Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Kommóður HeimiId:.Húnsæðisstofnun rikisins, Upplýsingarit 4. saman er líður á lánstímann. Miðað við núgildandi vexti af lánum Bygg- ingarsjóðs verkamanna - 2,4% - verður eignarmyndunin enn hægari en áður. Fyrir þá sem taka lán á hinum nýju kjörum verður eigna- myndunin neikvæð í 19 ár í stað 6 ára áður. Staðan verður lökust á níunda ári lánstímans, þá hefur upphafleg 10% eign fallið í 7,5%.“ Guðríður ætti frekar að skattyrðast við höfunda skýrslunnar um út- reikninga eða starfsmenn Félags- íbúðardeildar Húsnæðisstofnunar ríkisins frekar en greinarhöfunda. Staðan er lökust á níunda ári! Eins og kom fram í ásökun 2 hélt-Guðríður því fram að eftir níu ár yrði eignarhlutur fjölskyldu, sem keypti sér 7 milljóna króna félags- lega íbúð með láni til 43 ára, 840 þúsund eða 140 þúsund krónum meiri en upphafleg útborgun. En lítum nú aftur í Upplýsingarit 4 frá Félagsíbúðadeildinni. Þar segir; „Staðan verður lökust á níunda ári lánstímans, þá hefur upphafleg 10% eign fallið í 7,5%.“ En 7,5% af 700 þúsund krónum (sem er upphaflega útborgunin) eru 525 þúsund krón- ur. Það munar því 315 þúsundum á sannleikanum og tölum Guðríðar, m.ö.o. fengi fjölskyldan 175 þús- undum minna en hún greiddi út, en ekki 140 þúsundum meira eins og Guðríður heldur fram, ef hún kysi að „seljá' íbúðina. Sama kem- ur fram í áðumefndri skýrslu þei'rri, sem unnin var fyrir Jóhönnu Sig- urðardóttur fyrrverandi félags- málaráðherra, eins og kemur fram í málsgreininni á undan. Hvemig Guðríður kemst að þeirri niðurstöðu að eignamyndun sé neikvæð í fjög- ur ár og að eftir níu ár værj eignar- hlutur fjölskyldunnar 840 þúsund krónur, er okkur hulin ráðgáta og eru staðhæfingar hennar alveg á skjön við upplýsingarit Húsnæðis- stofnunar og skýrslu félagsmála- ráðuneytisins. 21 ár, þó halda megi fram að rétt- ara væri að tala um 19 ár. Varðandi þau orð að umfjöllun okkar hafi ekki verið heiðarleg og sanngjörn þá dæmir slíkur mál- flutningur sig sjálfur. Það er hins- vegar sérstakt að forstöðumaður Húsnæðisskrifstofu Akureyrar skuli halda því fram að upplýsingar Húsnæðisstofnunar og félagsmála- ráðuneytisins séu rangar. Fleiri rangfærslur hjá Guðríði mætti telja til, eins og þá fullyrð- ingu hennar að einn af kostum fé- lagslega kerfisins sé: „Þú ert eig- andi að húsnæði þínu nákvæmlega eins og ef þú keyptir á fijálsum markaði.“ í Upplýsingariti nr. 3, bls. 8, sem gefíð er út af Félags- íbúðadeild Húsnæðisstofnunar rík- isins, byggt á lögum um fjöleignar- hús og húsalejgulögum, segir: „Um allar félagslegar íbúðir gildir sú regla að réttur til íbúða erfíst ekki. Við gerð samnings um kaup á eign- arhlut eða við kaupsamning á íbúð, stofnast einungis persónulegur rétt- ur kaupanda." Það er því einfald- lega alrangt að kaupandi félags- legrar íbúðar eignist íbúðina á sama hátt og gerist á almennum fast- eignamarkaði, þar sem eignin erfist ekki. Einnig sjá allir sem kynna sér reglur um endurbætur og viðhald félagslegra íbúða að ekki er um eign að ræða heldur persónulegan rétt, eins og segir í upplýsingarit- inu. Auðvitað verður að vera til aðstoð fyrir þá verst settu! Við erum sammála Guðríði að aðstoð í húsnæðismálum er nauð- synleg, en við erum ekki sammála henni um leiðir. Við viljum aðstoða fólk til að eignast sitt eigið hús- næði. Skattaafsláttarleiðin er slík leið. Guðlaugur Þór Þórðurson er for- maður SUS. Magnús Árni Skúla- son er formaður málefnastarfs sus. •-m FORRIT í WINDOWS UMHVERFI Engin óþarfa tímaeyðsla, þú lœrír áforrítið á hálftíma. • Fjárhagsbókhald • sölukerfi • ' • viðskiptamannakerfi • • verðútreikngar • pantanakerfi • • lagerkerfi • tollkerfi • vt'xlar • • skuldabréf • VSK skil • o.fi. • Tollmeistarinn Sfmar 555 4677 & 565 0899. AÐSENDAR GREINAR Stóllinn ehf. Smiðjuvegi 6D, sími 200 Kópavogi, 554 4544 J HA Opið um helgina. Á morgun frá kl. 10-17. Á sunnud. frá kl. 13-17. Rangfærslum svarað GUÐRIÐUR Frið- riksdóttir forstöðu- maður Húsnæðis- skrifstofu Akureyrar skrifar grein - í Morgunblaðið 11. janúar sl., þar sem hún sakar greinar- höfunda um að vera með „málflutning sém ekki er heið- arlegur og sann- gjam“ og vænir okk- ur um að fara með staðlausa stafí um félagslega húsnæði- skerfíð. Guðríður segir m.a.: Ásökun 1: „Eign- armyndun í félagslegum íbúðum er ekki neikvæð í 21 ár eins og segir í grein þeirra, hið rétta er að hún er neikvæð í fjögur ár.