Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 47 RAGNAR yfirkokkur og Óli þjónn ganga frá þorramatnum í Ártúni. Þorrablót í Artóni VEITINGAHÚSIÐ Ártún verður opnað á ný eftir langt hlé. laugar- dagskvöldið 27. janúar nk. Opnunin hefst með almennu þorrablóti kl. 20.30 og er miðaverði stillt mjög í hóf fyrir mat og dánsleik. Kynnir á þorrablótinu verður Heiðar Jónsson snyrtir. Jóhanna Ella og Þorvaldur, sem eru margfaldir Islandsmeistarar í dansi og hafa náð feykigóðum ár- angri erlendis í baliroom- og stand- arddönsum, munu sýna dans á með- an á borðhaldi stendur. Að borðhaidi loknu verður al- mennur dansleikur, en Ártún er eitt af fáum danshúsum á Reykjavíkur- svæðinu sem hefur að bjóða rúm- gott dansgólf og ætti dansglatt fólk því að geta tekið gleði sína á ný. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi og er hún skipuð Vilhelm, Trausta, Gunnari, Ævari og söngkonunum Mattý Jóhanns og Diddu Löve. Borgar- dætur á Hótel Sögu SKEMMTIDAGSKRÁIN Borgar- dætur Bitte nú! með Borgardætr- um í Súlnasal hefst laugardaginn 27. janúar. Borgardætur skipa söngkonurnar Andrea Gylfadótt- ir, Berglind Björk Jónasdóttir og Ellen Kristjánsdóttir. Borgardætur munu skemmta áhorfendum með vinsælum lög- um og verða einnig með alls kyns glens og grín. Ásamt Borgar- dætrum koma fram og skemmta Ragnar Bjarnason og stórhljóm- sveit undir stjórn Eyþórs Gunn- arssonar. Áður en skemmtunin hefst er boðið upp á þríréttaðan kvöldverð og að lokinni dagskrá hefst dansleikur með hljómsveit- inni Saga Klass og söngvurunum Sigrúnu Evu Ármannsdóttur og Reyni Guðmundssyni. Verð er 4.800 kr. fyrir skemmtun, kvöldverð og dans- leik og veittur er sértakur hópaf- sláttur ásamt góðum kjörum á gistingu. Sjóstanga- veiði með Arnesi í TILEFNI frétta um góð aflabrögð undanfai'ið og einstakrar veðurblíðu I hefur útgerð skemmtiferðaskipsins i Árness ákveðið að gefa almenningi I kost á fjögurra tíma sjóstangaveiði- ferð nk. laugardag og sunnudag. Farið verður frá Ægisgarði kl. 14 báða dagana og komið aftur kl. 18. Fargjaldið er 2.000 kr. og 1.000 kr. fyrir börn. Þeir sem ekki hafa veiðitól meðferðis geta leigt stangir um borð. ; Kickin-hátíð á Islandi KICKIN-útgáfan efnir til hátíðar á Islandi í samvinnu við Hljómalind dagana 25.-28. janúar þar sem plötusnúðarnir Tony Sapiano og Warlock mæta til leiks en Kickin- útgáfan er ein fremsta dansútgáfan í heiminum í dag, segir í fréttatil- kynningu. Kickin-hátíðin hefst föstudaginn 26. janúar í Dynheimum á Akur- eyri og er aldurstakmark 13 ára og miðaverð 700 kr. Svo heldur hátíðin áfram síðar um kvöldið í Sjallanum á Akureyri og þar er ald- urstakmark 18 ára og miðaverð 800 kr. Laugardaginn 27. janúar verður hátíðin flutt í Tunglið í Reykjavík og er aldurstakmark 20 ára og miðaverð 800 kr. ■ ÓÐAL Á föstudags- og laugar- dagskvöld leikur hljómsveitin Ýktir sem skipuð er þeim Hafsteini Haf- steinssyni, Rúnari Þór Guð- mundssyni og Birgi Jóhanni Birgissyni. ■ CAFÉ ÓPERA Á föstudags- kvöld syngur Berglind Björk til kl. 3 og á