Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 23
IIIKU JM ■ Stúlkur eru gjarnar á að setja sér allt of lága þyngd að mark- miði en æski- legast er að hún henti líkamsgerð og sé raunhæf til langs tíma litið Dagleg orkuþörf og lífsstíll Orkuþörf: HHaeiningará dag Karlar Lífsstíll 18-35ára 36-55 ára 56 ogeldri Lítil hreyfing 2.500 2.400 2.200 Töluverð hreyfing 3.000 2.800 2.500 Mikil hreyfing 3.500 É&4QQM liaaur Lífsstín 18-55 ára 56 og eldri Lítil hrevfing 1.900 1.700 Töluverð hreyfing £j& Mikil hreyfing 2.150 2.500 2.000 Barnshafandi 2.400 M. barn á brjósti 2.800 Ó,ÞÚ MJÓI ÁLFAKROPPUR! Jólaspikið hvílir þungt á mörgum, aðrir eru í sífelldri kreppu vegna holdafarsins. Ekki þýðir hins vegar að láta tískusveiflur og útlits- kúgun ýmiss konar slá sig út af laginu því erfðafræði- leg forskrift segir að mestu fyrir um þyngd hvers og eins. Mestu varðar því að haga seglum eftir vindi. OLDAFAR og þyngd ákvarðast af erfðafræði- legri forskrift sera erfitt getur reynst að breyta án þess að meint verði af. Bandaríski sálfræðingurinn Will- iam Sheldon (1899-1977) skipti líkamsgerð einstaklings í þrennt, ectomovph, endomovph og meso- movph, sem þýtt hefur verið renglu- vaxinn, riðvaxinn og kraftavaxinn á íslensku. Manneskja af fyrstu gerð hefur mjóslegið andlit, er mögur og vöðvarýr, með langa útlimi og mjóa. Sú riðvaxna er kringluleit, lág, þrekin, búkdigur og feitlagin. Ki-aftavaxinn einstaklingur hefur fernhyrnt andlit, er hár, herða- breiður, vöðvamikill og stórbeinótt- ur. Takið tillit til bugqingar Tískusveiflur í holdafari, einkum kvenna, ættu að hafa minna að segja um sjálfsviðhorfið en ella því eðlilegast er að vera meðvitaður um þá þyngd sem best hæfir kyni, aldri og líkamsbyggingu, eða svokallaða kjörþyngd. Ef þyngd er haldið innan tiltek- inna marka starfar líkaminn eðlileg- ar, auk þess að líta betur út, að smekk flestra. Eðlileg þyngd miðað við hæð er á býsna breiðu bili enda þarf að taka tillit til aldurs og mis- munandi líkamsbyggingar, sem fyrr er greint frá. Fita ætti að vera 15-20% af þyngd heilbrigðra ungra karlmanna og 20- 25% hjá ungum konum. Með aldrinum eykst hlutfall þetta lítil- lega en mikil frávik telst óþarft og óheilbrigt. Fólk er sagt þjást af of- fitu ef það er 20% yfir kjörþyngd. Auk þess að horfa í spegil er hægt að leggja gróft mat á líkamsfitu með því að klípa hold milli þumals og vísifingurs. Ef fitulag er þykkara en 2 sentímetrar er skynsamlegt að fara í megrun. Of át í/erður af fita Ofát er helsta skýring ofþyngdar og geta fjölmargar ástæður legið að baki. Sumir borða meira undir álagi og til þess að sporna við leiða og þunglyndi. Ýmis lyf geta valdið aukinni þyngd, svo sem getnaðar- vamatöflur og sterar, og þegar árin færist yfir hægir á efnaskiptum í líkamanum. Jafnframt hreyfa aldr- aðir sig oft lítið. Margir þyngjast vegna nýs starfs, sem felur í sér meiri kyrr- setu, eða eftir að hafa lagt íþrótta- iðkun á hilluna. Einhverjir fitna í kjölfar reykbindindis og stundum er talað um að tilhneiging í þessa átt fylgi sumum fjölskyldum. En þó að erfðaþættir geti haft áhrif á offitu er líklegra að lífsmáta fjölskyldunnar, mataræði og hreyfingarleysi, sé frekar um að kenna. Loks geta sjúkdómar og truflanir á hormónastarfsemi leitt til fitu- söfnunar og er talið að 1% slíkra til- fella sé vegna skertrar starfsemi sk- jaldkirtils og hægari efnaskipta af þeim sökum. Síðast en ekki síst halda margar konur áfram að þyngjast eftir bamsburð. Breytt fyrir iífstíð Offita getur reynst jafn erfið við- fangs og áfengis- eða eiturlyfjafíkn. Of