Morgunblaðið - 06.01.1996, Síða 39

Morgunblaðið - 06.01.1996, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 39 alúðarþakkir fyrir allt sem hann hefur verið mér, hann er og verður alltaf í minningunni, sem ég við- held og varðveiti fyrir mig og litlu dóttur mína Kristínu Rós, yngsta langafabarnið, sem fékk aldrei að kynnast honum. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú. Þó ævin sem elding þjóti, Guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo rikt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. - Vér hverfum og hðldum víðar, en hittumst þó aftur - síðar. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku Dússý, Ásta, Addi Óli, mamma og Magga, megi algóður Guð blessa ykkur og varðveita í sorginni. Eg kveð afa minn með ást og virðingu og þakka honum fyrir allt. Dröfn Ólöf. Mig langar í nokkrum orðum að minnast manns sem fallinn er frá og mér þótti einna vænst um af öllum mönnum og ég bar einna mesta virðingu fyrir. Þær eru ótæmandi minningarnar sem ég á um hann og þær stundir sem við áttum saman. Afi var mikill maður vexti og mjög hraustur. Ég minn- ist þess t.d. vel að strax þegar ég var smápolli og kom í mína dag- legu heimsókn upp í Suðó að ég settist á lærið á honum og fékk að halda utan um handleggina á honum þegar hann hnyklaði vöð- vana. Fyrir mér voru þeir gríðar- lega stórir og dáðist ég að þeim. Nú, afi hafði mjög gaman af fót- bolta og fór snemma að taka mig með á völlinn og þar vorum við góðir saman og áttum frábærar stundir. Það var því einkennilegt að það skyldi vera á fótboltaleik nú í sumar sem hann datt og fót- brotnaði. En upp frá því tók hann að veikjast mikið og draga af hon- um. Afi var hress og skemmtilegur karl og átti mjög marga góða vini. En hann var líka harðduglegur og ákveðinn mjög þegar þess þurfti með. Hann brýndi t.d. oft fyrir mér hversu mikilvægt það væri að vinna og koma vel fyrir í vinnu. Það væri bara aumingjaháttur að nenna ekki að vinna. Afi var mikill náttúru- og dýra- unnandi og kom því vel inn hjá mér. Hann var mjög snjall lunda- veiðimaður og t.d. einn daginn þegar hann var ungur veiddi hann 1.013 fugla frá því kl. 10 um morguninn til kl. 19 að kveldi, og það var ekki sjaldan sem kippum- ar voru margar eftir daginn. Afí veiddi mikið úti í Stórhöfða og fyrst áttu þau amma engan bíl og því þurfti hann að bera fuglinn alla leið sunnan úr Stórhöfða og upp í Suðurgarð, oftar en ekki margar ferðir eftir erfiðan veiði- dag, og er þetta gott dæmi um kraftinn og dugnaðinn sem þessi maður bjó yfir. Einnig var hann afburða fjalla- maður og fór mikið í egg, t.d. í Hana, Hrauney, Skerin, Hellisey og Bjarnarey. Það er til ein góð saga um afa úr eggjaferðum hans. Hann var ásamt þremur öðrum félögum sínum búinn að taka Hrauney og ætlaði að hreinsa Grasleysu í leiðini, en þar sem ófært var vestanmegin þar sem eina greiðfæra uppgönguleiðin er, ætluðu þeir að hætta við og sigla burt, en afi var nú ekki á þeim buxunum og sagði stýrimanni að sigla norður með eynni og að aust- urhliðinni. Þar stökk hann upp á flá og kallaði á félaga sfna að koma með, en engum leist á blik- una svo að afí lagði einn af stað og upp fór hann, eitthvað sem b fáir ef nokkur hefur leikið eftir. Ég hef oft komið út að Grasleysu, og alltaf er ég kem þangað hugsa ég um og furða mig á hvernig hann fór þar upp. En hann Óli afi í Suðurgarði var engum líkur. Hann kenndi mér gífurlega margt og það sem hann sagði mér hlustaði ég á af áhuga og með virðingu. T.d. fræddi hann mig vel um hversu áfengi getur verið skemmandi, en þar talaði hann af eigin reynslu og það varð til þess að ég smakka ekki áfengi og ætla mér ekki að gera. Svona gæti ég haldið áfram endalaust en læt hér staðar numið. Það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki um hann. Og oftar en ekki er ég tek mér eitthvað fyrir hendur, hugsa ég tii baka: Hvernig hefði hann afi nú gert