Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Skipaiðnaður í sókn FYRRI umræðu um frumvarp að fjár- hagsáætlun Reykja- víkurborgar fyrir árið 1996 er nýlokið. Frumvarpið, sem og útkoma borgarsjóðs árið 1995, bera það glöggt með sér að veruleg umskipti hafa orðið í fjármálastjóm borgarinnar frá því Reykjavíkurlistinn var kjörinn til forystu. Dregið hefur umtals- vert úr skuldasöfnun borgarsjóðs og árviss og allt að því sjálfvirk hækkun rekstrarút- gjalda hefur verið stöðvuð. Sú breyting til batnaðar, sem orðið hefur í fjármálum Reykjavík- urborgar, á þó ekki rót sína að rekja til þess að álögur á íbúa Reykjavíkur séu nú meiri en á íbúa ' annarra sveitarfélaga. Þvert á móti. Lágir skattar eru að verða sérstaða Reykjavíkur. Raunlækkun rekstrargjalda Heildartekjur borgarsjóðs eru samkvæmt frumvarpinu áætlaðar tæplega 17,3 milljarðar króna. Þar af nema skatttekjur samanlagt 11.256 milljónum króna og hækka um ríflega 400 milljónir króna frá áætlaðri útkomu nýliðins árs. Rekstrargjöld eru áætluð 9.480 milljónir króna og hækka frá fyrra ári um 60 milljónir króna eða 0,6%. Þegar þess er gætt, að áætluð hækkun vísitölu vöru og þjónustu milli áranna 1995 og 1996 er 3,5% og launahækkun er áætluð um 5%, má ljóst vera að um raunlækkun rekstrargjalda er að ræða. Rekstrarafgangur verður sam- kvæmt framlögðu frumvarpi 1.421 milljón króna og hækkar um 214 milljónir frá útkomu fyrra árs. Til byggingaframkvæmda á árinu er áætlað að veija 2.010 milljónum sem er 10 milljónum króna lægri upphæð en á nýliðnu ári. Gert er ráð fyrir að sala eigna skili um 300 milljónum í borgar- sjóð. Minnkandi skuldasöfnun Afborganir eldri lána eru áætlaðar rúmar 1.100 milljónir en til samanburðar má geta þess að á árinu 1993 námu afborganir fimmfalt lægri upphæð eða 216,7 milljónum króna. Þá voru vaxta- gjöldin 480,7 milljónir króna en á árinu 1996 eru þau áætluð 787 milljónir króna. Greiðslubyrði lána á þessu þriggja ára tímabili hefur því aukist um hvorki meira né minna en 273%. Ný lántaka á árinu 1996 er ^áætluð 500 milljónir króna sem er lægri upphæð en sést hefur um árabil. Á árinu 1992 jukust heild- arskuldir borgarsjóðs um 2.393 milljónir króna á árslokaverðlagi 1994, á árinu 1993 um 2.260 millj- ónir króna, á árinu 1994 um 2.675 milljónir króna en á árinu 1995 mun skuldahækkunin hafa numið um það bil 800 milljónum króna. Lágir skattar Þessar tölur sýna og sanna að veruleg umskipti hafa orðið í fjár- málum borgarinnar á síðasta ári. Allt kapp verður lagt á að halda áfram á þeirri braut. Þessi árangur er ekki síst at- hyglisverður fyrir þær sakir að útsvar á borgarbúum hefur ekki hækkað, og er enn iagt á það lág- marksútsvar sem lög um tekju- stofna sveitarfélaga heimila eða 8,4%. Aðeins þrír aðrir kaupstaðir á landinu standast samjöfnuð við Reykjavík hvað þetta varðar, en það eru Seltjarnarnes, Garða- bær og Vestmanna- eyjar. Án þess að farið hafi verið sérstaklega ofan í þau mál tel ég engu að síður að full- yrða megi, að minnsta kosti hvað Seltjamar- nes og Garðabæ varð- ar, að þessir kaup- staðir hafi ekki orðið fyrir sömu tekju- skerðingu af hálfu ríkisvaldsins á uml- iðnum árum og Reykjavík hefur mátt sæta. Ef litið er til heild- arskattbyrði íbúa á höfuðborgar- svæðinu, þ.e. bæði til útsvars og fasteignagjalda, er Reykjavík í öðru sæti á eftir Seltjarnarnesi. Hæst er skattbyrðin í Kópavogi. Svo tekið sé dæmi af hjónum, annars vegar í Reykjavík og hins vegar í Kópavogi, sem eiga sam- bærilega eign og hafa 2,6 milljón- ir í árstekjur, þá greiða hjónin í Kópavögi samanlagt um 27 þús- und krónum hærra útsvar og fast- eignagjöld til bæjarsjóðs á ári hveiju en hjónin í Reykjavík greiða til borgarsjóðs. Sérstaða Reylyavíkur Því er ekki að leyna að mun auðveldara væri að fást við fjár- mál borgarinnar ef útsvar hækk- aði í 9-9,2% eins og víðast hvar á landinu. Slík' hækkun gæfí borg- inni um 600-800 milljónum króna hærri tekjur og hægt væri að eyða hallarekstri borgarsjóðs. Það má