Morgunblaðið - 06.01.1996, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 06.01.1996, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Helgi Hálfdanarson Ferðamannaþjónusta bænda BÁGLEGA hefur gengið að koma nothæfu heiti á þann starfa sem einna síðast hefur vakið áhuga með íslendingum; en það er þjónusta bænda við ferðamenn. Enn sem komið er hafa menn lát- ið duga að kalla þetta ferða- mannaþjónustu eða ferðaþjónustu bænda, bændagistingu, jafnvel ferðamannaiðnað og eitthvað fleira slíkt. Allt er þetta sprottið af þeirri óvægu kröfu okkar ís- lendinga, að nýyrði séu „gagnsæ“, að þau segi sjálf til merkingar sinnar út í æsar. Árangur slíkrar viðleitni hefur einatt orðið sá, að krækt er saman orðum, orðstofn- un eða orðliðum þangað til hlykkj- ast fram skröltormur sem líkist fremur skilgreiningu á hugtaki en nothæfu orði, jafnvel þó að þörf sé fyrir einstofna orð, sem síðan megi gagnast í samsetn- ingu. Var það ekki haft eftir Vil- mundi landlækni, þeim snjalla orðasmið, að ekki væri orðið „nef“ ýkja gagnsætt og stæði sig þó bærilega sem íslenzka? Kannski mætti hugsa sér þá aðferð að grípa nokkurn veginn af handa- hófí einn sérhjóða og svo sem tvo samhljóða og setja saman í orð, og gefa því þá merkingu sem þörf væri á hverju sinni. Ekki spillti það, ef slík tilviljun fæddi af sér orð sem ætti sér merkingar- grundvöll í málsögunni. En svo aftur sé vikið að „ferða- mannaþjónustu bænda“ væri þar- flaust að fela blindri hendingu að leysa þann hnút, því til er í mál- inu gamalt og gott orð, sem býð- ur fram þau not sern til er ætl- azt, orð sem meira að segja á sér virðulegan sess í þeirri ljóðlist ís- lendinga sem einna frægust hefur orðið í aldanna rás, orð sem mynd- að er úr aðeins einum sérhljóða og tveimur samhljóðum. Þetta er orðið „löð“, sem allir þekkja úr kvæði Egils, Höfuðlausn-, því þar segir: „Buðumk hilmir Iöð“. Og það sem skáldið kveður konung hafa boðið sér, er einmitt það sem „ferðamannaþjónustubændum" er ætlað að veita. í orðabók Menningarsjóðs er kvenkynsorðið löð (ef. laðaij sagt merkja: gestrisni, heimboð, góðar viðtökur, gisting, enda náskylt sögninni að laða. Ljóst er, að ekki þarf miklu við þá merkingu að bæta til þess að þetta fallega og þjála orð geti komið í staðinn fyr- ir dræsuna ferðamannaþjónusta bænda eða annað slíkt sem illa gengur að nota. Það beygist eins og önnur lík orð (kvöð, röð, tröff), og það færi vel í samsetningum, t.d. skyndilöð, gistilöð, vikulöð, laðarbóndi, laðarbú, Iaðargjald, laðarvist o.s.frv. Stundum hef ég sagt það meg- ingallann á nýyrði, að maður hef- ur ekki búið það til sjálfur. Hér væri sú mæða sniðgengin, því ekki væri um að ræða nýyrði, sem einhver annar hefði „búið til sjálf- ur“. Auðvitað gildir það einu hver smíðað hefur orð. Það eitt skiptir máli, að orðið sé hæft til þeirra nota sem því eru ætluð. Ef ein- hver skal samt gerður ábyrgur fyrir orðinu löð, þá er það enginn lakari ábyrgðarmaður en Egill Skallagrímsson. Þess vegna mun óhætt að varpa þeirri lausn fram til athugunar, hvernig sem henni reiðir af. ÚTSALAN HEFST í DAG KL. 10:00 LEVI'S BÚÐIN - LAUGAVEGI 37 - S. 561 8777 Leikskóli - hjúkrun- arheimili? VIÐ HER í húsun- um númer 29, 33 og 35 við Hæðargarð komumst ekki hjá því að láta í okkur heyra hvað varðar leikskóla við Hæðargarð. Lóð sú sem hér um ræðir er u.þ.b. 3.500 m2 og er vestan húsa sem byggð hafa verið fyrir eldri borgara í Bústaðasókn. Lóðin er kjörin hvað staðsetningu varðar fyrir dvalar- og hjúkr- unarheimili fyrir aldr- aða og lasburða fólk, ekki bara fyrir húsin þijú heldur allt hverfið. Með tilliti til þess að stjórnendur Reykjavíkurborgar hafa lýst því yfír að þeir vilji hlúa að þeirri starf- semi sem fyrir er í hverfum borgar- innar þá finnst okkur það skyn- samlegt og erum því fylgjandi. Þar af leiðandi höfum við óskað eftir því við réttkjörna stjórnendur borgarinnar að ef og þegar verði byggt á framangreindri lóð þá verði það í þágu þess sem fyrir er en ekki að sett verði niður óskyld starfsemi. Einnig viljum við taka það skýrt fram að við höfum aldrei mótmælt leikskóla við Hæðargarð. Við höf- um bent á óbyggð svæði handan götunnar á milli