Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaður minn, FRYJOLF NÍLSSEN, Sæbóli, Eyrarbakka, lést miðvikudaginn 24. janúar. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Eydís Vilhjálmsdóttir. t Eiginmaður minn og sonur, faðir okkar og afi, RAFN SIGURVINSSON loftsiglingafræðingur, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Sólveig Sveinsdóttir, Jörfna Jónsdóttir, Ólöf Rafnsdóttir, Sveinn Rafnsson, Björg Rafnsdóttir og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DAGMAR STRAUMBERG KARLSDÓTTIR, áðurtil heimilis f Goðheimum 26, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir 17. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hinnar látnu. Guðný Straumberg, Björn Þórhallsson, Nfels Viðar Hjaltason, Lene Hjaltason, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BERGSTEINN KRISTJÓNSSON frá Laugarvatni, andaðist þann 20. janúar. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 27. janúar kl. 13.30. Jarðsett verður að Laugarvatni. Sigrún Guðmundsdóttir, Sigrfður Bergsteinsdóttir, Björn Jakobsson, Hörður Bergsteinsson, Elín Bachman Haraldsdóttir, Kristfn Bergsteinsdóttir, Áslaug Bergsteinsdóttir, Ari Bergsteinsson, Sigrún Skúladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Við þökkum innilega sýndan hlýhug og vináttu við andlát, minningarathöfn og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORVALDAR JÓNSSONAR. Oddný A. Jónsdóttir, Jóhanna Á. Þorvaldsdóttir, Vilmundur Víöir Sigurðsson, Guðný B. Þorvaldsdóttir, Sigurður Þorgeirsson, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Ómar Ásgeirsson, Kristján Þorvaldsson, Helga Jóna Óðinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur, afa og langafa, GUÐJÓNS G. TORFASONAR fró Vestri-Tungu, Vestur-Landeyjum. Júlfa G. Jónsdóttir, Guðrún Stefanía Guðjónsdóttir, Garðar Arnkelsson, Árni Ólafur Guðjónsson, Sigrún Erla Guöjónsdóttir, Jón Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. UNA JÓHANNESDÓTTIR + Una Jóhannes- dóttir fæddist á Slitvindastöðum, Staðarsveit, Snæ- fellsnesi, 12. september 1908. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vilborg Kjart,- ansdóttir og Jó- hannes Guðmunds- son, bændur á Slit- vindastöðum. Mað- ur Unu var Guðjón Pétursson, bóndi, Gaul, Staðarsveit, f. 6.5. 1894, d. 7.8. 1968. Una og Guðjón eignuðust 13 börn. Þau eru: Jón, f. 10.7. 1926, maki Sigrún Nielsdóttir. Þorbjörg, f. 27.5. 1927, d. á unga aldri. Pétur Ingiberg, f. 25.5. 1928, maki Sigrún Clausen. Jóhannes Matthías, f. 14.7. 1929, maki Ásgerður Halldórsdóttir. Jó- hann Kjartan, f. 30.11. 1930, maki Hrefna Björnsdóttir. Vil- hjálmur Marius, f. 4.3. 1932, d. 26.12. 1991, maki Halldóra Lárusdóttir. Sveinn, f. 8.10. 1933, maki Ragn- heiður Þorsteins- dóttir. Gunnar Hildiberg, f. 11.10. 1934, maki Ingi- björg Ágústsdótt- ir. Olína Anná, f. 8.4. 1937, maki Erling Jóhannes- son. Guðmundur Björn, f. 23.9. 1938. Magnús Sig- urjón, f. 1.10.1940, maki var Anna Bjarnadóttir. Soff- ía Hulda, f. 18.3. 1942, maki Kjartan Eggertsson. Vilborg Inga. f. 1.5. 