Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 21 Umdeild 9;ft3.k3; íUtah ANDSTÆÐINGAR dauðarefs- inga í Bandaríkjunum reyndu í gær að koma í veg fyrir aftöku Johns Alberts Taylors, 36 ára fanga í Utah, sem var dæmdur til dauða fyrir morð og nauðgun á 11 ára gamalli stúlku árið 1989. Fimm manna aftökusveit átti að taka hann af lífi í dag. Taylor hafði viðurkennt að hafa brotist inn á heimili stúlk- unnar en kvaðst saklaus af því að hafa myrt hana. Verði aftök- unni ekki frestað vegna áfrýjun- ar á siðustu stundu verður hann settur á sérstakan stól, sem sést hér á myndinni, með bundið fyr- ir augun. Fimm Iögreglumenn eiga að miða rifflum á hjartað og skjóta. Einn þeirra skýtur þó púðurskoti, þannig að lögreglu- mennirnir geta allir staðið í Reuter þeirri trú að þeir hafi ekki orðið fanganum að bana. Dauðadæmdir fangar í Utah geta valið á milli banvænnar sprautu og aftökusveitar. Taylor valdi síðari kostinn og verði af- tökunni ekki frestað verður hann fyrsti bandariski fanginn sem tekinn er af lífi með þessum hætti frá árinu 1977. Taylor hefur sagt að hann vilji deyja en getur áfrýjað málinu þar til á síðustu stundu og alríkis- dómari verður því á staðnum. Hörð átök um eftir- mann Jozefs Oleksys Varsjá, Moskvu. Reuter. ALEKSANDER Kwasniewski for- seti Póllands sagðist í gær virða afstöðu Jozefs Oleksys sem sagði í fyrrakvöld af sér starfi forsætisráð- herra vegna ásakana um að hann hefði njósnað fyrir sovésku leyni- þjónustuna, KGB og síðan þá rúss- nesku. Sagði Kwazniewski að þrír menn kæmu til álita sem arftakar Oleksys. Viðræður hófust milli leiðtoga flokkanna tveggja, sem aðild eiga að samsteypustjórninni, Lýðræðis- lega vinstrabandalagsins (SLD) og Bændaflokks Póllands (PSL), um framtíð stjórnarinnar. Fróðir menn töldu að hart yrði tekist á um eftirmann Oleksys ann- ars vegar og uppstokkun stjórnar- innar hins vegar. Bændaflokkurinn gerir kröfu til stóls forsætisráðherr- ans og segir það einu leiðina til þess að stjórnin geti öðlast almenna tiltrú sem þvarr vegna ásakananna á hendur Oleksy. Ráðherrar úr röðum SLD gáfu til kynna í gær, að ekki væri sjálf- gefið að Bændaflokkurinn fengi vilja sínum framgengt. Mátti ráða að átök yrðu um stól forsætisráð- herra og hugsanlega uppstokkun. Hefur SLD hótað Bændaflokknum að rjúfa þing og efna til kosninga sýni hann tilburði til að hverfa úr stjórninni, en staða PSL bendir ekki til þess að hann myndi fara vel út úr kosningum sem að óbreyttu eiga ekki fara fram fyrr en í september 1997. Kwasniewski sagði eftir viðræð- ur við Oleksy í gær, að mennirnir þrír sem kæmu til álita sem eftir- menn forsætisráðherrans væru Joz- ef Zych forseti neðri deildar þings- ins en hann er úr Bændaflokknum, Marek Borowski ráðherrra og Wlodzimierz Cimoszewicz varafor- seti neðri deildarinnar en þeir úr SLD. Rússar óttaslegnir Sergej Krylov, aðstoðarutanríkis- ráðherra Rússlands, sagði að stjórn- völd í Moskvu vonuðust til að ásak- anirnar á hendur Oleksy yrðu ekki til þess að valda erfiðleikum í sam- skiptum ríkjanna tveggja. Sagðist hann þó óttast að umræðan í Pól- landi vegna ásakananna kynnu að leiða til þess. Hart deilt um svefnþörfina London. The Daily Telegraph. SERFRÆÐINGAR beggja vegna Atlantsála deila nú hart um það hversu mikinn svefn við þurfum. Hópur bandarískra vísindamanna heldur því fram að almenningur fái að jafnaði ekki nægan svefn og að menn tækju betur eftir og væru atorkusamari, svæfu þeir lengur. Þá segja þeir að slysum myndi fækka. Breskir vísinda- menn fullyrða hins vegar að menn sofí nóg, gætu raunar kom- ist af með minni svefn, fengju menn sér hænublund seinni hluta dags. Samkvæmt könnunum á svefnvenjum fullorðinna kemur í Ijós að menn sofa að meðaltali um 7'A tíma. Þetta telja sérfræð- ingar við læknamiðstöðvar í Day- ton í Ohio ófullnægjandi, að því er frarn kemur í grein þeirra í tímaritinu Sleep. Segja sérfræð- ingarnir, Michael Bonnet og Donna Arand, að ýmis gögn bendi til þess að fólk hafi sofið lengur um aldamótin síðustu en nú. Þá njóti flestir þess að sofna aftur eftir að vekjaraklukkan láti fyrst í sér heyra, sem aftur þýði það að menn séu betur með á nótunum, sérstaklega síðari hluta dags, þegar marga syfji. Yvonne Harrison og Jim Horne við Loughborough-háskólann í Bretlandi mótmæla þessu. Þau segja að á Viktoríutímanum hafi menn sofið skemur en nú og sá ávinningur sem menn hafi af því að lúra aðeins lengur, sé lítill samanborðið við þann tíma sem menn tapi. Dæmi um þetta gæti verið Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, sem segist aðeins þurfa fjögurra stunda nætursvefn. Harrison og Horne líkja of miklum svefni við það að borða eða drekka yfir sig. „Það má vel vera að okkur þyki notalegt að liggja lengi í rúminu eða að borða heil ósköp, en við þurfum ekki á því að halda,“ segir Horne. „Próf- steinninn á það hvort að við höf- um sofið nóg, er hvort að við erum syfjuð allan daginn eður ei.“ Segir hann að syfji menn jafnan eftir hádegi, sé miklu betra að leggja sig í tíu mínútur en að liggja klukkutímanum lengur í rúminu á morgnana. Of mikill svefn dragi mjög úr atorku manna og að þeir verði miklu syfjulegri. „Þeir sem sofa aðeins skemur eru yfirleitt jákvæðari og andlega hressari," segir Horne og hann er á því að ekki sé við svefnleysi að sakast þegar afgjöp í starfí séu annars vegar. Ástæðan sé oftar óreglulegur vinnutími, t.d. vaktavinna en þá sé líkamsklukk- an ekki rétt stillt miðað við hvaða tími dags er. Kanadískur sérfræðingur sem fylgst hefur með þessum deilum, segist ekki taka afstöðu í málinu að svo stöddu, aðeins frekari rannsóknir geti leitt í ljós hvorir hafi rétt fyrir sér. •* Baösloppar Áöur 1 stk. 990,- Nú 1 bama og l fullorðins: Termo sængur Áöur l stk. 2.990,- 6 arma kertastjakar (svartir) i Áður: 399,- húsgögn (Útlitsgölluð) Skeifunni 13 108 Reykjavík 568 7499 Norðurtanga 3 600 Akureyri 462 6662 Reykjavíkurvegi 72 220 Hafnarfjörður 565 5560 Holfagörðum v/Holtaveg 104 Reykjavik 588 7499
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.