þetta. Hann kenndi mér svo margt, sem ég mun alltaf búa að og nýta mér og fyrir það þakka ég honum inni- lega. Fyrir mér var hann, er og mun alltaf verða sá mesti og besti. Markús Orri Másson. Enginn stöðvar tímans þunga nið. Fyrir ári var á þessum vett- vangi minnst Svölu Johnsen í Suð- urgarði, er lést 16. janúar 1995. Var það mörgum mikill missir, er sú mæta kona kvaddi. Mestur var harmur eiginmanns Svölu, Ólafs Þórðarsonar, sem í dag verður lagður til hinstu hvfldar við hlið hennar í Landakirkjugarði. Eftir langvarandi veikinda- og dauðastríð Svölu, fór ekki fram hjá neinum, að líf Óla hafði misst tilgang, en hann átti góða að, og reyndust börn hans og fjölskyldur samtaka að gera honum lífið létt- bærara. Óli varð fyrir slysi sl. sumar, er hann brotnaði illa á fæti. Hrak- aði honum jafnt og þétt, svo sýnt var fyrir nokkru að hverju stefndi. Á nýársdagskvöld var hann kallað- ur brott. Varþá lausnin kærkomin. Ég man Ola fyrst, er ég eins og aðrir Eyjapeyjar var að sniglast kringum iðandi mannlífið á bryggj- unum, þegar flutningaskip og bát- ar í tugatali voru að ferma aflann til sölu á Englandsmarkað á styij- aldarárunum. Óli var þá skipveiji á litlum línuveiðara, Málmey VE 110, 75 lestir, sem hafði þá nýlega verið keyptur hingað af Kjartani Guðmundssyni ljósmyndara o.fl. Þætti slíkt skip ekki til stórræð- anna í dag, en ýmislegt hefur breyst til batnaðar á hálfri öld, sem liðin er. Það var einmitt Málmey, sem fór í prufukeyrslu út úr höfninni. Ekki væri þetta í frásögur fær- andi, nema svo vildi til á styijaldar- árunum, að Skansinn fékk aftur sitt upprunalega hlutverk fyrri alda, er hermenn stóðu þar vaktir og gættu að skipaferðum að og frá höfninni. Verið var að hressa upp á útlit Málmeyjar, búið að mála stjórnborðshlið, m.a. þjóðfánann aftan til og að framanverðu, eins og reglur kváðu um. Allt gekk með prýði þegar siglt var út úr höfn- inni og betri hlið sneri að varð- mönnum á Skansi, en þegar komið var til baka kárnaði gamanið, því bakborðshliðin var í bágu ásig- komulagi, ekkert farið að mála. Varð því uppi fótur og fit og hleypt af viðvörunarskotum. Þannig sluppu Óli og félagar með skrekk- inn og gátu lokið við að skoma skipinu í viðunandi horf. Ög heill kom Óli úr öllum glim- um við ægi og ágjafír á sjó og landi. Hann var rafvirki að mennt og starfaði við fagið um árabil. Síð- ustu árin á vinnumarkaðnum vann Óli í Fiskmjölsverksmiðjunni, Gú- anó. Okkar leiðir lágu saman að ráði er við nutum þeirrar gæfu að vera stofnendur Gideon-deildarinnar 1981. Óli var mjög áhugasamur félagi. Auk ánægjulegra samfunda í Suðurgarði við kræsingaborð hjá Svölu, verða okkur félögunum minnisstæðar þær stundir, er við áttum saman við dreifingu Nýja testamentisins til tíu ára barna um áraraðir. Börnin báru mikla virðingu fyr- ir vinnulúnum höndum Óla og tóku við Orðinu úr hendi hans með mikilli lotningu. Fjórði ættliður tók við í Suður- garði á síðastliðnu ári er Hanna Birna og Ámi Ólafur, einkasonur Svölu og Óla, hófu þar búskap. Að leiðarlokum er góður félagi og vinur kvaddur. Guð blessi minningu Óla í Suðurgarði og gefi öllum ættmenn- um og vinum huggun og trúar- styrk í Orði Drottins og fyrirheit- um. Jóhann Friðfinnsson. Við vorum stödd á heimili okkar í Kaliforníu þegar okkur bárust þær fregnir að afi í Suðó væri dáinn. Það var virkilega erfitt að heyra þessar fregnir jafnvel þó að afi hafi átt við veikindi að stríða í nokkurn tíma. Sérstaklega var þungt að vera svona langt í burtu og þurfa að sætta sig við að geta ekki fylgt honum afa mínum síð- asta spölinn. En fljótlega læddist þó bros á andlit mitt og annarra í fjölskyldunni því að við vissum að afi væri ánægður núna þegar hann væri aftur komin þangað sem honum leið best, við hliðina á henni ömmu Svölu. Það var nefnilega þannig að er amma dó fyrir tæp- lega ári síðan, þá dó einnig stór partur af afa. Óli í Suðó var alltaf mjög spræk- ur