Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sóknarnefnd Langholtskirkju að loknum sóknarnefndarfundi Deilan ekki ein- göngu milli prests og organista SÓKNARNEFND Langholtssafnað- ar sendi frá sér ályktun vegna um- fjöllunar um deilumál í Langholts- kirkju að loknum sóknarnefndar- fundi í gær. í henni er m.a. lögð áhersla á að deilan sé ekki eingöngu á milli sóknarprests og organista heldur mun víðtækari. Í ályktun sóknarnefndarinnar er rakið að á fundi hennar 15. desem- ber sl. hafi verið fallist á það erindi Jóns Stefánssonar að hann tæki sér frí frá störfum frá 24. desember 1995 til 15. janúar 1996 svo að frið- ur mætti ríkja um kirkjustarfið um' jólahátíðina. Sú tillaga sóknarprests, séra Flóka Kristinsssonar, að Jóni yrði sagt upp störfum hafi ekki hlot- ið hljómgrunn innan sóknarnefndar- innar. „Eftir þennan fund hefur sóknar- nefnd reynt með aðstoð prófasts og biskups, að finna lausn á þeim ágreiningsefnum sem verið hafa inn- an Langholtssafnaðar. Sóknarnefnd harmar að sú viðleitni hefur enn sem komið er engan árangur borið. Hún fagnar þeirri ákvörðun biskups að fela óháðum aðila að vera honum innan handar við Iausn á þessu við- kvæma deilumáli," segir í ályktun- inni. „Sú fjölmiðlaumræða sem verið hefur að undanförnu hefur einungis beinst að séra Flóka Kristinssyni og organista Langholtssafnaðar, Jóni Stefánssyni. Sóknarnefnd vill taka fram að deilan er ekki eingöngu milli þessara tveggja aðila, heldur mun víðtækari. í tilefni orða sóknarprests um fjárreiður sóknarinnar tekur sóknar- nefndin fram að hún hefur ekkert að fela í þeim efnum enda hafa reikningar safnaðarins verið endur- skoðaðir og legið frammi á aðalsafn- aðarfundi og verið samþykktir.“ Að lokum segir í ályktuninni að Morgunblaðið/Ásdís FRÁ sóknarnefndarfundi í Langholtssöfnuði í gær. von sóknarnefndarinnar sé að friður megi komast á innan safnaðarins og sé sóknamefnd tilbúin hér eftir sem hingað til að leggja sitt af mörk- um í þeim tilgangi. Undir ályktunina skrifar Guðmundur E. Pálsson, for- maður sóknarnefndarinnar, fyrir hennar hönd. Fj örutíu manns bíða eftir áritun til Bandaríkjanna HÁTT í fjörutíu íslendingar bíða nú eftir vegabréfsáritun til Bandaríkj- anna, en frá því 18. desember síðast- liðinn hafa engar umsóknir um vega- bréfsáritanir verið afgreiddar til landsins þar sem ekki er búið að afgreiða fjárlög ársins vegna deilna á Bandaríkjaþingi. Ferðamann sem dveljast skemur en þrjá mánuði í landinu og eru með farseðil til baka þurfa ekki vegabréfsáritanir. Að sögn Craig White ræðismanns í bandaríska sendiráðinu eru flestir þeirra sem bíða eftir vegabréfsárit- un námsmenn eða fólk sem starfar í Bandaríkjunum, en hluti þess kom hingað til lands yfir hátíðamar. Hann sagði að heimilt væri að veita vegabréfsáritanir í neyðartilvikum og þá aðeins til dauðvona fólks eða fólks í lífshættu, eða til fólks sem ætti dauðvona eða lífshættulega veika ættingja í Bandaríkjunum sem það vildi heimsækja. Hann sagði þó ekki hafa komið til slíkra vega- bréfsáritana hér á landi. Margir í verulegum vandraeðum Hluti þess fólks sem bíður eftir vegabréfsáritun hefur lent í veruleg- um vandræðum þar sem það hefur ekki komist til starfa sinna í Banda- ríkjunum og sagði Craig White það miður. „Það er hlutverk okkar að þetta gangi vel fyrir sig og að að- stoða fólk sem þarf að komast til Bandaríkjanna við að komast þang- 59. Okkur þykir því mjög miður þegar við