Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 51 I DAG BRIDS Uinsjön Guðmundur Páll Arnarson FIMM tíglar er hinn sjálf- sagði samningur á spil NS hér að neðan, og fljótt á litið virðist ekki flókið mál að enda á þeim stað. En ótrúlegir hlutir gerast stundum við spilaborðið. Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ Á8653 ▼ K754 ♦ - 4 G1032 Vestur 4 94 ¥ Á10983 ♦ G85 4 Á74 Austur 4 G107 ¥ G62 ♦ 43 4 KD986 Suður 4 KD2 ¥ D ♦ ÁKD109762 • 4 5 Spilið er frá úrslitaleik Landsbréfa og Samvinnu- ferða í Reykjavíkurmótinu. í lokaða salnum opnaði Jón Baldursson í sveit Lands- bréfa í fjórum gröndum, sem hann meinti sem ása- spumingu. Hann hugðist spila 5-7 tígla eftir ása- fjölda makkers. En Jón hafði varla lagt frá sér sagnmiðann þegar hann mundi eftir því að þeir Sævar Þorbjörnsson höfðu nýlega breytt sögninni úr venjulegri ásaspumingu í spurningu um tiltekna ása. Sævar svaraði því á fimm spöðum, sem sýndi spaða- ásinn! Jón sagði sex tígla og bjóst við að fara einn niður. Útspil vesturs var laufás og austur kallaði. Vestur vissi að einhvers staðar var maðkur í mys- unni, en hvar? Hann taldi allt eins líklegt að Jón ætti tvo hunda í laufi og eyðu í hjarta og spilaði laufí áfram. Slemman vannst því. í opna salnum hugðist Karl Sigurhjartarson líka stýra spilinu í fimm tígla ef makker ætti einn ás. En sú áætlun fór óvænt í vask- inn: Vestar Norður Austur Suður G.P.A. B.E. ÞJ. K.S. - - 1 lauf* 2 hjörtu 2 spaðar 3 hjörtu 4 grönd DoW Pass Pass 5 spaðar Pass Pass Pass Karl opnaði á sterku laufi (precision) og Björn Ey- steinsson í norður sýndi með tveggja spaða sögninni jákvæða hönd og minnst fimm spaða. Karl ætlaði þá að keyra í spaðaslemmu á móti 2-3 ásum, en passa svarið á fimm tíglum. En rælnisdobl vesturs setti strik í reikninginn, því það breytir svörunum við ása- spurningunni! Pass Björns lofaði þannig einum ás. Þar eð spaði var samþykktur tromplitur frá bæjardyrum Björns, var útilokað fyrir Karl að segja fimm tígla, því sú sögn yrði túlkuð sem slemmuleit í spaða. Karl varð því að fara í fimm spaða, en sá samningur hrundi til grunna eftir lauf- kóng út og meira lauf. Spil- ið endaði þijá niður og sveit Landsbréfa vann 17 heppn- - isstig. LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn í myndatexta við mynd frá opnun Skuggabarsins í blaðinu á þriðjudaginn var Stefán Örn Þórisson sagður vera Ólafsson. Hann er beðinn velvirð- ingar á mistökunum. Arnað ÁRA afmæli. Sunnu- daginn 28. janúar nk. verður fimmtug Gunnþór- unn Jónsdóttir, Sólbraut 7, Seltjarnarnesi. Hún tek- ur á móti gestum í félags- heimili Selljamarness á morgun, laugardaginn 27. janúar, kl. 17. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júlí sl. í Innri- Njarðvíkurkirkju af sr. Sig- fúsi Ingvasyni Guðiaug M. Pálsdóttir og Gunnar Stef- ánsson. Þau eru til heimilis í Heiðarhvammi 5, Kefiavík. heilla inn 27. janúar, verður fimm- tugur Guðmundur Guð- finnsson, Vitastíg 21, Bol- ungarvík. Hann tekur á móti gestum í kvöld, föstu- dagskvöld í Slysavamafé- lagshúsinu, eftir kl. 20. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesend- um sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynning- arnar þurfa að berast með tveggja daga fyr- irvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir helgar. