Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 43 i 1 1 i ! j I J í I i i í i i i í i i i i i i i i i i SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR + Sigrún Magnúsdóttir var fædd á Háu-Þverá í Fljóts- hlíð 7. september 1923. Hún lést á heimili sínu 26. desem- ber. Minningarathöfn um Sig- rúnu fór fram 29. desember. Kveðja frá vinum í fjarlægu landi ÞAÐ var í maí 1958, sem við hjón- in stigum eitt af okkar gæfuspor- um í lífinu án þess þó að vita það þá. Að kaupa kjallaraíbúð í Nökkvavogi 22 og kynnast Sig- rúnu Magnúsdóttur og Sigurði Halldórssyni sem áttu efri hæðina. Siggi og Sigrún áttu þá þegar fjög- ur börn og það fimmta á leiðinni. Við með mánaðargamla dóttur, nýbakaðir foreldrar, vissum auð- vitað ekkert um okkar væntanlega sambýlisfólk. Það er skemmst frá því að segja að okkur var tekið opnum örmum. Ekki leið á löngu áður en Sandra okkar og litli Siggi urðu óaðskiljanlegir leikfélagar. Og alveg var sama hvernig á stóð, alltaf var jafn gott að koma í kaffi- sopa upp til Sigrúnar. Við eignuð- ust tvo syni, Birgi og Hauk, á þessum 10 árum sem við vorum svo lánsöm að búa í sama húsi og Siggi og Sigrún. Það var ekki nóg með að það væri hlustað eftir börn- unum á milli hæða ef einhver þurfti að bregða sér út að kvöldlagi, en við „krakkarnir" niðri gleymum því aldrei þegar okkur var treyst til að passa Svövu í 3 vikur þegar foreldrarnir brugðu sér í sína fyrstu Spánarferð. Auðvitað var goldið í sömu mynt, þau pössuðu Birgi þegar við fórum í hálendis- ferð. Það var alltaf pláss hjá Sig- rúnu. Svona gekk þetta í gegnum árin, algjörlega snurðulaus sam- búð. Vináttan hélst þó við flyttum. Heimsóknir á báða bógu, þau bjuggu áfram í Nökkvavoginum í mörg ár, en ef eitthvað mikilvægt var að ske í fjölskyldunum þá kom- um við saman. Fyrir 17 árum fluttum við hjón- in til Seattle. Sambandið rofnaði aldrei enda var ekki síðra samband milli Sigurðar og Gunnars í vinnu og vináttu. í heimsóknum okkar til íslands höfðum við samband við þau hjónin þegar tækifæri var til. Mér er sérstaklega minnisstæð síð- asta samverustundin okkar í jan- úar á þessu ári, og er ég þakklát + Rósa Aðalheiður Níelsdóttir fæddist 18. ágúst 1920 í Stykkishólmi. Hún lést 29. des- ember síðastliðinn og fór útför- in fram frá Hallgrímskirly'u 5. janúar. RÓSA Níelsdóttir fluttist ung til Reykjavíkur og hélt í fyrstu heim- ili með Níelsi Hafstein syni sínum, Maríu systur sinni og Hafdísi Hönnu dóttur hennar. Síðustu æviárin dvaldi hún hjá okkur Níelsi og Haraldi ömmudrengnum sínum. Rósa starfaði á ýmsum stöðum, s.s. vertshúsunum Miðgarði við Óðinstorg og Tryggvaskála á Sel- fossi, Belgjagerðinni og saumastof- unni Lýru, kaffihúsinu Tröð og síð- ast á barnaheimilinu Dyngjuborg. Hún þótti vera hraðvirk, vandvirk og samviskusöm. Rósa Níelsdóttir las mjög mikið, einkum skáldsögur og æviminningar, og sótti sér bæk- ur á Borgarbókasafnið. Hún hlust- aði talsvert á útvarp, fylgdist með leikritum og' framhaldssögum, hafði yndi af tónlist og var sérstak- lega hrifin af kraftmiklum óperu- fyrir hana. Síðastliðinn október þegar þau voru á Fiórída, vissum við að Sig- rún var að glíma við erfiðan sjúk- dóm en vonuðum að við myndum hitta þau bæði á Kanarí í febrúar á næsta ári. Því miður fengum við sorgarfrétt í morgun, 27. desem- ber. Sigrún var