Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 31
30 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VINSTRI VIÐRÆÐUR ALÞÝÐUFLOKKURINN var stofnaður sama dag og Alþýðusamband íslands, 12. marz 1916, og var fram- an af pólitískur armur sambandsins með starfsvettvang í sveitarstjórnar- og þjóðmálum. Á tæplega áttatíu ára ferli hefur flokkurinn oft siglt kráppan sjó og í leiðara Alþýðu- blaðsins síðastliðinn fimmtudag segir „að það virðist næst- um orðið náttúrulögmál að flokkurinn klofni með ákveðnu millibili, og þurfi í framhaldinu að beijast fyrir lífi sínu.“ Sitthvað bendir samt sem áður til þess að vatnaskil geti að þessu leytí verið framundan hjá Alþýðuflokknum og vinstri hreyfingu í landinu. Formenn Alþýðuflokks og Þjóð- vaka hafa gefið út viljayfirlýsingar um viðræður um sam- starf og eða sameiningu. Formaður Alþýðubandalagsins hefur tekið vel í þátttöku í þessum viðræðum. Engin leið er að spá fyrir um það, hvernig þessum vinstri viðræðum lyktar. Ýmsir spá því að A-flokkunum beri svo mikið á milli, til dæmis í Evrópumálum, að náið samstarf eða sameining þeirra sé borin von. Svo þarf þó alls ekki að vera. Afstaða fólks til ýmissa meginmála líðandi stund- ar er „þverpólitísk"; ágreiningur um þau er ekkert síður innan Áokka en milli flokka. Ef vinstri flokkarnir sitja ekki fastir í fortíðardeilum, heldur horfa til framtíðar, má líta á náið samstarf þeirra, jafnvel samruna, sem list hins mögulega. Veldur hver á heldur. Ekki er ólíklegt að sameining þingflokka Alþýðuflokks og Þjóðvaka geti átt sér stað, jafnvel innan skamms tíma. Það er heldur ekki útilokað að þessar hreyfingar renni saman eða myndi kosningabandalag fyrir komandi Alþingis- kosningar. Leið Alþýðubandalagsins inn. í slíkt samstarf eða samruna kann að vera vandrataðri, en minna má á að Alþýðubandalagið varð til sem kosningabándalag Sósíal- istaflokksins og Málfundafélags jafnaðarmanna. Hingað til hefur aukin sundrung einkennt stjórnmála- hreyfingar vinstri manná frekar en sameining. Það á eftir að koma í ljós, hvort nokkur breyting hefur orðið á því. Hins vegar er ljóst, að bæði flokkarnir og forystumenn þeirra eiga töluvert undir því, að niðurstaðan að þessu sinni verði aukið og nánara samstarf. STEFNURÆÐA CLINTONS ÞAÐ kvað við nokkuð nýjan tón í stefnuræðu Bills Clint- ons Bandaríkjaforseta á þriðjudag. Lýsti forsetinn því yfir að dagar „stóra bróður“ í líki ríkisvaldsins væru liðnir og lagði áherslu á mikilvægi þess að efla fjölskylduna. Gildismat það er lagt var til grundvallar í ræðunni átti að mörgu leyti meira sameiginlegt með stefnu hófsamra repú- blikana en þeirri sem forsetinn hefur boðað til þessa. í fyrstu stefnuræðu sinni í febrúar 1993 þótti Clinton boða einhverja mestu stefnubreytingu í bandarískum þjóð- málum frá stjórnartíð Lyndons B. Johnsons á sjöunda ára- tugnum. Hann lagði áherslu á þátt ríkisvaldsins, höfðaði til fórnarlundar Bandaríkjamanna og hvatti til „þjóðarsátt- ar um umbætur“. Helstu áhersluatriði hans voru umbætur í heilbrigðismálum, verklegar framkvæmdir á vegum hins opinbera til að auka atvinnustig, umbætur á velferðarkerf- inu og hækkun lágmarkskaups. Áherslur forsetans voru áþekkar árið 1994 en á síðasta ári, í kjölfar kosningasigurs