Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Framkvæmdastjóri VSI Sljómvöld eru að tala upp vextí FRÁ FUNDI Félags íslenskra stórkaupmanna í gær, f.v. Ari Bergmann Einarsson, Sigurjón Sighvats- son, Stefán Guðjónsson, framkvæmdastjóri félagsins, og Jón Ásbjörnsson formaður. Nýtt kvikmyndafyrirtæki Siguijóns Sighvatssonar sendir sína fyrstu mynd frá sér í vor Framleiðir kvikmyndir með Paramount ÞÓRARINN V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, segir stjórnvöld í raun vera að tala vexti upp miðað við þær yfirlýsingar sem emb- ættismenn fjármálaráðuneytisins og Seðlabankastjóri hafi gefið að undanförnu. Hann segir ennfrem- ur að vinnuveitendur séu ekki sammála þeim rökum Seðlabanka- stjóra að hækkanir bankans á vöxtum á skammtímamarkaði, til að draga úr þenslu og gjaldeyrisút- streymi, hafi engin áhrif á vexti á iangtímamarkaði. Þórarinn segir að aðgerðir Seðlabankans að undanförnu sendi fjármagnsmarkaðnum þau skilaboð að þörf sé á vaxtahækk- unum og því sé hann ósammála þeirri skoðun Seðlabankastjóra að bankinn sé ekki leiðandi á langtímamarkaði. „Það er alveg rétt hjá Birgi að þetta eru tveír aðskildir markaðir í þeim löndum þar sem fjármála- kerfið hefur verið þróaðra heldur en hér. Hins vegar hefur verið ótrúlega mikið samhengi hér á landi á milli vaxtaþróunar á skammtímamarkaði og vaxtaþró- unar á langtímamarkaði, og raun- ar miklu meira en efni standa til. Þau viðbrögð bankans að hækka skammtímavexti með vísan til þenslu og gjaldeyrisútstreymis eru því bein skilaboð til alls fjár- magnsmarkaðarinns að bankinn telji þörf á því að hækka vexti til þess að draga úr neyslu og um- svifum." Þórarinn segir að þegar við bætist að talsmenn fjármálaráðu- neytisins hafi slegið á svipaða strengi, þ.e. að hætta sé á þenslu i hagkerfinu og jafnframt að hætta sé á því að ríkissjóður muni í auknum mæli beina lántök- um sínum inn á innlendan- lána- markað á þessu ári, þá felist einn- ig í því skilaboð til fjármagns- markaðarinns að vaxtahækkanir séu eðlilegar að mati stjórnvalda. „Við metum það því svo að þeir séu því að tala upp vextina," seg- ir Þórarinn. Ótrúverðug stefna Þórarinn segist ennfremur telja að sú stefna Seðlabankans að láta 2-3 mánaða skammtímasveiflur ráða vaxtastiginu sé ótrúverðug. „Við erum ekki þeirrar skoðunar að að nein vantrú ríki á stöðug- leika íslensku krónunnar. Þvert á móti finnum við fyrir miklu trausti á gengi hennar og sjáum fjölmörg merki um það í atvinnulífinu. Fyrirtækin eru frekar að skuld- setja sig í erlendum myntum eða með erlendum viðmiðunum, sem sýnir að þau hafa mjög mikið traust á krónunni." Þá segir Þórarinn að ekki sé ástæða til að óttast gjaldeyrisút- streymi. Þvert á móti sé fyrirsjáan- legt að mikið innstreymi verði af gjaldeyri á næstu mánuðum og raunar næstu misserum vegna fjárfestinga ísal. „Það er rétt að ítreka að það er þörf á því að auka framleiðni í íslensku atvinnulífi og það gerist ekki nema með auknum fjárfest- ingum frá því sem verið hefur á undangengnum misserum,“ Segir Þórarinn. „Rétta meðalið tii þess er ekki að hækka vexti og Vinnu- veitendasambandið mun taka þessi mál upp við Seðlabankann og stjórnvöld á næstu dögum og vikum.