Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU FRÉTTIR: EVRÓPA Loðnan óvenju sunnar- lega miðað við árstíma „ÞAÐ E,R að sjálfsögðu rétt þann- ig lagað að loðnan er óvenju sunn- arlega miðað við árstíma," segir Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun- inni, um frétt Morgunblaðsins af því að loðna hefði veiðst austan við Hvalbak í fyrradag. „Loðnan sem greint er frá er væntanlega við straummótin út af Suðausturlandi, þár sem hlý- Atlantshafið mætir kalda sjónum að norðan. í byijun janúar er mun algengara að fyrsti hluti hrygning- argöngunnar sé einhvers staðar út af Langanesi. Þetta hefur þó verið afskaplega breytilegt í áranna rás, allt frá því að vera eitthvað í áttina við það sem nú er og yfir í það að engin loðna að heita megi hafí verið komin austur fyrir Hala 10. jan- úar.“ Hjálmar segir að menn hafi lent í því að finna fremsta hluta hrygningargöngunnar á öllu svæðinu þar á milli: „Það er al- gengast að hún sé komin á svæð- ið út af Norðausturlandi og norð- anverðum Austfjörðum í byrjun janúar. í haust sem leið var mest- ur hluti hrygningar- og veiði- stofnsins út af Norðurlandi og Vestfjörðum, en talsvert af loðnu var þá komið á svæðið austur af Langanesi og reyndar suður á móts við Glettinganes." Að sögn Hjálmars er það vænt- anlega sú loðna sem komin er suður eftir núna. „Eg er búinn að gera ráðstafanir til að fá sýni af henni,“ segir hann. „Mér er sagt að það sé lítið af hrognum í henni ennþá og ef það er rétt heldur hún sig trúlega á þessum slóðum a.m.k. næstu tvær vikurn- ar.“ Hann segir að fyrsta hrygning- argangan komi venjulega inn að suðausturströndinni um eða upp úr mánaðamótum janúar/febrúar, þótt þess séu dæmi að loðna hafi verið komin á svæðið út af Horna- firði 16. janúar: „Að öðru leyti er í sjálfu sér lítið um þetta að segja. Það verður bara að fylgjast með framvindu mája. Miðað við rann- sóknirnar í haust þykir mér trú- legt að mestur hluti veiðistofnsins sé norðar og austar en þetta.“ Að lokum segir Hjálmar að ef þessi tíðindi þýði að menn geti farið að -veiða loðnu af fullum krafti næstu daga sé það ánægju- legt: „Það veitir ekki af tímanum þar til hrygningu lýkur til að ná þeim kvóta sem ákveðinn hefur verið.“ Höfðavík seld til Húsavíkur UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um kaup Langaness hf. á Húsavík á skipinu Höfðavík AK-200 frá Krossvík hf. á Akra- nesi. Kaupverð fæst ekki uppgefíð, en samkvæmt samningnum á skip- ið að afhendast 15. mars. „Skipið var ekki selt með afla- heimildum," segir Bjami Aðalgeirs- son, útgerðarstjóri Langaness hf. „Við ætlum að setja aflaheimildir sem við erum með á tveimur bátum okkar, Björgu Jónsdóttur og Björgu Jónsdóttir II, á Höfðavík. I framhaldi af því ætlum við að selja bátana.“ Hann segir að þetta komi líklega til með að þýða einhveija fækkun starfa hjá útgerðinni. „Skipið var byggt á Akureyri árið 1978 sem fjölveiðiskip, hét þá Óskar Magnússon, en hefur alltaf verið notað sem skuttogari,“ segir Bjami. „Við ætlum okkur að breyta því þannig að það verði jafnframt nótaveiðiskip og gera það út á loðnu, síld og rækju. Það em nokk- uð miklar breytingar, á lestum og búnaði skipsins." Hann segir að kaupsamningur- inn hafí verið undirritaður með ýmsum fyrirvörum: „Það er m.a. um veðflutninga og lánastofnanir eins og gengur og gerist í svona samningum.“ Annars segir hann að afkoma Langaness hf. verið all- góð í fyrra: „Loðnan var dálítið brellin eins og fyrri daginn, en bátamir skiluðu þokkalegum afla á land.“ Gifstrefjaplötur til notkunar á veqqi, loft oq qólf í p j l J * ELDTRAUSTAR * HLJÓÐEINANGRANDI * MJÖG G0TT SKRÚFUHALD * UMHVEFISVÆNAR PLÖTUR VIÐURKENNDAR AF BRUNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS Þ. Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 • Reykjavík • Sími 553 8640 / BALLETT SKOLI Skúlatúni 4 Kennsla hefst á ný laugardaginn 13. janúar. Byrjenda- og framhaldshópar frá 4ra ára. Innritun og upplýsingar í síma 553 8360: Endurnýjun og aíhending skírteina í skólanum fimmtudaginn 11. janúar frá kl. 16.00 til 18.00. Meðlimir í Félagi íslenskra listdansara. Fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands Efast um að Frakkar uppfylli EMU-skilyrði París. Reuter. LAURENT - Fabius, fyrrverandi forsætis- ráðherra Frakklands, segist í grein í dagblað- inu Le Monde á fimmtudag telja að Frakkar muni ekki upp- fylla skilyrði Maast- richt-sáttmálans fyrir þátttöku í efnahagsleg- um- og peningalegum samrana Evrópuríkja (EMU) fyrir árið 1999. í greininni, sem bar yfirskriftina, „Beiðni um Evró-raunsæi“, spáir Fabius, sem nú er leiðtogi sósíalista á franska þing- inu, því að slakað verði á kröfunum tii að peningalegi samraninn geti átt sér stað engu að síður. Hann segir hina ströngu túlkun á Maastricht og takmarkanir á fjár- lagahalla, opinbeiri skuldsetningu, verðbólgu og gengissveiflum valda því að sífellt fleiri Frakkar snúist gegn Evrópusambandinu. „Það er mjög líklegt að núverandi ríkisstjórn takist ekki að uppfylla skilyrðin. Ég veðja á að þegar að því kemur muni túlkunin á skilyrð- unum verða sveigjanlegri en nú er rætt um,“ segir Fabius. Sósíalistar vora í ríkisstjóm þegar samið var um Maastricht-sáttmál- ann en margir forystumanna flokks- ins hafa látið í ljós efasemdir um ágæti hans eftir að flokkurinn lenti í stjórnarandstöðu árið 1993. Hafa þeir eink- um gagnrýnt þann niðurskurð á félags- lega kerfinu sem að- haldsaðgerðimar kreíjast. Vill evrópska ríkisstjórn Fabius segist vera þeirrar skoðunar að tengja verði hina sam- eiginlegu mynt þeim gjaldmiðlum sem ekki taka þátt í EMU frá upphafí til að koma í veg fyrir að ríkisstjórnir beiti gengis- fellingum til að bæta samkeppnis- stöðu sína. Slíkt gæti leitt til efna- hagslegs öngþveitis. Þá segir hann að æskilegt sé að lýðræðislega kjörin eining, „raun- veraleg efnhagsleg ríkisstjórn“, sjái um að móta efnahagsstefnu aðild- arríkjanna í stað þess að fela evr- ópskum seðlabanka, er ekki hafí neitt umboð frá almenningi, það hlutverk. „Við stjórn hinnar sameiginlegu myntar verður að taka tillit til mikil- vægi atvinnu. Annars springur allt í loft upp,“ segir forsætisráðherrann fyrrverandi. Hann telur að Frakkar eigi að samþykkja kröfur Þjóðverja um aukin pólitískan samrana gegn því að þeir fallist á þessi skilyrði fyrir sameiginlegri mynt. Aðildarumsókn Tékk- lands í mánuðinum • TÉKKNESKA stjórnin hef- ur greint frá því að Vaclav Havel, forseti Tékklands, muni hinn 22. janúar næstkomandi afhenda ítölsku ríkisstjórninni, sem fer með formennsku í ráð- herraráði Evrópusambands- ins, umsókn lands síns um að- ild að sambandinu. • Könnunarviðræður við Sló- veníu um aukaaðild landsins að ESB hafa siglt í strand eft- ir að Ítalía tók við formennsku í ráðherraráðinu. Ítalía, sem missti landsvæði til Slóveníu í stríðslok, vill að ítalskir fyrr- verandi íbúar landsins fái af- hentar eignir sínar á ný. • ESBhefursettáfótupplýs- ingaskrifstofu, sem mun sjá um að veita Austur-Evrópu- ríkjum, sem sótt hafa um aðild að sambandinu, tæknilega að- stoð. Þetta á að hraða vinnu ríkjanna við að uppfylla skil- yrði „hvítbókar“ um aðgerðir í efnahags- og stjórnmálum sem framkvæma verður áður en til aðildar getur komið. ESA og vörugjald á ísiandi Kæra til dómstóls innan tveggja vikna EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) mun senda EFTA-dómstóln- um kæru vegna álagningar og inn- heimtu vörugjalds á íslandi innan tveggja vikna, að sögn Hákans Berglin, blaðafulltrúa stofnunarinn- ar. Berglin segir að stofnunin eigi enn eftir að fá í hendur þýðingu á nokkrum íslenzkum lagatextum sem verði fylgiskjöl kærannar og þeir séu það eina, sem beðið sé eft- ir, að öðru leyti sé kæran tilbúin. Hann segir að kæran verði send dómstólnum eftir tvær vikur í sein- asta lagi þótt þýðingarnar verði ekki tilbúnar; þær verði þá sendar eftir á. Berglin segir að ESA hafi ekki fengið neina tilkynningu frá ís- lenzkum stjórnvöldum um að búið sé að gera ráðstafanir til að lag- færa þau atriði í álagninu og inn- heimtu vörugjalds, sem stofnunin telur brjóta samninginn um Evr- ópskt efnahagssvæði. Vonazt eftir niðurstöðu nefndar í næstu viku Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra hefur hins vegar sagt að stefnt sé að því að nefnd fjármála- ráðuneytisins, með þátttöku kaup- manna og iðnrekenda, sem á að gera tillögur um breytingar á vöru- gjaldinu, skili tillögum í þessum mánuði. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins liggur niðurstaða nefndarinnar ekki fyrir en hennar er þó vænzt í næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.