Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 11 FRÉTTIR Þjóðleikhússtjóri og formaður þjóðleikhúsráðs senda bréf til RUV Frábiðja sér frekari umfjöllun Dagsljóss „Veist að einstökum listamönnum á ómaklegan og ruddaleg- an hátt“ ÞJ ÓÐLEIKHÚ SSTJÓRI, Stefán Baldursson, og formaður þjóðleik- húsráðs, Þuríður Pálsdóttir, hafa sent Dagsljósi Ríkissjónvarpsins bréf í umboði þjóðleikhúsráðs þess efnis að leiklistargagnrýnandi þáttarins, Jón Viðar Jónsson, fjalli ekki oftar um leikverk á vegum leikhússins. Stefán Baldursson segir að á fundi þjóðleikhúsráðs, fimmtudaginn 4. janúar, hafi verið rætt almennt um umfjöllun Dagsljóss um sýningar leikhússins. „Við gerðum samþykkt um að skrifað yrði bréf til ritstjóra Dagsljóss þar sem þess væri óskað að Dagsljós myndi ekki fjalla um leiksýningar Þjóðleikhússins á meðan þáttarstjórnendur gætu ekki boðið upp á vandaðri umfjöllun en verið hafi fram til þessa.“ Stefán segir að Þjóðleikhúsið hafí ekki haft það sem stefnu að mót- mæla gagnrýni. „En þegar gagnrýn- in fer fram í beinni útsendingu í sjón- varpi þá fær hún svo mikið vægi að framsetningin þarf að vera nákvæm og vel rökstudd. Hún hefur hins veg- ar verið snubbótt og einkennst af órökstuddum staðhæfingum. Því er ekki að leyna að þessi gagnrýni er orðin hálfgert atvinnuböl þegar leik- arar í sýningum sem á eftir að frum- sýna eru farnir að koma og beiðast undan því að eiga yfír sér aftöku í beinni útsendingu." Aðspurður segir Stefán að það form sem beitt er í Dagsljósi geti örugglega hentað ágætlega til gagnrýni; „menn þurfa bara oft að gefa sér betri tíma f hveija umfjöll- un. Stundum hafa heilu leiksýning- arnar verið afgreiddar á tveim til þrem mínútum og það gefur auga- leið að á þeim tíma er ekki hægt að setja fram rökstudda gagnrýni. Framsetning gagnrýnanda er heldur ekki boðleg eins og hún hefur verið, dónalegar aðfinnslur við ákveðna einstaklinga og öfgakenndar full- yrðingar. Maður hlýtur að gera miklu meiri kröfurtil jafn vel mennt- Þjóðleikhússtjóri og formaður þjóðleikhús- ráðs hafa lagt til við ritstjóra Dagsljóss Ríkis- sjónvarpsins að gagnrýnandi þess fjalli ekki framar um sýningar leikhússins. Þröstur Helgason ræddi við forráðamenn leikhússins og leitaði viðbragða Dagsljóssmanna sem telja afskipti Þjóðleikhússins af gagnrýni einstakra fjölmiðla fráleit. Stefán Þuríður Baldursson Pálsdóttir aðs manns í faginu og þessa gagn- rýnanda." Óviðurkvæmilegar árásir Þuríður Pálsdóttir segir að sín persónulega skoðun sé sú að Ríkis- sjónvarpinu sé ekki samboðið að bjóða upp á gagnrýni á þessu stigi. „Jón Viðar virðist vera orðinn að einhverri sérstakri fígúru í Dagsljósi í stað þess að fjalla á ábyrgan hátt um leiklistina. Ef við berum leiklist- argagnrýnina í Dagsljósi saman við gagnrýni um aðrar listgreinar þar sjáum við strax hvaða munur er þar á. I umfjöllun um aðrar listgreinar Sigurður Jón Viðar Valgeirsson Jónsson tíðkast til dæmis ekki þessar óviður- kvæmilegu árásir á einstaka lista- menn. Ég legg til að Sjónvarpið skoði sinn gang og taki ábyrgari afstöðu í þessu máli.“ Fráleitt að við hættum umfjöllun Sigurður Valgeirsson, ritstjóri Dagsljóss, segist telja að hvorki Þjóð- leikhúsið né önnur stofnun, sem aug- lýsir verk sín og leggur þau fyrir dóm almennings, geti hafnað því að ákveðnir fjölmiðlar eða gagnrýnend- ur fjalli um verk þeirra. „En gagn- rýendur eru vitanlega ekki yfir gagn- rýni hafnir og er ég því fús til þess að hlusta á rökstudda gagnrýni for- ráðamanna Þjóðleikhússins á okkar störf. Ég er bæði tilbúinn til að ræða við þá og birta gagnrýni þeirra ef svo ber undir.“ Sigurður sagðist vera ánægður með Jón Viðar sem gagnrýnanda og standa á bak við hann. „En hug- myndin á bak við þessa samræðu- gagnrýni er sú að smekkur manna er misjafn og spyrill getur þannig virkað sem nokkurs konar mótvægi við skoðun gagnrýnanda, beðið hann um frekari rök við henni eða and- mælt.