Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
540 fermetra fiskverkunarhus
verður reist á Blönduósi
Tuttugu og fjög-
ur störf skapast
Blönduósi. Morgunbladið.
SAMNINGAR á milll Fisco hf. í
Reykjavík og Skúlahorns ehf. á
Blönduósi um uppbyggingu og rekst-
ur á 540 m2 fiskverkunarhúsi taka
gildi í dag. Við tilkomu þessarar
starfsemi munu skapast 24 ársverk
á félagssvæði verkalýðsfélags A-
Hún. Að sögn Valdimars Guðmanns-
sonar, formanns verkalýðsfélags A-
Hún., hefur undirbúningur þessa
verkefnis tekið um sjö mánuði.
Skúlahom ehf. er félag allra sveit-
arfélaga í Austur-Húnavatnssýslu
utan Skagastrandar og Skaga-
hrepps. Auk þess stendur að þessu
félagi, verkalýðsfélag A-Hún. og er
Blönduósbær langstærsti aðilinn með
um 70% hlut. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins gengur samningur
Fisco hf. og Skúlahoms ehf. út á að
Skúlahom ehf. skili 540 fermetra
fiskverkunarhúsí þann 1. júlí nk.
Fisco hf. mun annast allan rekstur
þ.e. útvega hráefnið sem a.m.k. fyrst
um sinn verður koli, sjá um að koma
afurðum á markað og skapa 24 árs-
störf. Fisco hf. mun í samstarfi við
aðila erlendis sjá um að koma kolan-
um á markað og útvega vélakost í
fiskverkunarhúsið.
Að sögn Péturs A. Péturssonar,
forseta bæjarstjómar Blönduóss,
hófst samstarfíð við Fisco hf. með
auglýsingu í Morgunblaðinu um mitt
síðasta ár þar sem Skúlahom ehf.
auglýsti eftir samstarfsaðila um at-
vinnurekstur í iðnaðarhúsnæði á
Blönduósi. „í dag sér fyrir endann á
þessu starfí og í augsýn er fjöldi
nýrra atvinnutækifæra," sagði Pétur
Arnar Pétursson.
Kostnaður 20 milljónir
Trésmiðjan Stígandi á Blönduósi
byggir fískverkunarhúsið og er
kostnaður áætlaður rétt rúmar tutt-
ugu milljónir króna. Það er von
margra forsvarsmanna í atvinnulíf-
inu á Blönduósi að framkvæmdir
hefjist sem allra fýrst og Valdimar
Guðmannsson óskaði þess heitast að
framkvæmdir yrðu hafnar áður en
menn settust að þorramatnum annað
kvöld.
Utför Asgeirs Jakobssonar
ÚTFÖR Ásgeirs Jakobssonar
rithöfundar var gerð frá Hall-
grímskirkju í gær, að við-
stöddu fjölmenni. Sr. Ragnar
Fjalar Lárusson jarðsöng.
Kistu hins látna báru úr kirkju,
f.v., Styrmir Gunnarsson, Gísli
Sigurðsson, Þór Whitehead,
Bjöm Arnórsson, Matthías Jo-
hannessen, Már Elísson, Guð-
mundur Hallvarðsson og Jón
Oddsson.
Aðild Rússa að Evrópuráðinu samþykkt í Strassborg í gær
Islenska nefndin klofnaði
í þrennt í afstöðu sinni
ÞING Evrópuráðsins samþykkti í
Strassborg í gær að veita Rússum
aðild að ráðinu, og var meginrök-
semdin fyrir þeirri niðurstöðu að hún
yrði lýðræðisöflum og umbótum í
Rússlandi til framdráttar. Atkvæði
sendinefndar Alþingis skiptist í
þrennt og sat formaður nefndarinn-
ar, Lára Margrét Ragnarsdóttir, hjá
við atkvæðagreiðsluna, Tómas Ingi
Olrich greiddi atkvæði á móti en
Hjálmar Árnason studdi umsókn
Rússa.
Á þinginu voru lagðar fram 34
breytingatillögur við fyrirliggjandi
tillögu um að veita Rússlandi aðild
og voru 26 þeirra samþykktar, en
þær gengu allar í þá átt að herða
skilyrði fyrir inngöngunni.