feitt fólk virðist sólgnara í mat og reynist því erfiðara að grenna sig en þeim sem minna feitir eru. Besta ráðið til að létta sig á öruggan og varanlegan hátt er að auka hreyf- ingu og neyta færri hitaeininga. Skal mataræði breytt á þann veg að hægt sé að fylgja því að mestu fyrir lífstíð en ekki bara þar til settu marki er náð. Annars er hætta á því að sagan endurtaki sig og að hinir sömu verði á endanum jafnvel feitari en þeir voru áður en megi’un- in hófst. Raunhæft markmið fyrir þá sem vilja léttast er 1-1'/2 kíló á viku. Æskilegt er að mataræði sé sem fjölbreyttast og hollast, trefjaríkt en snautt af fitu og hreinsuðum sykri. Best er að borða þrjár hófleg- ar máltíðir á dag og skal þeirra neytt rólega af litlum diski, helst ekki fyrir framan sjónvarpið. Ekki er gott að sleppa úr máltíð eða borða seint að kvöldi. Öðra hverju stinga upp kolli kúrar sem lofa skjótum árangri. Sem dæmi má nefna ávaxtakúra, trefjaríka kúra, megrunardrykki, og próteinkúra. Helsti ókostur þeirra er einhæfnin. Ávaxtakúr fylgir gjarnan hungur, leiðindi og meltingartruflanir auk þess sem hann orsakar tap á vöðvapróteini og líkamsvökva. Of mikið af trefjum getur valdið vindgangi og öðrum truflunum á meltingu en er örugg leið til að létta sig ef fjölbreytni er höfð við fæðu- val. Megrunardrykkir geta aukið á efnaskiptatruflanir, kenna ekki skynsamlegar matarvenjur og rýra líkamann hugsanlega vöðvavef. Próteinkúr er einhæfur, ólystugur, raskar jafnvægi næringarefna og líkamsfita minnkar lítið sem ekkert. Einnig er talin hætta á skaða vegna taps á vökva og vefja- próteini. Farsælasta lausnin er því sú að neyta fjölbreytts úrvals næringar- ríkrar en fitusnauðrar fæðu. Flestir grennast með aukinni hreyfingu og neyslu 1.200-1.500 hitaeininga á dag. Texti og töílur eru byggðar á Heilsubókinni (Mál og menning, 1994) og Britannicu. LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 23 Líkamsþyngd og hæð Þyngd, kilógrömm Hæð, metrar 1,94 1,92 1,90 1,88 1,86 1,84 1,82 1,80 1,78 1,76 1,74 1,72 1,70 1,68 1,66 1,64 1,62 1,60 1,58 riðhæð: l Iof m I I Eðlileg \ \ Of mikil _ — • I CA íkú r— 50 55 60 65 70 75 80 85 90 95 100 105 110 Þyngd, kilógrömm MFA-SKOLINN Á AKUREYRI 0G í REYKJAVÍK MFA-skólinn er fyrir fólk án atvinnu, eldra en 20 ára, með stutta skólagöngu að baki. Skólinn er metinn til styttingar á bótalausu tímabili hjá atvinnulausu fólki. MFA-skólinn er fyrir þá sem vilja: • Auka almenna menntun sína • Nýta hæfileika sína og takast á við krefjandi verkefni • Velja starfsnám í ferðaþjónustu NÁMSGREINAR MFA-skólinn skiptist í: • Almennan hluta, 350 kennslustundir, þar sem náms- greinar eru: íslenska, reikningur, enska, samfélags- fræði, heimspeki, skrift eða annað skapandi fag og tölvunotkun. Auk þess sem áhersla er lögð á sjálfs- styrkingu, tjáningu og skipulögð vinnubrögð. • Starfsnám, 150 kennslustundir, þar sem kennd eru fög tengd ferðaþjónustu. TÍMI MFA-skólinn á Akureyri stendur frá 15. janúar til 10. maí. 1 Reykjavík stendur skólinn frá 24. janúar til 17. maí. Kennt er í báðum skólum mánudaga til fimmtu- daga frá 9:00 til 14:30 og fóstudaga frá 9:00 til 12:00. UMSÓKNIR Alls eru teknir inn 14 nemendur í skólann á hvorum stað. Umsóknareyðublöð liggja frammi: • Á Akureyri hjá Verkalýðsfélaginu Einingu. Síðasti skiladagur umsókna er 8. janúar. • I Reykjavík hjá Menningar- og fræðslusambandi alþýðu, Grensásvegi 16a. Síðasti skiladagur umsókna er 19. janúar. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 5331818
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.