Morgunblaðið - 06.01.1996, Síða 20

Morgunblaðið - 06.01.1996, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Frelsun franskra flugmanna í Bosníu Clinton þakkað en ekki Chirac París. Reuter. NEFND, skipuð vinum tveggja franskra orrustuflugmanna sem skotnir voru niður yfír iandi Bosníu- Serba, þakkaði á föstudag Bill Clinton Bandaríkjaforseta fyrir þátt hans í frelsun þeirra. Ekki var minnst á af- skipti Jacques Chirac Frakklandsfor- seta. Chirac sendi menn til að reyna að fá mennina tvo leysta úr haldi. Tals- maður nefndarinnar sagði þó að ekki hefði verið um vísvitandi ofanígjöf. „Frönsk stjómvöld sinntu sínu starfí, eins og eðlilegt var,“ sagði talsmaður- inn, Francois Lamboley. Flugmenn- imir tóku þátt í loftárásum Atlants- hafsbandalagsins og voru skotnir nið- ur í lok ágúst í grennd við höfuðstað Bosníu-Serba, Pale. Þeir voru í haldi í 104 daga og hlutu illa meðferð. í þakkaryfírlýsingu var Clinton sagður hafa gegnt „einstæðu hlut- verki“ í málinu. Einnig var frönskum dagblöðum þakkað og minnst á að borist hefðu um 600.000 stuðningsyf- irlýsinge • meðan mennimir vom enn í haldi. ----♦ ♦ ♦------ Lottóæði í Bretlandi London. Reuter. VONIN um 35 milljóna punda lottó- vinning, jafnvirði 3,5 milljarða króna, dró flölda útlendinga til Bretlands í gær. Dregið verður í breska lottóinu í kvöld og sögðu formælendur þess að vegna gifurlegrar miðasölu í gær og straum útlendinga til landsins til miðakaupa í gær gæti fyrsti vinning- ur reyndar orðið hærri. Fyrsti vinn- ingur gekk ekki út í síðustu tvö skipti og því er hann svo hár nú. Áður hef- ur fýrsti vinningur hæstur orðið 22,5 milljónir punda. Makalausar mennta- konur í karlaleit Singapore. The Daily Telegraph. , Ungum háskólamenntuðum framakonum í Austur-Asíu hefur gengið afieitlega að fínna sér maka, Um tuttugu einhleypir karlar og konur í makaleit, hafa tekist á hendur helgarsiglingu í von um að kynnast fólki með giftingu í huga, og skemmta sér dálítið í leiðinni. I AUSTUR-Asíu hefur ungum framakonum með háskólapróf og há laun íjölgað mjög. Þeim hefur hins vegar gengið afleitlega að finna sér maka. Þær segja karl- mennina forðast konur sem þeir telji of dijúgar með sig. í austur- lensku samfélagi, þar sem fjöl- skyldan skiptir mestu máli, telst það víða skömm fyrir eiginmann að hafa lægri laun en eiginkonan. Um tuttugu einhleypir karlar og konur í makaleit, hafa tekist á hendur helgarsiglingu í von um að kynnast fólki með giftingu í huga, og skemmta sér dálítið í leiðinni. Madeline er 28 ára fram- kvæmdastjóri útvarpsstöðvar, lærði í Bandaríkjunum og eyðir fé og frítíma í dýrum og glæsilegum verslanamiðstöðvum. Hún segir karlmenn hafa áhyggjur af því að hún sé of fáguð fyrir þá. Rose- mary, 31 árs, hefur náð góðum árangri í starfi sínu sem markaðs- fræðingur. Hún segist engu að síð- ur reiðubúin að gerast undirgefin eiginkona en að karlmennirnir í Singapore gefi sér enga möguleika á að sanna það. Kee Chuan, 29 ára vísindamað- ur með doktorsgráðu frá Oxford, býr heima hjá foreldrum sínum og hefur aldrei átt í alvarlegu ástar- sambandi. „Ég er hreinn sveinn og finnst ekkert