færa fyrir því veigamikil rök að það orki tvímælis hjá sveitarfélög- um að reka sveitarsjóði með halla en eiga „vannýttan" tekjustofn, eins og það er kallað. Það eru þó fleiri hliðar á því máli. Ein er sú, að frá því að stað- greiðsla á tekjuskatti var tekin upp árið 1988 hefur skatthlutfallið hækkað verulega og persónuaf- sláttur lækkað. Skattbyrði á ein- staklinga hefur því þyngst umtals- vert á undanförnum árum. Reykja- víkurlistinn ákvað strax í upphafi að höggva ekki í þennan knérunn. Önnur lýtur að þeirri sérstöðu sem Reykjavík hefur í hópi sveitarfélaga m.a. vegna þess fjölmennis sem hér býr. í stað- greiðslu skatta er nú innheimt 8,79% útsvar en það hlutfall byggist á meðaltaisútsvarsálagn- inu allra skattgreiðenda. Við end- anlega álagningu fá Reykvíkingar því endurgreiðslu en íbúar margra annarra sveitarfélaga þurfa að greiða viðbótarútsvar. Reykjavík Það hefur orðið stefnu- breyting í Reykjavík, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ný for- gangsröðun og ný mála- svið fengið vægi. vegur mjög þungt í meðaltalinu og útsvarshækkun hér myndi hafa þau áhrif, að innheimtuhlut- fall í staðgreiðslu alls staðar á landinu myndi hækka. Hækkun útsvars í Reykjavík er því ekki það „einkamál“ borgaryfirvalda sem í fljótu bragði virðist. Afstaða sjálfstæðismanna Í stað þess að taka á fjármálum borgarinnar með borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans hafa sjálf- stæðismenn í borgarstjórn kosið að gagnrýna þá fyrir að gera ekki hið ómögulega - lækka skatta og greiða skuldir hvort tveggja í senn! Nú kasta þeir gömlum vanrækslu- syndum á bak við sig í trausti þess að borgarbúar séu fljótir að gleyma. Sjálfstæðismenn eru í minnihluta og þurftu að finna sér einhvern stað til að standa á. Þeir völdu þunnan ís. Þetta háttalag þeirra er ef til vill skiljanlegt en ekki skynsamlegt. Enginn er svo skyni skroppinn að hann viti ekki að fyrst þarf að eyða hallarekstri áður en kemur til greiðslu skulda. Rekstrargjöld borgarinnar hækk- uðu um 34,9% að raungildi milli áranna 1991 og 1994 á sama tíma og byggingarvísitalan hækkaði um 7,4%. Þessi mikla þensla gat ekki endað nema á einn veg - í miklum halla og skuldasöfnun. Þensla rekstrargjalda er ekki innistæða sem hægt er að ganga á í mögrum árum, eins og oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn virðist halda. Hana þarf öðru fremur að stöðva rneð raunsæjum aðferðum og nýjum vinnubrögð- um. Þetta hefur Reykjavíkurlist- anum tekist. Þess sjást víða merki, bæði í fjármálum og fram- kvæmdum borgarinnar, að það hefur orðið stefnubreyting í Reykjavík. Forgangsröðun verk- efna er önnur en áður var og ný málasvið hafa fengið aukið vægi. Árangur og áfangasigrar blasa við og borgarbúar geta nú litið á Reykjavíkurborg sem þjónustu- fyrirtæki í þeirra eigu, en ekki sem yfirvald sem lýtur sínum eig- in lögmálum. Höfundur er borgnrstjóri. GÓÐAR fréttir hafa borist af íslenskum skipasmíðastöðvum að undanförnu; mikil verkefni, fjölg- un starfsmanna, góð afkoma og bjartsýni á framtíðina. Þetta er mikil og góð breyting frá ástandi sl. 10 ára þegar nær allar fréttir af þessum vettvangi hafa verið um verkefnaskort, fækkun starfsmanna, mikla erfið- leika í rekstri og jafnvel lokanir fyrirtækja. Uppgangur - samdráttur íslendingar byggðu upp öflugan stálskipaiðnað á sjöunda áratugn- um. Þar voru í fararbroddi miklir dugnaðar- og bjartsýnismenn: Skafti á Akureyri, Þorgeir á Akranesi, Jón í Stálvík og Mars- elíus á Isafirði. Stjórnvöld hvöttu mjög til þessarar upp- byggingar undir for- ystu Bjarna Bene- diktssonar þáverandi forsætisráðherra. Hraður uppgangur var í þessari starfsemi á sjöunda áratugnum og þegar best lét voru um 1.000 ársverk í greininni. Mikil breyting til hins verra varð um miðjan níunda ára- tuginn. Kvótakerfið dró úr skipakaupum og niður- greiðslur jukust mjög í sam- keppnislöndum okkar. Þetta varð til þess að nýsmíði skipa inn- anlands lagðist nær alveg af. Háir vextir og óðaverðbólga skekkti samkeppnisstöðuna. Áhugaleysi og vantrú stjórnvalda á þessari iðngrein vó einnig þungt. Verkefnaskorturinn leiddi til mikillar fækkunar starfsmanna og erfiðleika í rekstri. Aðgerðir ríkisstjórnar Síðasta ríkisstjórn greip til margháttaðra aðgerða til að end- urreisa skipaiðnaðinn. Má þar t.d. nefna: 1) Breytt var 70 ára gömlum lögum um aðgengi skipa að ís- lenskum höfnum, sem hefur leitt til viðskipta upp á mörg hundruð milljónir við erlend skip. 2) Aðstöðugjaldi af fyrirtækjun- um var aflétt og tekjuskattur lækkaður. 