Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Tvflemba
finnst í
Kerlingar-
flöllum
Syðra-Langholti - Nokkrir bænd-
ur héðan úr Hrunamannahreppi
fóru á jeppum í Kerlingarfjöll á
mánudaginn og sóttu þangað á
með tveimur lömbum. Kindurnar
voru við hús skíðaskólans í As-
garði.
Hinn mildi vetur hefur farið
vel með þessar skepnur. I venju-
legu árferði hefðu þessar kindur
sennilega verið fenntar eða falln-
ar úr hungri. Snjólaust er að kalla
á hálendinu og ökufæri gott.
Það voru félagar úr ferða-
klúbbnum 4x4 sem voru á ferð í
Kerlingarfjöllum um helgina og
komu auga á kindurnar og létu
vita af þeim. Þessi tvílemba er í
eigu Eiríks Kristóferssonar á
Grafarbakka en margt af sauðfé
hans heldur sig á þessum slóðum
á sumrin. Þijár kindur frá honum
fundust i Hveradölum þann 11,
nóvember.
Eiríkur saknar þó enn einnar
tvílembu sem sást í hinum fögru
en stórbrotnu Kerlingarfjöllum í
fyrstu leit í haust. Fyrir mörgum
áratugum fundust kindur í Kerl-
ingarfjöllum um þetta leyti árs
svo að þetta er ekki einsdæmi.
Vinnsludekkið útbúið
fullkomnustu tækjum
Morgunblaðið/Unnsteinn Hermannsson
LEITARMENNIRNIR með kindurnar þijár við skíðaskólann.
Þeim sem skoðuðu skipið
leist mjög vel á það og þá sér-
staklega vinnsludekkið sem er
útbúið hinum fullkomnustu
tækjum.
Togarinn er nú í sinni fyrstu
veiðiferð undir skipstjórn Jó-
hanns Gunnarssonar, Viðars
Sigurðssonar fyrsta stýri-
manns og Ásmundar Halldórs-
sonar fyrsta vélstjóra.
^ Morgunblaðið/Silli
ÁHAFNARMENN tóku lagið i tilefni heimkomu togarans.
Togarinn
Júlíus
Havsteen í
heimahöfn
á Húsavík
SR. Sighvatur Karlsson bless-
aði skip og áhöfn.
Húsavík - Húsvíkingar fögn-
uðu hinum grænlenskættaða
togara Júlíusi Havsteen ÞH 1
þegar hann kom í fyrsta skipti
til heimahafnar í hinu fegursta
veðri sl. föstudag.
Við heimkomuna blessaði
sóknarpresturinn sr. Sighvat-
ur Karlsson skipið og skips-
höfnina sem söng sálm ásamt
öðrum viðstöddum.
Sameinað sveitarfélag á Vestfjörðum
Alþýðuflokkurinn
hvetur til sameigin-
legs framboðs
ísafirði - Alþýðuflokksmenn á
Vestfjörðum hafa sent fulltrúum
nokkurra flokka bréf þar sem
hvatt er til viðræðna um sameigin-
legt framboð fyrir komandi bæjar-
stjórnarkosningar í hinu nýja sam-
einaða sveitarfélagi á norðanverð-
um Vestfjörðum sem fram eiga
að fara í vor.
Vegna erindis Alþýðuflokks-
manna hefur Vestfjarðalistinn,
þ.e. listi Péturs Bjarnasonar
fræðslustjóra, sent frá sér frétta-
tilkynningu þar sem segir m.a. að
listinn útiloki ekki á þessu stigi
þátttöku í sameiginlegu framboði
til nýrrar bæjastjórnar en telur
nauðsynlegt að þegar á fyrstu
stigum þessa máls verði haft sam-
band við þá óháðu lista sem boðið
hafa fram til sveistarstjórna í við-
komandi sveitarfélögum og starf-
að þar.
Gæta þarf lýðræðis
ogjafnaðar
„Það er skilyrði af hálfu Vest-
fjarðalistans að þessum aðilum
verði boðin þátttaka í viðræðunum
frá upphafi. Vestfjarðalistinn telur
nauðsynlegt að við uppstillingu til
nýrrar bæjarstjórnar verði gætt
lýðræðis og jafnaðar, jafnframt
því sem sjónarmið allra byggðanna
verða að eiga sér málsvara,“ segir
m.a. í fréttatilkynningu frá Vest-
ijarðalistanum.
Sala ÁTVR á ísafirði á árinu 1996
Mánaðarlaun í kaup
á áfengi og tóbaki
ísafirði - Sala Áfengis- og tóbaks-
verslunar ríkisins á ísafirði nam
tæpum 320,4 milljónum króna á
síðasta ári á móti tæpum 320,9
milljónum kr. árið áður. Af ein-
stökum áfengistegundum seldust.
mest af vodka og viskí en Egils
Gull og Becks voru vinsælustu
bjórtegundirnar. Sala á tóbaki
minnkaði um 3,4 milljónir kr. milli
áranna 1994 og 1995, þrátt fyrir
hækkun á tóbaksverði.
107 þúsund í áfengi
Ef litið er nánar á sölu áfengra
drykkja og neyslu tóbaks kemur
í ljós að hver Vestfirðingur 18 ára
og eldri (miðað við kjörskrá) á
sölusvæði útsölunnar, sem nær frá
Isafjarðardjúpi og vestur til Arnar-
fjarðar, eyddi tæpum 107 þúsund
krónum að meðaltali í framan-
greindar vörur á árinu 1995, eða
sem nemur einum mánaðarlaunum
á mann að meðaltali.
Alls seldust 67.324 flöskur af
áfengi á árinu 1995 að verðmæti
119 milljónir króna sem svarar til
þess að hver hinna framangreindu
einstaklinga hafi neytt 22,5 flaskna
af áfengi á ári, eða að jafnaði
tveggja flaskna á mánuði og er þá
neysla bjórs ekki meðtalin.
Vestfirðingar keyptu 345.612
flöskur/dósir af bjór á sama tíma-
bili fyrir rúmar 56,5 milljónir
króna. Svarar það til 141.700 lítra
neyslu, að meðaltali 47,2 lítra á
mann á ári, eða tæplegaa fjögurra
lítra á mánuði.
MEÐ BLÖNDUÐU GRÆNMETI
fiV*
£
*
=>
<
LETTOSTAR , þrír góðir á léttu nótunum
MUNDU EFTIR OSTINUM