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329 eða á netfangið gusta- @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. j* /.JVje oghó' Heiryj eftirgbngunum.tt Farsi STJÖRNUSPÁ cltir Frances Drakc VATNSBERI Afmælisbam dagsins: Þú vilt ráða ferðinni ogátt auðveltmeð að afla skoðunum þínum fylgis. Hrútur (21. mars - 19. aprfl) Þú nærð merkum áfanga í vinnunni í dag, og hlýtur við- urkenningu ráðamanna. Ástæða er til að fagna í vina- hópi í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maf) Þú hefur verk að vinna, og ættir ekki að vera með hug- ann við fýrirhugað ferðalag. Reyndu að ljúka skyldustörf- unum snemma. Tvíburar (21. maí- 20.júní) Einbeittu þér að lausn eigin mála í dag og láttu félagslíf- ið eiga sig. Þú þarft að sinna verkefni heima varðandi börn. Krabbi (21. júní — 22.júlf) Þeir sem eru að íhuga að skipta um íbúð hafa heppnina með sér í dag. Þú ert til í að fara út að skemmta þér þegar kvöldar. Ljón (23. júlí- 22. ágúst) Þú finnur leið til að komast hjá þátttöku í viðkvæmu deilumáli í dag. Þig langar að fara út að skemmta þér með vinum í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. septcmber) a* Gerðu þér grein fyrir heildar- myndinni í vinnunni í dag í stað þess að einblína á smá- atriðin. Njóttu svo kvöldsins með ástvini. Vóg (23. sept. - 22. október) Þótt fjölskyldumálin séu þér ofarlega í huga í dag, ættir þú að gefa þér tíma til að íhuga leiðir til að bæta stöðu þína í vinnunni. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) Gerðu ekki of mikið úr smá ágreiningi, sem upp kemur í' dag, og vertu ekki með ástæðulausar ásakanir í garð þinna nánustu. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Þróunin í fjármálum er þér mjög hagstæð, og miklar breytingar eru á döfinni í vinnunni, sem getá fært þér betra starf. Steingeit (22. des. - 19. janúar) m Þú ert á báðum áttum varð- andi mikilvæga ákvörðun, sem þú þarft að taka í dag. Þú finnur rétta svarið ef skynsemin ræður ferðinni. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) dk Þú ættir að setjast niður með fjölskyldunni og ræða fram- tíðarhorfur í fjánnálum í dag. Kannaðu vel tilboð sem berst. Fiskar (19. febrúar-20. mars) Þú ert að íhuga þátttöku í námskeiði, sem getur styrkt stöðu þína í framtíðinni. Hafðu ástvin með í ráðum. Stjömuspána & að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. V Hótel Snæfell, Seyðisfirði, til sölu Höfum til sölu þetta faliega og vel staðsetta hótel. Hótelið hefur 9 herbergi með baði, 45 manna veitinga- sal, 20 manna koníaksstofu, sólstofu og gott eldhús. Húsið er eitt þessara glæsilegu timburhúsa, byggt 1908, allt í góðu lagi, staðsetning heillandi og lónið. Er þetta ekki tækifærið sem þú hefur beið eftir? Miklir möguleikar fyrir t.d. hjón til sjálfstæðs atvinnurekstrar. Munið: í þjónustu við ferðamenn er framtíðin björt. Hagstætt verð og góð kjör bjóðast traustum kaupanda. 562-1200 562-1211 Kári Fanndal Guðbrandsson, Sigrún Sigurpálsd., lögg. fast., Axel Kristjánsson hrl. ^ÍOIliK GARÐUR Skipholti 5 9 KYNNINGARMIÐSTOÐ EVRÓPURANNSÓKNA 3 RANNÍS Sj ávarútvegsrannsóknir Landbúnaðar- og fiskveiðiáætlun ESB Kynningarfundur á vegum Kynningarmiðstöðvar Evrópurannsókna verður haldinn mánudaginn 29. janúar í Borgartúni 6 kl. 15.30. Landbúnaðar- og fiskveiðiáætlun ESB er hluti af 4. ramma- áætluninni um rannsóknir, þróun og nýsköpun. Samkvæmt EES-samningnum eiga íslenskir aðilar fullan aðgang að sjóðum áætlunarinnar. Á fiindinum gefst áhugasömum aðilum tækifæri til að kynnast því hvaða áherslur ESB hefur á rannsóknum á sviði fiskveiða, fiskeldis og fiskvinnslu og hvaða tækifæri íslendingar hafa til samstarfs innan 4. rammaáætlunar ESB Um rannsóknir á þessu sviði. Dagskrá: 15.30 Hr. Willem Brugge, fulltrúi Evrópusambandsins. Kynning á rannsóknar- og þróunaráætlun ESB á sviði fiskveiða, fiskeldis og tengsl þeirra við fiskveiðistefnu bandalagsins. 16.30 Dr. Ólafur Ástþórsson, Haf rannsóknastofnun. Yfirlit yfir alþjóðleg rannsóknarverkefni innan Hafrannsóknastofnunar, m.a. evrópsk samstarfsverkefni. 17.00 Umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri: Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs íslands. -kjarnimálsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.