Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Frumskýrsla um umhverfisáhrif Sorpurðun á Mið- Austurlandi 1 vor STEFNT er að því að fyrsti áfangi í urðun sorps á viðurkenndum urð- unarstað á vegum Sorpsamlags Mið- Austurlands geti hafist í vor og jafn- framt verði aflögð opin sorpbrennsla á fimm stöðum á svæðinu. Skipulagsstjóra ríkisins hefur ver- ið tilkynnt um frumthugun á um- hverfisáhrifum vegna framkvæmda við fyrirhugaða urðunarstaði á jörð- unum Berunesi og Þernunesi við Reyðarfjörð og flokkunarmiðstöð fyrir sorp á Reyðarfirði. Áætlað er að vinnu við gerð urðunarstaðar og gámavalla ljúki í sumar, að því er fram kemur í greinargerð frá Sorp- samlagi Mið-Austurlands. Sveitarfélögin á Mið-Austur!andi stofnuðu samlag um sorphirðu á liðnu ári. Að því standa Neskaupstað- ur, Eskifjarðar- og Reyðarfjarðar- kaupstaður ásamt Fáskrúðsfjarðar-, Búða- og Stöðvarhreppum. Alls búa um 4.500 manns á svæðinu og talið að árlega falli til um 3.200 tonn af sorpi, þar af 2.300 tonn af urðanlegu sorpi. Hingað til hefur sorp á svæðinu verið brennt við opinn e!d eða í opn- um þróm og ýtt út og urðað í ná- grenni við brennslustaðina, sem yfir- leitt eru í 1-2 km fjarlægð frá íbúða- byggð. I greinargerð Sorpmiðstöðvar Mið-Austurlands kemur fram að auk þess sem brennslustaðimir fimm leggist af standi vonir til að opinni brennslu við einstaka bæi verði hætt þegar skipulögð urðun hefst. Ráðgert er að koma upp flokkun- arstöðvum í hvetju sveitarfélaganna til að auðvelda íbúum og fyrirtækjum á svæðinu að losa sig við úrgang og spiliiefni sem hingað til hafa farið óflokkuð í opna brennslu og niður- föll. I flokkunarstöðvum geti íbúar og fyrirtæki losað sig við flokkaðan úrgang, svo sem garðaúrgang, pappa, timbur, málma og spilliefni til förgunar; endurvinnslu eða endur- nýtingar, og þannig stuðlað að því að draga úr magni þess sorps sem fer til urðunar. Vestan við hafnarsvæðið á Reyð- arfírði er stefnt að því að reisa flokk- unarmiðstöð, en þangað verður fært það sorp sem ekki fer til urðunar. Þaðan verður það flutt flokkað til endurvinnslu eða eyðingar. Ráðgert er að jarðgera garðaúrgang sem berst flokkunarmiðstöðinni á núver- andi brennslustöðum og nýta síðan til uppgræðslu og jarðvegsbóta. Skýrsla um frummat á umhverf- isáhrifum vegna urðunarstaðanna liggur nú frammi hjá Skipulagi rík- isins og á skrifstofum sveitarfélag- anna sex sem aðild eiga að sorpsam- laginu. Frestur til að skila athuga- semdum við framkvæmdirnar rennur út 12. febrúar. Morgunblaðið/Silli PRESTURINN, séra Sighvatur Karlsson, talar til yngri barnanna. Bamaböll í 100 ár Húsavík - Kvenfélag Húsavíkur, sem á síðasta ári fagnaði 100 ára afmæli sínu, stóð um síðustu helgi fyrra árs fyrir hinu árlega barna- balli sem félagið hefur svo til óslit- ið haldið frá því að það var stofnað. Ein langamman, sem nú var með barnabarnabörnin á ballinu, sagðist ekki minnast þess að barnaball Kvenfélagsins hefði fallið niður þó veður hafi oft ver- ið misjöfn og eitt sinn verið orða- tiltæki um mikið hríðarveður, „að þetta væri reglulegt barnaballs- veður“. En nú var veður hið blíð- asta þó frostharka nokkur, en síð- ustu tíu daga ársins fór frostið hér ekki niður fyrir 10 stig. Kvenfélagið gefur yngri börn- unum sælgætispoka, sem jóla- sveinar útbýta, en þau eldri fá drykk og góðgæti með. Bíll valt á Jökuldal