getum ekki komið því í kring." Hann sagði að ef opinber tilkynn- ing bærist um helgina um að banni við vegabréfsáritunum væri aflétt yrðu þegar í stað afgreiddar áritan- ir til þeirra sem þær yrðu að fá. Að öðrum kosti væri ljóst að marg- ir yrðu fyrir verulegum óþægindum. Margrét mikla og hennar dulræna fjölskyldugetraun LEIKLIST Tjarnarbíó MARGRÉT MIKLA- HRÆÐILEGUR ÆRSLALEIKUR eftir Kristínu Ómarsdóttur. Lund- únaleikhópurinn. Leikarar: Agústa Skúladóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Drífa Arnþórsdóttir og Vala Þórs- dóttir. Leiksljóri: Björn Gunnlaugs- ’ son. Leikmynd og búningar. Þor- gerður Elin Sigurðardóttir. Lýsing: Doddi. Tónlist: Jóhann Jóhannsson. Framkvæmdastjóm og leikhljóð: Anna Hildur Hildibrandsdóttir. Sýn- ingarstjóri: Helga Rakel Rafnsdóttir. Förðun: ísold Grétarsdóttir. Föstudagur 5, janúar. NÝR hópur hefur bæst í fjöl- breytta flóru íslenskra leikhópa, en hann mynda ungir íslenskir leikarar menntaðir og/eða búsettir í London og kallar hann sig Lundúnaleikhóp- inn. Hugmyndin er góð því margir íslenskir leikarar eru menntaðir í Bretlandi og dvelja þar einhvern tíma að námi loknu og með stofnun hóþs- ins gefst þeim tækifæri til að takast á við leiklistina með löndum sínum og móðurmálinu, flytja inn sýningar til íslands og kynna breska áhorfend- ur fyrir broti af íslenskri leikritun. Fyrsta sýningin sem hópurinn býð- ur löndum sínum upp á er nýtt leik- rit eftir Kristínu Ómarsdóttur, Mar- grét mikla, sem hefur undirtitilinn „hræðilegur ærslaleikur". Kristín Ómarsdóttir er einn sér- stæðasti rithöfundur okkar af yngri kynslóðinni. Hún hefur skrifað ljóð, smásögur og skáldsögur, auk þess að fást við leikritun. Höfundarein- kenni Kristínar eru mjög sterk og þau leyna sér ekki á þessu nýja leik- riti. Ærslaleikur er góð skilgreining á Margréti miklu. Hér er mikið sprellað og húmorinn allsráðandi, en oft á tíðum afar „absúrd“-húmor - eins og vænta mátti frá þessum höfundi. Margrét mikla (Drífa Arnþórsdóttir) er ung kona sem er hjálpsemin og gjafmildin uppmáluð. Hún reynir eft- ir fremsta megni að aðstoða vini sína og ættingja í raunum þeirra, veikind- um og framhjáhöldum, en stundum snýst hjálpsemin upp í andstæðu. sína og málin þróast á óvæntan hátt. í leikskrá segir að í verkinu sé það sem „almennt er talið til kosta kvenna; gjafmildinni, örlætinu og hugulseminni, snúið upp í andhverfu sína, með kaldhæðni undir sakleysis- legu yfirborðinu“. Það má því kannski segja að öðrum þræði sé Kristín að hæðast að hefðbundnum skilgreiningum á konum og kven- hlutverkinu, og víst eru í leikritinu afar „ókvenleg" atriði, eins og t.d. bráðfyndin slagsmálasena tveggja kvenna. En þessi viðsnúningur á stöðluðum (og stöðnuðum) hugmyndum um konur er aðeins einn þáttur leikrits- ins. í því er Kristín einnig að íjalla um drauminn um ástina, sem er eitt af leiðarþemum í öllum verkum henn- ar. Kristín persónugerir drauminn, og í þeirri persónu (Ágústu Skúla- dóttur) rennur draumurinn saman við ástarguðinn sjálfan. Aðalátök við leyndan harm Margrétar; að geta ekki alið bam. Harmurinn er tákn- gerður á skoplegan máta með þeirri áráttu Margrétar að troða inn á sig uppblásnum bolta og ganga um „kas- ólétt“. Og önnur árátta Margrétar þessu tengd er að taka að sér börn, sem hún verður sér út um með öllum ráðum, og vílar hún fátt fyrir sér í þeim efnum! Drífa Arnþórsdóttir leikur titil- hlutverkið og er túlkun hennar á