Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAU GARDAGUR 6. JANÚAR 1996 47 FRÉTTIR Mynd Róbert. FRAMBOÐSAÐILAR í stjórn og varastjórn Dagsbrúnar sam- kvæmt tillögu uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs. Fremri röð f.v.: Sigríður Ólafsdóttir, Halldór Björnsson og Sigurður Bessa- son. Aftari röð f.v.: Árni H. Kristjánsson, Bjarni Hjálmtýsson, Snorri Ársælsson, Gunnar Þorkelsson, Ólafur Ólafsson, Albert Ingason og Ágúst Þorláksson. Framboðslisti sitjandi stjórnar Dagsbrúnar UPPSTILLINGARNEFND Dags- brúnar hefur lagt fram tillögu sína um nýja stjórn og trúnaðarráð fé- lagsins næsta kjörtímabil. Eins og kunnugt er hefur Guð- mundur J. Guðmundsson lýst því yfir að hann sækist ekki eftir endur- kjöri sem formaður félagsins og láti af formennsku eftir að ný stjórn hefur verið kjörin. Kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs fer fram föstu- daginn 19. og laugardaginn 20. janúar nk. Framboðslisti stjórnar og trúnað- arráðs er svohljóðandi: Halldór Björnsson formaður, Sigríður Ólafsdóttir varaformaður, Sigurður Bessason ritari, Ágúst Þorláksson gjaldkeri, Árni H. Kristjánsson fjár- FULLTRÚAR stjórnar og trún- aðarráðs Dagsbrúnar og fulltrú- ar mótframboðsins gegn lista núverandi stjórnar lögðu fram framboðslista sína og meðmæl- endalista vegna stjórnarkjörsins sem fram á að fara 19. og 20. janúar, á skrifstofu félagsins í málaritari. Meðstjórnendur verða Ólafur Ólafsson og Gunnar Þorkels- son. Varastjórn skipa samkvæmt tillögunni Albert Ingason, Bjarni Hjálmtýsson og Snorri Ársælsson. Sex manns, eða meirihluti nýrrar stjórnar og varastjórnar samkvæmt uppstillingunni, eru nýir menn. Þeir sem halda munu áfram í stjórn og varastjórn eru auk Halldórs Björns- sonar Sigríður Ólafsdóttir, Olafur Ólafsson og Gunnar Þorkelsson. Þeir sem úr stjórn ganga eru auk Guðmundar J. Guðmundssonar Hjálmfríður Þórðardóttir ritari og Leifur Guðjónsson meðstjórnandi og úr varastjórn Friðrik Ragnarsson og Jóhannes Sigursveinsson. gær. Framboðsfrestur rennur út 12. janúar. Á myndinni afhendir Friðrik Ragnarsson, umboðs- mann mótframboðsins, Snæ Karlssyni, formanni kjörstjórnar, framboðslistann. Á milli þeirra stendur Kristján Árnason, for- mannsefni mótframboðsins. Aðsókn eykst að skákæfing- um ungl- inga TAFLFÉLAG Reykjavíkur heldur skákæfingar fyrir börn og ungl- inga á hveijum laugardegi kl. 14. Aðsóknin veturinn 1994-1995 jókst um 73% frá fyrra ári og í haust og vetur hefur aukningin verið um 45% þessu til viðbótar. Á síðustu æfingu fyrir jól voru veitt verðlaun fyrir bestu mæting- una og besta árangurinn fram að jólum. Arnar Freyr Óskarsson hlaut verðlaun fyrir bestu mæt- ingu en hann mætti á allar æfing- arnar. Verðlaunin voru 4 vönduð kennslumyndbönd í skák með stór- meisturunum Jóni L. Árnasyni og Helga Ólafssyni. Davíð Kjartans- son náði bestum árangri þátttak- enda á æfingunum fyrir jól og fékk skákbók í verðlaun. Sam- bærileg,verðlaun verða síðan veitt aftur í vor. Næsta æfing verður í dag, laug- ardaginn 6. janúar, kl. 14. Mikil- vsegt er að þátttakendur mæti tímanlega. Æfíngarnar eru opnar öllum 14 ára og yngri. Aðgangur er ókeypis. Æfingarnar eru í boði BYKO. -------------- Fjölskyldu- hátíð í Perlunni FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ verður haldin í Perlunni í dag, laugardag- inn 6. janúar. Ásamt vinsælustu tónlistarmönnum landsins munu jólasveinarnir og Grýla og Leppa- lúði heilsa upp á gesti. Tilefni íjölskylduhátíðarinnar er