Vaðbrekka, Jökuldal - Bifreið af Subaru-gerð valt við bæinn Hrólfs- staði á Jökuldal í gærdag, tveir menn voru í bílnum og sluppu þeir ómeiddir. Tildrög slyssins voru þau að öku- maður missti stjórn á bifreiðinni þegar hann lenti á bólstri sem var á veginum, en í frostunum á dögun- um hafði stíflast þar renna og vatn sem í gegnum hana átti að fara rann upp á veginn og hlóðst þar upp í bólstur. Síðan þegar þiðnaði um áramótin mynduðust pollar og för í bólsturinn sem hættuleg eru minni bílum. Bratt er fram af veginum þar sem slysið varð og flaug bíllinn fjóra til fimm metra fram af og hafnaði á hvolfi í hvilft neðan vegarins á skurðbakka. Mennirnir tveir sem í bílnum voru sluppu báðir ómeiddir eins og áður sagði en þeir voru báðir í bílbeltum og hefur það ör- ugglega bjargað þeim frá meiðslum því bíllinn er gjörónýtur. Að sögn bóndans á Hrólfsstöðum hafði ökumaður og eigandi bílsins nýlokið við að gera við festingu á öryggisbelti bílstjórasætis þegar slysið varð og taldi hann bílbeltin hafa bjargað því að ekki fór verr en raun varð á, því yfirbygging bílsins lagðist saman og lá nánast niður á bílstjórasætið. Ekki sagðist bóndinn skilja að mennirnir sluppu svo vel sem raun bar vitni því sér hefði virst að mjög plásslítið hefði verið fyrir þá inni í bílnum eftir veltuna. * Morgunblaðið/Kristján KRAKKARNIR í 5. bekk í 30. stofu í Lundarskóla voru í sundkennslu í gærdag, en fengu að renna sér eina salibunu í rennibrautinni áður en tímanum lauk. Sundlaug Akureyrar Aðsóknarmet slegið á síðasta ári AÐSÓKNARMET var slegið í Sundlaug Akureyrar á síðasta ári. Þá komu um 246.000 gestir í laug- ina en árið 1994 komu um 223.000 gestir. í þessum tölum er bæði skólasund og sundæfingar. Sigurð- ur Guðmundsson, forstöðumaður sundlaugarinnar, sagðist hafa átt von á því um mitt sumar að gestir yrðu 250.000 á árinu en aðeins vantaði upp á að ná þeirri tölu í árslok. Tekjur laugarinnar voru um 21 milljón króna og með millfærslu vegna grunn- og framhaldskólanna voru tekjurnar á síðasta ári rúmar 27 milljónir króna. Tekjurnar árið 1994 voru 15,1 milljón króna og árið áður um 12,5 milljónir króna. Sigurður segir að sú mikla upp- bygging sem átt hafi sér stað í sundlauginni sé helsta ástæðan fyr- ir þessari miklu ljölgun gesta. Hann Messur AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjón- usta á sunnudag kl. 14.00. Biblíulest- ur í safnaðarheimilinu næstkomandi mánudagskvöld kl. 20.30. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 14.00. Árnaldur Bárðarson guðfræðingur prédikar og sr. Sigurður Guðmundsson biskup þjónar fyrir altari. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sam- koma í umsjá ungs fólks í kvöld, laugardagskvöld kl. 20.30. Safnaðar- samkoma kl. 11.00 á sunnudag. Jó- hann Pálsson taiar. Vakningarsam- koma kl. 15.30 sama dag, Anna Höskuldsdóttir tafar. Mikill og fjöl- breyttur söngur. Allir velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 13.30 á sunnudag, al- menn samkoma kl. 20.00. Heimila- samband k!. 16.00, á mánudag, krakkaklúbbur á miðvikudag og bibl- íulestur kl. 20.30 á fimmtudags- kvöld. -----»-♦—«---- Gáfu mynd af fyrrverandi formanni GAMLIR félagar í fþróttafélaginu Þór gáfu félaginu í tilefni af 80 ára afmæli þess mynd af Haraldi Helga- syni sem var formaður félagsins í 20 ár, frá 1960 til 1980. Myndin verður formlega afhent og afhjúpuð í lok þrettándagleði félagsins en hún hefst kl. 17 í dag, laugardag. segir að sundlaugin skipti miklu máli fyrir ferðamannaiðnaðinn á Akureyri og því sé nauðsynlegt að aðilar í þeirri grein snúi bökum saman og þrýsti á enn frekari fram- kvæmdir á sundlaugarsvæðinu. 