Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Danglið þér í prestinn fyrir mig hæstvirtur ráðherra . . .
Uttekt á mikilvægi
Reykj aví kurflugvallar vísað
til Borgarskipulags
BORGARRÁÐ hefur samþykkt til-
lögu borgarstjóra um að vísa tillögu
borgarráðsfulltrúa sjáífstæðis-
manna um að gera úttekt á mikil-
vægi Reykjavíkurflugvallar fyrir
atvinnulíf í borginni til Borgar-
skipulags til meðferðar í tengslum
við endurskoðun Aðalskipulags
Reykjavíkur. Tillaga borgarstjóra
var samþykkt með þremur atkvæð-
um gegn tveimur.
Efnahagsleg úttekt
Inga Jóna Þórðardóttir borgar-
ráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
lagði fram tillögu í borgarráði um
að fram færi úttekt á mikiivægi
Reykjavíkurflugvallar, og rekstri
tengdum honum, fyrir atvinnulífíð
MÁLEFNAUNDIRBÚNINGUR
fyrir þing Alþýðusambands Is-
lands sem haldið verður í Kópa-
vogi í maí er vel á veg kominn,
skv. upplýsingum sem fengust hjá
Halldóri Grönvold, skrifstofustjóra
ASÍ.
Á fimmta tug miðstjórnar-
manna og fulltrúa landssambanda
innan ASI hafa starfað í vinnuhóp-
um að undanförnu og hefur um-
fjöliun hópanna verið skipt í fimm
málefnaflokka sem taka á fyrir á
þinginu.
Innra skipulag, vinnulöggjöf,
kjara- og atvinnumál
Rætt er um atvinnumál og
hvernig beri að þróa atvinnustefnu
þá sem ASÍ kynnti á árinu 1994,
um stefnumótun samtakanna
í borginni. í bókun borgarráðsfull-
trúa Sjálfstæðisflokksins þegar til-
laga borgarstjóra var samþykkt var
gagnrýnt að fulltrúar Reykjavíkur-
listans í borgarráði treystu sér ekki
til að taka skýra afstöðu til úttekt-
ar á efnahagslegum áhrifum af
rekstri vallarins. Slík úttekt væri
mikilvæg, ekki síst í ijósi yfirlýsinga
borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans
um að til athugunar sé að leggja
flugvöllinn niður.
Víðtækari rannsókn
I bókun borgarráðsfulltrúa
Reykjavíkuriista segir að ijóst sé
að mun víðtækari rannsókn þurfi
varðandi flugvöllinn. Úttekt þurfi
að fara fram á kostnaði við að
varðandi stöðu launafólks og fjöl-
skyldna á vinnumarkaðinum, og
um kjaramál, skatta- og mennta-
mál í því sambandi. Umræður eru
í gangi um vinnulöggjöfina og
samskiptareglur á vinnumarkaði,
innra skipulag verkalýðshreyfing-
arinnar og um samskipti hennar
við önnur samtök launafóiks á
vinnumarkaði og loks er sérstök
umfjöllun um stöðu verkalýðs-
hreyfingarinnar gagnvart um-
heiminum.
Stefnt er að því að um mánaða-
mótin febrúar/mars verði send vel
undirbúin drög í öllum þessum
málefnaflokkum út til félaganna
til skoðunar, sem á að leiða til
þess að umræðan á sjálfu þinginu
verði skipulagðari en ella.
tryggja öryggi flugs og byggðar
umhverfis völlinn og á honum sjálf-
um. Þá þurfi að fara fram umhverf-
ismat vegna hugsanlegra áhrifa á
lífríki og vatnsbúskap Tjarnarinnar
ef skipt yrði um jarðveg og flug-
vallarsvæðið þurrkað upp.
Fram kemur að auk þess þurfi
að kanna mikilvægi vallarins í at-
vinnulífí borgarinnar og þjónustu-
hlutverk almennt. Þar yrði ekki einn
þáttur tekinn út eins og tillaga Ingu
Jónu geri ráð fyrir.