repúblikana í þingkosningum, gætti ákveðinnar hógværðar í stefnuræðu forsetans og hann færði sig nær miðju stjórnmálanna. Boðaði hann m.a. að stjórnarhættir þeir er tíðkuðust á tíma Franklins D. Roosevelts á kreppuárunum og einkenndust af miklum ríkisafskiptum, hefðu gengið sér til húðar. Pólitískt raunsæi hefur tekið við af eldmóði hugsjónanna í málflutningi forsetans, sem nú er að hefja baráttu sína fyrir endurkjöri. Þær miklu þjóðfélagsbreytingar er Clinton lagði áherslu á í upphafi voru greinilega of róttækar fyrir bandarísku þjóðina er á reyndi. Það má því búast við að í kosningunum síðar á árinu verði áherslur Clintons um margt frábrugðnar þeim sem hann hafði er hann náði kjöri árið 1992. Þá kæmi ekki á óvart ef forsetinn, sem kjörinn var vegna fyrirheita um umbætur á heimavelli, myndi leggja meiri áherslu á þann árangur er náðst hefur á alþjóðavett- vangi á kjörtímabilinu. • Ferðafélag Islands gagnrýnir harðlega fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á Hveravöllum Deiliskipulag Hveravalla í Svínavatnshreppi Nýrvegur ÍÞjófadali Vebur- athugunar- stöb b r-' I I ....{^kjarbakkar Gengiö ni Lœkiarbal niöur . Lœkjarbakka K :-i. ■ Atc •% v_—yh' '.'wc n V £ SkáliF.Í. j jSÍ' ? o r. { n kjalhraun .. rtV n' "5 j Gengiö í n / Þjófadali 0 r , r in r n '■*' ■sæluhús Gengiö j og Eyvindarhelli .... » ■■ ••'-•• . » ,. ^ 'h A Gengiö í Strýtur \ Gengiö í ’ r — — r V' ý Eyvindarrétt r - n 200 m austur / Kjalhraun Vilja bíða heildarskipu- lagningar hálendisins Fyrírhugað skipulag á Hveravöllum var harðlega gagniýnt á félags- fundi Ferðafélags íslands í fyrrakvöld. FÍ hefur kært aðalskipulag svæðisins til umhverfisráðherra. Auglýst deiliskipulag byggir á aðal- skipulaginu og gerír ráð fyrír að nýr skáli FÍ á Hveravöllum verði rífínn. Hins vegar verði reist 600 til 900 m2 ferðamannamiðstöð á vegum Svínavatnshrepps og Torfalækj arhrepps. Ríkissjóður var rekinn með nær 9 milljarða króna halla í fyrra Hallinn 1,5 milljarðar umfram fjárlög Milljarðar króna á verðlagi ársins 1996 Heimild: Fjármálaráðuneytið Innheimtar tekjur ríkis ” sjððs Fjárlög 1995 Útkoma 1995 Frávik frá fjárl. / milljónum kr. á verðl. hvers árs 1994 Tekjuskattar 19.163 18.900 21.022 +2.122 Einstaklingar Fyrirtæki 15.872 3.291 15.200 3.700 16.780 4.242 +1.580 +542 Tryggingagjöld, launaskattar 10.945 11.380 11.454 +74 Efgnarskattar 3.561 3.370 3.628 +258 Skattar á vörur og þjónustu 68.000 70.822 69.968 -854 Virðisaukaskattur 40.899 42.200 42.399 +199 Innflutnings- og vörugjöld 7.994 8.719 8.832 +113 Aðrir skattar 19.107 19.903 18.737 -1.166 Aörar tekjur 7.933 7.620 8.364 +744 Heildartekjur ríkissjóðs 109.602 112.092 114.436 +2.344 Þar af skatttekjur 101.669 104.472 106.072 +1.600 Heildartekjur sem % af VLF Skatttekjur sem % af VLF 25,3% 23,5% 24,9% 23,2% 25,1% 23,3% 0,2% 0,1% Útgjöld ríkissjóðs Fjárlög 1995 Útkoma 1995 Frávik frá fjárl. í milljónum kr. á verðl. hvers árs 1994 Rekstrargjöld 45.375 45.794 47.856 45.375 Rekstrartilfærslur 45.120 46.427 47.941 45.120 Lífeyristryggingar 16.356 15.830 17.180 -1.350 Sjúkratryggingar Atvinnuleysistryggingasjóður 10.114 2.821 9.970 3.264 10.613 3.523 -643 -259 Greiðslur til Landbúnaðarmála Aðrar tilfærslur 5.703 10.126 5.873 11.490 