Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ UNGLINGAR OG VÍMUEFNI • Unglingar með einkenni alkóhólista* F oreldrar taka virkan þátt í meðferðinni • Afengið veldur líka þunglyndi • U pplifa vímuna sem einhvers konar hj álp Um 100-150 íslensk- FORELDRA FORELDRAR vímuefna- neytenda þurfa að takast á við vandann, sem blasir við fjölskyldunni. Ef tekið er dæmi af Tindum, dagdeild sem vinnur að meðferðar- málum, þá taka foreldrarnir virkan þátt í meðferð og þeir feta tólf spor í meðferð- inni, líkt og unglingarnir. Þar er miðað við svokallað tólf spora kerfi AA-samtak- anna. ■ Meðal þess, sem foreldr- ar þurfa að gera, er að horf- ast í augu við að þeir geti ekki stjórnað neyslu ung- lingsins eða látið hann hætta. Og ef þeir reyni það, missi þeir stjórn á sínu iífi. ■ Næsta skref er að for- eldrar fari að trúa því að þeir og fjölskyldan geti fengið hjálp til þess að lifa eðlilegu lífí á ný. ■ Foreldrar ákveða að taka við þessari þjálp á þann hátt að sleppa sínum gömlu hug- myndum og leiðum og leit- ast við að tileinka sér nýjar. ■ Foreldrar skrifa niður og skoða llf sitt til þess að skilja hvers eðHs vandi þeirra og fjölskyldunnar er. ■ Þeir ræðalíf sittogfor- tið við góðan vin, tnaka, prest eða annan sem þeir treysta. ■ Foreldrar þurfa að skoða hvað það er í þeirra persónu sem þeir þurfa að laga eða brevta. ■ Onnur spor foreldranna miða að því að iðka stöðuga sjálfsstjórn til að bæta úr því sem miður fer og er nið- urstaðan sú að þegar for- eldrar hafa gengið í gegnum þessa erfíðleika og leyst úr þeim, geta þeir hjáipað öðr- um foreldrum á þennan hátt, auk þess sem þeir reyna að fylgja þessum meg- inreglum áfram. ir unglingar á aldrín- um 13-18 áraleita meðferðar við vímu- efnavanda á ári hverju. Um helming- ur þeirra leitar til Tinda, dagdeildar sem sinnir ungling- um að átján ára aldri. Ragnhildur Sverr- isdóttir ræddi við Sigrúnu Hv. Magn- úsdóttur, deildar- stjóra Tinda. TINDAR eru eina úrræðið, sem miðast eingöngu við unglinga í vímuefna- vanda,“ segir Sigrún. „Við tökum við krökkum upp að 18 ára aldri. SÁÁ hefur einnig sinnt meðferð unglinga, frá 15-16 ára og til fullorðinna. Við vorum áður með sólarhringsvistun, á með- ferðarheimili á Kjalamesi, en það var lagt niður sl. haust. Nú koma unglingarnir til okkar á Hverfis- götu 4a að morgni og eru frá 9-15. Þeir fá kennslu, því þeir eru á skólaskyldualdri, en sú kennsla miðast eingöngu við að þeir fylgist með. Þetta er ekki fullur skóli. Að auki eru unnin alls konar verkefni og foreldrar taka virkan þátt í meðferðinni, en Tindameðferðin byggist á 12 spora meðferð AA- samtakanna.“ Sigrún segir að meðalaldur þeirra unglinga, sem leituðu til Tinda á síðasta ári, hafi verið 15 ár. „Fyrir nokkrum árum var með- alaldur unglinga, sem leituðu sér aðstoðar, 16 ár. Því miður hefur meðalaldurinn því færst jafnt og þétt neðar, en það gæti að vísu þýtt að foreldrar átti sig nú fyrr á neyslu unglinganna." Foreldrar hafa oftast frumkvæði að því að leita aðstoðar vegna vímuefnavanda barnanna, en þess eru þó dæmi að unglingarnir sjálf- ir leiti sér hjálpar. „Foreldrar hafa samband þegar unglingurinn þeirra er farinn að ___:__________ skrópa í skólanum eða námsárangur versnar skyndilega, sambandið milli for- eldra og unglings er ““““““ mjög stirt, unglingamir rífast við foreldra og hlýða engu og strjúka jafnvel að heiman. Reyndin er því miður sú, að þegar foreldra er far- ið að gruna að unglingurinn sé í neyslu, þá er það nánast alltaf rétt og neyslan er alltaf meirí en foreldramir ímynda sér.“ Sum einkenni vímuefnaneysl- unnar fylgja oft unglingsárunum, án þess að neysla komi til, s.s. meiri svefn og eirðarleysi. „Þeir sem til þekkja geta þó oftast séð Einhvers staðar iiggja tonn af hassi hvort unglingurinn er í neyslu. Þeir krakkar, sem koma hingað, líta stundum út fyrir að vera veikir, fölir og guggnir, svo mjög hefur neyslan tekið á þau. En þó líta sum út eins og auglýsing á haframjölspakka, þau eru svo hraustleg, þó svo að vímuefnaneysla þeirra sé orðin hættulega mikil.