Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 60
-te fyrirþá sem gera kröfur! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRVM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Björguðu áhöfn namibísks togara Sáu menn- ina stökkva í sjóinn TVEIR togarar Seaflower Whitefish Corporation frá Namibíu, sem ís- lenskar sjávarafurðir hf. eiga um fimmtung í, björguðu í gær þrettán manna áhöfn lítils namibísks togara sem sökk um 75-80 sjómflur vestur af strönd landsins. Tíu íslenskir yfírmenn eru á togur- unum tveimur sem komu til bjargar, Seaflower og President Augustinho Neto. Namibíski togarinn, Verkenner, var á veiðum í köldu veðri og hafði aflast vel. Færeyskur skipstjóri er á togaranum. Ekki er ljóst hvort leki kem að skipinu eða hvort á það kom slagsíða við veiðar. Að sögn Magnúsar Þórarinssonar, útgerðarstjóra Seaflower, hafði hann fengið fátæklegar lýsingar á atburða- rásinni, en fyrstu upplýsingar bentu til að hnykkur hafi kómið á Verkenn- er þegar það var að hífa, með þeim afleiðingum að afli færðist til í lest- inni og slagsíða kom á skipið. Það valt á hliðina og sökk skömmu síðar. Togarar Seaflower voru staddir um eina sjómílu frá skipinu á lýsingsveið- ^um og komu þeir til bjargar. „Ég held að skipveijum hafi ekki orðið meint af volkinu," sagði Magnús. Færeyskur skipstjóri á Yoko Tani frá Walvis Bay, sem tók við mönnun- um sem björguðust, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að skip- ið hafi verið um fjórar mflur frá Ver- kenner þegar það sökk. „íslendingamir voru svo skammt frá að þeir sáu skipið sökkva og mennina henda sér í björgunarvestum í sjóinn. Þeir hífðu veiðarfærin upp og komu til bjargar. Seaflower tók fimm menn um borð en síðan sendi President Augustinho Neto út gúmmíbát og fiskaði þá upp sem voru að synda í sjónum. Þar voru 2-3 vind- stig þegar skipið sökk og engin sér- — stök ölduhæð," sagði hann. Fyrsta sól- arglætan BÖRNIN á leikskólanum Hlíðarskjóli á ísafirði gátu, eins og aðrir bæjarbúar, glaðzt yfir því að í gær sást í fyrsta sinn til sólar á árinu. Fyrsta sólarglætan gægðist yfir fjöllin og birti yfir bæn- um. í tilefni þessa halda ísfirð- ingar svokallað sólarkaffi í kvöld, bæði vestra og í Reykjavík, þar sem brott- fluttir Isfirðingar koma sam- an. Þar verður án efa fjöl- mörgum pönnukökum sporð- rennt, en það eru hefðbundn- ar veitingar ísfirðinganna á þessum degi. Dæmi um allt að 14,3% hækkun hlutabréfa HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI tóku mikinn kipp í gær og hækkaði gengi bréfa verulega í fjölmörgum hluta- félögum sem skráð eru á Verðbréfa- þingi íslands. Heildarviðskipti dags- ins námu röskum 47 milljónum króna og hækkaði þingvísitala hluta- bréfa um 38,8 stig, eða sem nemur 2,71%. Þetta er ein mesta hækkun vísitölunnar á einum degi frá upp- hafi, að sögn Stefáns Halldórssonar, framkvæmdastjóra Verðbréfaþings. Hækkun vísitölunnar frá áramótum nemur 6,34%. Mest varð hækkunin á gengi hlutabréfa í Haraldi Böðvarssyni hf., en gengi bréfanna hækkaði um 14,29%. Gengi hlutabréfa í Hrað- Þingvísitala hlutabréfa Frá 1. desember 1995 1500 1480 1460 1440 1420 1400 1380 1360 1340 1320 1300 Desember Janúar frystihúsi Eskifjarðar hækkaði um 12,5% og í fjórum öðrum hlutafélög- um hækkaði gengi bréfanna um 6% eða meira. Að sögn Davíðs Björnssonar, for- stöðumanns verðbréfamiðlunar Landsbréfa, stafar þessi hækkun nú af aukinni eftirspurn eftir hlutabréf- um á sama tíma og framboð á bréf- um er mjög lítið. Hann segir að svo virðist sem ijöldi aðila, sem haldið hafi að sér höndum framan af, hafi smám saman farið að trúa því að verð á hlutabréfum myndi ekki fara lækkandi og því væri allt eins gott að kaupa nú. Fyrirtæki í sjávarútvegi áberandi * Sjávarútvegsfyrirtæki voru áber- andi í viðskiptahrinunni í gær, en af þeim sex fyrirtækjum, sem hækk- uðu hvað mest í verði, voru íjögur fyrirtæki úr sjávarútvegi. Davíð seg- ist þó ekki telja að þá hækkun megi skýra með nýútkominni skýrslu Þjóðhagsstofnunar, þar sem fram kemur að afkoma sjávarútvegsins hafi batnað verulega á síðasta ári. Gengi hlutabréfa í mörgum þessara fyrirtækja hafi verið á mikilli sigl- ingu áður en skýrslan hafi komið út. Því sé það öllu líklegri skýring að þessar hækkanir stafi fyrst og fremst af aukinni eftirspurn. Hann bendir m.a. á að sjávarútvegsfyrir- tæki hafi í auknum mæli verið að kaupa hlutabréf í öðrum fyrirtækjum innan greinarinnar. Þessi gríðarlega eftirspurn eftir hlutabréfum nú er að hluta sögð skýr- ast