Hólmgarðs og Hæðargarðs, austan Réttarholts- skóla er róluvöllur sem mætti byggja á, illa hirt svæði er norð- austan Bústaðakirkju og síðast en ekki síst í Grundargerðisgarði. All- ir þessir staðir liggja vel við um- ferð. Ég var á fundi í Breiðagerðis- skóla í haust þar sem borgaryfir- völd voru að kynna hugmynd að leikskóla við Hæðargarð. Ég heyrði ekki nokkurn mann vera fylgjandi leikskóla á þessari lóð heldur þvert á móti, og fólk með börn á leik- skólaaldri mótmælti einnig harð- lega. Einnig var þar rætt um aðra staði, svo sem Grundargerðisgarð, og voru menn á eitt sáttir um að þar væri góður kostur, með að- keyrslu frá Sogavegi, Melgerði, Grundargerði og Breiðagerði. Þar er líka ónýtt lóð við Grundargerði sem væri kjörin fyrir bílastæði. Við viljum gjaman taka það fram að það vantar fleira í þessari borg en leikskóla því samkvæmt nýrri skrá frá ráðuneytinu vantar þjónustuhúsnæði fyrir 282 og 165 hjúkrunarrými fyrir aldraða og sjúka eða samtals 447 rými. I Reykjavík er nú nýhafin bygging á 70 hjúkrunarrýmum í Suður- Mjódd og ekki er fyrirhugað að byggja fleiri á næstu áram. Astæða okkar hér í „stóru húsunum" (eins og við erum gjarn- an nefnd) er að hér í þessum þrem- ur húsum eru búandi u.þ.b. 90 íbú- ar og aldur þeirra fer hækkandi og kraftar dvínandi enda flestir fæddir frá 1906 til 1926, þar að auki eru nokkrir makar fluttir í Eir, Skjól og Sjúkrahús Reykjavík- ur. Ég tel raunar að þegar makinn er kominn á sjúkrastofnun langt frá fyrra heimili þá jafngildi það því að hið opinbera sé að slíta þau hjónabönd sem enst hafi í hálfa öld eða lengur og er það ömurlegt hlutskipti. Þess eru dæmi að annar makinn sé kominn á háan aldur og fluttur á sjúkrastofnun en hinn sem býr áfram í sinni íbúð get- ur ekki heimsótt maka sinn nema með bétli af vinum og vensla- mönnum. Hann getur ekki búið án aðstoðar og fær ekki dvalar- rými þar sem makinn dvelur. Er það þetta sem menningarborgin ætlar að sýna á alda- mótunum? Rökin fyrir því að við höldum því fram að nauðsynlegt sé að byggja hér dvalar- og hjúkrunaraðstöðu eru meðal annars þau að hér er starfsemi og hér er fólk sem þarfnast aðhlynningar. í öllum samskiptum við Reykjavík- urborg hefur það komið fram að hér vildum við fá aðstöðu fyrir fólk á lokastigi ævi sinnar sem býr Það vantar þjónustu- húsnæði fyrir 280 ein- staklinga í Reykjavík, segir Olafur A. Jóhannesson, og 165 hjúkrunarrými fyrir aldraða og sjúka. í Bústaðasókn. Þörfin er svo brýn að hún þolir ekki bið því að það er nú einu sinni svo að maðurinn kveður gjarnan þennan heim eins og hann fæðist. Ósjálfbjarga. Við höfum sagt að við sækjum ekki maka okkar í hjólastól á milli hverfa eða á einhvern þann stað sem hann fær inni síðustu árin eða mánuðina sem hann þarfnast hjálpar. En það getum við í Bú- staðasókn ef við fáum dvalar- og hjúkrunaraðstöðu við Hæðargarð. Einnig það að ef makinn er vel ern þá getur hann stytt hinum stundir með stuttum eða löngum heim- sóknum daglega eða oft á dag og jafnvel aðstoðað starfsfólk við umönnun. Svo þetta. Fólkið sem við höfum áhyggjur af er lasburða gamal- menni sem ekki geta annast sínar nauðsynlegustu þarfir. Það fólk hefur jafnvel aldrei haft börn sín á leikskóla eða slíkum stofnunum og á ekki skilið að ekki sé hlustað á þeirra þarfir í ellinni. Einnig má benda á að þetta fólk hefur unnið hörðum höndum og ekki spurt um uppskeru að loknu dagsverki. Ég hirði ekki um að elta ólar við þau skrif sem farið hafa fram um leikskóla eða aðrar þær bygg- ingar sem mótmælt er en svo mik- ið veit ég að fuglar, flugur og fiðr- ildi hafa aldrei þurft að sækja um lóð eða byggingarleyfi í Reykjavík og er fijálst að búa þar sem þeim hentar. Ef staðurinn er óheppileg- ur er þeim gjarnan eytt. Er það kannski það sem á að gera við lasburða gamalmenni? Ef svo er ekki þá skora ég á réttkjörna fulltrúa Reykjavíkur- borgar að sýna nú í verki þá reisn og hugrekki að úthluta okkur í húsunum við Hæðargarð lóð þá sem um er rætt undir dvalar- og hjúkrunaraðstöðu. Að þessu mæltu kveð ég með óskum um gleðilegt ár. Höfundur er eldri horgari og íbúi við Iíæðargarð. Ólafur Á. Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.