Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Valdabarátta innan Columbia álfyrirtækisins fer fyrir dómstóla Ákvörðun um álver dregst þar til deilan leysist RÁÐ eignarhaldsfélags starfsmanna fyrirtækis- ins Columbia Aluminum hefur ákveðið að leita til dómstóla á þeirri forsendu að stjóm fyrirtæk- isins hafi verið með undanbrögð og reynt að koma í veg fyrir að það fengi neytt réttar síns til að kaupa hlut stjómanda fyrirtækisins, Kenn- eths Petersons. Ekki verður tekin ákvörðun um það hvort Columbia reisi álver á íslandi eða í Venezuela þar til lausn fæst á málinu. Jim Hensel, yfirmaður nýrra verkefna hjá Columbia, sagði í gær að stjóm fyrirtækisins hefði ekki reynt að standa í vegi fyrir starfs- mönnum, sem eiga hlut í fyrirtækinu og hafa átt kauprétt á hlut Petersons frá árinu 1988. Krefjast upplýsinga Phil Carstens, lögfræðingur trúnaðarráðs eignarhaldsfélags starfsmanna Columbia, sagði í gær að skjólstæðingar sínir hefðu krafist þess að látnar yrðu í té upplýsingar, sem hafa ætti til grundvallar kaupunum, og ætlunin væri að ganga frá viðskiptunum 29. mars. Starfsmenn Columbia hyggjast selja fyrir- tækinu Goldendale Aluminum, sem rekur ál- bræðslu í næsta nágrenni við álbræðslu Col- umbia, fyrirtækið þegar gengið hefur verið frá kaupunum við Peterson. Trúnaðarráðið krefst því að umræddar upplýsingar verði einnig af- hentar Goldendale Aluminum. Stjómarfundur var haldinn í Columbia 20. janúar og þar var ákveðið að gera starfsmönnum gagntilboð um að kaupa hlut þeirra á 63 milljónir dollara (rúma fjóra milljarða íslenskra króna). Vilja binda trúnað Hensel sagði að stjórn Columbia hefði verið reiðubúin til að láta allar upplýsingar af hendi, en gert að skilyrði að þær yrðu bundnar trún- aði. Fulltrúar starfsmanna og Goldendale Alum- inum hefðu hins vegar ekki viljað skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu. Að sögn Hensels verður farið með málið fyrir dómara í dag til að skera úr um það hve miklar upplýsingar stjóm Columbia Aluminum þurfi að veita trúnaðarráðinu og keppinautun- um hjá Goldendale Aluminum. Þegar Hensel var spurður hvort segja mætti að framkvæmdir á vegum Columbia stöðvuðust og framtíðaráætlanir yrðu settar í bið þar til þetta mál leystist svaraði hann: „Það er rétt lýsing." í yfirlýsingu, sem trúnaðarráðið gaf út í desember, var sagt að starfsmenn vildu ein- beita sér að fyrirliggjandi starfsemi í Washing- ton-ríki og það virðist samræmast áætlunum Goldendale Aluminum. Columbia keypti búnað til álbræðslu í Þýska- landi á síðasta ári og hyggst Peterson nota hann til að reisa álver annaðhvort á íslandi eða í Venezuela. Að sögn Jims Hensels hyggst Peterson freista þess að reisa þetta álver þótt hann verði keyptur út úr Columbia og myndi hann þá líkast til kaupa þýska búnaðinn af væntanlegum kaupanda, starfsmönnum eða Goldendale. Færð og veður á Hellisheiði VEGAGERÐIN hefnr sett upp skilti skammt frá Geithálsi þar sem ökumenn fá upplýsingar um færð og veður á Hellis- heiði áður en lagt er á heið- ina. Okumenn verða þar með betur færir um að meta það hvort ráðlegt sé að aka yfir heiðina eða fresta för sinni. Verið er að prófa skiitið þessa dagana en á því koma fram upplýsingar um úrkomu, hálku og vindhraða. Á heið- inni eru hálkunemar. Veður- stöðin á heiðinni skráir upp- lýsingamar sjálfvirkt inn á skiltið og verða þær því alltaf nýjar. HelíisheiÖt Veöurstöövar ("B00 6316 Færft á vcflum C563 1500 Morgunblaðið/Þorkell Flugleiðir Flugvélar mis- eða ofhlaðnar „ÞAÐ komu upp nokkur tilvik í haust, þar sem millilandavélamar voru mishlaðnar eða ofhlaðnar. Öryggiskröfur eru svo miklar, að frávik valda ekki bráðri hættu, en við höfum tekið á þessu máli í samráði við fyrirtækin, sem sjá um hleðslu vélanna, bæði hér heima og erlendis,“ sagði Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flug- leiða, í samtali við Morgunblaðið í gær. Einar sagði að mjög strangar reglur giltu um hleðslu flugvéla. „Það hafa komið upp tilvik, þar sem vél reyndist hlaðin á annan hátt en hleðsluskýrslur sögðu til um. Þetta hefur uppgötvast við afhleðslu vélanna og verið tekið á því. Þessi tilvik eru mjög fá, eða 3-4 á síðasta ári í þeim 7-8.000 ferðum sem við fórum, en koma upp af og til hjá okkur líkt og öðrum flugfélögum.