“ Sigurður sagði að það væri frá- leitt að Dagsljós hætti að gagnrýna sýningar hjá Þjóðleikhúsinu eins og forráðamenn þess hafa farið fram á; „við munum einfaldlega kaupa okkur inn á sýningar ef Þjóðleikhús- ið hættir að senda okkur miða fyrir gagnrýnanda." Veit ekki um hvað er verið að tala Jón Viðar Jónsson, leiklistargagn- rýnandi Dagsljóss, segir að þjóðleik- húsráð ráði því ekki hveijir fjalli um sýningar leikhússins. „Og þetta vita allir. Ég hef auk þess ekki fengið neina rökstudda gagnrýni um minn málflutning_ í Sjónvarpinu sem þarf að svara. Ég veit í raun ekki um hvað er verið að tala. Það virðist vera að þegar leikhúsfólk fær slæma dóma um sín verk þá verði viðbrögð- in sterkari en þegar dómarnir eru góðir; þá heyrist yfirleitt minna, ef nokkuð." Jón Viðar sagði að hann teldi að form gagnrýninnar í Dagsljósi hefði komið vel út. „Mér hefur heyrst á fólki að því finnist þetta koma vel út og að þetta væri skemmtilegt á að horfa. Ég tel nauðsynlegt að sterkur miðill eins og sjónvarpið hafí umfjöllun um leiklistina; hún mætti auðvitað vera meiri en þetta er ágæt byijun.'t BRÉF þjóðleikhússtjóra og for- manns þjóðleikhúsrráðs til rit- stjóra Dagsljóss er svohljóðandi: „Að marggefnu tilefni óskar Þjóðleikhúsið eftir því við forráða- menn þáttarins Dagsljóss að ekki verði fjallað þar um leiksýningar Þjóðleikhússins meðan ekki er boðið upp á vandaðri umfjöllun en raun ber vitni. Þjóðleikhúsið er menningar- og listastofnun sem tekur hlutverk sitt alvarlega og starfsmenn léik- hússins vinna verk sín heiðarlega og af heilbrigðum metnaði. Ríkis- sjónvarpið ætti að okkar mati að taka hlutverk sitt jafn alvarlega. Við teljum það ekki aðeins virð- ingarleysi við íslenskt leikhúsfólk hvernig fjallað er um leiksýningar í umræddum þætti, heldur fyrir neðan virðingu íslenska sjónvarps- ins að bjóða áhorfendum og vænt- anlegum leikhúsgestum upp á jafn ófullburða, órökstudda og öfga- kennda framsetningu og verið hefur. Itrekað hefur verið veist að einstökum listamönnum á ómaklegan og ruddalegan hátt. Má í þessu sambandi benda á að leiklistarfólk situr ekki við sama borð og aðrir listamenn hvað umfjöllun í Dagsljósi varðar. Um- fjöllun þáttarins um myndlist, bók- menntir og kvikmyndir hefur til þessa verið á allt öðrum forsend- um og sett fram af viðeigandi virð- ingu fyrir listamönnum þeim sem um er fjallað. Við væntum þess að ísienska sjónvarpið sjái só'ma sinn í því að taka leiklistarmálin metnað- arfyllri tökum í framtíðinni en - verið hefur. Að öðru leyti þökkum við fyrir ánægjulegt samstarf við starfsfólk Dagsljóss á liðnu ári og óskum því gleðilegs nýárs.“ Undir þetta rita þjóðleikhús- sljóri og formaður þjóðleikhús- ráðs. Fundi sjávarútvegsráðherra íslands og Færeyja lauk í Þórshöfn í Færeyjum í gær SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRAR íslands og Færeyja, þeir Þorsteinn Pálsson og Ivan Jo- hannessen, ákváðu á fundi sínum í Þórshöfn í Færeyjum í gær að stefna að þríhliða sam- komulagi landanna tveggja og Grænlands um stjórn sameiginlegra karfa- og grálúðu- stofna og að semja um gagnkvæmar veiði- heimildir á kolmunna. Þá samþykktu ráðherrarnir að gera úrslita- tilraun á fundi í Moskvu í lok mánaðarins til að ná samkomulagi við Rússland og Nor- eg um stjórn veiða úr norsk-íslenzka síldar- stofninum, en gefa að öðrum kosti út sameig- inlegan kvóta. Ráðherrarnir ræddu samskipti landanna á sviði sjávarútvegsmála vítt og breitt og sömdu meðal annars um að botnfiskkvóti Færeyinga í íslenzkri lögsögu yrði óbreyttur frá síðasta ári, 5.000 tonn. Hlutfall keilu af heildaraflanum er hins vegar hækkað. Veiðiheimildir á kolmunna Auk þess urðu ráðherrarnir sammála um að stefna að samningi um gagnkvæmar veiði- heimildii' á kolmunna. í yfirlýsingu, sem Þor- steinn og Johannessen gáfu út í fundarlok, segir að stefnt sé að endanlegu samkomu- lagi, sem gildi fyrir þetta ár, á næstu vikum. Um leið verði teknar ákvarðanir um makríl- og síldveiðar íslenzkra