35 milljónir til framkvæmda á árinu Á þessu ári er gert ráð fyrir 35 milljönum króna til framkvæmda í .sundlauginni og segir Sigurður að líklega verði hafist handa við að byggja við búningsklefa og af- greiðslu en þar er einnig gert ráð fyrir veitingaaðstöðu. Sigurður segir að miklum fjár- munum hafi verið varið í viðhald síðustu 2-3 ár enda hafi lítið verið gert í þeim málum 10 ár þar á undan. Hins vegar sjáist nú fyrir endann á helstu viðhaldsfram- kvæmdum. Erfitt að fjármagna Á síðasta ári komu um 30.000 gestir í Sundlaug Glerárskóla og er það svipaður fjöldi og árið áður. Ef skólar og sundfélagið eru tekin með, voru gestir helmingi fleiri eða um 60.000. Tekjur laugarinnar vegna gesta voru um 2,6 milljónir á síðasta ári og með millfærslu vegna skóla rúmar 7 milljónir. Samúel Jóhannsson, forstöðu- maður sundlaugarinnar, segir að bærinn hafi ekki fjármagn til skipt- anna og því sé ekki gert ráð fyrir framkvæmdum við laugina á þessu ári. „Þeir fjármunir sem til eru fara í Sundlaug Akureyrar og auðvitað eru mjög margir ánægðir með það sem þar er verið að gera. En á meðan eigum við erfitt með að fá pening í nauðsynlegt viðhald," seg- ir Samúel. UA eignast meiri- hluta í Laugafiski ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. hefur eignast 60% hlut í Lauga- fiski hf. í Reykjadal í S-Þingeyjar- sýslu. ÚA keypti nú um áramótin 20% hlut Byggðastofnunar í Laugafiski og einnig 20% hlut þrotabús Kaldbaks hf. á Grenivík en fyrir átti ÚA 20%. Björgólfur Jóhannsson, fjármálastjóri ÚA, staðfesti þetta í samtali við Morg- unblaðið en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Fiskiðjusamlag Húsavíkur á 20% hlut í Laugafiski og Reyk- dælahreppur 20%. Lúðvík Har- aldsson, framkvæmdastjóri Laugafisks, sagðist í samtali við Morgunblaðið, vera mjög ánægður með að ÚA eignaðist meirihluta í fyrirtækinu. Það væri jákvætt bæði fyrir fyrirtækið og sveitarfé- lagið, enda hefur ÚA verið stærsti viðskiptavinur Laugafisks undan- farin ár. Til viðbótar sækir fyrir- tækið hráefni vítt og breitt um landið. Hausavinnsla ÚA til Laugafisks? Hjá Laugafiski eru fiskhausar og hryggir þurrkaðir með jarðhita og eru afurðir fyrirtækisins seldar til Nígeríu. Fyrirtækið er það stærsta í þessari atvinnugrein hér- lendis en á síðasta ári var fram- leiðslan um 660 tonn og brúttö- veltan 90-100 milljónir. Hjá Laugafiski eru 16-17 ársverk. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur hausavinnsia ÚA verið til endurskoðunar án þess að tekin hafi verið endanleg ákvörðun um framtíð hennar. Lúð- vík Haraldsson sagðist hins vegar gera ráð fyrir að hausavinnsla UA færðist yfir til Laugafisks. -----------» ♦ ♦---- Þrettándagleði í Deiglunni HLJÓMSVEITIN 4 fjörugir flytur danstónlist af eðalgerð á þrettánda- gleði í Deiglunni í kvöld, laugar- dagskvöldið 6. janúar, en hún hefst kl. 22. Hljómsveitina skipa Jón Rafnsson á kontrabassa, Daníel Þorsteinsson á harmónikku, Karl Petersen á trommur en söngkona sveitarinnar er Björg Þórhallsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.