karl. Allir sem komu í Suður- garð fengu að sjá hann gera 15 armbeygjur á eldhúsgólfinu og síð- an skoraði hann á gesti að gera eins. Fyrir nokkrum árum tók hann sig til og keyrði íbúa á Hraunbúð- um til og frá þeim stöðum sem þeir þurftu að komast milli. í því starfí talaði hann alltaf um að hann væri að „keyra gamla fólkið" jafnvel þó flestir farþeganna væru yngri en hann. Minningunum sem ég á um hann er ég var yngri er best lýst með orðunum yndislegur afí. Hann gaf mér fyrstu fótboltaskóna mína, fylgdist alltaf náið með því sem ég var að gera á íþróttasvið- inu og aldrei lét hann sig vanta á völlinn til að horfa á fótboltalið ÍBV. Ég get ekki einu sinni byijað að telja upp allar þær stundir sem hann eyddi í að segja mér og systk- inum mínum sögur af sjálfum sér og öðrum. Hann átti viðburðaríka ævi og margt af því sem liann sagði hljómaði líkast ævintýrum í okkar eyrum. Og núna þegar ég sit hérna við tölvuna mína mörg þúsund kílómetra frá Suðurgarði og hugsa um hann afa, með tár trítlandi niður kinnarnar, þá átta ég mig á því hve mikið ég hef lært af honum og hve mikið hann skilur eftir sig í þessu jarðríki. En nú er hann aftur kominn til henn- ar Svölu í Suðó og efast ég ekki um að það er eins gestkvæmt hjá þeim núna og var alla tíð í Suður- garði. Elsku afí og amma, við söknum ykkur heitt og innilega en sam- gleðjumst ykkur að vera saman á ný. Þið skiljið eftir minningar sem munu ávallt lifa og þið eigið bú- stað í hjarta allra sem voru svo heppnir að kynnast ykkur á lífsleið- inni. Og þegar hún Erla Alexandra verður eldri þá mun ég setjast nið- ur með henni og segja henni frá langafa og langömmu í Suður- garði, því yndislegra fólk er ekki hægt að fínna. Ég veit líka að þið fylgist vandlega með öllum ungun- um ykkar og munuð ekki sleppa af okkur takinu enda þótt faðmlag- ið sé öðruvísi en áður. Guð geymi ykkur þar sem þið eruð núna og takk fyrir allar þær samverustund- ir sem við fengum að njóta með ykkur. ^ Ólafur, Guðrún og börn, Jóhann og Amy, Anna Svala. ÞORVALDUR JÓNSSON Þorvaldur Jónsson fædd- ist á Tanga í kaupt- úninu Búðum á Fá- skrúðsfirði hinn 18. ágúst 1908. Hann lést í Reykjavík 31. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jón Daviðs- son, verslunarstjóri og kona hans, Jó- hanna Hólmfríður Krisljánsdóttir. Þorvaldur lætur eftir sig eiginkonu, Oddnýju A. Jóns- dóttur frá Þorvaldsstöðum í Breiðdal, og fjögur uppkomin börn, Jóhönnu Ásdísi, maki Vil- mundur Víðir Sigpirðsson, Guðnýju Björgu, maki Sigurður Þorgeirsson, Jónu Kristinu, maki Ómar Ásgeirsson, og Kristján, maki Helga Jóna Óð- insdóttir. Bamabörnin eru níu og barnabarnabörnin þrjú. Þorvaldur var lengi umboðs- maður skipafélaga. Hann hóf ungur verslunarstörf hjá föður sinum, var um tíma til sjós og verkstjóri hjá Kaupfélagi Fá- skrúðsfirðinga í átta ár. Hann sá um afgreiðslu Skipaút- gerðar ríkisins frá 1930 til 1981; tók við afgreiðslu Eimskips af föður sínum; var umboðsmaður Flug- félags íslands frá stofnun til 1964 og var símstöðvarstjóri' á Fáskrúðsfirði frá 1943-1959, auk þess að sinna ýms- um trúnaðarstöfum. Þorvaldur var einn af stofnendum Lions- klúbbs Fáskrúðsfjarðar og heiðursfélagi frá árinu 1978. Þorvaldur flutti til Reykjavíkur 1981 og starfaði á skrifstofu Ríkisskipa til 1986. Síðastliðið ár dvaldi hann á Hrafnistu í Reykjavík þar sem hann lést á hjúkrunardeild. Útför hans fer fram frá Fá- skrúðsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Á GAMLÁRSDAG þegar fólk bjó sig undir að kveðja gamla árið, kvaddi vinur okkar, Þorvaldur Jónsson, sína jarðnesku vist. Þegar ég rifja upp bernskuárin, kemur minningin um Þorvald skýr og björt í huga mér. Mannsins sem ávallt var á sínum stað, háttvís, hlýr og góður. Hvort sem það var á köldum vetri eða sólríkum sumardegi, var alltaf jafn yndislegt og gott að koma á Sunnuhvol. Hlýr faðmur Þorvaldar tók á móti okkur, strauk barnsvangann og fullvissaði