinum og alls kyns kruðiríi og aldrei voru pijónamir langt und- an. Þau voru mikið sómafólk, Guðrún Aradóttir og Páll H. Árnason. Syn- imir þrír, Ari, Ámi og Hildar, og fósturdóttirin Guðrún Sigríður voru æviáranna - þegar hún var í Garði. Samvinna og samhugur einyrkjanna í Þistilfirðinum voru einstök, enda má ætla að á harðbýlum stöðum verði vart komist af án stuðnings náungans. Þær Tobba og móðir mín minntust oft á frostaveturinn 1918, en þá fór frost vart úr jörðu fyrr en sumarið eftir og þá með svo miklu offorsi að eftir var aðeins kalbrunn- in og sprungin jörð. Fyrstu ár ævinnar og unglingsár- in voru Tobbu erfið heilsufarslega, en hún lá iðulega rúmföst vegna veikinda, ekki síst hastarlegrar kirtlaveiki. En eftir að hún náði 18 ára aldri þurfti hún sára sjaldan að leita læknis - og þótti það tíðindum sæta þegar hún fékk töflur við hækkuðum blóðþrýstingi 93 ára gömul! Tobba var ein af stofnfélög- um Kvenfélags Þistilfjarðar og var gerð að heiðursfélaga þess fyrir nokkrum árum. Þótti henni mjög vænt um þann sæmdarvott. Ég hélt sambandi við hana öll árin eftir að ég fluttist til Reykjavík- ur og alltaf var gott að sækja þau systkinin heim nyrðra. Þá var gjama tekið í spil, enda þótti henni fátt jafnskemmtilegt. Hún var lítil kona vexti, kvik og afar frá á fæti. Minn- ist ég þess þegar Grímur dótturson- ur minn, þá tíu ára, kom eitt sinn með mér til Þórshafnar. Átti piltur fullt í fangi með að fylgja henni eftir út í Kaupfélag, en hún var þá hálfníræð og átti eftir mörg góð ár í heilsufarslegu tilliti. Hún hélt heim- ili með sjálfri sér í nokkur ár eða þar til fyrir tveimur árum þegar hún fluttist á dvalarheimilið Naust. Þangað var Sigmundur bróðir henn- ar þá kominn alllöngu áður. Heilsu hennar tók að hraka fyrir um það bil einu ári, en þó hafði hún góða heym og var andlega hress allt fram til þess síðasta. Síðast hitti ég hana í nóvember sl. þegar Þórshafnar- hreppur og Kvenfélag Þistilfjarðar héldu henni veglega veislu í tilefni af aldarafmæli hennar. Þetta var einkar ánægjuleg heimsókn og þrátt fyrir veikindi naut Tobba þessa dags í ríkum mæli. Vil ég nota tækifærið og þakka kvenfélaginu og Þórshafn- arbúum þennan heiðurs- og vináttu- vott við hana. Er þá ekki annað eftir en þakka ævilanga samfylgd, alúð og örvandi glaðværð hennar Tobbu frænku minnar og óska henni þeirrar góðu heimkomu handan grafar sem mér finnst hún hljóti að hafa unnið til. Bergljót Þorfinnsdóttir. augasteinar foreldra sinna og þau gáfu þeim gott veganesti mannkosta. Þau Guðrún og Páll sýndu okkur Ofanbyg'gjarapeyjunum mikla þol- inmæði, hvort sem við gerðum bú- smalann vitlausan á versta tíma eða þögnin sem var látin ríkja um það þegar við stálum traktornum til þess að safna efni í áramótabrennuna. Annars var ekki auðvelt að læðast að traktornum hans Páls því hann var alltaf í notkun. Þegar bátarnir renndu á miðin síðlá nætur var Páll tekin til við dagleg búskaparstörf á jörð sinni og þegar bátarnir renndu í höfn á kvöldin var Páll enn að. Við urðum því að safna í brennuna um hánóttina. Þau Guðrún og Páll voru bæði snjallir hagyrðingar og músikkölsk, sömdu söngtexta, léku bæði á hljóð- færi, orgel og gítar og nutu