útdráttur kvikmyndagetraunar Sambíóanna, Háskólabíós og FM 95,7 sem staðið hefur yfir á út- varpsstöðinni undanfarnar vikur. Heppinn þátttakandi keyrir heim á glænýjum BMW 316i árgerð 1996, sem er aðalvinningur 007 leiksins ásamt því að dregið verður um Smirnoff ævintýraferð til London, Sviss og Monte Carlo. Farið var í þennan getraunaleik vegna frumsýningar nýjustu Jam- es Bond- myndarinnar hér á landi „Goldeneye". Þeir tónlistarmenn sem koma fram eru Páll Óskar, Emilíana Torríni, Sælgætisgerðin og Hun- ang. Magnús Scheving sýnir þol- fímiatriði ásamt landsliðinu frá Aerobic Sport og Króni og Króna verða á staðnum til að heilsa upp á börnin. Nægar veitingar verða fyrir alla. Hátíðin hefst kl. 14 og stendur til kl. 16. Ókeypis aðgang- ur. Morgunblaðið/Ásdís Framboðslistar afhentir ■ KENNARASAMBAND íslands og Hið íslenska kennarafélag senda í ár alþingismönnum og sveit- arstjórnarmönnum um allt land jóla- og nýárskveðju. Með jólakortinu vilja félögin benda á hve skammur tími er til stefnu ef takast á að flytja rekstur grunnskóla frá ríki til sveit- arfélaga svo að sátt verði um fram- kvæmdina. KIN -leikur að lara! Vinningstölur 5. jan. 1996 4*6 •7*10*21 »22*27 Eldri úrslit á símsvara 568 1511 Stakk af frá tjóni að morgni aðfangadags NYR Toyota Corolla bíll er stórskemmdur eftir að ekið var á hann og stungið af á bíla- stæðinu við Kringluna að morgni aðfangadags. Rannsóknardeild lögregl- unnar í Reykjavík lýsir eftir vitnum að ákeyrslunni, sem varð milli klukkan 10 og 12 að morgni aðfangadags, á jarð- hæð bílastæðisins við Kringl- una. Toyotan, sem er sægræn að lit, var þar á bílastæði en aftur- horn hennar var stórskemmt eftir ákeyrslu þegar eigandi kom að og var þá tjónvaldurinn á bak og burt án þess að hafa gert vart við sig. Rannsóknardeild lögregl- unnar í Reykjavík vinnur að rannsókn málsins og skorar á tjónvaldinn og vitni að ákeyrsl- unni að gefa sig fram en fjöldi manns var í Kringlunni á þess- um tíma og því þykir ljóst að sjónarvottar hafi orðið að óhappinu. íslenskir unglingar sigruðu bandarískt úrvalslið Collins SKAK Skákmiöstööin Faxafeni 12 MINNINGARMÓTIÐ UM ETHEL B. COLLINS 29. desember til 2. janúar. 25 bandarískir unglingar tefldu við jafnmarga Islendinga. ÍSLENSK ungmenni sigruðu í keppni við úrvalslið frá austur- strönd Bandaríkjanna. Heild- arúrslitin urðu' 571/2 vinningar gegn 42‘/2. 50 manna hópur ungra skákmanna frá Bandaríkj- unum og aðstandenda þeirra dvaldist hér á landi yfir áramótin í þeim tilgangi að tefla á skákhá- tíð sem haldin var til minningar um Ethel B. Collins. Hún var mikil hjálparhella bróður síns, hins þekkta skákkennara, John W. Collins, 83ja ára. Hann var frumkvöðullinn að þessari skák- hátíð, en þetta er í 11 skipti sem viðureign af þessu tagi fer fram. John W. Collins er heiðursfélagi Skáksamband íslands. Á meðal nemenda hans var Bobby Fisc- her, fyrrum heimsmeistari í skák. John W.^ Collins kom ein- mitt fyrst til íslands árið 1972 til að fylgjast með heimsmeist- araeinvígi Fischers og Spasskys, sem fram fór í Laugardalshöll- inni. Bandaríska liðið er úrval ungra skákmanna frá austur- strönd Bandaríkjanna á aldrinum 9 til 16 ára. Keppnin hófst 29. desember og alls voru tefldar 4 umferðir. Hvort lið var skipað 25 skákmönnum. íslenska liðið sigraði í keppninni, hlaut 57‘/2 vinning gegn 42% vinningi bandaríska liðsins. Einnig fór fram hraðskákmót sem lauk með sigri Einars Hjalta Jenssonar sem fékk 8 vinninga í 9 skákum. Bragi