dáin. Hún var ein- hver sá sérstæðasti persónuleiki sem við höfum kynnst, sem móðir, eiginkona og vinur vina sinna. Sigrúnar er sárt saknað. Guð styrki ykkur öll, Sigurður, Magn- ús, Halldór, Sigrún, Svava, Siggi og fjölskyldur. Rósa, Gunnar Jóhannesson og börn, Seattle. Alit eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði,- líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson.) Það var þungt högg að fá fregn- ir af fráfalli Sigrúnar. I gleði og ljósi jóla koma ótíðindin, frá okkur eru hrifnir ættingjar og ástvinir, en vegir Guðs eru órannsakanlegir. Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulegrar vinkonu minnar, en minningarathöfn henn- ar fór fram 29. desember síðastlið- inn. Sigrún var sérstök mann- kostakona, fríð sýnum, hógvær og gjafmild með afbrigðum og var ávallt að gleðja aðra. Okkar leiðir lágu fyrst saman í gegnum dans, en hún hafði sér- stakt yndi af dansi og naut þeirrar gleði er dansinn veitir og voru þau hjón þátttakendur í mörgum dans- sýningum á vegum Dansskóla Heiðars í fjöldamörg ár. Þó verður mér alltaf minnisstæðastur Waltz- danshópurinn, en hann mynduðu hjón er höfðu margra ára dansnám að baki. Samviskusemi og dans- gleði gerði þennan hóp sérstakan, en Sigrún og Sigurður áttu hvað mestan þátt í því að binda þennan einstaka danshóp traustum vin- áttuböndum. Oft lá leiðin í Máva- nes og heimilinu breytt í danssal eins og ekkert væri sjálfsagðara, en brennandi áhugi, þekking og elskulegheit Sigrúnar var ómetan- leg. I vinskap Sigrúnar fann ég þann söng og rólegum dægurlögum, eldri sem yngri. Þá var hún tíður gestur á myndlistarsýningum og skipti þá litlu máli hvort um var að ræða hefðbundna list eða framúrstefnu. Rósa ferðaðist nokkuð, fór yfirleitt árlega norður að heimsækja ívar bróður sinn og fjölskyldu hans á Nautabúi, síðar á Flögu í Vatns- dal, og um leið móðursystur sínar, Rósu á‘ Marðarnúpi sem hún var heitin eftir og Jennýju á Eyjólfs- stöðum og dætur hennar sem hún var í vinfengi við, einkum Hönnu. Síðustu árin var flest hennar skyld- fólk farið úr dalnum út á Blönduós eða vestur á Hvammstanga. Rósa sigldi með strandferðaskipinu Heklu til Norðurlanda, tvisvar fór hún hringveginn með Helgu systur sinni og margoft til Kanaríeyja að læknisráði eða til að njóta samvista auð sem tryggur vinur getur að- eins gefið. Streyma minningarnar fram og reikar hugurinn til þeirra stunda sem við áttum saman. Við vorum báðar miklir sólardýrkendur og á sumrin var oft hringt og glað- leg rödd hennar sagði: „Það er sól úti, komdu í sólbað." Þannig vil ég minnast hennar, umvafða sólar- geislum. Sigrún var mikil gæfukona. Átti elskulegan eiginmann og stóra og ástríka fjölskyldu, en missir ykkar er mikill því þeir einir er eiga mik- ið missa mikið. Kæru vinir, Sigurður og fjöl- skylda, ég bið Guð að gefa ykkur öllum styrk í þessari miklu sorg, en minning um góða konu mun aldrei gleymast. Blessuð sé minning þín. Guðrún Pálsdóttir. Eitt sinn skal hver deyja. Það er fátt sem við vitum er við fæð- umst í þessa veröld, en eitt er víst að á endanum yfirgefum við hana. Við skiljum eftir misgóðar minn- ingar og störf okkar eru sjálfsagt mis-mikilvæg fyrir hana veröld, en þeir sem okkur kynnast hljóta að líta til baka og dæma okkur eftir gjörðum okkar hér í heimi. Sigrún Magnúsdóttir var ein- hver