5.818 10.807 +55 +683 Vextlr 10.704 12.300 12.436 10.704 Víðhald og stofnkostnaður 15.787 15.007 15.144 15.787 Heildarútgjöld ríkissjóðs 116.986 119.529 123.381 116.986 Heildartekjur sem % af VLF 27,0% 26,5% 27,1% FUNDURINN er haldinn í kjölfar stjómsýslukæru FÍ á hendur hreppsnefnd Svínavatnshrepps í Aust- ur-Húnavatnssýslu vegna þess þátt- ar staðfests aðalskipulags Svína- vatnshrepps sem lýtur að Hvera- vallasvæðinu. FÍ fer fram á ógild- ingu aðalskipulags fyrir svæðið enda hafi aðalskipulag Svínavatns- hrepps hlotið staðfestingu skipu- lagsyfirvalda á röngum forsendum um yfirráðasvæði hreppsins. í stjórnsýslukærunni segir að FÍ telji Hveravelli alls ekki innan marka Svínavatnshrepps heldur utan allra hreppamarka og hrepps- nefnd Svínavatnshrepps sé því alls ekki valdbær aðili til þess að.fjalla um aðalskipulag þess svæðis. í öðru lagi telur FÍ að sú staðreynd, að hagnaðarsjónarmið, samkeppnis- sjónarmið og önnur persónuleg sjónarmið af sama toga hafi „litað“ ákvörðun um skipulagið, hljóti að leiða til ógildingar. í þriðja lagi tekur FÍ fram að á meðan unnið hafi verið að undirbún- ingi skipulagsins hafi hreppsnefnd Svínavatnshrepps ekki hlutast til um að forsvarsmönnum félagsins væri gert viðvart um þá miklu eignaskerðingu, aðstöðumissi og annan hnekki, sem aðalskipulagið hefði í för með sér fyrir það. Að lokum er bent á að með gerð aðal- skipulagsins fyrir svæðið hefi ber- sýnilega verið brotin svonefnd með- alhófsregla eða ein af meginreglum íslensks stjórnsýsluréttar. Með því að skipuleggja umrætt svæði á þann hátt að mannvirki og aðstaða FÍ skyldu víkja, til skaða og hneisu fyrir félagið, hafi skipulagsyfirvöld gengið mun lengra en nauðsynlegt var til að ná fram eðlilegu skipu- lagsmarkmiði. Núverandi aðstaða verði leyfð Varakrafa FÍ felur í sér að um- hverfisráðuneyti veiti félaginu formlegt stöðuleyfi fyrir núverandi aðstöðu þess á Hveravöllum, þ.m.t. skála, bifreiðastæði, salernishús og tjaldstæði, allt til ársins 2030. Um hana segir m.a. í kærunni að af- dráttarlaus, skýr og rökstudd beiðni um stöðuleyfi fyrir núverandi að- stöðu félagsins á Hveravöllum hafi verið send til oddvita Svínavatns- hrepps í ábyrgðarbréfi 14. ágúst 1995. Svar við þeirri beiðni hafi ekki borist þrátt fyrir brýna ítrekun með bréfi 13. september sl. og enn með. bréfi frá 19. október sl. FÍ telur að sanngirnisástæður hljóti að Ieiða til þess að FÍ, sem haft hafi starfsemi á Hveravöllum í hartnær sex áratugi, eða síðan eldri skálinn þár var byggður, og þrotlaust unnið við að kynna staðinn fyrir ferðamönnum með góðum og alkunnum árangri, fái notið þeirrar aðstöðu, sem um sé að ræða og sem tengist starfseminni. Þrautakrafa FÍ er að umhverfis- ráðuneyti veiti stöðuleyfi fyrir þá aðstöðu, sem varakrafa snúist um, allt til ársins 2012. Vísað er til árs- ins 2012, því að vitað sé að Veður- stofa íslands hafi fengið óformlegt leyfí forsvarsmanna Svínavatns- hrepps til að hafa sína aðstöðu á Hveravöllum óhreyfða a.m.k. til þess árs. FÍ telur með ólíkindum að FÍ, sem starfað hafi á Hveravöll- um áratugum lengur en Veðurstof- an, fái ekki a.m.k. að njóta hinnar sömu ívilnunar. Deiliskipulag Deiliskipulag og frumumhverfis- mat fyrir Hveravaliasvæðið er unn- ið á grundvelli