Þorfinnsson lenti í öðru sæti með 7‘/2 vinning og Sigurður Daði Sigfússon í því þriðja með 7 vinninga. Þátttak- endur í hraðskákmótinu voru 66. Sérstakt skákmót var skipu- lagt fyrir. aðstandendur kepp- enda og tóku 22 þátt í því. Bandaríkjamaðurinn Michael Shahade sigraði á því, hlaut 6V2 vinning í 7 umferðum. Hann er fyrrverandi Bandaríkjameistari áhugamanna í skák. Adolf Pet- ersen varð í öðru sæti á mótinu með 6 vinninga. Að mótinu loknu bauð banda- ríski sendiherrann á íslandi keppendum, aðstandendum þeirra og skipuleggjendum keppninnar til veglegrar móttöku í sendiráðinu. Keppnin var skipu- lögð sameiginlega af Skáksam- bandi íslands og Taflfélagi Reykjavíkur. Teflt var í Skák- miðstöðinni Faxafeni 12. Skákþing Reykjavíkur 1996 Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 7. janúar, kl. 14 í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Mótið skiptist í aðalkeppni, unglingakeppni og svo hraðskákmót, sem fram fer að lokinni aðalkeppninni. í aðalkeppninni verða tefldar 11 umferðir eftir Monrad kerfi í einum opnum riðli. Um- hugsunartíminn er IV2 klst. á 30 leiki og svo 45 mínútur til að ljúka skákinni. Teflt verður þrisvar sinnum í viku, á sunnudögum kl. 14 og á mið- vikudögum og föstudögum kl. 19.30. Óllum er heimil þátttaka. Skráning fer fram í símum Taflfélags Reykjavíkur og lokaskráning er í dag, laugardaginn 6. janúar, frá kl. 14-20. Peningaverðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin á mótinu. Sigurvegarinn fær kr. 60.000. í verðlaun fyrir annað sætið eru kr. 30.000 og kr. 20.000 fyrir það þriðja. Auk þess eru verðlaunagripir fyrir fímm efstu sætin og „Skákmeistari Reykjavíkur 1996“ hlýtur farandbikar að launum. Sérstök aukaverðlaun, kr. 7.500, verða veitt fyrir bestan árangur skákmanna með 2000 stig eða minna og einnig kr. 5.000 fyrir bestan árangur skákmanna með 1700 skákstig eða minna. Þátttökugjöld í aðalkeppninni eru kr. 2.500 fyrir 18 ára og eldri, kr. 1.500 fyrir 15—17 ára og kr. 1.000 fyrir 14 ára og yngri. Keppni í unglingaflokki 14 ára og yngri fer fram laugardagana 13. og 20. janúar klukkan 14. V. Skákþing Reykjavíkur er eitt viðamesta skákmót, sem Taflfélag Reykjavíkur gengst fyrir og er það jafnan skipað öflugum skákmeisturum. Núverandi skákmeistari Reykja- víkur er Þröstur Þórhallsson. Jólahraðskákmótin Úrslit í þremur jóla- hraðskákmótum urðu eftir- farandi. Mót Taflfélags Reykja- víkur var að venju fjölmennast, þar mættu 42 keppendur til leiks og voru tefldar undanrásir og úrslit. Ungir skákmeistarar voru sigursælir: Taflfélag Reykjavíkur: 1. Björn Þorfinnsson 15 v. af 17 2. Bragi Þorfinnsson 14 v. 3. Jón Viktor Gunnarsson 14 v. 4. Páll Agnar Þórarinsson 12 v. 5. Áskell Öm Kárason IOV2 v. 6—7. Einar Hjalti Jensson og Hrannar Baldursson 10 v. 8—9. Bergsteinn Einarsson og Sveinn Kristinsson 9V2 v. 10. Lárus Knútsson 9 v. o.s.frv. Skákfélag Akureyrar 1. Rúnar Sigurpálsson 16V« v. af 19 2. Jón Björgvinsson 16 v. 3. Smári Rafn Teitsson 15’A v. 4. -5. Ólafur Kristjánsson og Þórleifur K. Karlsson 14‘A v. 6—7. Arnar Þorsteinsson og Magnús Teitsson 13 V; v. Taflfélag Garðabæjar 1—2. Sævar Bjarnason og Ögmundur Kristinsson 11 v. 3. Bragi Halldórsson 10‘/2 v. 4. Björn Jónsson 10 v. 5. Leifur I. Vilmundarson 7‘/2 v. 6—7. Ingi Þór Einarsson og Jóhann H. Ragnarsson 7 v. 8—11. Baldvin Gíslason, Árni Emilsson, Kjartan Thor Wikfeldt og Baldur Möller yngri 6 V2 v. o.s.frv. Margeir Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.