3) Veitt var fé til ráðgjafar, markaðsátaks og þróunarverk- efna, einnig til námskeiðahalds um nýjustu tækni í málmsuðu. 4) Lagt var verulegt fé í jöfnun- araðstoð, sem skapaði skipasmiðj- unum verkefni fyrir hundruð millj- óna. 5) Sett voru lög um jöfnunar- tolla og undirboðstolla. 6) Lánshlutföllum Fiskveiða- sjóðs var breytt, þannig að lán til verkefna sem unnin eru innan- lands eru nú mun hærri en til verka erlendis. 7) Vextir lækkuðu verulega og verðbólgunni var nánast eytt, þannig að hún fór niður fyrir það sem gerist í helstu samkeppnis- löndum okkar. Tekið var á flestum helstu bar- áttumálum íslenskra skipasmíða- stöðva í tíð fyrri ríkisstjórnar Dav- íðs Oddssonar. Það var mikil og góð breyting frá því áhugaleysi sem stjórnvöld höfðu sýnt þessari iðngrein um langt árabil. Áfram verður að halda á sömu braut. Það er skipaiðnaðinum mikilvægt að okkur takist að viðhalda stöðug- leika í efnahagsmálum og viðun- andi rekstrarskilyrðum atvinnu- lífsins. Niðurfelling ríkisstyrkja íslensk stjórnvöld hafa lengi barist fyrir niðurfellingu ríkis- styrkja til skipasmíðastöðva í sam- keppnislöndum okkar. Samþykkt var að OECD ríkin felldu þessa styrki niður frá 1. jan. sl. en sú samþykkt hefur enn ekki komið til framkvæmda þar sem þjóðþing einstakra ríkja hafa ekki afgreitt málið. Vonast er til að það dragist ekki lengur en til síðari hluta þess árs og jafnframt að Evrópusam- bandið sendi í kjölfarið frá sér til- skipun um niðurfellingu ríkis- styrkja. Það skiptir íslenskar skipasmíða- stöðvar miklu að ríkisstyrkir verði afn- umdir í samkeppn- islöndum okkar og mun stórauka sam- keppnishæfni þeirra. Skortur á járniðnaðar- mönnum Skipasmíðastöðv- arnar voru á vel- gengnisárum sínum helstu uppeldisstöðv- ar járniðnaðarmanna hér á landi og höfðu jafnan mikinn fjölda iðnnema á sínum snærum. Það var nauðsynlegt, því að endurnýjun í stéttinni er meiri en í mörgum öðrum greinum og algengt að járniðnaðarmenn hverfi til annarra starfa. Öflugur skipaiðnaður, segir Guðjón Guð- mundsson, er nauðsyn- legur þjóð sem byggir stærstan hluta afkomu sinnar á sjávarútvegi. Langvarandi erfiðleikar fyrir- tækjanna leiddu til þess að þau hættu að taka nýja lærlinga. Því er hætt við því að nú þegar verk- efni aukast í skipasmíðastöðvun- um og framkvæmdir hefjast við stóriðju þá vanti járniðnaðarmenn. Fyrirtækin eru nú farin að taka lærlinga í auknum mæli og er það vel því Islendingum er nauðsyn að eiga öfluga stétt járniðnaðar- manna. Markviss'ar aðgerðir Markvissar aðgerðir síðustu rík- isstjórnar til að koma skipaiðnað- inum á réttan kjöl skila sér nú þegar verkefni stóraukast með batnandi hag sjávarútvegsfyrir- tækja og auknum stóriðjufram- kvæmdum auk þess sem fyrirtæk- in hafa haslað sér völl á nýjum sviðum, t.d. hefur Skipasmíðastöð- in Þorgeir & Ellert á Akranesi náð góðum -árangri í framleiðslu fisk- vinnslubúnaðar sem hefur selst vel jafnt innanlands sem utan. Öflugur skipaiðnaður er nauð- synlegur fyrir þjóð sem byggir afkomu sína að stærstum hluta á sjávarútvegi. Þess vegna er endur- reisn þessarar iðngreinar sérstakt fagnaðarefni. Höfundur er þingmiiður Sjálf- stœöisflokksins og varnformaður iðnaðarnefndar Alþingis. Ný fjármálastefna skilar árangri Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Hækkun skulda frá fyrra ári á verölagi hvers árs. 1992 1993 1994 Áætluð Frumvarp útkoma 1996 1995 Guðjón Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.