“ (Miðað við 43 ára lán.) Ásökun 2: „í dæminu um fjöl- skylduna sem hefur búið í félags- legri íbúð sem kostar sjö milljónir og flytur út eftir níu ár er einnig farið rangt með. Sagt er að hún fengi einungis 595 kr. þúsund út- borgaðar, hið rétta er að eignarhlut- ur hennar í íbúðinni væri 840 þús- und krónur." Seinna í greininni fjallar Guð- ríður um skattaafsláttartillögur okkar í húsnæðismálum, sem við kynntum í íjölmiðlum og blaðinu Okkar framtíð fyrir nokkru. Það er skemmst frá því að segja að Guðríður hefur ekki misskilið þær tillögur, hún einfaldlega skilur ekk- ert út á hvað þær ganga. Það kem- ur okkur á óvart, þar sem við höfum kynnt þessa nýju lausn fyrir fjölda fólks og aldrei orðið varir við slíkt Guðlaugur Þór Þórðarson Magnús Árni Skúlason áður. Við munum þó vanda fram- setningu tillagnanna enn frekar þegar við kynnum þær hér á síðum Morgunblaðsins á næstunni. I þessari grein munum við svara þessum hörðu ásökunum Guðríðar og er það okkur sönn ánægja áð fræða hana um staðreyndir máls- ins, en sökum anna greinarhöfunda hefur þessi greinarbútur ekki fæðst fyrr en nú. _ Eignarmyndun í félagslega húsnæðiskerfinu er neikvæð í 19 ár Guðríður fullyrðir, eins og áður sagði, í grein sinni að eignarmynd- un í félagslega íbúðarkerfínu sé neikvæð í einungis fjögur ár. Hæg- ur vandi er að fá úr þessu skorið. Húsnæðisstofnun ríkisins gefur út upplýsingarit um félagslega íbúðar- kerfíð. Þessi upplýsingarrit liggja frammi í afgreiðslu Húsnæðisstofn- unar ríkisins, sérstaklega ætluð þeim sem vilja kynna sér félagslega íbúðarkerfíð. í upplýsingariti 4 er íjallað um 43 ára lán, þar stendur á bls. 11: „Miðað við núgildandi vexti af lánum Byggingarsjóðs verkamanna - 2,4% - verður eigna- myndunin neikvæð í 19 ár.“ Ef Guðríður efast um réttmæti þessara upplýsinga úr Félagsíbúðadeild Hús- næðisstofnunar ríkisins, sem við gerum ekki, þá köllum við til sög- unnar skýrslu nefndar sem lagði mat á reynsluna af lögum um félags- legar íbúðir (bls. 57), sem unnin var fyrir Jóhönnu Sigurðardóttir þáver- andi félagsmálaráðherra árið 1993. í fyrrgreindri skýrslu segir meðal annars: „Þegar eignamyndun fé- lagslegra eignaríbúða er athuguð er rétt að benda á að fyrsta árið er afborgunarlaust, sem þýðir að þá greiðir kaupandinn einungis vexti af láninu. Höfuðstóll lánsins er því óbreyttur eftir fyrsta árið, en á sama tíma skal draga frá 1,5% fymingu. Af þessu leiðir að strax fyrsta árið verður eignamyndunin neikvæð, lækkar úr 10% af íbúða- verði í 8,5%. Miðað við 1% ársvexti er það ekki fyrr en á sjöunda ári sem eignarhlutinn er orðinn jafn hár og í upphafí og vex svo smám Það er hinsvegar sér- stakt að forstöðumaður Húsnæðisskrifstofu Akureyrar skuli halda því fram að upplýsingar Húsnæðisstofnunar og félagsmálaráðu- neytisins séu rangar, segja þeir Guðlaugur ------------------3i--- Þór og Magnús Arni í grein sinni. Rétt er að geta þess að lán í félagslega eignaríbúðakerfinu em með stighækkandi vöxtum og því eru fæstir aðilanna að greiða 2,4% vexti. Samkvæmt skýrslunni er eignarmyndun í félagslega hús- næðiskerfinu í dag í minnsta lagi neikvæð í 19 ár. Því stendur fullyrð- ing okkar um að hún sé neikvæð í Eignir (þús. kr. 4.000 Lán til 30 ára Ekjcert afb. Jaust ár S Lán tif 43 árs meö 2,4% vöxtum^/ Eitt afb. laust ár jr 1.000 _^**1**'^ Framlag viö kaup ^ 600 6 11 16 21 26 31 36 41 4 >4^ %r (/. 10-60% afsláttur *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.