athugavert við það því ég bý ekki í vestrænu sam- félagi þar sem slíkt telst neikvætt" Skattaívilnanir og stefnumótaþjónusta í Singapore hafa stjórnvöld ákveðið að veita konum skattaív- ilnanir, eignist þær tvö börn eða fleiri áður en þær verða 31 árs. Þá rekur ríkið stefnumótaþjónustu fyrir langskólagengið fólk en hún var stofnuð árið 1984 að frum- kvæði Lee Kuan Yew, forsætisráð- herra um áratugaskeið, en hann taldi ekki nógu margt menntafjlk giftast og eignast vel gefin böm. Stofnunin stendur fyrir dans- leikjum, matarboðum og nám- skeiðum til að ýta undir kynni ein- hleypra karla og kvenna og nýlega var boðið upp á alnetsþjónustu fyrir makalausa'. Snúið hefur verið út úr skammstöfun á nafni stefnu- mótaþjónustunnar og sagt að hún standi fyrir „Einhleyp, örvænting- arfull og Ijót“. Um 14.000 manns, um helming- ur einhleypra Singaporebúa með framhaldsnám að baki, eru á skrám stofnunarinnar. Á fyrstu tíu starfsárum stofnunarinnar gengu um 10.000 pör upp að altarinu fyrir tilstuðlan hennar en hlutfall ógiftra menntakvenna er hins veg- ar lítið breytt. Stefnumótaþjónustur eru ekki aðeins fyrir langskólagengna, heldur einnig fyrir þá sem lokið hafa menntaskóla og þá sem að- eins hafa lokið skyldunámi. Hins vegar var hætt við áætlun sem kynnt var á níunda áratugnum og kallaðist „Breeding for Brilliance" (Getum af okkur gáfumenni) þar sem of langt þótti. gengið í kyn- bótastefnu stjórnvalda. Karlar vilja ekki framakonur í heimildarmynd sem BBC gerði um makalausa Singapore-búa og kallaðist „Singapore Singles" er fylgst með Rosemary, Madeline, Kee Chuan og sautján öðrum ein- hleypum menntamönnum og -kon- um á helgarsiglingu. í upphafí er andrúmsloftið einkennilegt; kump- ánlegt en þó þvingað. Þegar fólk fer að para sig, léttist andrúmsloft- ið mjög, pörin haldast í hendur þegar sungið er „Love me Tender“ í karaoke-tækjunum. Kee Chuan hrósar happi, hann kynntist ungri konu í siglingunni og þegar rætt er við hann, nokkrum mánuðum síðar, stendur samband þeirra enn. Lee Kuan Yew, sem hefur stigið úr stól forsætisráðherra eftir 31 árs setu þar, segir að átak stjóm- valda til að hvetja konur til að afla sér menntunar, hafí ekki skilað til- ætluðum árangri. „Asíski karlmað- urinn vill ekki eiga konu sem hefur jafnháar, ef ekki hærri tekjur en hann... Það þykir mjög skammar- legt.“ Segist Lee fremur kjósa að mál- unum væri eins háttað og í Japan, þar sem velmenntaðar og glæsileg- ar konur „styðji vel við frama eigin- mannsins. Forsætisráðherrann, Goh Chok Tong, segir markmiðið að tryggja það að „karlmenn í Sin- gapore verði ekki ónauðsynlegir aukahlutir eins og þeir séu orðnir í Bretlandi". Um þtjár milljónir manna búa í Singapore og hefur efnahagsundrið. þar í landi ekki síst byggst á þeirri viðleitni stjórnvalda að hvetja konur til að afla sér jafngóðrar menntun- ar og karlar. Madeline er dæmi um slíka konu. Hún vinnur að jafnaði um ellefu stundir á dag, sem fram- kvæmdastjóri útvarpsstöðvar. Eftir vinnu hittir hún vini sína á ein- hvetju þeirra kaffihúsa sem ungt fólk á uppleið sækir og lítur svo í búðir áður en hún heldur heim en hún býr enn hjá foreldrum sínum. Madeline er hin dæmigerða framakona en viðurkennir að stundum sæki að henni efi um hvort að hún hafi gert rétt með því að fara í nám til Bandaríkjanna. Þá veltir hún því líka fyrir sér hvort að hún sé of vandlát. „Ég vil gift- ast. Mér finnst karlmenn ráða mestu í þessu þjóðfélagi og geri fastlega ráð fyrir að mér muni fínnast ég undir eiginmann minn sett.