1950, maki Finn- bogi Þórarinsson. Afkomend- ur Unu eru 163 á lífi. Una og Guðjón fluttust að Gaul 1934 og bjuggu þar til hann lést en eftir það bjó Una með Guð- mundi syni sínum, þar til þau brugðu búi 1985 og fluttu á Akranes. Útför Unu fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. MEÐ UNU er fallin frá ein af hin- um hljóðlátu hversdagshetjum. Líf hennar var ekki alltaf dans á rós- um. Snemma missti hún föður sinn. Hún átti 11 systkini, sex þeirra dóu í blóma lífsins. Nú eru aðeins eftir tveir bræður af þeim stóra hópi. Ung, nýtrúlofuð Pétri syni henn- ar, kom ég á björtum sólskinsdegi í fyrsta sinn á Gaul. Eg var nú hálfkvíðin að vera að fara að hitta tilvonandi tengdaforeldra í fyrsta sinn. Við skildum bílinn eftir í tún- fætinum og gengum upp túnið í átt til bæjar. Þá komu þau út, hún og Guðjón, og biðu okkar undir húsveggnum. Mér fannst þetta svo falleg sjón, að mér hvarf allur kvíði. Þannig tóku þau ævinlega á móti sínu fólki. Og síðar, þegar Guðjón var fallinn frá, hélt hún þessum fallega sið áfram. Á þess- um árum var mjög vont að fá sokka. Ég var í sokkum, sem ég var búin að gera svolítið við. Áður en ég fór kallaði hún á mig inn í stofu og rétti mér sokka, sagði að sig langaði að gefa mér þá. Ég veit hún getur ekki hafa átt mikið af sokkum. En þannig var hún höfðingi í lund, þó hún hefði ekki mikið handa á milli var hún veit- andi. Með elju og dugnaði komu þau Guðjón upp sínum stóra barna- hópi. Guðjón átti trillu og sá sínu heimili fyrir fiski, saltaði og herti. Aldrei finnst mér ég hafa fengið jafn góðan saltfisk eins og hann verkaði. Sem dæmi um það er lítil saga. Eitt barnabarn hans spurði hvar hann veiddi fiskinn. „Hérna í Krossasjónum,“ svaraði hann. Þá sagði barnið: „Besti fiskur í heimi er saltfiskurinn úr Krossasjónum." INGA OLOFINGI- MUNDARDÓTTIR + Inga Ólöf Ingimundardótt- ir fæddist á Akureyri 31. október 1950. Hún lést í Borg- arspítalanum 12. janúar síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Digraneskirkju 19. janúar. Kveðja frá bekkjarsystrum í dag kveðjum við skólasystur okkar, Ingu Olöfu. Við kynntumst henni haustið 1963 þegar við hóf- um nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Hún var í fasi sínu ró- Ieg en undir niðri kraumaði mikil glettni. Eftir að skóla lauk 1967 lágu leiðir okkar í ýmsar áttir og var langt á milli þess sem við hitt- umst. Núna undanfarin ár kynnt- umst við betur þegar við fórum að hittast reglulega. Okkur var fljótt ljóst að Inga Ólöf átti við mikil veikindi að stríða en þrátt fyrir það lét hún sig yfirleitt ekki vanta, var ávallt létt og sá alltaf ljósu hliðar lífsins. Yfir henni var andleg reisn og var auðheyrt að hún var vel lesin. Hún hafði ákveðnar skoðanir og var skemmtileg í viðræðum þar sem gáfur hennar og glettni nutu sín vel. Við sendum dóttur hennar, Önnu Jónu, og ástvinum öðrum okkar inrlilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau. Mig langar með örfáum orðum að minnast hennar Ingu Ólafar. Ég kynntist henni fyrir rúmum tveimur árum þegar ég kom til hennar í fyrsta sinn ásamt Sævari manninun mínum. Það vakti undr- un mína hve lífsglöð og jákvæð hún var þrátt fyrir sinn erfiða sjúk- dóm. Inga var einstök kona og er ég þakklát fyrir að hafa kynnst henni. Það er fullvíst að skoðanir hennar og lífsviðhorf geta kennt manni mikið um hvað það er sem virkilega skiptir máli og hvers maður er megnugur ef jákvæðni og lífsgleði fá að stýra hugsunar- hættinum. Elsku Anna Jóna, ég votta þér og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Missir þinn er mik- ill, en minningin um einstaka konu lifír, Sigurbjörg Vilmundardóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vcl frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar tii biaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubi! og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Una