aðalskipulagsins. Deiliskipulagið, sem liggur frammi til kynningar, gerir ráð fyrir að fjar- lægður verði nýr skáli FÍ og núver- andi salernisaðstaða, skúr Sauðfjár- veikivarna og núverandi bílastæði. Hins vegar eru fyrirhugaðar afar fjölþættar framkvæmdir á svæðinu. Þar ber fyrst að nefna fyrirætlun um að reisa ferðamannamiðstöð, sem verði milli 600 og 900 m2 , og í verði m.a. móttökusalir og gisti- rými með 70 til 80 rúmum. Húsið á að vera á einni hæð. Við húsið á að leggja bílastæði. Svokölluð „létt rafmagnsgirðing“ verður umhverfis hverasvæðið og grætt verður upp nýtt tjaldstæði. Reisa á rafstöð, birgðageymslu fyrir olíur og bensín og sameiginlega hitaveitu, grafa ferskvatnsbrunn eða grunna bor- holu utan hverasvæðisins og leggja rotþró, siturlögn og fráveitulagnir frá ferðamannamiðstöðinni. Stefnt er að því að hefjast handa við að reisa ferðamannamiðstöðina og aðrar framkvæmdir innan þriggja ára. Að framkvæmdunum standa Svínavatnshreppur og Torfalækjarhreppur í Austur-Húna- vatnssýslu. Draga eignarrétt í efa Áðurnefndur félagsfundur í Ferðafélagi íslands samþykkti í fyrrakvöld áskorun þess efnis að yfírvöld skipulags- og byggingar- mála sjái til þess að núverandi áætl- anir um skipulag Hveravallasvæðis, á vegum Svínavatnshrepps, hljóti alls ekki endanlega umfjöllun fyrr en lokið hefur verið gerð heildar- skipulags alls hálendisins. Eins og áður segir eru deiliskipu- Iag og frumumhverfismat fyrir Hveravallasvæðið unnin á grund- velli aðalskipulags ’ Svínavatns- og Torfalækjarhrepps. í máli Hauks Jóhannessonar, varaforseta FÍ, á fundinum kom fram að félagið ve- fengi eignar- og yfirráðarétt Svína- vatnahrepps yfir svæðinu og það telji í meira lagi „óviðeigandi og raunar markleysu að leggja fram deiliskipulag fyrir Hveravelli á með- an unnið er að aðalskipulagi fyrir allt hálendið.“ Haukur sagði það hæpna fullyrð- ingu að hreppirnir séu landeigendur á Hveravöllum. Hann benti í því sambandi á dóm héraðsdóms þar sem eignarrétti Svínavatns- og Torfalækjarhreppa á Auðkúluheiði er hafnað. „Hæstaréttardómar í öðrum málum sem fjallað hafa um afrétti benda til að búast megi við að niðurstaða hans yrði á svipaða lund í þessu máli,“ sagði hann. Haukur hafnaði algjörlega þeim fullyrðingum sem koma fram í inn- gangi deiliskipulags að umgengni sé slæm á Hveravöllum og húsa- kostur ólnjálegur. Með skipulaginu sé verið að leggja til byggingu risa- stórrar byggingar á hálendinu. „Þær byggingar sem ráðgert er að reisa eru margfalt stærri og meira áberandi en þær sem fjarlægja á. Sem dæmi má nefna að stærri skáli Ferðafélagsins er aðeins 80-90 fer- metrar en þjónustumiðstöðin sem lagt er til að verði reist á að vera 600-900 fermetrar og viðbótar- byggingarreitur fyrir framtíðar- gistirými er hvorki meira né minna en um 1.500 fermetrar,“ sagði Haukur. Páll Sigurðsson, forseti FÍ, minnti á að almennir félagsfundir hafi verið sjaldgæfir í félaginu en vegna þessa máls hafi verið talið tímabært að efna til almennrar umræðu þar sem það snerti alla félagsmenn með einhveijum hætti. Hann rakti forsögu þessa máls en fyrir nokkru var staðfest aðalskipu- lag af Svínavatnshreppi, þar með talið fyrir Hveravallasvæðið, sem gerði ráð fyrir að stór hluti aðstöðu FÍ hyrfi