Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ + INGA WIUM HANSDÓTTIR + Inga Wium Hansdóttir fæddist 24. maí 1933 að Asknesi í Mjóafirði. Hún lést á heimili sínu að- faranótt 20. janúar síðastliðins. Hún var dóttir hjónanna Hans Guðmunds- sonar og Önnu Jónsdóttur. Þau bjuggu fyrst i Ask- —^nesi en fluttust síð- ar að Reykjum í Mjóafirði. Við þá jörð kenndi Inga sig jafnan. Hún var þriðja í ald- ursröð ellefu systkina. Eigin- maður Ingu Wium, Bjarni Hólm Bjarnason, er frá Bollastöðum í Blöndudal, f. 24. janúar 1927. Hann hóf störf í lögregluliði Reykjavíkur árið 1953 en er nú gæslumaður hjá ATVR. Þau gengu í hjúskap 16. júní 1956. Börn þeirra eru: 1) Arnþór Heimir, f. 1. febrúar 1956, kvæntur Lovísu Guðmundsdótt- ur. Börn þeirra eru: Inga Guð- nín, Jóhanna Sigríður og Krist- jana Stella. Arnþór er lögreglu- flokksljóri í Reykjavík. 2) Anna Hlín, þroskaþjálfi í Skagafirði, f. 6. október 1958. Dótt- ir Önnu er Arna Sif Þórsdóttir. 3) Berglind Hólmfríð- ur, f. 6. desember 1962. Gift Þórarni Gestssyni skip- stjóra. Börn þeirra eru: Sigurborg óg Aron Orn. Fyrir átti Bjarni Krist- ínu, skrifstofu- mann I Hveragerði. Hún er gift Jón- mundi Kjartans- syni yfirlögregluþjóni. Börn þeirra eru: Erna Björg og Vikt- or Hólm. Inga og Bjarni bjuggu lengst af á Langholtsvegi 158 en hafa nú síðustu árin búið í Brekku- landi 3, Mosfellsbæ. Inga varði mestum hluta ævi sinnar við ýmiss konar umönnunarstörf, lengst af starfaði hún á Klepps- spítala og á kvennaheimilunum við Amtmannsstíg og Gijóta- götu. Utför hennar fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. - Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku mamma, nú þegar við kveðjum þig er efst í huga þakk- læti fyrir það góða veganesti sem þú gafst okkur og bömum okkar. Við söknum þín sárt en gleðj- umst þó yfir að þjáningar þínar eru að baki. Við höfum undanfama daga yljað okkur við góðar minning- ar, oft hlegið en oftar grátið. Litlu ömmubörnin þín sakna þín sárt og spyija mikið um hvernig ömmu líði núna. Þær hafa áhyggjur af því hvort amma geti lesið hjá guði fyrst gleraugun urðu eftir og af hveiju amma tók ekki veskið með sér. En þau eiga öll yndislegar minn- ingar um góða ömmu sem bar hag þeirra stöðugt fyrir bijósti. Við höfum vitað lengi að hveiju stefndi varðandi veikindi þín en samt er svo sárt að sjá á eftir þér. Þú varst sjálf tilbúin og reyndir hvað þú gast til að undirbúa okkur og hugga en kannski hlustuðum við ekki nógu vel. Mesta huggun okkar nú er hvað þú trúðir staðfastlega á framhaldslíf og varst viss um að foreldrar þínir og systir myndu taka + Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, * HALLGRÍMUR ANTONSSON, Bárugötu 13, Dalvík, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 23. janúar sl. Eyvör Stefánsdóttir, Sólveig Hallgrímsdóttir, Anna Þórey Hallgrímsdóttir, Stefán Hallgrímsson, Sigrfður Gunnarsdóttir, Ragnhildur Hallgrímsdóttir, Þorkell Jóhannsson, Vilhelm A. Hallgrímsson, Lilja Björk Reynisdóttir, Arnheiður Hallgrímsdóttir, Gunnar Þór Þórisson og barnabörn. f t Faðir minn, tengdafaðir og afi okkar, GARÐAR DAGBJARTSSON, Nestúni 4, Hvammstanga, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardagínn 27. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Hera Garðarsdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar, LILJU IIMGVARSDÓTTUR, dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolhreppi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Kirkjuhvols fyrir góða umönnun. Lovísa Ingvarsdóttir, Leó Ingvarsson, Ingibjörg Ingvarsdóttir. vel á móti þér. Við trúum því líka að þér líði vel núna og sért farin að rækta rósir á öðru tilverustigi. Hafðu þökk fyrir samveruna. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Að lokum viljum við biðja Guð að styrkja pabba okkar í sorginni því hans er missirinn mestur. Einn- ig viljum við þakka öllu því góða fólki sem studdi móður okkar og fjölskylduna í gegnum þessi erfiðu veikindi. Hafið öll bestu þakkir fyr- ir hjáipina. Börnin. í dag verður borin til grafar í Mosfellsbæjarkirkju Inga Wium Hansdóttir. Fyrir mína hönd og fjöl- skyldu minnar langar mig að minn- ast Ingu með nokkrum fátæklegum orðum. Kynni mín af Ingu hófust á þann hátt, að á árinu 1973 kynntist ég eiginkonu minni, Kristinu Bjama- dóttur (Stínu), en Bjarni faðir henn- ar var eiginmaður Ingu. Þau Inga og Bjarni eignuðust þijú börn, Arn- þór, Önnu Hlín, og Lindu en Bjami hafði átt Kristínu áður en hjóna- band þeirra Ingu hófst. Stína ólst upg hjá móður sinni og stjúpföður á Ólafsfirði en hún hefur alla tíð átt sitt annað heimili í Reykjavík, hjá þeim Bjarna og Ingu. Fljótlega eftir að ég kynntist Stínu kom ég með henni á heimili þeirra Bjarna og Ingu, sem var lengst af á Lang- holtsveginum í Reykjavík. Hjá þeim Ingu og Bjarna gistum við alltaf þegar við áttum leið í bæinn, þar var alltaf rýmt fyrir okkur, hvernig sem á stóð. Það skipti engu máli hvort við vorum eitt eða fjögur sam- an, alltaf var pláss. Inga var glæsileg kona og ein- staklega alúðleg. Hún var einstak- lega gestrisin, það var ákaflega gaman að koma til hennar. Hún var einstaklega barngóð og gaf barnabömum sínum mikinn tíma þegar þau komu í heimsókn. Inga var ekki bara móðir barna sinna, heldur mikill félagi þeirra. Það fór ekki framhjá mér þegar þau hittust hversu samrýnd þau vora og hversu tengslin á milli þeirra voru sterk. Það fór heldur ekki á milli mála þegar ég ræddi við Ingu hversu hreykin hún var af börnum sínum og var Stína þá ekki undanskilin. Þegar ég kom til Ingu vakti það alltaf athygli mína, að hún virtist alltaf eiga nóg heimabakað bak- kelsi, hvenær sem manni datt í hug að líta inn. Ég viðurkenni það fús- lega að kökur eru ein af þeim lysti- semdum lífsins sem ég ætti að sneiða hjá af líkamlegum ástæðum, en ég hafði alltaf gilda afsökun til að þiggja þær þegar ég kom til Ingu, sumu getur maður hreinlega ekki hafnað þrátt fyrir allt og það átti svo sannarlega við kökurnar hennar Ingu. Það skipti síðan engu máli hersu vel útilátið kaffibrauðið var, oftar en ekki enduðu þessar heimsóknir á matarboðum, sem öll voru einstök á sinn hátt. Börnum okkar var hún ávallt ákaflega góð og glögglega mátti sjá, að Inga tók Stínu alltaf sem sinni eigin dóttur. Á okkar kynni féll aldrei skuggi. Fyrir þetta allt viljum við þakka hér. Fyrir nokkru síðan varð Ijóst að Inga gengi með mjög alvarlegan sjúkdóm, þegar hún greindist með krabbamein. Hún gekkst undir nokkra uppskurði og meðferðir vegna þessa. Við heimsóttum hana nokkram sinnum á meðan á veik- indum hennar stóð en þau Bjami fluttu í Mosfellsbæinn fyrir