skipa í færeysku lög- sögunni, þar á meðal veiðar á norsk-íslenzku síldinni. Kvótasamkomulag landanna í fyrra- sumar gerði ráð fyrir gagnkvæmum veiði- rétti á síld innan lögsögu rikjanna. Þá verða möguleikar á loðnuveiðum færeyskra skipa í íslenzkri lögsögu jafnframt skoðaðir, að því er fram kemur í yfírlýsingunni. Ráðherrarnir ræddu möguleikana á auknu samstarfi varðandi hafrannsóknir og um nýtingu þeirra fiskistofna, sem ganga um lögsögu beggja ríkja. í yf- irlýsingu sinni leggja þeir áherzlu á þörfína fyrir meiri rannsóknir á norsk- íslenzku síldinni og á haf- svæðinu vestur af lögsögu ríkjanna, þ.e. í Síldarsmug- unni. Þríhliða viðræður nieð Grænlendingum Samkomulag náðist um að hefja samninga- viðræður Grænlands, Færeyja og íslands um sameiginlega stjórnun á karfa- og grálúðu- stofnunum, sem veiðast í lögsögu landanna þriggja. ísland mun von bráðar kalla saman embættismannafund til að hefja viðræður. „Það er orðið mjög brýnt að koma þessum viðræðum á og við fögnum mjög þessari nið- urstöðu. Grænlenzki sjávarútvegsráðherrann hafði fallizt á slíkt þegar hann var í heim- sókn á íslandi í október," sagði Þorsteinn Pálsson í samtali við Morgunblaðið. „Við vonumst til að þessar þtjár þjóðir geti komið sér saman um stjórnun á stofnunum. Það kemur að litlu haldi að íslendingar einir séu að setja kvóta á meðan aðrar þjóðir veiða fískinn stjórnlaust. Ástand stofn- anna er orðið mjög alvar- legt.“ Úrslitatilraun í Moskvu Hvað varðar deiluna við Noreg og Rússland um veiðar úr norsk-íslenzka síldarstofninum lýstu ráð- herrarnir því yfir að þeir væru báðir hlynnt- ir stjórnkerfi, sem gerði ráð fyrir að veiðum innan lögsögu strandríkjanna fjögurra og á alþjóðlegu hafsvæði yrði haldið innan umsam- ins hámarksafla og innan ráðgjafar vísinda- manna. „Löndin eru sammála um að halda áfram tilraunum til að ná samkomulagi milli strandríkjanna um kvótaskiptingu milli land- anna og stjórnun veiðanna á alþjóðlegu haf- svæði,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafn- framt að ákvörðun Norðmanna um að taka sér sjálfir 725.000 tonna síldarkvóta liafi spillt fyrir möguleikum til að ná samkomu- lagi um kvótaskiptingu fyrir árið í ár, en ekki eigi þó að útiloka að það geti náðst. Náist hins vegar ekki samkomulag milli strandríkjanna á fundi í Moskvu síðar í mán- uðinum, séu ísland og Færeyjar sammála um að gera samning um kvóta og gagnkvæm- ar veiðiheimildir við „eins mörg strandríki og hægt er“. Þorsteinn Pálsson sagði í samtali við Morg- unblaðið að með þessu orðalagi væri þeim möguleika haldið opnum að samið yrði við Rússa, þótt Nörðmenn stæðu áfram í vegi samninga. „Það verður gerð úrslitatilraun í Moskvu og það er alveg ljóst að ef hún tekst ekki, munum við gefa út sameiginlegan kvóta,“ sagði Þorsteinn. „Bæði við og Færey- ingar höfum haft samband við Rússa, en höfum ekki fengið svör ennþá. Við gerum okkur grein fyrir því að ekki eru miklar líkur á að þeir komi með. Við viljum hins vegar halda því opnu. Ég minni á í því sambandi að við samþykktum tillögu Rússa um bráða- birgðakvóta á fundinum í Þórshöfn í desem- ber, en þá komu Norðmenn í veg fyrir slíkt samkomulag. Við komum þar mjög verulega til móts við hugmyndir Rússa. Við viljum gjarnan heyra í Rússum og fá þeirra við- brögð.“ Fara varlega Ivan Johannessen, sjávarútvegsráðherra Færeyja, sagði í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins í gær að Færeyingar vilji fara varlega og ekki semja við ísland um sameiginlegan kvóta fyrr en fullreynt verði á fundinum í Moskvu hvort samkomulag næst. Þoi’steinn sagði að Johannessen hefði gert sér grein fyrir þeim erfiðleikum, sem væru uppi vegna væntanlegra viðræðna Færeyja og Noregs um kvóta Færeyinga í Barentshafi, en sagði það algerlega aðskilið mál frá fundarefni þeirra ráðherranna. Stefnt að þríhliða samkomulagi um karfa og grálúðu Ivan Johannessen Þorsteinn Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.