Lára Margrét kveðst hafa staðið
að baki sex þeirra, þar af fímm sem
voru samþykktar. Þeirra á meðal var
tillaga sem lýtur að samskiptum
Rússa við útlendinga. Lára Margrét
kveðst hafa verið sammála afstöðu
Ríkíð borgi
bætur vegna
veiðarfæraljóns
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær þá
niðurstöðu héraðsdóms að íslenska
ríkinu beri að greiða útgerðarfyrir-
tækinu Nirði, eiganda Þórs Péturs-
sonar ÞH 50, 5 milljónir króna í
skaðabætur vegna tjóns sem útgerð-
in varð fyrir í febrúar 1992 þegar
veiðarfæri skipsins festust í sæ-
streng.
Varnarliðið í Keflavík hafði komið
strengnum fyrir norð-austur af Eldey
án þess að þess væri getið á viður-
kenndum sjókortum.
Aðild íslenska ríkisins að málinu
byggist á lögum um að ríkið bæti
tjón sem hlýst af dvöl varnarliðsins
hér.
Útgerðarfélaginu voru dæmdar
bætur vegna veiðarfæratjóns og
vegna þess afla sem skipið fór á mis
við meðan á fímm daga frátöfum frá
veiðum stóð en hætt var við að slæða
veiðarfærin upp af hafsbotni vegna
sérstakra tilmæla vamarliðsins um
að strengurinn yrði látinn óhreyfður.
Tómasar Inga að mörgu leyti, en
samþykki tillagnanna hafí leitt til
þess að hún hafi ekki talið ástæðu
til að standa í vegi fyrir umsókninni
þegar að atkvæðagreiðslu kom.
Hjáseta vegna breytinga
„Ég var ekki ánægð með að mál-
inu skyldi ekki vera frestað, en þess-
ar breytingar fullnægðu ákveðnum
kröfum mínum, auk þess sem þeir
sem kynnt höfðu sér ástandið í Rúss-
landi á vegum ráðsins, lögðu áherslu
á að almenningur þar yrði fyrir mikl-
um vonbrigðum ef aðild yrði hafnað
og nánast skoða það sem höfnun.
Ég var þeirrar skoðunar að Rússar
myndu standa fyrir umbótum af
meiri þrótti ef þeir stæðu á þröskuld-
inum, heldur en ef þeir væru komnir
inn, og hugðist því styðja að þeir
stæðu fyrir utan,“ segir Lára Mar-
grét.
Hún kveðst ekki telja að afstaða
íslensku þingmannanna hafí haft
TVEIR menn, sem í vikunni voru
úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna
gruns um aðild að bankaráni í úti-
búi Búnaðarbankans við Vestur-
götu í desember si., hafa kært
gæsluvarðhaldsúrskurðina til
Hæstaréttar.
Fjórir menn voru í síðustu viku
úrskurðaðir í 14 daga gæsluvarð-
hald fyrir að hafa haft á annan tug
milljóna króna af fjórum trygg-
ingafélögum með svikum. Tveimur
mannanna var sleppt úr haldi á
sunnudag en þeir voru handteknir
aftur á þriðjudag og úrskurðaðir í
átta daga gæsluvarðhald, þá vegna
gruns um aðild að bankaráninu.
Annar hinna tveggja, sem enn
voru í haldi, er einnig grunaður
um aðild að ráninu.
Hörður Jóhannesson, yfirlög-
regluþjónn hjá Rannsóknarlög-
áhrif á að upp úr viðræðum Norð-
manna, Færeyinga, Rússa og íslend-
inga um veiðikvóta slitnaði í Moskvu
í gær.
Þing Evrópuráðsins er ráðgefandi
og kemur niðurstaða atkvæða-
greiðslunnar nú til kasta ráðherra-
nefndar ráðsins á næsta fundi henn-
ar.