sig um að enginn væri kaldur né svangur. Þær voru ekki fáar stundimar sem við nutum gest- risni og góðgerðanna þar. Minn- ingarnar um heitt súkkulaði í eld- húsinu hjá Þorvaldi ylja enn. Heimilið á Sunnuhvoli var öllum opið. Þar var alltaf gestkvæmt og oft glatt á hjalla. Aldrei var amast við okkur, krökkunum, þó hópur- inn væri oft stór. Það þótti ekkert tiltökumál þó stofurnar á Sunnu- hvoli væru lagðar undir leiki okkar og skemmtanir. Morgunninn var tími Þorvaldar. Hann gekk snemma til náða, fór snemma á fætur og undirbjó dag- inn vel. Hann hafði gjarnan lokið fyrstu verkum þegar aðrir risu úr rekkju, fáir þekktu fegurð og kyrrð morgunsins betur en hann. Þorvaldur var sérstakt snyrti- menni og bar sig ætíð með mikilli reisn. Framkoma hans öll kallaði á að honum væri virðing sýnd. Ókurteisi og agaleysi var eitthvað sem átti ekki við í nærveru hans. Börn hans bera því vitni í dag. Að leiðarlokum er mér í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast Þorvaldi og átt þeirri vel- vild og vináttu að fagna, sem Sunnuhvolsfólkið sýndi mér og sam- ferðafólki mínu. Slíkt vegamesti er öllum farsælt á lífsins göngu. Elsku Oddný, Jóna, Kristján, Guðný, Jóhanna, tengdaböm, afa- börn og aðrir ástvinir, þið eigið mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning heiðursmanns. Margrét Albertsdóttir. Enginn getur búið sig undir það að missa ástvin. Dauðinn kemur vissulega stundum sem líkn og lausn þegar hans er beðið af þeim sem er sadd- ur lífdaga. Eins getur hann höggv- ið af algeru miskunnarleysi. Þeir sem eftir standa eru alltaf jafn berskjaldaðir fyrir missinum og söknuðinum sem á eftir kemur, hinum ólíklegustu tilfinningum sem koma upp. Mér brá þegar ég frétti lát Þor- valdar, vinar míns og föður einnar minnar bestu og tryggustu æsku- vinkonu. Þorvald hef ég þekkt síðan ég fór að muna eftir mér á Fáskrúðs- fírði. Maður sem hefur til dagsins í dag verið samferða á ferðalagi lífs míns, alltaf verið til, en er nú allur. Þessari jarðvist lokið og önn- ur tilvera - og eins og lofað - langt um betri tekin við. Eg staldrá við og þakka fyrir mig. Það er góð gjöf frá Guði að syrgja og sakna, í sorginni fínn ég fögnuð og þakklæti líka því öll kynni mín af Þorvaldi voru af hinu góða. Frá því hann strauk mér um vanga þegar ég var smáhnáta og reyndar alltaf þegar við sáumst. Ótal skipti í eldhúsinu á Sunnu- hvoli þegar hann gaf okkur vin- konunum hressingu í löngu frímín- útunum. Síðast en ekki síst þegar við lágum bæði fársjúk á sjúkra- húsi um tíma vorið 1993 og hann sagði: „Ert þetta þú Gústa mín,“ svo hlýlega. Við héldumst í hendur langa stund og frá honum fársjúk- v um streymdi umhyggja, ást og það vinarþel sem einkenndi Þor- vald alla tíð. Svo margt, margt fleira gæti ég nefnt. Hann var maður sem var gott að vera ná- lægt, það hlýnaði og birti. Honum var alltaf annt um okkur vinkon- urnar hennar Jónu, það fundum við glöggt og þess er gott að minnast nú. Máltækið segir að maður komi í manns stað. Þetta tel ég alr- angt. Hver og einn sem verður á vegi manns gefur lífínu lit og til- gang og Þorvaldi vil ég þakka fyrir litinn sem hann gaf mér í regnboga lífs míns. Litur sem eng**p inn annar hefur og enginn annar getur gefið. Dauðinn er óumflýjanlegur, ef til vill sjálfur kjami lífsins. Almætt- ið lofar okkur sannarlega áfram- haldandi tilveru og nú er Þorvaldur genginn inn í eitt af „hinum mörgu híbýlum" Guðs. Vitneskjan um þetta færir mér og vonandi syrgj- andi hjörtum skilaboð sem em geislandi af von, huggun og örvun til göfugra lífernis. Nýtt ár er nú gengið í garð. Nýtt ár, kæru vinir, þar sem Þor- valdur er ekki til staðar. Elsku Oddný, Jóna Kristín mín kæra vin- kona, Jóhanna, Guðný, Kristján og ástvinir allir. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum ykkur Guðs blessunar og styrks. Ágústa Þórólfsdóttir, Hnífsdal.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.