þess að syngja. Það var stórkostlegt að heyra þau syngja saman og þau skilja eftir sig fjársjóð texta og laga sem von- andi eiga eftir að gleðja marga. Þau Páll og Guðrún voru bændur af lífs og sálar kröftum, þau skiluðu jörðinni mun betri að landkostum og húsakosti þegar þau neyddust til að bregða búi af heilsufarsástæðum. Þau voru samnefnari þess besta sem gerist í iðjusemi og ástundum og virðingu fyrir lífinu. Þau voru mjög samrýnd og nú fylgjast þau aftur að á grónum grundum eilífðarinnar. Megi Guð gefa þeim frið og farsæld á æðra stigi eins og þau hefðu sjálf orðað það, megi eftirlifandi ástvinir njóta styrks af minningunni um ríki- dæmi þeirra og gjafmildi á mannlegu nótunum þar sem veraldartakturinn skipti svo litlu máli. Árni Johnsen. ÞORBJÖRG JÓNÍNA GESTSDÓTTIR OSK GUÐRUN ARADÓTTIR GUNNAR GUÐMUNDSSON + Gunnar Guð- mundsson var fæddur 8. ágúst 1934 að Hafursstöð- um í Kolbeinsstaða- hreppi í Hnappa- dalssýslu. Hann lést 1. janúar síðastlið- inn á Selfossi. For- eldrar hans voru Guðmundur Magn- ússon og Kristín Bjömsdóttir, er síð- ast bjuggu í Önund- arholti i Villinga- holtshreppi, Árnes- sýslu. Gunnar kvæntist Lilju Friðbertsdóttur frá Súgandafirði og bjuggu þau alla tíð á Selfossi. Þau eignuð- ust fimm böm, sem eru þessi: 1) Aðalheiður, f. 26.9. 1958, starfsmaður í Hvaleyrarskóla, gift Jóni Pálssyni, flugvirlya. Þau eiga 2 börn. 2) Bára, f. 31.10. 1959, verzlunarmaður, í sambúð með Guðjóni Sveins- syni, vélamanni. Þau eiga 2 böra. 3) Svanhvít, f. 21.2. 1963, bankamaður, í sambúð með Sig- urði Magnússyni, vélstjóra. Hún á 1 barn. 4) Guðrún, f. 14.6. 1966, starfs- maður hjá EJS, gift Erni Arasyni, markaðsstjóra hjá EJS. Þau eiga 1 barn. 5) Friðbert, f. 11.3. 1973, sölu- maður. Unnusta hans er Eydís Ei- ríksdóttir. Gunnar lauk landsprófi frá Reykholtsskóla vorið 1953 og hóf störf á skrifstofum Kaupfélags Árnesinga 13. jan- úar 1955 og vann þar allt til um 1970, er hann gerðist fram- kvæmdastjóri Bifreiðastöðvar Selfoss og Fossnestis. Þar starf- aði hann i um áratug, en vann siðan sjálfstætt við bókhalds- störf fyrir ýmsa aðila. Einnig var hann framkvæmdastjóri blaðsins Þjóðlífs í fjölmörg ár. Útför Gunnars fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. ÁRAMÓT nálgast. Það er gamlárs- dagur. Ég heimsótti Gunnar þar sem hann var á hjúkrunarheimilinu Ljós- heimum á Selfossi, en þar var hann búinn að dvelja um nokkurra mán- aða skeið. Og þar sem hann lá og ég fletti myndaalbúmi með nafna mínum og við skoðuðum myndir frá löngu liðnum árum, komu minning- arnar, ljúfar og blíðar, fram sem á festi, eins og dögum og árum væri flett til baka. Mikið hvað við vorum ungir forðum. Brosblik komu í augu nafna míns og hlýr svipur á vanga. Daginn eftir, á nýársdag, lést þessi vinur minn, eftir margra ára veik- indi af völdum heila- og taugarým- unar sem hafði ágerst með hveiju ári. Við kynntumst fyrst er hann kom til starfa á skrifstofu Kaupfélags Ámesinga og síðan höfum við verið vinir. Gunnar var meðalmaður á hæð og samsvaraði sér vel. Hann var glaðlegur maður, jafnan broshýr og vingjarnlegur við alla. Iðinn starfsmaður var hann og kom sér alls staðar vel vegna Ijúfmennsku sinnar. Lagði ekki