“ HIÐ nýja kvikmyndafyrirtæki Sig- urjóns Sighvatssonar í Los Angeles, Lakeshore, mun senda frá sér sína fyrstu kvikmynd næsta vor. Hér er um að ræða gamanmynd sem unnin er í samvinnu við Paramount pictur- es og annan þekktan framleiðanda, Lorn Michael. Áætlað er að hún kosti um 10 milljónir dollara í fram- leiðslu sem samsvarar um 650 millj- ónum króna. Myndin er byggð á kanadískum sjónvarpsþáttum með heitinu „Kids in the hall“. Þetta kom fram á hádegisverðar- fundi Félags íslenskra stórkaup- manna í gær, þar sem Sigutjón ræddi um sín umsvif í kvikmyndaiðn- aðinum í Bandaríkjunum. Siguijón stofnað.i fyrirtækið Lakeshore fyrir réttu ári með nokkrum fjársterkum aðilum eftir að átta ára ferli hans hjá Propagada lauk. „Þetta er sjálfstætt kvik- myndafyrirtæki sem þýðir að við stöndum utan við og keppum við kvikmyndaverin í Hollywood, þ.e. Disney, Paramount, Warner Brot- hers, Fox, MGM og Universal,“ sagði Siguijón í ræðu sinni. „Þessi sex fyrirtæki ráða yfir 80-90% á allri kvikmyndaframleiðslu í heim- inum. Til þess að komast inn á dreif- ingarkerfið sem kvikmyndaverin ráða gerðum við samning við Para- möunt Picturers. Paramount er hluthafi í fyrirtækinu og leggur fram ákveðið fjármagn, bæði í framleiðslukostnað og dreifingu. “ Fjársterkir meðeigendur í Chicago Siguijón sagði tvær ástæður fyrir því að kvikmyndaver á borð við Paramount vildu eiga í slíkri sam- vinnu. „Ég er með mjög fjársterka aðila í Chicago með mér sem hafa orðið auðugir í öðrum viðskiptum, tryggingum og fasteignaviðskiptum. í öðru Iagi hefur dreifingar- og markaðskostnaður kvikmyndaver- anna sjálfra hefur hækkað um 50% á undanförnum fimm árum.“ Hann segir að í því sambandi skipti máli að stóru kvikmyndaverin hafi samn- inga við stéttarfélög sem hefðu mjög mikið vald á framleiðslunni, sérstak- lega í stórborgum eins og New York og Los Angeles. Það sé ekki hægt að framleiða kvikmynd yfir ákveð- inni stærðargráðu í þessum borgum án þess að vinna með stéttarfélög- um. Þar séu allir mjög vel launaðir. „Við höfum miklu meiri sveigjan- leika en stóru kvikmyndaverin." Siguijón sagði í samtali við Morg- unblaðið að Lakeshore fyrirtækið væri einnig að helja samstarf við BBC í Bretlandi um framleiðslu á kvikmyndum í Evrópu. Þar væri um að ræða ódýrar myndir sem áætlað væri að kostuðu um 5 milljónir doll- ara hver. Síðan væri áætlað að hefja framleiðslu á töluvert stórri mynd í apríl eða maí sem byggð yrði á teikni- myndasögunni um Prince Valiant. Verðbréfafyrirtæki mótmæla hugmynd- um um skert svigrúm hlutabréfasjóða Þurfum frelsi tíl að viðhalda trausti * * Jafet Olafsson hættir sem útvarpsstjóri Islenska útvarps- félagsins og Jón Ólafsson tekur við stjórnarformennsku Stjói nai 'forniíi ður með í daglegum rekstri GUÐMUNDUR Hauksson, forstjóri Kaupþings og formaður Samtaka verðbréfafyrirtækja, segir að hluta- bréfasjóðirnir þurfi frelsi til að við- halda því trausti sem þeir hafí áunn- ið sér meðal almennings. Því yrði það mjög hæpið ef stjórnvöld færu inn á þá braut að ætla sjóðunum mjög þrönga fjárfestingarstefnu. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær telur fjármálaráðherra hins vegar koma til greina að setja við- miðunarreglur um ráðstöfun fjár- muna hjá sjóðunum. „Það verða ekki til nægilega öflugir hlutabréfasjóðir ef Ijárfest- ingarstefnu þeirra verður mjög þröngt skorinn stakkur," sagði Guðmundur í samtali við Morgun- blaðið. „Þeir verða að hafa mögu- leika á nokkuð rúmri fjárfestingar- stefnu. Ástæðan fyrir því að þeir hafa ekki keypt meira af hlutabréf- um en raun ber vitni eru einfaldlega aðstæður á íslenskum hlutabréfa- markaði. Þar hefur verið takmarkað framboð af bréfum og markaðurinn er grunnur. Þá hafa verið sveiflur í þessum sjóðum og þeir verða að vera í aðstöðu til að geta mætt innlausn- um með sölu á auðseljanlégum verðbréfum ef hluthafar vilja fá fé sitt aftur. Að þessu samanlögðu er ljóst að sjóðirnir verða að hafa rúma fjárfestingarstefnu. Það þarf frelsi til að viðhalda trausti sjóð- anna og víddin er fjárfesturum til góðs. Einnig má benda á að það er ekkert eftirlit með því hvernig þau fyrirtæki, sem skattstjóri hefur samþykkt m.t.t. skattaívilnana, veija