“ ----♦ ■♦ «--- Hentu fé- laga sínum út klæða- lausum LÖGREGLAN í Reykjavík var á miðvikudagsmorgun beðin um að aðstoða mann í Vesturbænum- Hann stóð utan dyra, nakinn, að öðru leyti en því að hann hafði handklæði um sig miðjan. Maðurinn hafði verið í íbúð i nálægu húsi ásamt „félögum" sín- um. Þeir höfðu skyndilega veist að honum, rifið utan af honum fötin og hent honum út á götu. Þeir héldu eftir föturn mannsins og peningum sem hann hafði ver- ið með á sér. Maðurinn var aðstoðaður við að endurheimta eigur sínar og fór síðan sína leið. Efasemdir í tölvunefnd um meðferð sýna úr látnu fólki Teljast lífsýni til persónulegra upplýsinga? INNAN tölvunefndar eru komn- ar upp efasemdir um réttmæti þess að nota sýni úr látnu fólki í öðrum tilgangi, en tekið var. Tilefnið er að DNA-rannsókn var beitt til að skera úr um það hvort kona, sem nú er látin, sé dóttir látins athafnamanns frá Höfn í Hornafirði í máli, sem höfðað hefur verið til að ógilda erfða- skrá mannsins. Þorgeir Örlygsson, lagapró- fessor og formaður tölvunefnd- ar, sagði að þetta hefði verið rætt á fundi nefndarinnar fyrir skömmu og spurning væri hvort lífsýni, eins og um er að ræða í áðurnefndu barnsfaðernismáli, flokkist undir persónulegar upp- lýsingar í skilningi tölvulaga, þ.e. upplýsingar, sem sann- gjarnt og eðlilegt sé að fari leynt. Sérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu með DNA-rannsókn að 99% líkur væru á því að kon- an væri dóttir athafnamannsins. Bæði maðurinn og konan höfðu verið krufin og því voru til sýni úr þeim, sem notuð voru við DNA-rannsóknina. Þorgeir sagði að tölvunefnd hefði ekki tekið afstöðu í þessu máli, en hyggst láta það til sín taka. Hann sagði að það væri háð því að lífsýni teldist persónu- legar upplýsingar, sem féllu und- ir ákvæði tölvulaga, en þau tækju venjulega til skrifaðra upplýsinga. Þróunin erlendis væri í þá veru að lífsýni féllu undir lög af þessu tagi. Málflutningur í máli Bretans hófst í Hæstarétti í gær FBI gerir þriðju DN A-raimsóknina MÁLFLUTNINGUR í máli 23 ára gamals Breta, sem dæmdur var í Héraðsdómi í desember til 12 mánaða fangelsisvistar fyrir að nauðgað konu um borð í skipi í Reykjavíkurhöfn í október sl., hófst í Hæstarétti í gær. Málið var flutt fyrir luktum dyrum. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur bandarísku alríkislögregl- unni, FBI, verið falið að rannsaka sýni vegna málsins. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að Gunnlaugur Geirsson prófessor hafi fyrir skömmu farið utan með sýni að ósk embættis ríkissaksóknara í því skyni að fá bandarísku alríkislögregluna, FBI, til að gera DNA-rannsókn. Eins og fram hefur komið voru tvær DNA-rannsóknir gerðar vegna málsins, ein á íslandi og ein í Noregi. Maðurinn var m.a. sakfelldur í Héraðsdómi á grund- velli íslensku rannsóknarinnar en samkvæmt henni voru 0,1% líkur á að sæði í smokki, sem konan framvísaði eftir nauðgunina, væri úr öðrum manni en Bretanum eða nánum ættingja hans. Niðurstaða rannsóknar, sem gerð var á rík- isspítalanum í Osló, var hins vegar sú að útilokað væri að sæðið væri úr Bretanum. Niðurstaðan úr norsku rannsókninni lá ekki fyrir fyrr en eftir að Bretinn hafði ver- ið dæmdur í héraðsdómi. Misræmi enn óútskýrt Ósamræmið milli niðurstaðna íslensku og norsku rannsóknanna hefur ekki verið útskýrt. Sigurður Ingvarsson, sem gerði íslensku rannsóknina, hefur ekki aðgang að gögnum um norsku rannsókn- ina og hefur því ekki getað tjáð sig um í hveiju munurinn gæti legið en hefur sagt að íslenska rannsóknin standi. Gunnlaugur Geirsson prófessor, sem fól Sig- urði að gera rannsóknina, hefur ekki tjáð sig um málið við fjöl- miðla. Það hafa rannsóknarlög- regla og embætti ríkissaksóknara heldur ekki gert efnislega. Morg- unblaðið hefur hins vegar greint frá því að Gunnlaugur hafi sent frá sér álit þar sem hann sagð1 að norska rannsóknin væri endan- leg. Niðurstöður eftir nokkra mánuði Máli mannsins var áfrýjað til Hæstaréttar á mánudag í síðustu viku og hófst málflutningur í g®r- Samkvæmt heimildum blaðsins er niðurstaðna úr rannsókn FBl ekki að vænta fyrr en eftir nokkra mánuði og hefur embætti ríkis- saksóknara gert kröfu um að | dómur verði ekki kveðinn upp * j Hæstarétti fyrr en þær liggja fyr- > ir. Bretinn er í farbanni til 8. febr- ' úar nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.