Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 9 FRÉTTIR Óánægja meðal kennara vegna skattamála Skattur greiddur af verk- fallsbótum TALSVERÐRAR óánægju gætir meðal kennara með að skattayfir- völd skuli gera kennurum að greiða skatt af greiðslum sem þeir fengu úr verkfallssjóði kenn- arafélaganna í verkfalli kennara á síðasta ári. Eiríkur Jónsson, for- maður KÍ, segir að stór hluti kenn- ara sé þegar búinn að greiða skatt af þessum peningum því að skatt- ur hafi verið greiddur af þeim á sínum tíma þegar þeir voru dregn- ir af kennurum. r C= Ný sending Kragalausir, köflóttir jakkar. / Utsaia á eldri vörum. VV - Verið velkomin - Opið virkadagakl. 9-18, VV Dunhaca, \ .símí 562 2230 s Utsalan 1 í fullum gangi S Laugavegi 4, sími 551 4473 Fallegur húsbúnaöur Kennarar hafa verið að fá launamiða frá kennarafélögunum fyrir þeim greiðslum úr verkfalls- sjóðum félaganna sem inntar voru af hendi á seinasta ári. Eiríkur sagði að kennarafélögin hefðu látið kanna þetta mál og niður- staðan hefði orðið sú að sam- kvæmt skattalögum væru þessar greiðslur framtalsskyldar og þess vegna væru kennurum sendir launamiðar. HpidlSirs, @p§@|llar swrasmiiir Leikfðng og bamavörur Við höfum það allt saman „Þetta er hins vegar ákaflega óréttlát skattheimta gagnvart því fólki sem hefur í gegnum árin lagt þetta til hliðar. Kennarar leggja hluta af félagsgjaldinu í verkfallssjóð. Sjóðurinn varð til á árunum 1985-95. Það er alveg klárt að þeir sem voru félagsmenn á þessum árum og lögðu til hliðar í verkfallssjóð 1% af sínum mán- aðarlaunum eru að greiða skatta af þessu í annað sinn með þess- ari skattheimtu núna,“ sagði Ei- ríkur. Eiríkur sagðist hafa orðið var við talsverða óánægju kennara með þetta. Skattalög væru hins vegar skýr hvað þetta varðar og kennarar myndu hlíta þeim. Kennari í fullu starfi fékk um 85.000 krónur úr verkfallssjóði þær 6 vikur sem verkfallið stóð. Beztu blaðaljós- myndirn- ar sýndar SÝNING á 120 bestu blaða- ljósmyndunum frá sl. ári verður opnuð formlega í Gerðarsafninu í Kópavogi laugardaginn 27. júní nk. Við opnunina verða afhent verð- laun fyrir bestu myndirnar í einstökum efnisflokkum og jafnframt útnefnd besta blaðaljósmynd ársins 1995. Alls eru myndir á sýning- unni eftir 16 blaða- og frétta- ljósmyndara. Þriggja manna dómnefnd valdi bestu mynd- irnar á sýninguna en um 600 myndir bárust í forkeppni. Þetta er í 6. sinn sem Blaða- mannafélagið og Blaðaljós- myndarafélagið standa sam- an að sýningu sem þessari. Sýningin verður opnuð al- menníngi klukkan 15 á laugardag og er opin alla daga nema mánudaga fram til 11. febrúar. V.o»f gsV' Mcwism C_-7 Húsgagnahöllinnl Blldshöföa 20-112 Reykjavlk - Sími 587 1410 NiJ 'o0/ „Austurríkisfarar“ Hjá okkur er hagstæðasta verð í Evrópu á/^skíðum ogskíðafatnaði. Ljósmyndarafélag íslands Fagstefna félagsins verður á Hótel Loftleiðum laugardagirm 27. og sunnudaginn 28. janúar nk. Laugardagur kl. 11.00-17.00 Sýning á Ijósmyndatækjum og vörum fyrir atvinnumenn. Laugardagur kl. 12.00 Kynningar á tækjum og vörum á vegum söluaðila. Sunnudagur kl. 13.00-17.00 Sýning opin fyrir almenning. Sunnudagur kl. 13.15-17.00___ Ráðstefna Ljósmyndarafélags íslands, fyrirlestrar og hringborðsumræður. Ath.: Sýningin er opin almenningi kl. 13.00-17.00 sunnudaginn 28. janúar. Fólk er alltaf að vinna í Gullnámunni: 85 milljónir Vikuna 18. til 24. janúar voru samtals 85.557.673 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæði veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öðrum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staður Upphæð kr. 18. jan. Sjallinn, ísafirði......... 120.258 18. jan. Háspenna, Hafnarstræti.. 182.211 19. jan. Rauða Ijónið............... 232.724 20. jan. Háspenna, Laugavegi..... 124.390 20. jan. Rauða Ijónið................ 99.724 21. jan. Háspenna, Laugavegi.... 140.959 21. jan. Háspenna, Laugavegi.... 85.946 22. jan. Háspenna, Laugavegi.... 132.270 22. jan. Háspenna, Laugavegi.... 120.137 23. jan. Ölver...................... 141.038 23. jan. Háspenna, Laugavegi..... 94.016 Staða Gullpottsins 25. janúar, kl. 12.00 var 9.737.090 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf I 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.