nokkr- um árum. Þrátt fyrir veikindi sín tók Inga okkur alltaf opnum örmum og sama alúðin fylgdi alltaf móttök- um hennar. Okkur er alveg ljóst, að þau Inga og Bjarni hafa átt sínar erfiðu stundir í tengslum við þessi veikindi Ingu, en þau virtust gera sér far um að bera höfuðið hátt gagnvart öðrum. Það var auðvitað þeim heið- urshjónum líkt, að standa saman í blíðu og stríðu uns dauðinn aðskildi þau. Um síðustu jól buðu þau Bjarni og Inga mér og fjölskyldu minni í mat, ásamt börnum og barnabörn- um sínum, þeim sem voru þá stödd hér syðra. Ég er sannfærður um það nú, að Inga vissi þá að um síð- ustu jól hennar í þessu jarðlífi var að ræða en það var ekki að sjá á henni þá. Hún eldaði og sá um allt eins og hún hafði alltaf gert og virtist leggja mikið upp úr því, að við hin nytum matarboðsins, eins og ávallt áður. Það var eins og hún vildi sanna það fyrir okkur að henni hefði ekkert farið aftur þrátt fyrir erfið veikindi. Henni tókst það svo sannarlega, maturinn smakkaðist sem aldrei fyrr og samverustund þessi fram eftir kvöldinu varð hin ánægjulegasta í alla staði. Fljótlega eftir þetta ágerðust veikindi Ingu mikið og því var hún flutt á sjúkra- hús. Hún náði sér fljótlega aftur og vildi þá fara heim. Nokkrum dögum síðar, vnánar tiltekið aðfara- nótt laugardagsins 20. janúar sl., lauk þessari erfiðu lokagöngu Ingu hér á jörðu er hún sofnaði hljóðlega svefninum langa heima í hlýja rúm- inu sínu í faðmi fjölskyldunnar. Ég veit að þetta var nákvæmlega það sem hún vildi, hún var fullkomlega tilbúin til að mæta örlögum sínum, sátt við guð og menn. Erna og Viktor vilja hér með kveðja Ingu ömmu sína og þakka henni fyrir öll góðu árin og öll biðj- um við henni guðs blessunar í því sem hún tekur sér nú fyrir hendur. Elsku Bjarni, Addi, Anna og Linda! Okkar trú er sú, að þið mun- ið vinna ykkur út úr sorginni vit- andi það, að Ingu líður nú vel. Eins og málum var komið átti hún hvíld- ina skilið, annað hefði verið ósann- gjamt. Við munum minnast hennar með virðingu og hlýhug og erum þess fullviss að hún mun engum gleymast sem til hennar þekkti. Við vottum systkinum Ingu, bamabörn- um og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Fjölskyldan Þelamörk 1, Hveragerði, Jónmundur Kjartansson. í minningum um Ingu bregður fyrir konu sem hlúði að og naut þess sem henni þótti vænt um og fagurt í lífinu. Mér er það t.d. minnisstætt hve tónlist Vilhjálms og Ellýjar Vilhjálms var mikið uppáhald Ingu og hvernig hún lifði sig inn í ljóðin. Það atvikaðist ánægjulega um síðustu jól að þeg- ar Inga settist inn í bílinn hjá mér á leið í Brekkuland þá hljómaði söngur Vilhjálms í útvarpinu. Með ánægju sinni af tónlistinni var henni lagið að vekja athygli og t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR frá Melstað, Hásteinsvegi 47, verður jarðsungin frá Landakirkju, Vest- mannaeyjum, laugardaginn 27. janúar kl. 14.00. Sigurður Þórir Jónsson, Elfn Egilsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir. áhuga annarra fyrir því hugljúfa og fallega. Ingu var ræktun blóma og fegrun hluta í blóð borin. Hún naut þess að hafa mikið af blómum í kringum sig og hugsaði um þau eins og sjá- aldur augna sinna. Fyrir vikið lærð- um við sem börn að virða blómin hennar og umgangast þau með gætni. Hér á árum áður þegar við Palli