án þess að félaginu væri gefinn kostur á einhverju í staðinn. Aldrei samráð við FÍ Páll fullyrti að sveitarfélagið sem stóð að skipulaginu hafi aldrei haft minnsta samráð við FÍ meðan á gerð skipulagsdraga stóð. Þetta séu í senn óvenjuleg og óverjandi vinnu- brögð að hans mati. „Eg leyfi mér að fullyrða að nái fyrirhuguð skerð- ing á aðstöðu Ferðafélagsins fram að ganga, sé veruleg hætta á því að starfsemi félagsins á Hveravöll- um leggist niður áður en langt um líður,“ sagði Páll. Á fundinum var dreift afriti af áðurnefndri stjórnsýslukæru félags- ins til umhverfisráðuneytis á hendur hreppsnefnd Svínavatnshrepps. Páll kvaðst telja hugmyndir sveitarfé- lagsins miða að þvi að ryðja burt mannvi'rkjum félagsins, eingöngu í því skyni að rýma fyrir nýjum rekstraraðila á vegum sveitarfé- lagsins. Sveitarfélagið ætli sér að skapa „tekjur af ferðamannaþjón- ustu á Hveravöllum og þarf því að losna við samkeppnisaðila um gist- ingu og þjónustu“. „Forsvarsmenn félagsins vilja nú láta reyna á rétt félagsins í þessu máli og þeir trúa því ekki að óreyndu að áætlanir um að bægja félaginu af svæðinu muni hljóta endanlegt samþykki æðstu stjórn- válda eftir að þeim hefur nú verið gerð grein fyrir kröfum og röksemd- um stjórnar félagsins,“ sagði Páll. Hefur grundvallarþýðingu Hann minnti jafnframt á að málið hafi grundvallarþýðingu fyrir allar deildir FÍ er starfa víðs vegar um landið, þar sem þær eigi marga skála sem átök af svipuðum toga gætu náð til í framtíðinni. Páll sagði nú unnið að faglegri úttekt á drögum að deiliskipulag- inu á vegum félagsins og muni sú umsögn verða send Skipulagi ríkis- ins innan .skamms lögum sam- kvæmt. Ríkissjóður var rek- inn með 8,9 milljarða króna halla á árinu 1995, en það er 1,5 millj- örðum meiri halli en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. H.LLI ríkissjóðs er nokkurn veginn sá sami og spáð var þegar fjárlagafrumvarp árs- ins 1996 var lagt fram í haust. Tekj- ur ríkissjóðs í fyrra urðu þó 2,3 mill- jörðum króna hærri en reiknað var með, en útgjöldin urðu 3,9 milljörðum króna meiri en fjárlögin gerðu ráð fyrir og má það fyrst og frémst rekja til aukinna útgjalda og skattalækk- unar í tengslum við gerð kjarasamn- inga. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi fjármálaráðherra í gær þar sem kynntar voru bráðabirgðatölur um afkomu ríkissjóðs á liðnu ári. Heild- artekjur ríkissjóðs á árinu 1995 voru 114,4 milljarðar króna, 2,3 milljarðar króna umfram áætlanir, og má rekja auknar tekjur einkum til betra efna- hagsástands en spáð var. Það endur- speglast í meiri tekjusköttum ein- staklinga og fýrirtækja, sem og hærri tryggingagjöldum og eignasköttum. Við gerð fjárlaga ársins 1995 var gert ráð fyrir að ráðstöfunartekjur heimila myndu aukast um 3,5% en tölur nú benda til þess að ráðstöfun- artekjurnar aukist um 6-7%. Inn- heimtar tekjur í fyrra hækka um 4,5% frá árinu 1994 eða um 4,8 milljarða. Að teknu tilliti til verðlags- hækkana svarar það til þess að raun- aukning ríkissjóðstekna milli ára hafi verið 2,5%. Hlutfall skatttekna af landsframleiðslu lækkar hins veg- ar lítillega eða um 0,2% og hefur ekki verið lægra frá árinu 1987 sam- kvæmt upplýsingum fjármálaráðu- neytisins. Tekjuskattur tveimur