Þá segir að á vellinum sé marg-
vísleg starfsemi og því þurfi að
kanna mikilvægi hvers þáttar um
sig fyrir atvinnulífið í borginni
ásamt áðurnefndum þáttum.
Vestfjarðamið
Leiðangur
frestast
vegna veðurs
LEIÐANGUR Hafrannsóknastofn-
unar á Vestfjarðamið til að rann-
saka þorskgengd þar hefur frest-
ast vegna veðurs og er ekki gert
ráð fyrir nú að farið verði fyrr en
eftir helgi.
Leiðangurinn verður farinn á
hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæ-
mundssyni. Að sögn Ólafs Karvels
Pálssonar, fiskifræðings er óljóst
hvað leiðangurinn verður langur,
en það ræðst af veðri.
Að undanförnu hafa borist
fregnir um mikinn þorsk á Vest-
fjarðamiðum. Togarar hafa fengið
mjög mikinn afla á skömmum tíma
en lítill kvóti hefur gert það að
verkum að menn hafa ekki getað
fiskað eins og þeir hafa viljað.
ASÍ-þing í maí
Vinnuhópar und-
irbúa málefnastarfið
Stuðnings- og sjálfshjálparhópur
hálshnykkssjúklinga
Lúmskir
áverkar
Freyja Jónsdóttir
MEÐ því að stofna
Stuðnings- og
sjálfshjálparhóp
hálshnykkssjúklinga eru
vonir bundnar við að eitt-
hvað megi gera þeim til
hjálpar sem sitja eftir með
þá lífsreynslu að fá ekki
fullan bata. Fólk sem í
því lendir er svo bjargar-
laust, útskýrir Freyja
Jónsdóttir. í hópi SSH eru
70 félagar. Allt fólk sem
hefur átt í afleiðingum
þessara slysa, sem á er-
lendu máli nefnast „whi-
plash“-áverkar. Sumir í
mörg ár og margir eru
ákaflega illa á sig komn-
ir. Aftanáakstur í umferð-
inni er svo algengur hér
á landi að það er þjóðar-
böl, og við erum að vona
að við getum með fræðslu vakið
fólk til umhugsunar og það orðið
til varnaðar og fækkað slysum
af þessu tagi.“
Hvað hefur veríð gert?
Hópurinn hittist fyrsta mánu-
dag í hveijum mánuði og Freyja
segir að nú sé unnið að því að
koma út myndarlegu blaði til að
kynna starfsemina, með viðtölum
við sjúklinga, lögfræðinga og
lækna.
Vitið þið hvernig fólk stendur
að vígi heilsufarslega og fjár-
hagslega?
„Þetta eru svo lúmskir áverkar
og erfitt að bera fötlun sem oft
sést ekki,“ segir Freyja. „Orð-
rómur er um að fólk fái svo mik-
ið út úr tryggingum, sem er al-
rangt. Við eigum oft í baráttu
með að sanna að við séum svona
illa haldin. Sem betur fer lagast
margir og ná sér að mestu. En
það eru líka margir sem eftir
sitja og eru illa staddir. Trygg-
ingarnar borga þá oft uppbætur
á laun í eitt ár. Síðan er þeim í
mörgum tilfellum kippt burt,
meðan manneskjan er áfram
óvinnufær. Þá fara að hlaðast
upp skuldir og fólk tekur það ráð
að fara í ótímabært mat og semja
um að fá hvaða smáu upphæð
sem er. En í rauninni er ekkert
vit í að meta örorku fyrr en eft-
ir 3-4 ár. Á þeim tíma lagast
sumir en aðrir ekki. Við viljum
beijast fyrir því að gera fólki
fært að lifa á meðan án þess að
missa allt sitt. í okkar hópi er
til dæmis fólk sem búið er að
missa húsin sín. Fólki finnst allt
hrunið í kring um sig og missir
kjarkinn.“
Hver voru tildrög stofnunar
félagsins?