bróðir og Addi iðkuðum það að fljúgast á með látum í stofunni hjá Ingu var ótrúlegt hvernig blóm- in hennar héldust ósnert. Sama má segja um myndir sem hún af natni saumaði út, þær pössuðum við allt- af upp á að skemma ekki þó hama- gangurinn væri oft mikill og ýmis- legt annað yrði undan að láta. Inga sýndi okkur krökkunum þá oft mikla þolinmæði og umhyggju. Inga og Bjarni voru náttúruunn- endur sem nýttu sín frí oft til að fara um sveitir og hitta þar vini og ættingja. Sveitin dró þau til sín. Frá því að ég var tíu ára gutti i sveit í Austur-Húnavatnssýslu man ég vel hve gaman það var er Bjarni og Inga komu þangað í heimsókn með fréttir úr bænum og glaðning í poka. Þá vora þau á bæjarflakki á gamla Willis-jeppanum. Auðvitað voru minkahundarnir þeirra með í ferðinni og veiðitól í farteskinu. Eins er mér minnisstæð ferð með þeim hjónum í Akureyjar á Breiða- ftrði þar sem Inga framreiddi dýr- indis máltíð úr skörfum sem við skutum í matinn. Inga kunni vel að verka skarfana, eins og svo margt, og matseldin lék í höndunum á henni. Hún gætti þess ætíð að allir væra saddir og vel haldnir. Það var alltaf gott að koma til hennar því hún lét sér annt um velferð okkar bræðra og var hvetjandi. Þegar við Palli misstum pabba fyrir tuttugu árum, hélt hún erfidrykkju í minningu hans. Hún hafði ekki mörg orð um þessa veislu og vildi ekki gera mikið úr því sem hún gerði en hlýhugurinn og velvild hennar í okkar garð var styrkur í sorginni. Vinátta hennar og um- hyggja mun ætíð skipa sérstakan sess í huga mér. í baráttu sinni við veikindi síð- ustu árin sýndi Inga vel sinn óbil- andi dug og aðdáunarverðan kjark. Þó veikindin hrjáðu hana mikið var henni ofar í huga hvernig aðrir hefðu það. Henni var það tamara að spyija fólk elskulega hvernig því liði, og að rétta hjálparhönd ef með þurfti, heldur en að huga að eigin velferð. Allt fram á það síðasta var hún að huga að fjölskyldu sinni og vinum. Að rækta sinn kærasta blómagarð. Missirinn er mikill og söknuðurinn er sár, en gleymum ekki að Inga skilur eftir sig hlýjar minningar og margt gott veganest- ið fyrir okkur. Þér, Bjarni, og öðrum aðstandendum votta ég innilega samúð. Gunnar Hrafn Birgisson. Á þeim árum þegar verkefnið í vinnunni var öðrum þræði að kynn- ast starfsfélögum og tína þá úr sem urðu meistarar nýliðans, þau ár er erfið útköll urðu lærdómur en fóru ekki til umræðu fólks er hvergi kom nærri, þessi tími aðlögunar er náði yfir langan tíma og endaði inni á heimilum sumra félaganna og kynni tókust milli fjölskyldna. Það var í samkævmi vinnuhópsins er ég man fyrst eftir Ingu Wium, þessari fal- legu konu og fasi hennar. Alla tíð skar hún sig úr fjöldanum en það er fáum gefið. Slíkt er næstum ósjálfrátt og sjálfsagt þreytandi til lengdar. Hjúskapur þeirra Bjarna Hólm Bajrnasonar og Ingu Wium Hans- dóttur byggðist á þrotlausri vinnu og samheldni við börn og bú en báðum fjarlægt að iðka hinn al- genga þykjustuleik samkvæmislífs- ins sem oft er sprottinn af skorti á áhugamálum og ófullnægju með sjálfan sig. Erfitt getur verið að draga skil á milli vinnu og hvíldar og svo er lífshamingjan afstæð og illt að elta ólar við hana sérstaklega. Inga Wium var verksvöl og vinnufús svo eftir var tekið. Störf utan heimilis 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.