var lítil og nett kona en enga konu hefi ég þekkt jafn dug- lega og hana. Á sinn hljóðláta hátt sinnti hún búi og börnum. Hún virtist aldrei hreyfast en allt í einu var komið hraukað bort af mat, brauði og kökum. Enginn var nú hrærivélin og má nærri geta að tekið hafi í handleggina að baka fyrir þetta stóra heimili. Og fram á síðasta dag, orðin 87 ára, bakaði hún sitt kaffibrauð og bar á borð eins og veisla væri hvern dag. Hún hafði lengi ekki rennandi vatn og þurfti að dæla hveijum dropa inn í húsið. Tauið sitt fór hún með út í tjöm til að skola það og má nú nærri geta að það hafi nú ekki verið notalegt að standa úti við að skola tauið. En hvít og falleg voru rúmfötin hennar. Hún var einstaklega laghent kona. Saumaði á sína handsnúnu vél fyrir sitt heimili, meira að segja bijósthald- ara. Eftir að Una flutti á Akranes hægðist um hjá henni. Hún bjó með Guðmundi syni sínum og bjó þeim fallegt og hlýlegt heimili. Henni fannst nú ekki mikið hjá sér að gera með vélar til alls eins og hún orðaði það. Una var hlédræg og prúð kona en grunnt í glettnina og var hún oft mjög hnittin í svörum. Hún bar sig einstaklega vel og haft var á orði hvað hún var fín og falleg í íslenska búningnum. Una flíkaði aldrei sínum tilfinningum og sum- um fannst hún til baka en þegar á reyndi kom hennar stóra hjarta í ljós. Það reyndum við, þegar son- ur okkar Péturs slasaðist. Það voru hlý orð í því bréfi sem við fengum. Og nú hin síðustu ár eftir að leiðir okkar Péturs skildu var hún mér einstaklega góð og sagðist vera mín tengdamamma áfram. Ég gæti haldið lengi áfram að rifja upp okkar kynni, sem nú hafa stað- ið í 47 ár en mál er að linni. Kæra tengdamamma. Ég þakka þér fyrir hvað þú varst mér góð, fyrir að þú mundir alltaf eftir afmælinu mínu og gladdir með blómum. Eftir er minningin um þig, sem eitt af því góða, sem hefir hent mig í lífinu. Sigrún Clausen. í dag er til grafar borin frá Akraneskirkju amma okkar, Una Jóhannesdóttir frá Gaul í Staðar- sveit. Amma á Gaul, eins og við systk- inin kölluðum hana alltaf, hefði orðið 88 ára í september. Hún var hress eftir aldri og hugsaði um heimili fyrir Guðmund son sinn til dauðadags. Afi á Gaul dó 1968 en amma bjó þar áfram til ársins 1985 ásamt Guðmundi, en þá fluttu þau á Akranes. Okkur systkinunum þótti ávallt gott að koma til ömmu og afa á Gaul. Þau voru kát og hress og þótti gaman að fá heimsóknir og alltaf var hlaðið borð veitinga fyrir gesti sama hvaða dagur var. Jóla- boðin sem þau héldu voru fastur liður og er minningin um þau eink- ar góð. Þá komu saman börn þeirra og barnabörn fyrir vestan og nutu veitinga og spiluðu og áttu góða kvöldstund. Oft biðum við eftir því með eftirvæntingu að amma hringdi til að bjóða okkur. Þegar við systkinin urðum eldri og fórum að fara í burtu úr sveit- inni til vinnu eða í skóla, þá var fastur siður að fara suður að Gaul til að kveðja ömmu og þegar við komum heim í frí fórum við til að heilsa upp á hana. Frá þessum heimsóknum eigum við margar góðar minningar um hlýjar mót- tökur og notalegar stundir. Eftir að amma flutti á Akranes fækkaði heimsóknum til hennar, en þó reyndum við að hitta hana eins oft og tök voru á. Við systkin- in þökkum ömmu góð kynni og vonum að henni líði nú vel hjá afa. Guð geymi ykkur. Lára, Una, Ingunn, Anna, Halldór, Ingibjörg, Sigurður og Guðjón frá Furubrekku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.