“ Nýtt MEGRUNARPLÁSTURINN ELUPATCH Andrei Kozyrev fráfarandi utanríkisráðherra Rússlands Vel liðinn á Vesturlönd- um en óvinsæll heima Nú með E vítamínifyrir huðina Fœst í apótekum ELUPATCH megrar ogfegrar ANDREI Kozyrev ANDREI Kozyrev, sem sagði af sér embætti sem utanríkis- ráðherra Rússlands í gær, var vel liðinn á Vesturlöndum og átti mikinn þátt í að bæta sam- skipti Rússa við vestræn ríki. Heimafyrir lá hann hins vegar undir stöðugum árásum fyrir undanlátssemi gagnvart er- lendum ríkjum. Kozyrev er 44 ára gamall, fæddur í BrusseM951. Hann starfaði í sovésku utanríkis- þjónustunni um árabil þangað til hann tók við utanríkisráð- herraembættinu í október 1990. Hefur enginn annar ráð- herra setið jafnlengi samfellt í stjórn Rússlands. Hann var strax frá upphafi fús til að efla og bæta sam- skiptin við Vesturlönd og varð það • til að nokkrir rússneskir fjölmiðlar byijuðu að uppnefna hann “Herra já“, þar sem hann var af mörgum talinn of fús til samstarfs og málamiðlana. Andrei Gromyko sem lengi var utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna var gjarn- an kallaður „Herra nei“ á Vestur- löndum. Stundum kom hann þó umheim- inum í opna skjöldu til dæmis er hann flutti ræðu í anda kalda stríðsins í Stokkhólmi í desember 1992 en dró síðan ummæli sín til baka skömmu seinna. Utanríkisstefna Kozyrevs tók verulegum breytingum eftir að þjóðemissinnar juku við fylgi sitt í þingkosningum árið 1993. Honum tókst hins vegar ekki að afla stefn- unni stuðnings kommúnista og þjóðemissinna, sem kröfðust meiri hörku í samskiptunum við Vestur- lönd. Harðlínumenn höfðu meirihluta í neðri deild þingsins og réðust reglulega á Kozyrev fyrir meinta linkind, ekki síst í mál- efnum fyrrverandi Júgóslavíu. Krafðist þingið þess að hann segði af sér fyrir að hafa ekki stutt Serba nægilega. Ftjálslyndir stjómmálamenn létu einnig margir af stuðningi við hann eftir að hann sagði sig úr flokknum Valkosti Rússlands snemma árs 1995. í október síðastliðnum gagn- rýndi Borís Jeltsín Rússlands- forseti hann harðlega og töldu þá margir að daga Kozyrevs í embætti væru liðnir. Mikla at- hygli vakti er Jeltsín lýsti því yiír að hann hygðist skipta um utanríkisráðherra í stjóminni en skipti um skoðun daginn eftir. Kozyrev neitaði að segja af sér en að mati sumra fréttaský- renda var ein helsta ástæða þess að hann bauð sig fram í þingkosn- ingunum í desember sú að hann vildi útgönguleið ef honum yrði ekki lengur vært í embætti utanrík- isráðherra. Hann vann þingsæti í Múrmanskhéraði og gat því valið á milli þess að setjast á þing eða beijast áfram sem utanríkisráð- herra. Samkvæmt lögum í Rúss- landi geta ráðherrar ekki setið á þingi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.