af því að hlutabréfasjóðirnir hafi komið inn á markaðinn af auknum krafti. Þeir séu þó ekki einu fjárfest- amir sem hér séu á ferðinni heldur hafi einstaklingar jafnt sem fyrirtæki og fagijárfestar verið áberandi í við- skiptum gærdagsins. Morgunblaðið/RAX ■ Ein mesta/16 Slitnar upp úr fjórhliða viðræðum um skiptingu síldarstofnsins í Moskvu ísland krefst 245.000 tonna síldarkvóta VIÐRÆÐUM íslands, Noregs, Fær- eyja og Rússiands um skiptingu afla úr norsk-íslenzka síldarstofninum var slitið í Moskvu i gær án þess að samkomulag hefði náðst. Að sögn Guðmundar Eiríkssonar, formanns íslenzku viðræðunefndarinnar í Moskvu, gerðu Rússar tvær tillögur að samkomulagi. Annars vegar að öll ríkin lýstu kvótakröfum sínum og heildarkvótinn miðaðist við þær. Norðmenn héldu fast við kröfu sína um 725.000 tonn, Rússar kröfðust 200.000 tonna og íslendingar og Færeyingar gerðu kröfu um að fá 330.000 tonna kvóta, en ríkin hafa rætt um útgáfu slíks kvóta sín á milli. Af honum fengi ísland 245.000 tonn og Færeyjar 85.000. Samanlagt námu kvótakröfumar 1.255.000 tonnum, og að viðbættum nokkrum tugum þúsunda tonna handa „fimmtu ríkjum", sem krefjast aðildar að síldveiðunum, til dæmis Evrópusambandinu, yrði heildar- kvótinn 1,3 milljónir tonna. Vísinda- menn hafa hins vegar mælt með því að veiða ekki meira en milljón tonn. Hin tillagan var sú að öll ríkin lækkuðu sig hlutfallslega miðað við áðurnefndar kröfur, þannig að heild- arkvótinn yrði milljón tonn. Rússar Norðmönnum reiðir Norðmenn samþykktu hvoruga, til- löguna og sögðust þeir ekki geta lækkað kröfu sína. Að sögn Guð- mundar var andinn í viðræðunum orðinn slæmur á þessu stigi og sleit rússneski formaðurinn þá viðræð- unum. Ekki var boðaður nýr fundur. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eru Rússar Norðmönnum reiðir eftir fundinn og létu stór orð falla um afstöðu þeirra. Island og Færeyjar hafa lýst því yfir að náist ekki samkomulag í Moskvu, muni löndin tvö gefa út ein- hliða kvóta, hugsanlega með fleiri strandríkjum, og koma þar ekki önn- ur lönd en Rússland til greina. Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að löndunum sé nú ekkert að vanbúnaði, en þau geri ráð fyrir að ræða málið betur á fundi Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar í London í næstu viku. „Ef hægt er að fá fleiri með, væri það náttúrlega æskilegt," segir Þorsteinn. Enginn fundur boðaður í Smugudeilu í gær funduðu ísland, Noregur og Rússland jafnframt í sjö klukku- stundir um þorskveiðar íslenzkra skipa í Barentshafi. Guðmundur Ei- ríksson segir að ekki hafi komið fram nein breyting á afstöðu ríkjanna. „Það er svipað bil og verið hefur á milli þess, sem við sættum okkur við, og þess, sem þeir geta boðið. Það er að margra mati ekki breitt, en samt óbrúanlegt," segir Guð- mundur. Nýr fundur hefur ekki verið boð- aður í Smugudeilunni og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins verður það ekki gert fyrr en ljóst er að rík- in geti náð saman. Sambandi og samráði þeirra á milli verður þó hald- ið áfram. Slíkt samkomulag þyrfti að nást fljótlega, eigi til dæmis að vera hægt að hrinda í framkvæmd hugmyndum um skipti á veiðiheim- ildum, sem útheimta talsvert skipu- lag og undirbúning. Halldór As- grímsson utanríkisráðherra, sem ræddi Smugudeiluna við Bjorn Tore Godal, utanríkisráðherra Noregs, fyrr í vikunni, segir í samtali við Morgunblaðið að þeir hafi verið sam- mála um að „nauðsynlegt sé að eitt- hvað gerist í málinu alveg á næst- unni ef við eigum að hafa möguleika á að ná samningum." Þrettánára amfetamín- neytendur SEX drengir, 13 og 14 ára, hafa játað fyrir foreldrum og lögreglu í Hafnarfirði að hafa neytt hass. Einn 13 ára drengjanna hefur einnig viðurkennt að hafa neytt amfetamíns. Lögreglan í Hafnarfirði hefur undanfarna daga unnið með skólayfirvöldum, kennurum og foreldrum að því að kanna hvað hæft væri í orðrómi um vímu- efnaneyslu unglinga. Drengirnir sex hafa allir viðurkennt hass- neyslu og einn þeirra að auki amfetamínneyslu. Hass, E-töflur og amfetamín í viðtali í Morgunblaðinu í dag segir Sigrún Hv. Magnúsdóttir, deildarstjóri Tinda, að þangað leiti í meðferð unglingar frá 13 ára aldri. Neyslan sé ekki lengur bundin við drykkju landa, sniff og einhverjar pillur, heldur landa, hass, sem unglingar allt niður í 13 ára aldur reyki dag- lega, og E-töflur. Þá séu einnig dæmi um amfetamín- og kókaín- neyslu frá 13 ára aldri. ■ Dæmi um/28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.