“ Frá alls konar heimilum Sigrún segir að ungling- ar, sem leiðast út í vímu- efnaneyslu, séu ekki frá „verri“ heimilum en aðrir. „Þessir krakkar eru af alls konar heimilum,“ svarar Sigrún. „Það er þó algeng- ara í þessum hópi en al- mennt að unglingurinn hef- ur verið lagður í einelti í skóla, foreldrarnir hafa skil- ið, eða hann hefur skipt um umhverfi, til dæmis flutt á milli hverfa eða landshluta. Oftast er hægt að finna ein- hver þessara atriða hjá unglingunum og í sumum tilfellum öll. Auðvitað eru svo fjölmörg dæmi um krakka sem lenda í þessu öllu saman, en leiðast samt ekki út í vímuefnaneyslu." Sigrún segir erfítt að til- greina ástæðu þess að einn unglingur verður háður vímuefnum, á meðan annar sleppur. „Nær allir ungling- ar prófa áfengi og margir prófa hass. Þeir, sem eiga í erfiðleikum, upplifa vím'una sem einhvers konar hjálp. Þessir krakkar hafa ein- kenni alkóhólista og þau leita í vímuna til að líða betur.“ Flestir prófað E-töflur Sigrún segir að flestir unglingarnir, sem leiti til Tinda, hafi notað áfengi og sumir hafí aldrei prófað annað vímuefni. „Áfengið, sem þau drekka, er nær allt- af landi, enda eiga þau auð- veldara með að ná í hann en annað áfengi. Hassneysla er margfalt al- gengari nú en fyrir einu ári og þá þekktist E-taflan ekki, eða heyrði að minnsta kosti til algerrar und- antekningar. Ég trúði því ekki í fyrstu að E-taflan væri orðin jafn algeng og raun ber vitni, en núna koma fáir ung- lingar til okkar sem ekki hafa prófað það vímu- efni. Þessi mikla breyt- ing varð á nokkrum mánuðum, frá síðasta sumri. Neyslan er ekki lengur bundin við landa, sniff og einhveijar pillur, heldur landa, hass, sem allt niður í 13 ára krakkar reykja daglega, og E-pillur. Við höfum líka dæmi um amfetamín- og kókaínneyslu frá 13 ára aldri.“ Beint í neyslu eiturlyfja Sigrún segir þróunina vera mjög í þá átt, að krakkar fari beint í neyslu eiturlyfja, í stað þess að neyta áfengis um tíma og færa sig smám saman yfir í önnur efni. „Núna fer 13 ára barn einu sinni á fyllerí, en fer svo beint yfir í hassið. Framboðið er nóg og greini- lega svo mikið að salan færist sí- fellt niður í yngri hópana. Fyrir 4-5 árum voru 17, 18 ára krakkar að byija að fikta í hassi, en núna eru þetta unglingar á grunnskóla- aldri og sölumennirnir eru jafnaldr- ar. Það er greinilega ótrúlegur inn- flutningur á hassi. Einhvers staðar liggja tonn af efninu, sem sölu- mennimir ganga í.“ Sigrún segir að unglingar reyki fremur hass en drekki þar sem þeir komist frekar upp með það. „Það er ekki sama lyktin sem fylg- ir hassinu. Bjórlyktin er miklú sterkari og foreldrar þekkja áfengislykt. Við megum ekki gleyma því hvað áfengið er hættu- legt ungmennum okkar, en mörgum fínnst ekk- ert tiltökumál þótt unglingar drekki. Þessu fólki vil ég benda á að krakkarnir eru að drekka 50-60% landa úr lítersflöskum. Áfengisneysla veldur þunglyndi, rétt eins og hassið og E-taflan. Það er alls ekki í lagi að fjórtán ára unglingur drekki sig fullan um hverja helgi. Og ekki má gleyma því að fjórtán ára unglingurinn fylgir ekki endilega „viðurkennd- um“ drykkjutíma. Hann fær sér í glas klukkan 10 á morgnana ef Áfengi ungl- inga næstum alltaf landi AÐ VIÐUR- KENNA V ANMÁTT 12 SPORA meðferðar- kerfíð svokallaða byggir á aðferðum AA-samtakanna og er beitt I meðferð gegn vimuefnavanda. Eins og nafnið gefur til kynna byggir kerfíð á 12 sporum, sem vímuefnaneytandinn verður að stiga, til að tak- ast á við vanda sinn. Unglingar, líkt og aðrir sem leita sér hjálpar, tak- ast fyrst á við þessi spor: ■Fyrsta sporið er að við- urkenna vanmátt sinn og að vilja breyta aðstæðum. ■Annað sporið er að biðja um hjálp; trúa því að hægt sé að hjálpa. ■Þriðja sporið er að gera sér grein fyrir að ekki er nóg að biðja um hjálp, heldur þarf að taka ákvörðun um að þiggja hana. ■Fjórða sporið er upp- gjör, reikningsskil, að skoða i hverju vandinn er fólginn. Hvað hef ég gert öðrum og aðrir mér? ■Fimmta sporið er að trúa einhveijum fyrir uppgjör- inu. Dæmi um amfetamín- neyslu frá 13 ára aldri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.