Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ í r 4 » í 1 ÚRVERINU Morgunblaðið/Siguijón J. Sigurðsson EIGANDI og skipstjóri. Hinn nýi eigandi Guðbjarts, Norðmaðurinn Jan Ove Farstedt, ásamt Herði Guðbjartssyni skipstjóra rétt áður en skipið hélt frá ísafirði í síðasta sinn. Guðbiartur seldur til Noregs safírðí MínrminhlarliA ^ ísafirði. Morgunbiaðið. TOGARINN Guðbjartur ÍS 16, sem verið hefur í eigu Hrað- frystihússins Norðurtanga hf. á ísafirði, hefur verið seldur til Noregs. Togarinn hefur verið í eigu Norðurtangans frá 21. marz 1973. Skipið hélt frá ísafírði á þriðjudag áleiðis til Hafnarfjarð- ar, þar sem það var tekið í slipp til skoðunar. Áætlað var að skip- til Noregs. Verður þetta síðasta ið héldi til Noregs í gær, fímmtu- dag,og mun það verða gert út frá Álasundi í framtiðinni. Fiskaði alls um 88.000 tonn Hörður Guðbjartsson, sem hef- ur verið skipstjóri á Guðbjarti frá því hann kom til Iandsins fyrir 23 árum, siglir togaranum ferð Harðar sem skipstjóri, því hann lét formlega af störfum um síðustu áramót. Að sögn Hans W. Haraldssonar hjá Norður- tanganum var Guðbjrtur mjög gott og farsælt skip, sem skilaði um 88.000 tonnum að landi með- an það var í eigu fyrirtækisins. Góður túr hjá frystitogaranum Guðbjörgu ÍS Fengn um 320 tonn af rækju á nítján dögum ísafirði. Morgunblaðið. GUÐBJORG IS kom inn til Akur- eyrar á þriðjudag með um 320 tonn af rækju eftir 19 daga túr. Afla- verðmæti var um 58 milljónir króna. Ásgeir Guðbjartsson, einn eigenda skipsins og fyrrum skipstjóri á því, segir að þetta sé ágætis veiði, enda hafí aflinn náðst á tiltölulega skömmum tíma. Guðbjörgin hefur áður fískað annað eins í túr, en á lengri tíma. Guðbjörgin landaði um 180 tonn- um af iðnaðarrækju til vinnslu hjá Strýtu hf. á Akureyri, en hélt svo til veiða á ný með hinn hluta afi- ans, sem fer á markað erlendis, einkum í Japan, að loknum yfir- standandi túr. Guðbjörgin fær kvóta hjá Strýtu og landaði iðnaðar- rækjunni því þar. „Veiðin er mjög góð, það eina sem vantar er kvót- inn. Þetta fær að synda í kring um okkur til eilífðar án þess að við fáum að veiða það,“ segir Ásgeir. Aflaverðmæti í fyrra 560 milljónir Aflinn í þessari veiðiferð fékkst á mun dýpra vatni en áður hefur ver- ið eða 430 til 450 föðmum. Guðbjart- ur Ásgeirsson er með skipið í þess- ari veiðiferð og stunda þeir veiðam- ar í kantinum vestan við Hraunið, sem er langt norður af Siglufírði. Útgerð Guðbjargarinnar gekk vel í fyrra að frátöldu stoppi í þrjár vikur vegna bilunar í sjóðurum. Aflaverðmæti á síðasta ári, sem var fyrsta heila árið í útgerð skipsins, var 560 milljónir króna. 1.100 tonn af innfjarðarækju úr Djúpinu Rúmlega 1.100 tonn af innfjarða- rælq'u höfðu borizt á land út ísa- íjarðardjúpi í upphafí þessarar viku. Heildarkvótinn er 2.700 tonn og því um 1.600 tonn óveidd til vertíðarloka í vor. Mestur afli hafði þá borizt til Ósvarar í Bolungarvík, 504,5 tonn. 304,3 tonn hafa verið unnin hjá Rit á ísafirði, 216,6 hjá Básafelli og 74 tonn hjá Frosta í Súðavík. Halldór Sigurðsson er aflahæsti rækjubáturinn til þessa með 88,6 tonn. Næstur kemur Gissur hvíti með 73,6 tonn, þá Aldan með 67,3 tonn og lokss Stundvís með 63,5 tonn, en allir þessir bátar eru frá ísafírði. Hann léttist um 120 kg!!!!!!! Það er ótrúlegt en satt, en danska útvarpsmanninum Jprgen Quistgaard tókst að léttast úr 220 kg niður í 100 kg og hann hefur haldið þessum árangri. Þetta afrek vann hann með því að nota Nupo-létt. J0rgen Quistgaard hefur stofnað stuðningshópa víðsvegar um Danmörk til aðstoðar fólki í baráttunni við aukakílóin og hann hefur nú fengið viðurkenningu danskra yfirvalda og vísindamanna sem slíkur. Föstudagínn 26. jan. verður hann í Ingólfs apótekl í Kringlunni kL 14-17, og veitir fólki ráðleggingar. Islenskur túlkur á staðnum. Af þessu tilefhi verður veittur kynningarafsláttur af Nupo-létt í Ingólfs apóteki. Lyf ehf. Sfðumúla 32 Sími 588 6511 Umboðsaðili á íslandi _____FRÉTTIR: EVRÓPA__ Vill styrkja tengsl ESB og NATO Brussel. Reuter. JAVIER Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) vill styrkja tengsl banda- lagsins við Evrópu- sambandið, þar sem verkefni þeirra og