illt til neins, en gat verið fastur fyrir, ef því var að skipta. Hann var mikið snyrtimenni og hafði mjög fallega rithönd og lét ekkert frá sér fara fyrr, en hann var sjálfur ánægður með unnið verk. Hann hafði mikið yndi af söng og hafði sjálfur góða tenórrödd og söng með Kirkjukór Selfosskirkju og var þar góður liðsmaður um áratuga skeið. Foreldrar og bræður hans bjuggu að Önundarholti í Flóa og heimsótti Gunnar þau oft þangað, enda hafði hann mikinn áhuga á búskap og hefði eflaust orðið góður bóndi með snyrtilegt bú, ef svo hefði skipast málum. Hann gekk í Lions- klúbb Selfoss árið 1971 og starfaði þar af miklum áhuga og dugnaði allt fram á sl. ár eða á meðan kraft- ar hans leyfðu. Með honum var mjög gott að starfa að ölium málum. Gunnar kvæntist Lilju Friðberts- dóttur og eignuðust þau fimm börn. Góð vinátta var með ijölskyldum okkar. Fórum við um nokkur sumur saman og með öðrum vinum í ferða- lög með börnum okkar og voru það góðar og glaðværar ferðir. Einnig áttum saman hugsjónir og áhuga- mál, bæði í leik sem og í starfi, háleitar hugsjónir, sem við sinntum og börðumst fyrir með krafti æsku- mannsins og trú á betra líf. Þetta voru' góð ár, fjörmikil og rík af skemmtilegum atburðum, sem ljúft er að minnast. En árin líða hvert af öðru og á löngum tíma hefur þessi vinahópur dreifst og grisjast, - horfið einn og einn. Og nú, í byijun nýs árs, hefur enn einn verið burt kallaður. Jarð- vist Gunnars er lokið. En þótt þau Gunnar og Lilja hafí slitið hjóna- bandinu, þá reyndist hún honum alla tíð hinn bezti vinur í raun. í öllum hans veikindum studdi hún og bömin þeirra öll hann af mikilli kostgæfni og alúð. Komu þau um langan veg og skiptust á að sinna honum. Var það allt innt af hendi af trúrri vináttu og kærleika af Lilju hendi, allt tií hinstu stundar Gunn- ars. Og nú hefur hann verið kallað- ur til annarra starfa á öðrum vett- vangi. í fararnesti hefur hann góðar óskir og þakkir samferðamanna. Við minnumst hans með þakklæti og óskum honum velfarnaðar á þeim leiðum, sem hann hefur nú lagt út á. Far þú í friði vinur og hafðu þökk fyrir allt og allt. Við Unnur vottum öllum aðstand- endum okkar dýpstu samúð og biðj- um góðan guð að blessa þá alla. Gunnar Á. Jónsson. Kveðja frá Lionsklúbbi Selfoss Gunnar Guðmundsson kom til liðs við Lionsklúbb Selfoss fyrir réttum 24 árum. Við sem þar vorum fyrir fundum það fljótt að okkur hafði bæst góður og traustur fé- lagi. Gunnar var heilsteyptur per- sónuleiki, ákveðinn í skoðunum, ósérhlífinn í störfum og hafði brennandi áhuga á þeim verkefnum sem unnið var að hveiju sinni. Þar fór hinn sanni Lionsmaður og því var honum fljótt treyst fyrir æðstu embættum klúbbsins. Hann var þvi einlægt störfum hlaðinn og ekki skoraðist hann undan, jafnvel ekki þótt hann þyrfti hin síðari árin að heyja harða baráttu við erfiðan sjúkdóm, sem varð þó yfirsterkari að lokum. Við sem nú sjáum á eft- ir góðum félaga og vini þökkum samfylgdina og trygglyndið gegn- um árin. Við sendum Lilju, börnunum og öðrum aðstandendum dýpstu sam- úðarkveðjur og þökkum samveru- stundirnar. F.h. Lionsklúbbs Selfoss, Halldór Magnússon, ritari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.