Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF TTL BLAÐSINS Krínglan 1103 Reylgavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 Ferdinand TMISI5THE COURTMOUSE.. AREN'T YOU C0MIN6 IN 7 ALL OF A 5UDDENJME WORLP FAM0U5 ATTORNET REALIZEP HEUUASIN OVER MIS MEAP.. Þetta er dómshúsið ... ætlarðu ekki að AJIt í einu áttaði hinn heimsfrægi lög- koma inn? fræðingur sig á því að hann var inni upp fyrir haus... Hvar er hin líknandi hönd? Frá Bryndísi Schram: STUNDUM berst frétt, sem veldur slíku óþoli, að maður getur ekki orða bundizt. Ástæðan fyrir því að ég skrifa lesendabréf í Morgunblaðið er sú frétt, sem barst í gær (þann 23.1.), að ákveðið hefði verið að loka vist- heimili geðfatl- aðra að Bjargi, sem Hjálpræðis- herinn hefur rek- ið á Seltjamar- nesi í 28 ár. Það hafði kom- ið fram annars staðar áður, að það er mun ódýrara að vista sjúkling á Bjargi en inni á stofnunum, svo að maður skilur ekki alveg rökin fyrir þessum harkalegu aðgerðum. Auk alls þessa er ákvörðunin tek- in, þegar fjárhagsáætlanir ársins 1996 liggja fyrir, þannig að hvergi er smugu að finna annars staðar í kerfínu. Fyrir mörgum árum vann ég með geðfötluðum og ég hef umgengizt þá töluvert vegna starfa minna á undanfömum árum. Við vitum öll, að geðfatlaðir eiga sér fáa málsvara. Þeir geta ekki sjálfír risið upp til vamar, þegar á þá er ráðist. Geðfötl- un er útbreiddur sjúkdómur, miklu útbreiddari en við höldum, en hann er eins konar „tabú“ í þjóðfélaginu, það hvílir yfir honum viss bann- helgi. Fordómamir eru hreint ótrú- legir. Enginn vill helst vita af geðfötl- uðum, þeir eru jafnvel hættulegir. Þeir em ómagar á þjóðfélaginu, geta ekki unnið fyrir sér, og eiga því ekki rétt til jafns við aðra. Geðfötlun er frábmgðin öðmm sjúkdómum, sem má lækna með upp- skurði eða lyfjum, em staðbundnir í líkamanum. Fötlun sálarinnar er óræður sjúkdómur, erfíður viðfangs og stundum ólæknandi. Geðfatlaðir eiga sér ekki sín eigin samtök, eins og svo margir aðrir hópar sjúkra. Hjartveikir, sykursjúkir, krabba- meinssjúkir, áfengissjúkir, allir þess- ir hópar hafa stofnað með sér sam- tök, veita aðhlynningu, vemd og for- vamir, standa saman, þegar að þeim er veitzt. En geðfatlaðir era ekki í aðstöðu til þess. Þeir yfirgefa spítal- ann veikir á sinni, kjarklitlir, kvíðnir og fullir ótta við hverdagslífið. Oftar en ekki eiga þeir í engin hús að venda, stundum afneitar fjölskyldan þeim. Hún er líka haldin fordómum, ótta, kvíða og ráðleysi. Þeir em alein- ir. Það er á þessum tímamótum í lífí sjúklingsins, sem vistheimilið Bjarg hefur komið til sögunnar. Það hefur veitt vemd { vondum heimi. Bjarg er heimili, ekki stofnun. Vistmenn geta átt sitt einkalíf, haft persónu- lega muni í kringum sig, þeim er sýnd virðing sem einstaklingum og alúð, sem hveiju okkar er nauðsynleg til að lifa af. Geðfatlaðir eiga sinn rétt, eins og hvert okkar hinna. Þeir eiga rétt til þess að lifa mannsæmandi lífí, eiga heimili, stunda nám, jafnvel vinnu, vera frjálsir ferða sinna. Heimilið á Nesinu er bjargið, sem þeir byggja á, og hafa byggt á í tuttugu og átta ár. Sumir hafa átt heima þarna frá upphafí, aðrir skemur. Nú grípur óttinn um sig, öryggisleysið heltekur þá, og sjúkdómurinn ágerist. Og hvað verður um þetta fólk? Það á að „útskrifast", það á að fara heim til aðstandenda eða inn á stofn- anir. Reynum að setja okkur í spor þessa fólks. Hvers á það að gjalda? Hvar er samábyrgðin nú? Hvar er „hin líknandi hönd“ læknisins? Og hvemig ætlum við hin að bregðast við? Hver em rökin fyrir þessum harkalegu aðgerðum? Eigum við engan rétt á skýringu? BRYNDÍS SCHRAM. Gjörbreyting á helgihaldi í stærri kirkjum landsins Frá Kolbeini Þorleifssyni: ÉG GET ekki lengur orða bundist í umræðunni um Langholtskirkju, þeg- ar ég les dag eftir dag fjasið í kórfé- lögum kirkjunnar um athafnir sóknar- prestsins. Ég verð líka að segja, að síst af öllu hefði ég, lærisveinn dr. Róberts Abrahams Ottóssonar í helg- isiðafræðum og helgisöng, átt von á því að heyra aðra eins dómadagsvit- leysu úr kór Jóns Stefánssonar. Skýr- ing: Fyrir rúmum 30 ámm varð grundvallarbreyting \ kennslu guð- fræðideildar Háskóla íslands í helgi- söng. Fyrirrennarar okkar höfðu fengið afar takmarkaða menntun í helgisöng. Allt í einu kom maður til kennslu við deildina, sem bjó til þriggja ára námskeið fyrir okkur, að vísu launalaust til að byrja með. Upp frá þeim tíma hefur orðið gjörbreyting á helgihaldi í stærri kirkjum landsins. Eitt dæmi og spuming: Hvers vegna gekk sú „ósvinna" yfir lútherska söfn- uði landsins, að Jón Stefánsson lét flytja rammkatólska „Krýningar- messu“ á vígsludegi Langholtskirkju; og það í beinni sjónvarpsútsendingu? Slíkum messum tilheyrir ýmislegt, m.a. „eilífar altarisgöngur" og sérstök háttsemi, sem prestar Langholts- kirkju hafa fram að þessu ekki kunn- að. Nú er loksins kominn prestur á staðinn, sem kann. Þá bregður allt í einu svo við, að organisti og kór snú- ast öndverðir gegn honum. Háttalag séra Flóka við messur á uppmna sinn hjá biskupsembættinu, því að Sigur- bimi biskupi hefði verið í lófa lagið að stöðva þessa þróun, ef hann hefði viljað. Meira vil ég ekki segja að sinni, þó af nógu sé að taka. Virðingarfyllst, Einn af „grallaraspóunum“ í fyrstu sjónvarpsútsendingu aftan- söngs á jólum árið 1966. KOLBEINN ÞORLEIFSSON, Ljósvallagötu 16, Reykjavík. Allt efni sem birtist t Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt t upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.