Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐJÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 39 I hennar undir því nafni. Ég var ekki hár í loftinu þegar haldið var á vit ævintýranna í stórborgina Reykja- vík, með foreldrum mínum og gist var hjá Völlu og Einari. Það var í fyrsta en ekki í síðasta skiptið sem ég naut gestrisni þeirra því allt fram til þess tíma að þau fluttu úr Breiða- gerðinu var ekki við annað kom- andi en gist væri hjá þeim þegar farið var til Reykjavíkur. Heimili þeirra gekk oft undir nafninu „Hót- el Breiðagerði" á meðal fjölskyld- unnar og það er alveg ljóst að það hótel hefði fengið fimm stjörnur ef farið hefði verið fram á stjörnugjöf. Ég og kona mín vorum einn vet- ur í Reykjavík við nám og bjuggum þá stutt frá Völlu og Einari. Breiða- gerðið var þá okkar annað heimili og má segja að þau hjón hafi geng- ið okkur unga fólkinu í foreldra stað. Þau báru mikla umhyggju fyrir okkur og kæmum við ekki í nokkra daga töldu þau að við vær- um veik. Það var alltaf notalegt, Valla mín, að koma og fá súkkulaði- köku og mjólk eftir langa daga yfir skruddunum og svei mér þá, ég held að þú hafir alltaf átt köku í skápnum handa okkur hjónaleysun- um. Minningamar sem ég á um Völlu eru sveipaðar hlýju og mikilli um- hyggju og aldrei mátti hún af manni vita í Reykjavík, þó ekki væri stopp- að nema dagpart, án þess að maður yrði að koma í heimsókn og þiggja veitingar. Ferðimar til Reykjavíkur verða ekki þær sömu eftir að þú ert horfin, en ég mun varðveita þær góðu minningar sem ég á um ókomna tíð. Valla mín, ég óska þér góðrar ferðar í hinstu ferðina og berðu Pétri kveðju mína við hliðið. Þegar svo inn er komið efa ég ekki að margir bíða þín og verða þar fagn- aðarfundir og eflaust verður súkk- ulaðikaka fljótt bökuð. Einar minn, söknuður þinn er mikill. Ég bið góðan Guð að gefa þér styrk í sorginni, svo og sonum þínum og fjölskyldum þeirra. Ég ber ykkur bestu kveðjur frá fjöl- skyldu minni og foreldrum héðan að norðan. Reynir B. Eiríksson. PARKETSLÍPUN Siguröar Ólafssonar Viö gerum gömlu gólfin sem ný Sími: 564 3500 - 852 5070 Passamyndir • Portretmyndir Barnaljósmyndir • Fermingarmyndir Brúdkaupsmyndir • Stúdentamyndir PETUR PETURSSON UÓSMYNDASTÚDÍÓ LAUGAVEGI 24 • SÍMI 552 0624 Greiðsluyfirlit vegna skattframtals - ný og bœtt þjónusta Góð sending frá Húsnœðisstofhun Sent hefur verið yfirlit til allra lántakenda hjá Húsnæðisstofnun sem sýnir stöðu lána hvers og eins um áramót. Þessi nýja þjónusta er til mikillar hagræðingar fyrir lántakendur sem þurfa nú aðeins að færa upplýsingar af yfirlitinu yfir á skattframtalið. Einfaldara getur það ekki verið. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ _ vinnur að í'elferð i þd$u þfóðttr i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.