sínum fjármunum. Ekkert er fylgst með því hvort þau fjárfesti í atvinnutækjum, í fyrirtækjum er- lendis eða hreinlega í verðbréfum." Endurskoða þarf lög um verðbréfasjóði Guðmundur kvaðst hins vegar geta tekið undir það að eftirlit og um'sjón með hlutabréfasjóðum ætti að vera með allt öðrum hætti en nú er. „I því sambandi hefur fjár- málaráðherra bent á bankaeftirlitið. Okkar tillögur hafa einmitt snúið að þessu atriði. Við höfum lagt til að lögin um verðbréfasjóði verði endurskoðuð í heild. Heimildir ís- lenskra verðbréfasjóða til fjárfest- inga eru mun þrengri en hjá erlend- um verðbréfasjóðum og það kemur í veg fyrir að hlutabréfasjóðir hér á landi geti fallið undir löggjöf um verðbréfasjóði. Samtök verðbréfa- fyrirtækja hafa margoft bent stjórnvöldum á að þarna þurfi að gera breytingu á. Að þessu leyti til erum við algjörlega sammála ráð- herra. Það þarf að skoða þessi mál í heild sinni þannig að starfsum- hverfi og eftirlit hlutabréfasjóða verði svipað hérlendis og erlendis.“ JAFET Ólafsson hefur látið af störfum sem útvarpsstjóri íslenska útvarpsfélagsins. Jafet óskaði eftir þvl við stjórn félagsins að hann yrði leystur frá störfum og á það var fallist á fundi stjórnar í gær. Á fundinum voru jafnframt sam- þykktar þær breytingar á yfirstjórn fyrirtækisins að setja á fót fjög- urra manna framkvæmdastjórn, sem fara mun með daglegan rekst- ur félagsins ásamt nýjum stjórnar- formanni þess, Jóni Ólafssyni. Jón mun jafnframt fara með ábyrgð útvarpsstjóra samkvæmt útvarps- lögum. Fráfarandi stjórnarformað- ur, Sigurður G. Guðjónsson, hefur hins vegar tekið við varafor- mennsku ásamt Bandaríkja- manninum Nathan W. Pearson, sem tók sæti í stjórn íslenska út- varpsfélagsins í ágúst síðastliðn- um, eftir að gengið hafði verið frá samningum íslenska útvarpsfé- lagsins og Chase Manhattans bankans. Nýju framkvæmdastjórnina skipa þeir Bjarni Kristjánsson, framkvæmdastjóri rekstrar- og framleiðslusviðs; Hreggviður Jóns- son, framkvæmdastjóri þróunar- sviðs; Magnús E. Kristjánsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs og Páll Baldvin Baldvinsson, fram- kvæmdarstjóri dagskrársviðs. Hættir að eigin ósk Jafet segir að þessar breytingar hafi verið gerðar að hans ósk og fullkomin sátt hafi ríkt um þær á milli hans og stjórnar félagsins. „Þegar að ég kom að þessu fyrir- tæki á sínum tíma þá voru það einkum tvö verkefni sem að blöstu við. Annars vegar að setja niður hluthafadeilur þær sem voru innan fyrirtækisins og sköðuðu mjög rekstur þess og hins vegar að vinna að endurfjármögnun á fyrirtækinu. Þetta tókst hvoru tveggja nú á haustdögum og minnihlutaeigendur í Islenska útvarpsfélaginu fóru mjög sáttir frá því. Jafnframt var notað tækifærið til þess að endur- fjármagna öll lán fyrirtækisins þannig að nú er aðeins um einn skuldunaut, Chase Manhattan, að ræða. Mér fannst því ástæða til þess að stokka spilin upp og snúa mér að öðrum hlutum sem að ég mun gera á næstu vikum,“ segir Jafet. Hann segist hins vegar ekki geta greint frá því að svo stöddu hvað taki við hjá honum annað en að hann muni ganga frá sínum málum hjá íslenska útvarpsfélaginu á næstu dögum og vikum. Jón Ólafsson, nýr stjórnarfor- maður íslenska útvarpsfélagsins, segir að ekki liggi fyrir hvort að þessum mannabreytingum muni fylgja einhver stefnubreyting. „Það verða örugglega einhveijar áherslu- breytingar eins og gengur og ger- ist. Þarna eru komnir framkvæmda- stjórar sem hafa starfað innan fyrir- tækisins og þeir eru lykilmennirnir nú. Valdið er komið meira inn í félagið sjálft og ég vona það verði til þess að allt gangi vel fyrir sig,“ segir Jón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.