laugardagskvöld leikur Richard Scobie ásamt Birgi Tryggasyni til'kl. 3. -leikur að Itera! Vinningstölur 25. jan. 1996 4«5«9 »11 •12»13» 22 Eldri úrslit á simsvara 568 1511 - kjarni málsins! FRÉTTIR Athugasemd við leiðara um orkuverð og virkjunarkosti LEIÐARI Morgunblaðsins í gær, 25. janúar, um orkuverð og virkjunar- kosti er þess eðlis að ekki verður hjá því komist að gera við hann athuga- semdir. Leiðari þessi stingur í stúf við vandaða umfjöllun biaðsins um orkumál að undanförnu. I leiðaranum er eftirfarandi varpað fram: „Fróðlegt væri að fá svör við þeirri spurningu, hvort kvöðin á Landsvirkjun um verðjöfnun er höf- uðskýringin á hau orkuverði, eða hvort fjárfesting í virkjun Blöndu án þess að markaður væri fyrir hendi, og reyndar Kröflu á sínum tíma, eiga hlut að máli. Hafa landsmenn verið að kaupa mun dýrari raforku en þurft hefði vegna verðjöfnunarstefn- unnar og fjárfestingarmistaka?" Hér er margt að athuga. í fyrsta lagi er rétt að fræða leiðarahöfund á því að ríkið virkjaði Kröflu á sínum tíma en ekki Landsvirkjun. Hár kostnaður við þær framkvæmdir kemur ekki fram í fjárhagsstöðu Landsvirkjunar. Hins vegar keypti Landsvirkjun Kröflu af ríkinu 1986 á verði sem miðast við framleiðslu- getu virkjunarinnar fremur en stofn- kostnað hennar. í öðru lagi hefur kostnaði vegna virkjunar Blöndu, samhliða minni raforkueftirspurn en spáð var á sín- um tíma, ekki verið hteypt út í verð- lag á rafmagni frá Landsvirkjun. Sú staðreynd endurspeglast í því rekstr- artapi sem fyrirtækið hefur tekið á sig á undanförnum árum. Tímanleg virkjun Blöndu er nú ein meginfor- senda þeirra jákvæðu áhrifa á efna- hagslíf þjóðarinnar sem stækkun ál- versins í Straumsvík og virkjunar- framkvæmdir hennar vegna munu hafa á næstunni, því Blanda gerði íslendingum fært að bregðast nógu skjótt við þeim færum sem gáfust. Þá er Blönduvirkjun nú þegar farin að koma í góðar þarfir þegar illa árar í vatnsbúskapnum eins og gerð- ist í fyrravetur. Því verður ekki ann- að sagt en að Blanda standi fyrir sínu. í þriðja lagi er rafmagnsverð á íslandi með því lægsta í Evrópu og „verðjöfnunarstefna og fjárfesting- armistök" hafa ekki orsakað það að „landsmenn hafi verið að kaupa mun dýrari raforku en þurfti hefði“ sem felur það í sér að menn þurfí ,jafn- framt að borga fyrir eitthvað allt annað“ með greiðslu fyrir rafmagn til Landsvirkjunar, svo notuð séu orð leiðarahöfundar. Eru slíkar dylgjur óskiljanlegar. í þessu samhengi er vert að huga að tölum þeim sem nefndar eru í leiðaranum um að hægt sé að útvega íbúum höfuðborgarsvæðisins raf- magn á helmingsverði miðað við verð Landsvirkjunar. Þótt framleiðslu- kostnaður rafmagns frá Nesjavöllum sé lágur þá er ekki þar með sagt að söluverðið geti orðið jafn lágt. Kemur hér til flutningskostnaður og þörf fyrir kostnaðarsamt varaafl sem annaðhvort yrði að kaupa af Lands- virkjun eða að sjá fyrir með fjárfest- ingu í varastöðvum. Á Landsvirkjun, einu orkufyrir- tækja, hvílir sú lagaskylda að sjá til þess að ætíð sé nægilegt framboð á rafmagni til þess að anna eftirspurn. Aths. ritstj. Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar þarf ekki að upplýsa Morgunblaðið um það, að ríkið hafi byggt Kröflu- virkjun en ekki Landsvirkjun. í um- ræddri forystugrein er hvergi sagt að Landsvirkjun hafi byggt Kröflu- virkjun, heldur segir þvert á móti, að Landsvirkjun hafi fjárfest í Kröflu og varla mótmælir upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar þvfl Það er broslegt að tala um „tíman- lega virkjun" Blöndu. Öllum er auð- vitað ljóst, að með virkjun Blöndu á sínum tíma var tekin mikil áhætta. Þá gerðu menn sér vonir um að tak- ast mundi _að selja orkuna frá Blöndu- virkjun. Það tókst ekki á þeim tíma og allar tilraunir íslenzkra stjórnvalda til þess að ná samningum um mikla orkusölu hafa mistekizt þar til nú fyrir nokkmm mánuðum. Blöndu- virkjun er auðvitað dæmi um stór- felld mistök í fjárfestingu. Hins vegar Það sem gerir nývirkjun fyrir eigin þarfir girnilegan kost í augum sveit- arstjórnamanna er m.a. sú hugmynd að fullnýta eigin mannvirki en versla eftir hendinni við Landsvirkjun. Þeg- ar hagkvæmni slíkra mannvirkja er metin verður að reikna með eðlileg- um greiðslum fyrir þá þjónustu sem Landsvirkjun er ætlað að veita. Loks má benda á í þessu sam- hengi að ekkert hefur komið fram um það að þótt Reykjavíkurborg virkjaði á Nesjavöllum yrði hag- kvæmni þess látin koma fram í lækk- uðu verði til íbúa á höfuðborgarsvæð- inu. Raunar er það svo í dag að 15% af greiðslum viðskiptavina Raf- magnsveitu Reykjavíkur renna sem afgjald í Borgarsjóð sem ráðstafar þeim fjármunum til góðra verka eft- ir eigin höfði. Þar með eru Reykvík- ingar, Kópavogsbúar, Garðbæingar og Seltirningar sannanlega ,jafn- framt að borga fyrir eitthvað allt annað“ en rafmagnið sem þeir kaupa. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirlqunar. verða stjómendur Landsvirkjunar ekki sakaðir um þau mistök. íslenzk stjórnvöld tóku þá ákvörðun og öllum almenningi var ljóst, að með þeirri ákvörðun var mikil áhætta tekin. Ekki fer hins vegar hjá því, að Lands- virkjun hefur axlað þungar byrðar vegna þeirrar ákvörðunar og með einum eða öðrum hætti munu þær að lokum lenda á viðskiptavinum Landsvirkjunar. í forystugrein Morgunblaðsins var þeirri spurningu varpað fram efnis- lega af gefnu tilefni, hvort Lands- virkjun væri að verða þröskuldur í vegi fyrir því, að hægt væri að lækka raforkuverð.Jil neytenda á suðvestur- homi landsins verulega. Sú Spurning á fullan rétt á sér og þá einnig að leitað sé skýringa á því af hverju svo er komið. Stjórnendur Landsvirkj- unar geta ekki komið sér undan þeim umræðum með köpuryrðum í garð Morgunblaðsins. Aðeins næstu tvær helgar á Borginni Kr. 2.390 Smurbrauð AÐHÆTTI Marentzu POULSEN SMURBRAUÐS JÓMFRÚNNI OKKAR. Hljómsveitin So What LEIKUR FYRIR MATARGESTI fAstudags- OG LAUGARDAGSKVÖLD. HÓTEL BORG símar 551 1247 & 551 1440 j?Lyw $t&ðuY uíð ^lustuYuðli Borðapantanir í síma 551 1440 OG 551 1247
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.