ágætasta kona sem ég hef kynnst á langri lífsleið. Hún var glæsileg, vel gefin og dugleg kona, sem ég var svo lánsamur að hafa sem nemanda í skóla mínum í yfir 30 ár. Hún kom fyrst með dætrum sínum tveim þegar ég kenndi dans í VR-salnum í Vonarstræti 4 og árið eftir komu þau hjónin Sigrún og Sigurður til mín í danstíma þegar ég bytjaði kennslu í Ingólfs- kaffi. Þau hjónin voru máttarstólp- ar í „Mánudagsflokknum" mínum sem fylgt hefur mér í gegnum súrt og sætt í yfir 30 ár. Sigrún var um tíma formaður dansklúbbs skólans og undir hennar stjórn fórum við í ferðalög m.a. til út- landa okkur öllum til ánægju og gleði. Sigrún aðstoðaði mig oft við kennslu því hún var ekki bara góður dansari heldur átti hún sér- lega auðvelt með að umgangast böm og unglinga. Þau hjónin voru í mörg ár í sérstökum danshópi sem sýndi víða bæði á skemmti- stöðum og í sjónvarpi. Ég veit að á endanum hverf ég og „Mánu- dagsflokkurinn“ á braut en minn- ingar um góðar stundir okkar munu alltaf fylgja mér. Blessuð sé minning þín. Guð styrki eiginmann þinn og fjöl- skyldu. Þess óskum við öll. Heiðar R. Ástvaldsson, eiginkona og starfsfólk. við systur sínar og íjölskyldur þeirra. Rósa þjáðist um áratugaskeið af astma og þurfti oft að leggjast inn á sjúkrahús til strangra rann- sókna og meðferðar. Allt þetta bar hún af stöku æðruleysi, kvartaði aldrei, harkaði af sér og fór jafnvel fárveik til vinnu án þess að nefna það við nokkurn mann. Rósa undi sér vel við hugðarefni sín eða störf á heimilinu, stjanaði við bömin í húsinU og næstu húsum sem voru daglegir gestir, önnur komu til lengri eða skemmri dvalar, en öllum veitti hún af rausn hjarta síns. Hún var í eðli sínú einfari og dró sig frekar í hlé en trana sér fram, en var um leið sæl og ánægð meðal ættingja og vina. Að leiðarlokum vil ég þakka tengdamóður minni innilega fyrir góðar og gefandi samverustundir og þann styrk sem hún sýndi mér og mínu fólki á erfiðum stundum. Henni fylgja kveðjur frá því öllu. Hvíli hún í friði. Magnhildur Sigurðardóttir. + Guðrún Guðmundsdóttir fæddist 13. nóv. 1946 á Hólmavík við Steingrímsfjörð í Strandasýslu. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hólmavík 22. desember síðastliðinn og fór útförin fram 29. desember. HÚN kom ekki á óvart andláts- fregn Guðrúnar Guðmundsdóttur. Þó reynist erfitt að gera sér grein fyrir því að hún er ekki lengur meðal okkar. Árum saman vissum við sem til þekktum að hún barð- ist hetjulegri baráttu við hættuleg- an sjúkdóm, en trúðum lengst af að hún mundi hafa betur með hjálp nútíma vísinda, sínum jákvæðu viðhorfum og fádæma viljastyrk. En baráttunni lauk með jafntefli. Aldrei laut hún í lægra haldi og hélt sínu mikla andlega þreki og styrk þar til yfir lauk. Guðrún lést á sjúkrahúsinu á Hólmavík föstudaginn 22. desem- ber sl. Hún hvarf yfir móðuna miklu á fyrsta degi hækkandi sól- ar, þegar hátíð ljóss og friðar gengur hér í garð. Hvað hinum megin bíður er hulið okkar ófull- komnu sýn, en ég held þó að okk- ur sem á eftir komum sé ávinning- ur að slíkum fulltrúa. Guðrúnu man ég fyrst fýrir um þrjátíu og fimm árum, fallega, alvörugefna unglingsstúlku í heimsókn hjá vandamönnum á Hólmavík, en foreldrar hennar voru þá flutt suður fyrir nokkrum árum. Ung kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Guðmundi Ragnari