framtíðaráform skar- ist æ meir. Af fimmtán ESB- ríkjum standa aðeins fjögur utan NATO, og af fjórtán Evrópuríkj- um í NATO eru ein- göngu þrjú utan ESB. Aðild að bandalögun- um skarast því mjög. Bæði bandalögin stefna nú að stækkun til austurs og betra sam- starfi við nágranna sína í suðri, Miðjarðarhafsríkin. Bæði taka líka virkan þátt í friðargæzlu og endur- reisnarstarfí í Bosníu. Að kröfu Frakklands stefna bæði bandalögin líka að því að efla sjálfstæði varna Evrópu, um leið og þau viðurkenna að Banda- ríkin séu þeirra bezti bandamaður. Með þetta í huga miðar Solana, sem kom beint úr forsæti ráð- herraráðs ESB í framkvæmda- stjórastól NATO, að því að tryggja að snúið verði af braut takmarkaðs samráðs og samvinnu milli banda- laganna og tekið upp náið samstarf. „Framkvæmda- iájóvill koma tengslun- um á samræmdan og skipulegan grunn,“ segir heimildarmaður í höfuðstöðvum Atl- antshafsbandalagsins, sem rætt var við á þriðjudag. Fundar með Santer og van den Broek Fyrr um daginn hafði Solana átt morg- unverðarfund með for- seta framkvæmda- stjórnar ESB, Jacques Santer, og Hans van den Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn- inni. Fundir af slíku tagi eru óvenjulegir. Reglulegt samband er á milli ESB og NATO, bæði með beinum hætti og í gegnum Vestur- Evrópusambandið, en fundir æðstu embættismanna hafa ekki verið algengir, þótt stutt sé á milli höfuð- stöðva bandalaganna í Brussel. „Framkvæmdastjórinn vill fjölga reglubundnum fundum með æðstu embættismönnum ESB,“ sagði heimildarmaður Reuters- fréttastofunnar. Javier Solana Tilurð Evrópufánans EVRÓPUFÁNINN, sem flestir þekkja, er oftast tengdur Evr- ópusambandinu. Hann er hins vegar upphaflega fáni Evrópu- ráðsins og er eldri en Efnahags- bandalag Evrópu, fyrirrennari ESB. Evrópusambandið tók hann ekki upp sem merki sitt fyrr en árið 1985, en blái fáninn með stjörnunum tólf hafði þá þegar öðlazt sess sem tákn sam- vinnu ríkja Evrópu. Stjörnurnar tólf vísa ekki til aðildarríkja sambandsins, eins og margir héldu á meðan þau voru tólf talsins. Þannig er það líka misskilningur að stjörnun- um hafi fjölgað er þrjú ný ríki bættust í hópinn fyrir rúmu ári. Evrópuráðið samþykkti að taka upp Evrópufánann sem merki sitt árið 1955. Stjörnu- fáninn varð hlutskarpastur í samkeppni þriggja fána. Evr- ópuhreyfingin, sem stofnuð var upp úr seinna stríði, stakk upp á livítum fána með stóru, grænu E-i. Þann fána notaði fram- kvæmdastjórn Efnahagsbanda- lagsins fram til 1985. A hinum fánanum, sem kom til greina, var gul sól, með rauðum krossi í miðju, á bláum fleti. Krossinn átti að vísa til kristinnar arf- leifðar Evrópu. Tyrkir, sem áttu þá þegar aðild að Evrópuráðinu, neituðu hins vegar að samþykkja fána með krossi. Það, sem fulltrúar Tyrklands áttuðu sig hins vegar ekki á, er að stjörnurnar tólf eru líka kristið tákn; geislabaug- ur Maríu meyjar eða „kóróna af tólf stjörnum“, sem lýst er í Opinberunarbókinni. Heiðurinn af hönnun fánans á Paul Levy, upplýsingasljóri Evrópuráðsins á fyrstu árum þess. Þeir, sem nota Evrópufán- ann, ættu að gæta þess að snúa honum þannig að stjörnurnar bendi upp á við. Mannúðarmál- efni styrkt Brussel. Reuter. ^ FRAMKVÆMDASTJORN Evr- ópusambandsins ákvað á mánudag að veita sem nemur 3,75 milljónum dollara, um 247 milljónum króna, til margvíslegra mannúðarmálefna í Mið- og Austur-Evrópu. Langmest til fómarlamba Tsjemóbyl-slyssins Lang stærsti hluti aðstoðarinnar, eða um tveir þriðju, rennur til lækn- ismeðferðar fórnarlamba Tsjemób- ýlslyssins í Hvíta-Rússlandi og Úkraínu. Þá renna 625 þúsund dollarar. rúmar 40 milljónir, til matvæla- og lyfjakaupa handa munaðarlaus- um, fötluðum og öldruðum á stofn- unum í Rúmeníu. Einnig ætlar ESB að vetja um- talsverðum fjármunum til að beij- ast gegn berklum í héraðinu Tomsk Oblast í Síberíu. Berklatilfelli í Tomsk Oblast eru að sögn fram- kvæmdastjómarinnar 61 á hveija 100 þúsund íbúa samanborið við einungis 10 á hveija 100 þúsund íbúa innan Evrópusambandsins. Loks er ætlunin að greiða kostn- aðinn við bólusetningu gegn löm- unarveiki á 350 þúsund börnum yngri en fimm ára í Albaníu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.