Ekki á að tengja Evrópuráðs-
aðild og fiskveiðimál
Halldór ÁSgrímsson utanríkisráð-
herra sagði í samtali við Morgunblað-
ið í gær að hann teldi það þjóna
hagsmunum Evrópu bezt að Rússar
gengju í Evrópuráðið. Þetta væri
skoðun flestra ríkisstjóma í Vestur-
Evrópu og hefði komið fram bæði á
vettvangi Norðurlandasamstarfsins
og Atlantshafsbandalagsins. „Hafi
menn skipt um skoðun vegna atburð-
anna í Tsjetsjníju, tel ég engu að
síður betra í því sambandi að Rússar
fari inn, því að þá er hægt að beita
reglu ríkisins, sagði í gær að ekki
væri rétt að upplýsingar um aðild
mannanna að bankaráninu hefðu
komið úr kunningjahópi þeirra. Að
öðru leyti vildi hann ekki gefa
upplýsingar um málið eða hvað
hefði leitt til handtöku mannanna.
þá meiri þrýstingi í þessu máli,“ sagði
Halldór. „Ég er jafnframt þeirrar
skoðunar að það hjálpi frekar lýðræð-
isþróuninni í Rússlandi að Rússar
komi með og að hafna þeim myndi
aðeins styrkja þau öfl, sem vilja snúa
aftur til fortíðar."
Halldór sagðist alls ekki vilja
tengja saman það, hvernig íslenzku
þingmennirnir greiddu atkvæði á
þingi Evrópuráðsins, og gang við-
ræðna um fiskveiðar, sem bæði ís-
land og Rússland eiga aðild að. „Ég
lít á þetta sem aðskilin mál og al-
mennt er ég á móti því að blanda
saman óskyldum málum í utanríkis-
málum. Við verðum að taka sjálf-
stæða afstöðu til mannréttindamála
og annarra mála óháð viðskiptahags-
munum. Hins vegar er ljóst að skiln-
ingur á einu sviði getur haft áhrif á
önnur, hvort sem okkur líkar það
betur eða verr,“ sagði Halldór.
Þess ber að geta að í frétt Morg-
unblaðsins í gær um þing Evrópu-
Aðspurður hvort krafa hefði verið
gerð til verðlaunafjárins, einnar
milljónar króna sem Búnaðarbank-
inn hét fyrir upplýsingar sem gætu
leitt til að málið upplýstist, sagði
Hörður að svo væri ekki.
Datt af hjóli og
krafðist skaðabóta
Borgin
sýknuð
HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær
Reykjavíkurborg af kröfu 29 ára
gamals manns sem krafðist 431
þúsund króna bóta vegna meiðsla
og miska sem hann hafi orðið fyr-
ir við það að hjóla á skarpa brún
á vegi þar sem malbik hafði verið
fræst af.
Með dómi Hæstaréttar er niður-
staða Héraðsdóms staðfest.
Slysið varð í júní 1993 þegar
maðurinn var á ferð á hjóli sínu
suður Ármúla og að hjóla inn á
Háaleitisbraut. Hann lenti á fimm
sentimetra háum kanti í malbikinu
sem myndast hafði við það að gam-
alt malbik var fræst niður áður en
malbikað var að nýju. Engin við-
vörunarmerki, þar sem varað var
við hættu vegna fræsingarinnar,
voru á vettvangi.
Maðurinn féll í götuna, slasaðist
í andliti auk þess sem hjólið stór-
skemmdist. Hann krafðist bóta
vegna 131 þús. kr. kostnaðar við
læknis- og tannlæknisþjónustu og
300 þús. kr. miskabóta þar sem
tjónið mætti rekja til handvammar
og vanrækslu Reykjavíkurborgar
sem beri að haga verki sínu og
eftirliti þannig að vegfarendum
stafi ekki hætta af.
Aðgæsluleysi
Héraðsdómur sýknaði borgina á
þeim forsendum að búið hafi verið
að fræsa þá akrein Ármúlans sem
maðurinn hjólaði, þar hafi yfirborð
vegar verið hrjúft og því hefði
manninum verið ljóst að búið væri
að raska veginum á þessu svæði.
Sú brún sem myndaðist við fræs-
ingu malbiksins og augljóslega
komi fram á myndum gæti ekki
hafa dulist manninum hefði hann
sýnt þá almennu varkárni sem
krafist sé af vegfarendum. Slysið
var því rakið til aðgæsluleysis
mannsins.
Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu
Héraðsdóms með vísan til þessara
forsendna og gerði honum auk
þess að greiða borginni og trygg-
ingafélagi hennar 25 þúsund krón-
ur hvoru í málskostnað.
Gæsluvarðhaldsúrskurðir
kærðir til Hæstaréttar