Margréti umdeilanleg og henni hætti til ofleiks. Raddbeiting Drífu er öll á háu nótunum og leikurinn nokkuð leikritsins eiga sé stað á milli Marg- rétar og draumsins/Amors, sem hún trekktur og þetta tvennt varð til vill ekki kannast við í vöku og reyn- ^ þess að stundum skildist ekki það ir að vísa á dyr. sem hún sagði. Meiri hófstilling í Bæling draumsins helst í hendur leik og látæði hefði komið sterkara SIF notuð áfram sam- hliða LÍF EKKI hefur verið tekin ákvörðun um að selja TF-SIF, þyrlu Land- helgisgæslunnar, þrátt fyrir að stærri og nýrri þyrla, TF-LÍF, hafi komið til landsins síðasta sumar. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir hag- kvæmt að reka TF-SIF samhliða TF-LÍF, þar sem þyrlan sé mun ódýrari í rekstri og því gott að nýta hana til ýmissa verka, þar sem svo öflug þyrla sem TF-LÍF sé óþörf. Þjálfun allra starfsmanna, sem koma að starfrækslu TF-LIF, er lokið og segir Hafsteinn að þyrlan hafi í alla staði reynst jafn góð og vonir stóðu til. Hafsteinn segir að TF-LÍF sé ekki í notkun 5-6 vikur á hveiju ári, þegar hún fari í eftirlit og þá sé gott að eiga TF-SIF. „Til að halda rekstrarkostnaði niðri höfum við nú lagt TF-SIF í fjóra mánuði og unnið er að viðhaldi á henni. Viðhald er ódýrara en ef aðeins væri ein stór þyrla, því við getum leyft okkur að láta það taka lengri tíma en ella og því þarf ekki að borga fjölda yfirvinnutíma við skoð- unina.“ Gæslu- varðhald lengt HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um gæsluvarðhald yfir manni, sem á nýársdags- morgun lagði til sofandi manns með hnífi í húsi í Hafn- arfirði. Héraðsdómur hafði úr- skurðað manninn i gæsluvarð- hald til 4. febrúar nk. og var þeim úrskurði áfrýjað til hæstaréttar. Hæstiréttur stað- festi úrskurðinn og lengdi gæsluvarðhaldið til 16. febr- úar nk. út hér, að mínu mati. í hlutverki móður Margrétar er Vala Þórsdóttir, en einnig bregður hún sér í gervi tveggja frænkna. Leikur Völu var mjög góður í öllum hlutverkunum og tókst henni að skapa hverri pers- ónu karakter sem var ólíkur hinum. Vala hefur greinilega mikla hæfíleika til skopleiks. Brynhildur Björnsdóttir leikur fósturdóttur Margrétar og er hún bráðfyndin týpa og lítur út eins og ofvaxið barn. Drauminn/Amor leikur Ágústa Skúladóttir á mjög skemmtilegan hátt. Hún hafði ekki mikinn texta en hreyfíngar hennar og allt látbragð var vel heppnað. Þorgerður Elín Sigurðardóttir hannar leikmynd og búninga, og fer vel á því að nota eitt aðaltáknið úr skáldheimi’ Kristínar Ómarsdóttur, klukkur, til að skreyta með leikmynd- ina. Leikmyndin er í takt við „súr- realisma“ verksins, hefðbundin skil rýmis eru brotin upp - hlutir falla jafnvel af himnum ofan. Útþurrkun á mörkum tíma og rúms eru einnig hluti af Ieiknum sjálfum. Þorgerður leikur sér með búningahönnunina, sem er á mörkum fáranleikans stund- um og tekur undir húmor leikritsins. Fyrir þá sem hafa gaman af fár- ánleikaleikhúsi og kyndugum húmor er þessi leiksýning happafengur. Einnig fyrir þá sem hafa gaman af að pæla í texta og táknum, því lengi má velta vöngum yfír merkingu Ieik- ritsins. Veiki hlekkur sýningarinnar er hins vegar hvernig aðalpersónan er túlkuð, ég er ekki sátt við þá leið sem leikstjórinn og leikkonan velja þar. En í heildina góð skemmtun hjá Lundúnaleikhópnum í Tjamarbíói. Soffía Auður Birgisdóttir I í I i I I - I I I I c. I i I i I ! i f ( i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.