milljörðum hærri Tekjur ríkissjóðs af tekjusköttum voru í fyrra rúmum tveimur milljörð- um króna hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Þar munar mest um meiri tekjuskatta einstaklinga, en þeir eru 1.580 milljónum króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjuskatt- ar fyrirtækja eru einnig meiri og munar þar 542 milljónum frá því sem reiknað var með í fjárlögum. Tekju- skattar voru samtals rúmur 21 millj- arður króna, þar af greiddu einstak- lingar í fyrra 16.780 milljónir og fyrirtæki 4.242 milljónir króna. Tryggingagjöld eru 74 milljónum hærri en kemur fram í fjárlögum og eignaskattar eru 258 milljónum króna hærri. Virðisaukaskattur er tæpum 200 milljónum króna hærri en ráð var fyrir gert og tollar og vörugjöld skila einnig meiri tekjum. Hins vegar urðu tekjur af sölu áfeng- is og tóbaks mun minni en áætlanir stóðu til og sama gildir um tekjur af bifreiðasköttum, ríkisábyrgðar- ^jaldi, stimpilgjöldum, þinglýsingum og fleiru. Samanlagt urðu þessar tekjur rúmum 1.100 milljónum króna lægri en ráð var fyrir gert. Heildarútgjöldin 123,4 milljarðar Heildarútgjöld ríkissjóðs urðu 123,4 milljarðar króna eða 3,9 mill- jörðum króna hærri en kemur fram í fjárlögum. Álmenn rekstrargjöld fóru 2,1 milljarð króna umfram fjár- lög. Ástæðurnar eru einkum útgjöld vegna kjarasamninga annars vegar, sem fóru 630 milljónir umfram þegar tekið hefur verið tillit til lækkunar launagjalda vegna verkfalls kennara að upphæð 425 milljónir króna. Hins vegar vóru framlög til sjúkrahúsa aukin um 600 milljónir vegna upp- safnaðs vanda fyrri ára. Aðrar greiðslur dreifast á flest ráðuneytin og marga málefnaflokka, samkvæmt upplýsingum fjármála- ráðuneytisins. Þar má nefna að rekst- ur safna og listastofnana fór 80 mill- jónir umfram og sama gildir um grunn- og sérskóla. Gjaldfallinn kostnaður rikissjóðs vegna snjóflóð- anna á Súðavík og Flateyri er 90 milljónir króna, dómkröfur reyndust 60 milljónir króna umfram fjárlög. Forsætisráðneytið fór 4Ó milljónir króna umfram, en ráðuneytið nýtti geymdar fjái-veitingar frá fyrra ári til fulls, og rekstur sendiráða fór 60 milljónir króna umfram ijárlög. Rekstrartilfærslur fóru 1,5 mill- jarð króna umfram fjárlög og skýrist það alfarið af umframgreiðslum vegna lífeyris- og sjúkratrygginga. Lífeyrisgreiðslur hækkuðu á árinu vegna kjarasamninga um 4,8% og^ eingreiðslur voru einnig greiddar í samræmi við ákvæði þeirra. I sjúkra- tryggingum gengu áform um sparn- að í lyfja- og lækniskostnaði ekki eftir, auk þess sem daggjaldagreiðsl- ur urðu 200 milljónir króna umfram áætlanir. Á móti kemur að aðrar til- færslur voru innan ramma fjárlaga, 135 milljónir vegna Ábyrgðasjóðs launa, 70 milljónir vegna búvöru- framleiðslu og 90 milljónir vegna uppbóta á lífeyri. Hrein lánsfjárþörf ríkisjóðs var áætluð 9,4 milljarðar króna í fjárlög- um en varð 18,7 milljarðar króna. Viðbótarfjárþörfin skýrist að stærst- um hluta af því að ríkissjóður sá um fjármögnun Byggingarsjóðs ríkisins að fjárhæð 8 milljarðar króna. Inn- lend lántaka nettó nam tæpum 2,2 milljörðum og erlend lántaka nettó nam rúmum 15,6 milljörðum króna. Morgunblaðið/Ásdís HÚSFYLLIR var á fundinum í fyrrakvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.