Allir stjórnarmenn í SSH eru
illa farnir eftir hálshnykksslys.
Þeir eru, auk Freyju, sem er for-
maður, varaformað-
urinn Dan Sommer,
Ingunn Gísladóttir,
Marteinn Hreinsson,
Steinunn Kristjáns-
dóttir, Ragnheiður
Sverrisdóttir og Sólveig Hös-
kuldsdóttir. Tildrög þess að ráð-
ist var í stofnun félagsskaparins
voru þau að Freyja var beðin um
að skrifa grein fyrir sjúkraþjálf-
ara í blað þeirra og lýsa því
hvernig þetta kæmi henni fyrir
sjónir. Eftir það fór fólk að
hringja til hennar alls staðar að,
m.a. utan af landi. Svo hún réðst
í það, meira af áhuga en getu,
að ná hópnum saman. Annar
hópur er svo á Akureyri.
Þangað til hún lenti sjálf í
►Freyja Jónsdóttir er formað-
ur SSH. Hún var öryggisvörð-
ur í sljórnstöð Securitas þegar
hún í októbermánuði 1990 lenti
í fyrra skiptið í aftanákeyrslu,
sem gerði hana illvinnufæra.
Og tæpu ári síðar varð hún
aftur fyrir hliðar- og aftaná-
keyslu og hlaut þá mar á heila.
Nú fæst hún, eftir því sem
heilsan leyfir, við pistlaskrif
og blaðamennsku, m.a. hjá
Tímanum. í janúarmánuði sl.
stofnaði hún ásamt fleirum
Stuðnings- og sjálfshjálparhóp
hálshnykkssjúklinga.
aftanákeyslu var Freyja fílhraust
manneskja, sem aldrei kenndi sér
meins og var í góðu og vel laun-
uðu starfi. Þegar ekið var aftan
á hana á götu 26. október 1990
kveðst hún strax hafa fundið til,
en dofnaði svo og við tóku svefn-
lausar nætur og þessi venjulegi
sársauki. Þegar seinna slysið
varð, 12. júlí 1991, var hún að
koma úr endurkomutíma á slysa-
deild og á leið á Grensásdeild í
sjúkraþjálfun. Þá var ekið á hlið
og aftan á bíl hennar, sem grind-
arbrotnaði. Þó var þetta sterkur
bíll af Mercury Topaz-gerð.
Hún hélt í fyrstu að hún hefði
lítt skaddast í þetta sinn og það
var ekki fyrr en eftir tvo sólar-
hringa að hún fór að fá kvalir
og verkirnir hafa ekki yfirgefið
hana síðan. Hún kvaðst hafa
fengið góða rannSókn, en þó var
ekki tekin mynd af höfðinu. Það
var ekki fyrr en í september síð-
astliðnum að taugalæknir sendi
hana í slíka höfuðmyndatöku og
kom þá í ljós að hún er með mar
á heila. Svo lúmskt getur þetta
verið. Afleiðingarnar
eru þær að jafnvægis-
skynið er í ólagi og
sjá má að hún slagar
svolítið, mismikið þó,
segir hún. En hún
bætir við: Ég var þó í raun hepp-
in. Yfirmenn mínir gerðu allt til
að hjálpa mér til að halda vinnu,
sem þó gekk ekki.'Og ég á svo
ákaflega góð börn, sem stutt
hafa við bakið á mér. Ekki eru
allir svo heppnir. Eitt aðal-
markmið okkar í SSH er einmitt
að veita félagsskap og stuðning.
Félagsskapurinn hefur af fjár-
hagsástæðum ekki skrifstofu, en
Freyja svarar í eigin síma,
551-8356, og það gera aðrir
stjórnarmenn líka.
Aftanáakstur
er þjóðarböl
hér á landi