Jóhannssyni frá Hólma- vík. Þau stofnuðu heimili í Kópa- vogi og þar fæddust þijár elstu dæturnar, Ragnheiður, Ingi- munda og Jóhanna. En eitthvað var það sem togaði í norður til átthaganna og fyrir tæpum 18 árum brugðu þau á það ráð að flytja norður til Hólmavíkur. Þar fæddist þeim yngsta dóttirin, Ma.ría Mjöll. í Austurtúni 2 byggðu þau sér glæsilegt íbúðarhús með fallegri og vel hirtri lóð. Þar ber allt dugn- aði og smekkvísi húsráðendanna vitni. Þarna ræktuðu þau garðinn sinn í þess orðs fyllstu merkingu. Allt í röð og reglu. Heimilið og velferð barnanna í fyrirrúmi. Og svo komu barnabörnin. Þau eru nú orðin 5 og fyrir þau er líka nóg rými í húsi og í hjarta. Á Hólmavík hefur Guðmundur jöfn- um höndum stundað sjóinn og iðn sína, en hann er múrari að mennt, en Guðrún var mörg síðustu árin gjaldkeri við útibú Búnaðarbank- ans, ásamt umsýslu heimilisins. Kynni mín af Guðrúnu hófust þegar við fyrir mörgum árum lent- um saman í sóknarnefnd Hólma- víkursóknar. Um það leyti vantaði meðhjálpara í Hólmavíkurkirkju. Ég man að við meðnefndarmenn Guðrúnar lögðum fast að henni að taka starfið að sér og hún lét að lokum til leiðast. Mér er líka minnisstætt hvað starfið var vel af hendi leyst og framgangan virðuleg og örugg. Heppnari hefð- um við ekki getað verið í vali á meðhjálpara. Þannig var öllu skil- að sem hún tók sér fyrir hendur. Seinna unnum við saman á vett- vangi sveitarstjórnarmála í bygg- ingarnefnd og hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Þar komu eðl- iskostir hennar ekki síður í ljós. Reynt að vinna öll verk vel. Ekki flanað að neinu. Öll mál athuguð af nákvæmni og velvild. Stutt í græskulausa kímni. Með þannig fólki er gaman að vinna. í minn- ingunni verður þakklæti efst í huga. Og nú er hún horfin á besta aldri þessi glæsilega koná. í okkar litla samfélagi er stórt skarð fyrir skildi. Sárastur er þó missirinn hjá ástvinunum, eiginmanninum, dætrunum, tengdasonunum og barnabörnunum. Guð gefi þeim styrk og þor. Mín huggunarorð eru léttvæg. En minningin lifir. Geymið hana og minnist þess að enginn getur misst mikið nema sá sem hefur átt mikið. Og minninguna um Guðrúnu Guðmundsdóttur er gott að jgeyma. Eg og fjölskylda mín vottum ykkur öllum innilega samúð. Brynjólfur Sæmundsson. t Einlægar þakkir fyrir vináttu og hlýhug við andlát og jarðarför GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR BERGMANN. ^Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Skjóls. Steinunn H. Yngvadóttir, Hörður Einarsson, Óttar Yngvason, Birna Danielsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka syokallaðra ASCIl-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega linulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall GUÐRÍÐAR SNORRADÓTTUR. Magnús Guöjónsson, Svala Aðalsteinsdóttir, Sigurður Kristjánsson, Heiga Aðalsteinsdóttir, Snorri Aðalsteinsson, Hreiðar Aðalsteinsson, Kristfn Aðaisteinsdóttir, Einar Magnússon, Sigrún Bender, María Þorleifsdóttir, Sigurþór Guðmundsson, Sólbjört Aðalsteinsdóttir, Tómas Guðmundsson, Margrét Aðalsteinsdóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Þórður Óskarsson, Fjólai Aðalsteinsdóttir, Oddur Þóröarson, Sigrún Aðalsteinsdóttir, Hilmar Þorvaldsson, Guðmundur Aðalsteinsson. RÓSA NÍELSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.