Morgunblaðið - 06.01.1996, Page 33

Morgunblaðið - 06.01.1996, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 33 FRÉTTIR 33 hafa útsknfast sem tölvu- o g rekstrartæknar VIÐSKIPTASKOLINN og Rafiðn- aðarskólinn hafa sameinað krafta sína og boðið sérhannað tölvu- og rekstrarnám sem er 260 kennslu- stunda skipulagt starfsnám. Mark- mið námsins er að útskrifa nemend- ur með hagnýta þekkingu í tölvu- notkun í fyrirtækjum, bókhaldi og rekstri og kynna nýjustu tækni þar að lútandi. Námið byggir að stærst- um hluta á raunhæfum verkefnum, þ.e. flestallir tölvuþættir eru sam- tvinnaðir í eina heild. Námið hentar þeim sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum, annast bókhald fyrirtækja og vilja öðlast hagnýta tölvuþekkingu. Á árinu 1995 út- skrifuðust 33 einstaklingar sem töivu- og rekstrartæknar. 15. des- ember sl. útskrifuðust 11 nemendur og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Nöfn nemenda, efri röð t.v.: Sig- ríður Sturlaugsdóttir, Sóley G. Karlsdóttir, Þórdís Oddsdóttir, Jón- ína Guðjónsdóttir, Rannveig Tóm- asdóttir, Guðrún Ásta Kristjáns- dóttir. Neðri röð: Ólafía Helgadótt- ir, Guðlaug Hauksdóttir, Lilja Val- þórsdóttir og Sæunn Siggadóttir. Á myndina vantar Þórarin Jóhanns- son. Þrettánda- ganga og blysför í Öskjuhlíð FERÐAFÉLAG fslands og Valur efna til sameiginlegrar blysfarar og fjölskyldugöngu í dag, á þrettánd- anum, 6. janúar, kl. 17. Blys verða seld kl. 16.30—17 við Perluna (norð- an megin). Gengið verður um fallega skóg- arstíga í álfa- og huldufólksbyggð- um Oskjuhlíðar. Á huliðsvættakorti sem Borgarskipulag Reykjavíkur gaf út fyrir nokkrum árum eftir tilsögn Erlu Stefánsdóttur er sýnd álfabyggð í Öskjuhlíðinni. Gangan tekur aðeins 30-45 mín- útur og henni lýkur við þrettánda- brennu á Valsvellinum. Kveikt er á bálkestinum kl. 17.45 og kl. 18.30 verður flugeldasýning Hjálparsveit- ar skáta. Sungnir verða álfasöngvar við brennuna. Veitingar (vöfflur, kakó o.fl.) verða seldar í íþrótta- húsi Vals. í nokkurri fjarlægð frá brennunni verður sérstakt svæði ætlað þeim sem vilja skjóta upp flugeldum eða vera með skotblys en bannað verður að kveikja í flug- eldum og blysum við brennuna. .....♦—»------ Þrettánda- gleði Fáks ÞRETTÁNDAGLEÐI Fáks verður haldin laugardaginn 6. janúar. Hefst gleðin í Reiðhöllinni kl. 16 þar sem börnin verða skreytt og álfakóngur og drottning ásamt hyski sínu syngja áramótasöngva. Gengið verður að brennunni kl. 17 með blys sem seld verða í höll- inni. Félagsheimilið verður opið og framreiðir kvennadeildin vöfflur og kakó sem er orðið árvisst og nýtur mikilla vinsælda. Um bvöldið lýkur hátíðinni með grímudansleik og er aldurstakmark 18 ár. i t Vinningstölur 5. jan. 1996 4®6»7*10®21 «22*27 EÍdri úrslit á simsvara 568 1511 - kjarni inálsins! í húsi íngvars Sævarhöföa 2, Reykjavík laugardaginn 6. og sunnudaginn 7. janúar 1996. Opið frá kl. 10 - 18 báöa dagana. Allt það nýjasta á vélsleðamarkaðinum ásamt ýmsum aukabúnaði. AÐGANGUR OKEYPIS! ÚTILÍFSSÝNING Sýning á vélsleðum, varahlutum, ýmsum aukabúnaði, öryggisbúnaði, leiðsögutækjum, fatnaði í miklu úrvali og mörgu fleiru tengdu vélsleðamennsku og almennri útivist. Glæsileg aðstaða fyrir sýnendur og gesti. Næg bílastæði, góð aðkoma. Skeljungur hf. Einkaumboð fyrir Shell-vörur á íslandi fngvar Helgason ehf. Sœvarhöfða 2 Sími 525 8000 TERRATlOn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.